Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1«68 0 Stuttorð svör við stórum spurningum Ofangreinda fyrirsögn setur séraJóhann Hannesson, prófessor, eftirfarandi bréfi sínu. „Velvakanda" þaran 9. ágúst spyrAuður Ingvars hvers vegna verið sé að kenna v börnum biblíusögur Gamla testamentisins. Skal nú reynt að svara þessu og víkja nokkuð að öðrum verðmætum hugmyndum heranar. 1) Vegna þess að saga fsraels er forsaga Jesú Krists. Hún er saga hins gamla sátt- mála, sem ber í sér fyrirheit um hinn nýja, en einnig saga hans sjálfs, eins og hann segir í Jóh. 8: Áður en Abraham varð til, er ég. Saga fyrirheitanna (Gt) er forsaga uppfyllingarinnar (Nt) og þar með hluti af sögu Jesú. 2 Það er enginn „duttlungafulluT guð“ í Gt, en aftur á móti margir duttlimgafullir menn — og duttluragafullt mannkyn. Jesús boðar engan annan en „Guð Abrahams, ísaks og Jakobs", og þetta vita allir. Þegar kristnir menn segja, að Guð fsraels sé duttlungafuliur og annar en Guð Jesú sjálfs, þá er hér venjulega um að ræða dul- búið gyðingahatur, vel kunnugt frá tímum nazista, en einnig kunnugt áður, jafnvel hjá einstaka guðfræðiragi hér á laradi. Menn » ættu að lesa — einkum yngri kynslóðin — um meðferð nazista á Gyðingum, og allhuga, hvort ekki sé nóg komið af ofsókn- um á vorri öld. Af hreinum mannúðar- ástæðum vil ég vara sanngjanna menn við því að innræta bömum hatur á Gyðingum, bæði þegar kennd eru kristin fræði og endranær. Hvorki ádeila Jesú sjálfs né spá manraanna má leiða oss til þess, þvi að sú ádeila hefir allt annan tilgarag. Guð fsraels kynnir sjálfan sig í II. Móse bók, 3. kapitula, einkum 12-16. versi. Og hér er enginn annar Guð en sá, sem talar í Jóh. 8,58. Eins og Lúther segir í sálminum „Vor Guð er borg...“ ......imd ist kein airaderer Gott — ei annar Guð er neinn. Þetta hefur gengið svo fram af íslending- um að þeir hafa ekki þorað að þýða orð- in rétt á vora tungu úr þýzkunni. 0 Siðfræðikennsla 3) Siðfræðikennsla er fremur veikburða í vorum skólum, einkum þó hinum æðri. En sú siðfræði, sem til grundvallar liggúr vestrænum hugmyndum lýðræðis og mann réttinda, er i megindráttum byggð á boð- orðunum tíu, boðskap spámannanna, Fjall- ræðunni og öðru efni Nt. Þar sem frá þessu er fallið, rísa upp ofbeldisstefnur, stórar eða litlar. Náttúruréttur Stóuspekinga hef } ur einnig lagt mikið fram til eflingar mannréttindum. Meginarfurinn er þó frá ísrael. Jesú var sjálfur Gyðingur, talaði mál sinnar þjóðar og raotaði hennar hug- myndir, sem langflestar voru fram komnar fyrir hans daga. Einna þýðingarmestar þeirra eru þær, sem fram koma í túlkun sáttmálasögunnar með dæmisögunum. Fyrsta og önnur kynslóð lærisveina Jesú segir sögu hins nýja sáttmála, sem Jesús stofnar, og frá lærisveinasamfélaginu (kirkjunni) breiðist sagan, og þar með sið- fræðin, út um víða veröld þjóðanma, fyrst á grísku, síðan á fleiri tungum, og á vorum tímum á meir en tólf hundruð málum. 4) Yfirgnæfandi meiri hluti kennara vorra fræðir börnin af velvild og vináttu og út frá þeim skilningi, sem þeir hafa hlotið sjálfir með menntunn og reynslu. Menntunin í kristnum íræðum er þó aðeins brot af þeirri menntun, sem Norðmenn og Danir veita sínum keranurum. Siðfræði (almenna og kristilega) er ná- lega ókleift að fá út gefna á íslandi, og hefir reyndar ekki verið gert áratugum saman hér á landi. f haust er þó von á lít- illi, aJmermri siðfræði, sem kann að bæta nokkuð úr þörfum almennings og vakandi æskulýðs, en æskilegt er þó að keransla sé einnig veitt. Aranars er skortnr handbóka handa kennnrnm ein veikasta hlið ísl- enzkra menntamála og almenningsmennt- unéir 1 landinu. Af þessum sökum eru ýms ar ungar hugvísindagreinar (hugsjónasaga, fjölákyldufræði ofl.) nálega ókunnar flest- um mönnum á íslandi. 0 Gildi Gamla testamentisins 5) Sögur Gamla testamentisins hafa geysimikið almennt menningargildi, því að út frá Gyðingdómi er ekki aðeins kristnin komin, heldur að vissu marki einnig Múhameðstrúin, og bein eða óbein álhrif frá þessum sögum ná til helmings mann- kynsins. í fjölda hugvísindarita er til þeírra vitnað. „Á ég að gæta bróður rníns?" „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina" - þessi efni og fjöknörg önnureru mál dagsins í dag. Til að kenna þessi fræði svo vel fari, þarf þroska, kunnáttu og mannvináttu. Með því að bera samam gríska, róm- verska, indverska og kínverska guði — eða anda, púka og stjömuspár — geta menn fengið góða skemmtun, líkt og af því að skoða tuskudúkkur 1 sölubúð, og eins er um mannlegar smíðar guðsihug- mynda. En enginn finnur með því kjarna neinnar trúar, sízt af öllu kristinnar. Kjarnsm í vorri trú finna menn aðeins með tilbeiðslu Guðs í Jesú Kristi, með hjartanu, ekki með heilabrotum. Kjami annarra trú- arbragða finnst að sama skapi sem menn tilbiðja þeirra guði. 0 Að þreytast á prestum 6) Að menn þreytast á prestum, á sér ýmsar orsakir, þrátt fyrir margt fagurt í fari þeirra. Mikill hluti presta er þjóðinni nálega ókunnur, því að f blöðum og út- varpi fá menn yfirleitt ár eftir ár sömu- gömlu prestana hér í borginmi, sömu- gömlu hugmyndirnar, sömu-gömlu umbúð imar, sama gamla róminn og orðatiltækin. Þetta virðist vera stefna hjá blöðunum, þau virðast nálega lokuð guðfræði og kirkj ulegum tíðindum, nema frá „föstum mönn um“. Hér er þó sjónvarpið skárra, þrátt fyrir ýmsa galla. En vorir sömu-gömlu prestar borgar, blaða og útvarps eru ekki líklegir til að bræða is vantrúarinnar eða breiða varma trúarinnar út um landið. 0 Samband foreldra og barna 7) Um víða veröld er yfir þvi kvartað að firring hafi myndast milli foreldra og bama og unglinga. Jafnvel þegar börnin eru heima, fara foreldramir frá þeim inn í skuggaheim sjónvarpsins eða skvaldur- heim útvarpsins. Þess gjalda börnin þegar árin líða og áhrifin safnast saman. Þau verða rótlausar manneskjur. Mannfélagið ver mi'klu fé til að gera þau rótlaus. Gegn þessu geta foreldrar imnið með því að tala maraneskjulega við börnin sin. Þeir sem aldrei hafa lært það, geta samt lært það, eí þeir vilja, t. d. af átthagafræði ísaks Jónssonar. Hliðstæða kirkjulega átt- hagafræði þyrfti að semja handa þeim sem vilja kenna bömum slnum kristindóm á lífrænan hátt. Hér vantar eikki efni, en aftur á móti skynsamleg hjálpargögn. Hátíðimar, sagan , náttúran, listin og manniífið færa öllum jákvæðum manneskj- um ærið efni upp í hendumar tU þess að tala við bömin um. í sambandi við hinar miklu Krists-hátíðir kirkj uársins kemur efnið árlega á ný til vor, svo að segja af sjálfu sér, og að vissu marki einnig um hverja helgi. Þannig helgast tíminn stöð- ugt á ný. Frægir sögustaðir þjóðarinnar vekja þá sem vakraa vUja tU að minnast gleðilegra viðbtn-ða og átakanlegra, en jafnframt mikUvægrar þjóðarsögu og helgi sögu. Víða má njóta hreinna dásemda sköpunarverksins í náttúrunni, þótt sóðar og nátturuleysiragjar hafi spiUt þeim víða. Svo er og um heilaga kirkju, hún á enn sína tæru bmnna, þótt brunnmígar nokkrir hafi víða farið, eins og í Gerplu segir. Hatrið er mikið í samskiptum þjóða, en mannvináttan vinnur einnig marga sigra á voruim tímum. Þeir sem vUja vera manneskjur á vomm timum, en hvorki hráefni né hlutgervingar, þurfa því ekki að örvænta. Aftur á móti verða þeir að leggja það á sig að opna augun. Jóhann Hannesson". 0 Kal og meira kal Jón Arnfinnsson skrifar: „Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að minnast á kalið í túnunum. Áður en lagt verður I að bæta kal- skemmdimar, væri réttara að menn gerðu sér grein fyrir þvl hvað eigi að gera. Þótt borinn sé á góður skammtur af kalki, get- ur það aldrei skerramt. JörS, sem fær mik- inn loftáburð, verður fljótt súr. Það er meira en kalkið, sem vantar. Það þarf að gefa henni góðan skammt af bóraxi. Ef bóraxskortur er á annað borð, verður kalkið ekki nægileg bót. Svo er aranað: ef haldið er áfram að fylla jörðina með loft- áburði, höldum við skemmdunum við líka. Það verður aldrei gert við þessum skemmdum til fulls, nema með því að skipta um og láta jarðveginn fá lífrænan áburð. Hann eigum við nógan, móiran í mýr unum og sjávargróðurinn kringum allt land. Þá muradum við fá hraustari kýr og um leið kvillaminna mararafólk En þetta má ekki minnast á, af þvl að vísindin komu ekki með það í fyrstunni. Þó vísindi efli alla dáð, geta þau líka verið blirad á sumum sviðum, og þvl ekki gott að trúa þeim I öllu. Það má aldrei sofa á verðinum. Menn verða að vera vakandi um velferð og heil- brigði. Jón Amfinnsson." 0 Kal — Kalk Kristinn P. Briem skrifar: „Nú er mikið rætt um þá þjóðarnauð- syn að finna orsakir kals I túnum og koma í veg fyrir kal I framtíðinni. í þvi sambandi vil ég gefa litla bendingu, ef verða mætti til að upplýsa málið frekar. Það virðist upplýst, að kal kom ekki fram í túraum, fyrr en eftir að farið var að nota tilbúinn áburð. Ekki virðast menn að öllu leyti vera á eitt sáttir um orsakir kalsins, en I flestum tilfellum, ef ekki öllum, mætti ætla, að misfellumar lægu I veiklun hjá jurtunum vegna efnis- eða efna-skorts. Eru flestir á þeirri skoðun, og tilraunir á Hvaraneyri benda I þá átt, að veiklun jurtarana stafi af kalkvöntun. Fyrir 40 til 50 árum kom ég upp túni á Sauðárkróki. Það var grasgott, en mjög harðlent, og þar sem þetta var I mjög þurrviðrissamri sveit, notaðist húsdýraá burður illa, borinn á að vorinu. Pantaði ég þvl köfnunarefnisáburð frá KaupmaBna höfn, þar sem þaðan voru beinar skipa- ferðir. Var ég einn af þeim fyrstu — eða sá fyrsti — sem raotaði tilbúinn verksmiðju áburð 1 héraðinu. Það merkilega við þenn- an áburð var það að hann var mjög bland- aður kalki svo ekki voru nema um I5prs. köfnunarefni I honum. Spurningin verður því, hvers vegna notuðu Norðmenn svona mikið kal með I áburðiraum, þegar ís- lendingar hafa ekki notað og nota ekkert kalk í sínum köfnunarefnisáburði Kjarn- araum. Væri ekki gott fyrir íslendinga að heyra álit Norðmanna á notkun tilbúiras áburðar? Ef til vill mætti eitthvað læra af þvi Kristinn P. Briem“. 0 Nokkur þakklætisorð til Akur eyrarbæjar frá sunnlenzkum tjaldgestum Sunnlendingur skrifar: „Við hjónin ákváðum að ferðast um Norðurland I sumarfríi ökkar, og hafa með okkur tjald, og annað tiiheyrandi útilegu- búskap. Á Akureyri tjölduðum við I nokkrar nætur, og höfðum bækistöð okkar á tjald- stað þeim, sem Akyreyrarbær ætlar ferða- fólki, og fórum við svo dagtúra um ná- grennið. Og það er tjaldstaðuriran og hinn framúrskarandi góði aðbúnaður, sem tjald- gestum er veittur þama, sem við hjónin vildum þakka kærlega. Tjaldstaðuriran er á mjög fögrum stað, og liggur við hina prýðilegu suradlaug og sótókýli. Svæðið er afgirt, og þama eru 2 eftirlitsmenn, sem skifta með sér deginum, annar er frá kl. 8-16, hirara frá kl. 16-23,30, en þá er tjaldsvæðinu lokað, og til þess ætlast, að íbiiar tjaldborgarinnar taki á sig raáðir. Allt fyrirkomulag þarna virðist mjög ved skipulagt. Svæðið er autt I miðjunni, og er það ætlað bömum sem leiksvæði, og mátti oft sjá þar böm úr hinum ýmsu tjöldum í boltaleik og öðrum leikjum. f einu homi tjaldsvæðisins hefur verið reist lítið timburhús, og I þvl eru snyrtiherbergi karla og kvenraa, heitt og kalt vatn I krön- um. Herbergin eru hvítmáluð og hin hrein- legustu. Við hlið þeirra er lítið herbergi sem eftirlitsmeranirnir hafa. Ruslatunnur starada upp við einn vegg skýlisins, og fara allir með ruslið þangað. Fylgist síðan eftirlitsmaðurinn með því, hvenær þörf sé á að hreinsa ílátin. Áberandi var hve allir gengu vel um svæðið, mátti segja, að þama sæist varla pappírssnepilll á grasinu. Hjá snyrtiskálanum er innkeyrzlubraut- in fyrir bila, og fylgdist eftirlitsmaðurinn með öllum gestum, sem þarna beiddust gistingar. Verð fyrir tjaldstæði er 35 krón- ur. En babb getur alltaf komið I bátinn. Mér var sagt, að fólk, sem hafði áfengi um hönd, hafi hyggst eiga griðland á tjald- staðnum, og upphófust eirehver ólæti eina nóttina, en þetta fólk var strax fjarlægt. Enda er þessi staður einungis ætiaður þeim, sem ferðast um landið sér til hvíldar og fróðleiks. Og munu ráðamenn Akureyrar áreiðanlega hafa hug á því, að ferðafólkið geti notið svefnfriðar og hvildar á þessum einstaklega hugþekka stað. Sunnlendingur." BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMI 82347 BILA lEIGfl MAGIMÚSAR sKiPHom21 54mar21190 eftir lokon slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SIM11-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. PILTAR, = EFÞlÐEIOWUKHUSTCNS ÞÁAÉOHRINWNfl / ÁyJrfiðfí /Jsm/jfíissofí /tef<rtef/-*er/ 6 \ V’Qr— Haukur Davíðsson hdl. Lögfræðiskrifstofa, Neðstuströð 4, Kópavogi, sími 42700. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grensás- vegi 9, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 1—3 e.h. — Tilboðin verða opnuð kL 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Nauðungaruppboð — annað og síðasta — á jarðhæð í Auðbrekku 50, þing lýstri eign Jósefs Halldórssonar, talin eign Kristjáns Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 23. ágúst 1968, kl. 16,00. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.