Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 15 Vill leggja grundvöll aö framtíðarskipu- lagi verzlunar á Reykjavíkursvæðinu — spjallad v/ð Gest Ólatsson, skipulagsfræðing og arkitekt OFT er látið að því liggja í um ræðum manna á meðal að lítils skipulags gæti í sambandi við verzlanir og verzlunarhverfi hér á landi. Raunvísindadeild Vís- indasjóðs veitti á árinu 70.000 kr. styrk til athugana á skipu- lagi verzlunarhverfa og hittum við styrkþegann, Gest Ólafsson skipulagsfræðing og arkitekt, að máli á dögunum. Gestur nam í Englandi og spurðum við hann fyrst um náms feril hans. — Eflaust kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir, sagði Gest ur, að nokkur heilviat íslending ur skuli leggja leið sína til Eng- lands að nema arkitektúr, því sú svipmynd af Englandi, sem flestir ísl'enzkir ferðamenn bera í huga, eru endalausar raðir af rauðum múrsteinshúsum, sem hverfa í þoku og reyk. Hafi ferðalangurinn hins vegar átt þangað leið að vetri til, kann að vera minningin um freðið vatn í þvottaskál eða rök og illa hit- uð húsakynni verði þeirri fyrri yfirsterkari. Þess ber þó að minnast að mikill hluti þeirra múrsteinshúsa, er ferðamennsjá er arfleifð iðnbyltingarinnar, by§gður á þeim tíma þegar marg ir Islendingar bjuggu ennþá sum part niðri í jörðinni, í torfbæj- um. Sennilega hafa það verið grein ar um mikil umbrot í byggingu nýrra bæja og sú áherzla sem Englendingar leggja á þjóð félags’ega og hagfræðilega hlið byggingarlistar, sem varð þess valdandi að ég fór þangað að loknu stúdentsprófi við Mennta skóla Reykjavíkur sumarið 1961. Lautk ég síðan prófi í arki- tektúr frá Leicester 1966, og í skipulagsfræði síðastliðið vor frá Liverpool Háskóla. Hafði ég að vísu lært þau undirstöðuatr- iði skipulags, sem kennd eru við fiesta arkitektaskóla, 'en fannst það nám heldur yfirborðskennt og ákvað því að fara til Liver- pool til frekara náms í þeim fræðum. Er háskólinn þar fyrsta menntastofnun í Evrópu, sem hóf kennslu í skipulagsfræðum sem sérstakri fræðigrein og er skipulagsdeildin eingöngu ætluð þeim, sem hafa lokið prófi í þeim sérgreinum er saman mynda und irstöðu skipulags t.d. hagfræði, iþjóðfélagsfræði, arkitektúr, vegaverkfræði o.fl. Þetta er fá- menn deild, um 20 manns fá inngöngu hvert ár, þótt nokkur hundruð sæki árlega um skóla- vist, og er mikil áherzla lögð á samvinnu sérfræðinga í ofan- greindum fræðigreinum við all’t skipulag. Auk þess er það venja að vinna eitt verkefni á ári utan Englands til þess að kynnast ó- líkum staðháttum og löggjöf. Var mér falið að hafa yfirum- sjón með þessa árs verkefni, en það var skipulag þorps nokkurs Þýzkalandi, rétt fyrir austan Köln. Höfðum við samvinnu við skipulagsnema frá Berlín um gagnasöfnun og rannsókn a'lla, en úrvinnsla gagna og gerð iskipuLagsáætlunar fór síðan fram í Liverpool. — Hvað getur þú sagt okkur af fyrirhugaðri athugun þinni á skipulagi verzlunarhverfa, Gest ur: — Hvað viðvíkur fyrirhugaðri rannsókn minni á verzlunar- hverfum, þá vildi ég gera sam- anburðarathugun á skipulagi verzlunarhverfa bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er þetta eitt af þeim atriðum skipulags, sem tiltölulega lítið var farið að rannsaka fyrr en á undanförn- um áratug og var það vanalega viðkvæðið að „Mammon sœi um sína“ — Samt hefur reynsla margra erlendis afsannað þenn- an málshátt, enda eru dæmi þess um að verzlunarbyggingar standi hálftómar í áratug og þar sjáist varla maður (El'ephant og Castle, London) þótt þær séu fallega hannaðar og landi og þjóð til sóma. Auk þeas hef- ur t.d. verið reiknað út, að ef allar þær umsóknir, sem liggja nú fyrir Skipulagsráðherra Eng lendinga um byggingu nýrra verzlunarhverfa, væru sam- þykktar, myndu þær nægja til ársins 2000, þótt fólksfjöldi þre- faldaðist. Hlutvenk skipulagsyf irvalda ætti því að vera að sam rýma óskir neytenda og kaup- manna. Annars vegar ættu þau að sjá um að ekki sé of langt í Verzlanir fyrir kaupendur og að þeir fái tækifæri til að velja milli verzlana, hinsvegar að sjá um að það fjármagn sem varið er í byggingu verzlana skili hæfi- legum hagnaði. — Hvernig er þessum málum háttaðjhér að þinni hyggju? — Á Reykjavíkursvæðinu er SUMAR 0G VÍSINDI við sama vanda að etja í skipu- lagi verzlana og erlendis, þó í smærri stíl sé. Eina skynsamlega lausnin er að leysa þessi vanda- mál með tilliti til svæðisins í heild. Reykjaví'k hefur að vísu nokkra sérstöðu því að segja má að aðdráttarsvæði hennar nái yfir allt landið í sumum greinum verzlunar. Áhrifasvæði hinna ýmsu verzlunarhverfa á Reykjavíkursvæðinu markast hinsvegar ekki af hreppaskilium heldur aðallega af því með hvaða vöru er Verzlað á við- komandi stað og vil ég nefna um Iþetta einfalt dæmi: Ef ekki er hægt að komast með strætis vagni frá einhverjum hluta Reykjavíkur í ákveðið verzlun- arhverfi er sennilegt að þær fjölskyldur sem ekki hafa bif- reið til umráða l'eiti til verzlana á strætisvagnaleið, jafnvel þótt lengri leið sé að ræða (hverfi A, mynd 1) Ef strætis- MYND 1 fyrst í hverfi B og síðain í hverfi A. Að vísu eru það mun fleiri atriði, sem hafá áhrif á það, hvar kaupendur verzla, en flest um þeirra er hægt að gefa töl- fræðilegt gildi, þannig að hægt sé að reikna út, hv'ernig kaup- geta íbúa skiptist niður á ein- stök verzlunarhverfi og einnig víxláhrif þessara fyrirhuguðu verzlunarhverfa og þeirra sem nú eru til. Frumkvæðið að þess ari aðferð, se,m mikið hefur ver- ið notuð bæði a-ustan hafs og vestan átti reyndar Banda- ríkjamaðurinn W.J.Reilly, en bæði Englendingar og Banda- ríkjamenn hafa endurbætt hana mikið síðan. Aðalatriðið er, að ýmis atriði í sambandi við smá- söluv-erzlun, bæði sölumáti og kaupvenjur fólks eru háð stöðug um breytingum, en ef dæmið er sett upp í tölvu má á auðveldan hátt fylgjast m'eð þessum breyt- ingum og taka tillit til þeirra við útreikininga. Hef ég látið mig dreyma um að setja upp slíkt tölvudæmi (gravity model) á Reykjavíkursvæðinu, því þannig væri reistur grundvöllur fyrir framtíðarskipulag verzlun ar á því svæði. — Hvenær vaknaði áhugi íþinn fyrir skipulagi verzlunar- hverfa? — Ég fékk fyrst verulegan á- huga á skipulagi verzlana og verzlunarhverfa, þegar ég vann fyrir Stefán Jónsson, arkitekt F.A.I., og Reyni Vilhjálmsson, skrúðgarðaarkitekt, fyrir tveim ur árum við að áætla hámarks- veltu smsáöluverzlana í skipu- nýlenduvorpr vefnoðap/orur wlenduvórur vefnaðarvorur A rýlenduvöryr vefnaðarvorur toanki vagnaleið er breytt (mynd 2) þannig að auðveldara verði að komast í hverfi B, má samt gera ráð fyrir að flestir þeir kaup- endur, sem eiga erindi í banka, fari alla l'eið í hverfi A og kaupi sína nýlendu- eða vefnað- arvöru þar, heldur en að fara Svörtu hringirnir á kortinu sýna núverandi og fyrirhuguð verziunarhverfi í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðakauptúni og Hafnarfirði. lagsbæjum þeirra, Árbæ og Breiðholti og ákveða mögulega stærð og staðsetningu þeirra verzlana samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofunni um meðal- tekjur og hlutfallslega skipt- ingu neyzluútgjalda. Urðum við þá að styðjast við erlendar töl- ur að nokkru l'eyti, þar eð ekki var til nein könnun á smásölu- verzlun í Reykjavík er okkur kæmi að haldi önnur en sú er Kaupmannasamtök íslands létu gera -um ma'tvöruverzlunina, 1966. Til að ráða bót á þessu hófum við könnun á öllum grein um smásöluverziunar í Reykja- vík á síðastliðnum jólum, þegar ég var hér í orlofi. Rannsökuð- um við 25 prs. greinað úrtak (stratified sample) af öllum smá söluverzlunum og hefur þessi athugun l'eitt í ljós ýmis athyglis verð atriði, sem ég get þó ekki skýrt frá nú, þar sem fullnaðar- úrvinnslu er ekki lokið. — Hvert er álit þitt á núver- andi ástandi í skipulagsmálum okkar? — Viðvíkjandi skipulagi á ís- landi almennt, hef ég heldur lít- ið að segja. Ég skrifaði að vísu kurteislegan greinarstúf í enskt tímarit um skipulagsmál (The Town Planning R’eviev, jan. ’68) um Aðalskipulag Reykjavíkuir og minntist þar á það meðal ann ars að gildi hverrar , skipulags- áætlunar fer ekki eingöngu eft- Gestur Ólafsson. ir staðsetningu á húsum um vega net heldur þeim undirstöðum sem skipulagið er byggt á (þ j óðf élagslegum, hagf ræðileg um o.fl.) og þeirri „administra- tion“ sem sett ’er upp til að koma áætluninni í framkvæmd og endurskoða hana stöðugt við breyttar aðstæður. Annars vil ég varla trúa öðru en að þeir að ilar er fást við skipulag á ís- landi geri það samkvæmt beztu sannfæringu. Það er að vísu heldur sorglegt að íslenzk byggð hafi mótazt meira af miinnimáttarkennd gagnvart er- lendum glyshöllum og skilnings leysi á því byggingarformi sem þar tíðkast h'eldur en rannsókn- um á íslenzkum staðháttum og þjóðfélagi, en ef til vill stendur þetta til bóta. — Hvað er svo framundan hjá þér? — Um mínar framtíðaráætlan- ►r hef ég ekkert fastákveðið. Það er komið andvirði talsvert margra þorska í að rnennta mig og er það að miklu leyti ósann- að mál hvort þar hafa verið gerð góð kaup. Að vísu hef ég feng- ið atvinnutilboð frá Danmörku og Englandi að lokinni þessari rannsókn á verzlun og held ég helzt að ég taki tilboði þeirrar dönsku í amk. eitt ár eða tvö. Ekki er ég sa.mt úrkula vonar um að sá litli skilningur, sem hér er nú fyrir skipulagsmálum, kunmi að aukast í framtíðinni. Sprengja vetnissprengju Papeete, Tahiti, 15. ágúst (NTB) HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Papeete að Frakkar muni sprengja fyrstu vetnis- sprengju sína yfir Murora-kór- alrifinu á Kyrrahafi um helgina. Útvarpið í Tahiti hefur sent reglubundnar aðvaranir til skipa og flugvéla um að forðast til- raunasvæðið, sem nú er stærra en verið hefur við kjarnorkutil- raunir Frakka á þessum slóðum. Umferðarbann gengur í gildi á svæðinu á miðnætti aðfairanótt laugardags, og gildir það um óákveðinn tíma. RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*10Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.