Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST l'%8 Framleiða yfir 100 millj. lítra af mjólk Úr sýningarbás Mjúlkursamsölunnar MJÓLKURSAMSALAN sýnir í sýningarbás sínum á Land- búna-ðarsýningunni sýnisharn af þeim vörum, sem framJeidd ar eru úr mjóik. Eru þar sýnd ar allar tegundir. Á veggjunum eru myndir af vinnslu mjólkur og auk þess ýmsar upplýsingar um framleiðslumagn. Sagði Stef- án Björnsson, forstjóri Mjólk ursamsölunnar, að ætlunin væri að leggja áherziu á að sýna það hreimlæti, sem gætt er við mjólkurvinnslu, og, hvað sé framleitt úr mjólk. MjólkurframleiðsJan hefur aukizt mjög mikið. 1935 var hún 10 millj. lítra, en 1965 var hún um 105 millj. lítra, en hefur síðan dregizt sam- an en -losar þó 100 milljónir. Hver landsmaður neytir á feri 320 lítra nýmjólkur, 5,8 lítra rjóma, 8,2 kg. skyrs, 8 kg. smjörs og hálft fjórða kg. osts. Eftir héruðum skiptist framleiðslan þamnig, að Mjólk urbú Flóamanna framleiðir langsamlega mest, eða 36,7 Land- búnaðar- sýningin millj. lítra. KEA er með 20,1 millj. lítra, Borgames, 8,5 millj. lítra. Reykjavík er með 6,6 millj. lítra, en þess ber þó að gæta, að þar er einungis um að ræða innvegna mjólk frá bændum, en það mjólkur magn, sem fer um stöðina bæði frá samlögunum í Borg- armesi og á Selfossi er ná- lægt 33 millj. lítra. Auk Mjólkursamsölunniar sýnir Osta- og smjörsalan osta og smjör. Framleiddar eru í landinu 25-30 tegumdir af ostum. Eru verðmætin um 350 millj., þar af eru 40% út- fluttur ostur, en nokkrar teg- undir hafa náð útbreiðslu er- lendis, einkum þó í Banda- ríkjunum. Við spurðum Stefán Björns son nokkurra spurninga um Mjólkursamsöluna og sagði hann m.a., að Mjólkursamsal- an færi að setja á markaðinn nýja tegund af skyri og væri hægt að fá það keypt í kaffi- sölunni á Landbúnaðarsýning unni. Raunar væri hér ekki beimlínis um að ræða nýja teg und, heldur væri skyrið geril sneytt og sett í plastumbúðir, og ætti það því að hafa meira geymsluþol. Er við spurðum Stefán íhinnar klassísku spumingar Úr sýningarbás Mjólkursamsölunnar. Myiulin er af ostasýn- ishornum Osta- og smjörsölunnar. Á veggjunum eru mynd- ir af vinnslu mjólkur, og til hægri grillir í línurit, þar sem sýnd er mjólkurframleiðslan frá 1935 og eins framleiðsla mjólkurbúanna sl. ár. um heimsendingu mjólkur sagði 'hann, að rannsókn hefði f-arið fram á þessu máli fyrir nokkrum árum og hefði sú rannsókn leitt í ljós að grund völlur væri ekki fyrir hendi. 'Hins vegar hefði hann áhuga á að láta rannsaka kostnaðinn að nýju sem fyrst, því að hann liti svo á, að Mjólkur- samsalan ætti að reyna að þjóna hagsmunum neytenda eins og bænda eftir mætti. Ekki hafði hann þó trú á að grundvöllur væri frekar fyr- ir hendi núna. Landnámið hefur veitt um 950 býlum aðstoð sl. 20 ár LANDNÁM rikisins hefur fal- lega sýninganstúku á Land- búnaðarsýningunni í Laugar- dalshöilinni ©g er þar að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi þessarar stofnunar. Starfsemi landniúmsins er í meginatriðum thriþætt. Ann- ans vwgar Iýtun hún að stofn- un nýbýla, annað hvort í öyggðahverfinu eða á vegum einstaklmga, en hins vegar miðar hún að því að auka bú- in á þeim jörðum, sem fyrir eru, og koma í veg fyrir, að jaíðir fari í eyði, þær sem byggilegar eru. Landnnám ríkisins hefur starfað hér í rúman aldar- fjórðung, en aðdraganda að stofnun þessarar stofnunar má rekja til ársins 1936, að fyrst gengu í gildi lög um ný- býli og samvinnubyggðir — og opinber fjárhagsstuðning- ur var ákveðinn til beinna á- hrifa á, hver og hvernig bú- jarðir byggðust uppi í sveit- um landsins. Var fjárhags- stuðningur veittur samkvæmt þeim lögum hin næstu ár til stofnunar nýrra býla, en á- kvæðin um stofnun samvinnu byggða komu á hinn bóginn ekkj til framkvæmda. Endur- skoðun á þessum lögum íót fram 1941, en í þeirra stað komu lög um Landnám ríkis- ins. Formsbreyting varð þó engin í framkvæmd þessara laga, þrátt fyrir gildistöku nýju laganna, enda óhægt um vik á árinu 1941—45 vegna styrjaldarinnar. En á tíma- bilinu 1936—46 vora stofnuð 254 nýbýli, þar af 66 endur- byggðar eyðijarðir, og að auki var veittur stuðningur eldri nýbýlum og endurbyggð um eyðijörðum, sem ekki höfðu notið aðstoðar laganna þar sem til þeirra var stofn- að, áður en lögin tóku gildi 1936. Voru það alls 46 jarðir, sem þeirrar aðstoðar urðu að- njótandi. Á árinu 1946 varð gagnger breyting á þessari löggjöf og jafnframt lögunum sjálfum tryggt fjármagn til þeirra framkvæmda, sem þar voru ákveðnar. Tók fimm manna stjórn þessara mála til starfa um áramótin 1946—47, ný- býlastjórn ríkisins, kosin af Sameinuðu alþingi, en for- maður þeirrar stjórnar var skipaður af landbúnaðarráð- herra, Jón Pálmason, alþingis maður. í byrjun árs 1947 réði stjórnin svo Pálma Einarsson til starfs landnámsstjóra, og gegnir hann því starfi enn. Frá þeim tíma hefur megin- stefna sú, sem þá var mörkuð í löggjöfinni, haldizt, þótt gerðar hafi verið nokkrar og stundum gagngerar breyting- ar á lögunum með hliðsjón af breyttum þjóðfélagsaðstæð- um. Of langt máli yrði að telja þær allar, en víðtækust var sú endurskoðun, sem fram fer á löggjöfinni 1956. Þau lög marka starfsgrund- völl Landnáms ríkisins sl. 10 ár. Með lögum nr. 76 frá 27. apríl 1962 voru lánastarfsemi landbúnaðarins, starfsemi Landnáms ríkisins og starf- semi Teiknistofu landbúnaðar ins felld saman í eina heild með lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveit- um. Komu fram í þeim lögum breytingar gagnvart lánakerf- inu, en hin framkvæmdalega uppbygging á starfsemi land- námsins og teiknistofunnar hélzt óbreytt í meginatriðum. Það sem fellur undir ný- býlastofnanir samkvæmt land námslögum er: Stofnun ný- býlis til almenns búrekstrar, annað hvort í byggðahverfi eða á eigin landi. Stofnun félagsbúskapar á eldri jörð. Endurbygging eyðijarða. Stofnun garðyrkjubýlis á jarð hitasvæði. Stofnun smábýlis eða iðnaðarbýlis á 6 ha rækt- anlegs lands að lágmarki. Landnámið hefur stofnað til byggðahverfa í 15 sýslum í landinu. Er gert ráð, fyrir 3—9 jörðum í hverfi, og á- ætlað er að bújarðir í þessum hverfum verði 72. Lokið er ræktun, byggingum og bú- rekstur hafinn á 59 jörðum í þessum hverfum. Landnámið kaupir landið undir býlin, leggur vegi um hverfið. legg- ur vatns. og skolpleiðslur að og frá býlunum og ræktar 35 ha tún fyrir hvert býli. Bygg- ingar, bæði íbúða- og gripa- hús, kosta aðilar sjálfir. Sá, sem reisa vill nýbýli utan byggðahverfa og hefur tryggt sér til þess eignar. og ábúðarrétt á landi, sendir Landnámi ríkisins umsókn um, að hann fái heimild til að reisa býli, er njóti þeirra hlunninda, sem landnámslög veita. Slík samþykkt er háð þeim skilyrðum, að hlutað- eigandi hafi full eignarráð eða erfðaábúðarréttindi á landi því, sem nýbýli er stofn að á, og að framkvæmdir séu gerðar í samráði við land- námsstjóra og trúnaðarmenn nýbýlastjórnar. Nýbýli má grundvalla með þrennum hætti. í fyrsta lagi býli, þar sem áformað er að hafa al- mennan búrekstur, og þegar einstaklingar stofna slíkt ný- býli,styrkir Landnámið rækt- un á þeim býlum, unz náð er 25 hektara túnstærð. Fyrstu 5 hektararnir, sem ræktaðir eru, eru styrktir með 6 þús. krónum á ha, en síðan nemur styrkurinn 3 þúsund krónum. í öðru lagi eru garðyrkju- býli, sem staðsett eru utan skipulagðra svæða kaupstaða. Framleiðsla þeirra á að byggj ast á gróðurhúsaframleiðslu eingöngu eða samhliða úti- ræktun matjurta. Þau þurfa að hafa umráð hitaréttinda, sem fullnægja 1000 fermetra ræktun innanhúss. Styrkir til garðyrkjubýla nema krónum 60.00 á fermetra í gróðurhúsi unz 1000 fermetrum er náð. í þriðja lagi er heimild til að stofna til iðnaðar. og smábýla í sveitum enda hafi slík býli 6 ha ræktunarhæft land til umráða og aðili reki iðnað eða þjónustustarf í almanna- þágu í viðkomandi héraði. Ef eyðijarðir eru endurbyggðar, ber að sækja um það á sama hátt og nýbýli, því Landnámi ríkisins ber að tryggja, að byggð sé aðeins endurreist á þeim scöðum, er hafa full- nægjandi búrekstrarskilyrði og aðstöðu til samgangna og rafmagns. Á tímabilinu frá ársbyrjun 1947 til ársloka 1967 hefur Landnám ríkisins veitt 943 býlum aðstoð, sem skiptast þannig: 714 nýbýli með al- mennum búrekstri, 28 garð- yrkjubýli, 36 iðnaðar- og smá- býli og 166 eyðijarðir endur- byggðar. Þá er komið að því atriði í starfsemi Landnámsins, er miðar að því að stækka búin á eldri jörðum og koma í veg fyrir að byggilegar jarðir fari í eyði, en hún er einkum tvenns konar. í fyrsta lagi styrkir landnámið ræktun á öllum þeim jörðum, sem hafa minni tún en 25 ha og byggi- legar teljast, unz 25 ha marki er náð. Þessi styrkur nemur 2500 til 3000 krónum á ha eftir ræktunarskilyrðum. í öðru lagi veitir Landnóm rík- isins styrki til byggingar íbúðarhúsa í sveitum, 60 þús- und krónur til byggingar hverrar íbúðar. Hafa alls 613 jarðir notið framlags til end- urbyggingar íbúðarhúsa. Úp sýningarbás Landnáms ríkfcins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.