Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST l'96ö Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst j ór narf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. MYNDLISTARHÚS - BORGARLEIKHÚS Ij^yrir nokkrum dögum af- * hentu forráðamenn Kjar valssýningarinnar, borgar- stjóranum í Reykjavík, nær 700 þúsund krónur, sem renna eiga til byggingar myndlistar húss á Miklatúni en þessi upp hæð er ágóði af Kjarvalssýn- ingunni, sem haldin var fyrr í sumar. Þetta myndarlega framlag sýnir glögglega þær miklu vinsældir sem Meistar- inn nýtur meðal fólks og jafn framt skemmtilegt að mynd- listarhúsið á Miklatúni skuli að töluverðu leyti rísa upp í krafti þeirra traustu tengsla sem skapast hafa með Kjar- val og þjóðinni. í hinu nýja myndlistarhúsi á Miklatúni verða aðallega tveir sýningarskálar, annar eingöngu fyrir sýningar á verkum Kjarvals, hinn fyrir almennar sýningar, en með þessum hætti er ætlunin að tengja nýja kynslóð myndlist armanna og raunar einnig samtíðarmenn Kjarvals sem traustustum tengslum við þann listamann, sem þjóðin hefur tekið einna mestu ást- fóstri við. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri skýrði frá því á blaðamannafundi fyrir nokkr um dögum, að annar sýningar salurinn yrði væntanlega full búinn til notkunar næsta haust, en húsið allt á að vera fullgert á árinu 1970. Auk sýningarsalanna tveggja verð ur aðstaða til þess að koma fyrir listaverkum í anddyri hússins og einnig utan dyra. Með tilkomu hins nýja mynd listarhúss verður bætt úr brýnni þörf fyrir aðstöðu til myndlistarsýninga í borginni, því að Listamannaskálinn gamli er löngu orðinn ónot- hæfur. Um svipað leyti og þannig sést fyrir endann á byggingu nýs myndlistarhúss í borg- inni gætir greinilega vaxandi áhuga á því að koma málefn- um borgarleikhúss á nokkurn rekspöl. Lengi hefur verið rætt um slíka byggingu fyrir starfsemi Leikfélags Reykja- víkur og ýmsir staðir verið tilnefndir, en vafalaust er það vilji borgarbúa, að nýtt borg- arleikhús rísi við Tjörnina, hvort sem það yrði tengt væntanlegri ráðhúsbyggingu eða ekki. Leikhúslíf er mjög fjöl- breytt í borginni og áhugi í leiklist er mikill. Það hefur greinilega komið í ljós á und- anförnum árum, að góður grundvöllur er fyrir rekstur annars leikhúss í borginni. Með byggingu myndlistar- hússins á Miklatúni hefur mikið átak verið gert til þess að stuðla að frjósamara menn ingarlífi í höfuðborginni og virðist liggja beint við að Bygging borgarleikhúss verði næsta stórátakið í þeim efn- um. Það á að vera kappsmál Reykvíkinga að hlú að og efla það grózkumikla menningar- líf, sem lengi hefur sett sterk an svip á borgina og þar eiga fáir einstaklingar stóran hlut að máli. Hinn ágæti hljóm- sveitarstjóri Bohdan Wodisco varaði við því í vor, að menn mættu ekki vera „nízkir við menninguna“. Þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika sem nú steðja að er rétt að hafa þau orð í huga. Auðlegð borgar- anna er þrátt fyrir allt orðin svo mikil, að þeir hafa góð efni á að veita listum í borg- inni góða starfsaðstöðu og bygging borgarleikhúss er einn liður í því. FEGRUM BORGINA L sama tíma og ferðamenn eru hvattir til þess að ganga vel um landið, hafa Reykvíkingar verið hvattir til að hafa hreinlegt og snyrti- legt í kringum hús sín og hreinsunarmenn hafa verið á ferðinni frá borginni. Borg í byggingu eins og Reykjavík verður auðvitað aldrei svo snurfusuð að þar megi ekkert að finna. Og einnig verður að hafa í huga, að lóðagerð kostar oft mikið fé, sem húsbyggjendur hafa ef til vill ekki efni á, fyrst eftir að byggingu lýkur. En það kostar oft lítið fé að hafa hreinlegt og snyrtilegt í kring um húsin og þess vegna er ástæða til að hvetja borgar- búa að fjarlægja allt ónauð- synlegt drasl, sem vera má að hafi safnast saman en látið liggja óáreitt. VŒJ UT AN 0 R H Elf ril Gífurle; gar ör yggisrí ÍÖSti ifan ir I Chicago er um þessar mundir unnið að því af kappi, að undirbúa flokksþing demó- krata, sem þar hefst hinn 26. ágúst næstkomandi. Búizt er við gífurlegum fjölda fólks til borgarinnar auk flokksfull trúanna sjálfra 5.611 talsins. (Þar af eru þrisvar sinnum fleiri blökkumenn en á síðasta flokksþingi, 1964, eða 176 auk varafulltrúa, 125 að tölu). Meðal annars er gert ráð fyrir tugþúsundum manna, sem ætla að láta til sín taka hin margvíslegustu mál og halda hópfundi og fjöldagöngur með þeim eða móti. Óttast margir, a'ð til óeirða og átaka geti komið. Af hálfu yfirvalda er því mikill viðbúnaður og í undirbúningi öflugri öryggis- ráðstafanir en dæmi eru til áður við flokksþing í Banda- ríkjunum. Verða gerðar sér- stakar ráðstafanir til þess að afmarka ákveðið svæði um- hverfis þingstaðinn, þar sem ekki fái aðgang nema þeir, sem þangað eiga vi'ðurkennt erindi. Um 8.000 lögreglumenn 6.000 hermenn úr þjóðvarð- liðinu og um 10.000 alríkis- lögreglumenn hafa að undan- förnu starfað við að athuga þá staði í borginni sem reynzt getur nauðsynlegt að verja með vélbyssum, brynvörðum bifreiðum, vatnsdælum og táragasi og einnig verða kann aðir allir þeir stáðir, sem freistað geta leyniskyttna, er hafa illvirki í huga. Eitt mikil vægasta hlutverkið er að sjá þingstaðnum sjálfum, sem er ekki langt frá fátækrahverfi blökkumanna og gistihúsun- um, þar sem fulltrúar og starfslið þeirra munu dveljast, fyrir nægilegri vernd. Er gert ráð fyrir, að um hundrað þúsund manns, lögreglu- og hermenn, taki þátt í öryggis- ráðstöfunum meðan á þinginu stendur. Er haft eftir yfir- manni lögreglunnar í Chicago að þar biðji menn þess „með krosslagða fingur“ að flokks- þinginu ver'ði ekki breytt í blóðbað. Til þess að auðvelda að- gang að þingstaðnum verða útbúnir lendingastaðir fyrir þyrlur á húsþökum og þurfa frambjóðendurnir og fulltrú- arnir þá ekki að brjótast gegn um múg og margmenni á nær liggjandi götum. Á þingstaðn- um sjálfum verður komið fyr ir palli í um 30 metra hæð, þar sem lögreglumenn vopn- áðir byssum, kíkjum og „rabb—labbtækjum“ fylgjast með öllu sem fram fer. Þá munu leynilögreglumenn dreifa sér meðal mannfjöldans á staðnum. Tvö hundruð slökkviliðsmenn og sprengi- efnasérfræðingar verða á vakt allan sólarhringinn og til þess að vera viðbúnir fjöldahand- tökum, hefur lögreglan kom- ið upp tjöldum í garði Cook fangelsisins. Borgarstjórinn í Ohicago, Richard J. Daley, hefur sagt að tekið verði hart á götu- óeirðum og þeim, sem að þeim stúðla. Engu að síður hafa boðað komu sína til borg arinnar margskonar hópar manna, friðarsinnar, hipyar og yppar, stuðningsmenn Eugenes McCarthys, samtök blökkumanna, m.a. fylgismenn baráttu hinna snauðu og þar fram eftir götunum. Vietnam samtökin hafa tilkynnt, að um 100.000 manns muni á þeirra vegum fara hópgöngu til þing staðarins að kveldi 28. ágúst, þegar endanlega verður val- inn frambjóðandi flokksins. Hippar og Yppar segjast aðal lega ætla að skemmta sér að sínum sið, þeir ætli að hafa fjöldarökræður, nektarsam- komur, dans- og söngsamkom ur hvar sem þeir komi saman. . Minni glaum, meiri alvöru Þing bandarísku stjórnmála flokkanna hafa löngum verfð hávær mjög og mikið um glys, myndir, spjöld, blöðrur, konfetti og annað þess háttar. Var til þess tekið á þingi repúblikana á dögunm, að einn af fáum ræðumönnum, sem hefði fengið hljóð, hefði verið leikarinn John Wayne. Þar var tilskilinn tími ætlað- ur til fagnaðarláta eftir að til kynnt höfðu verið frambo’ð og er eftir ýmsum haft, þar á meðal Richard Nixon, að þeim hafi þótt nóg um lætin. Nú hafa tveir af keppinaut- unum um forsetaframboðið í demókrataflokknum, þeir öld- vegna flokksþings demoKrata - Humphrey og McGovern vilja draga úr látum og gauragangi á þinginu en œtla meiri tíma til alvarlegra umrœðna ungadeildarþingmaðurinn Ge orge McGovern og Hubert Humphrey, varaforseti, gerzt talsmenn þess, að dregið verði úr þessum látum á flokk^þing inu. Governs sagði, að fram- koma ungra og aldinna, eins og hún gerðist á flokksþingi væri ósmekkleg og í engu samræmi við þau alvörumál, sem þar væru rædd og tekn- ar ákvarðanir um. Humphrey hefur tekið undir þetta og einnig lagt til, að tíminn á flokksþinginu verði betur not aður en áður til rökræðna og ákvarðana um hin alvarlegu mál, sem fyrir þinginu liggi, að stefnuskrá flokksins verði birt opinberlega sólarhring áður en hún er tekin til um- ræðu, að rétt áður en umræð- ur um stefnuskrána hefjist verði lesinn upp á að gizka hálftíma úrdráttur úr henni, þar sem saman séu tekin áðal atriðin, að ræður við tilkynm ingar um framboð verði tak- markaðar við tíu mínútur, og að hver frambjóðandi fái að- eins að taka tvisvar til máls. Loks vill Humphrey banna hinar hávaðasömu hyllingar frambjóðenda og fulltrúa. Verði farið áð þessum tillög- lögum, sem sennilegt er talið að allir frambjóðendurnir séu fylgjandi, a.m.k. McCarthy auk hinna tveggja fyrrnefndu, verður flokksþingið í Chicago líklega með nokkru öðru sniði en menn hafa átt að venjast undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.