Morgunblaðið - 19.09.1968, Side 11

Morgunblaðið - 19.09.1968, Side 11
MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. SEPT. 196« 11 - LEIKLIST Framhald af bls. 8 hann, en í þessari uppfærslu er hann mjög veigalítill og skilur næstum ekkert eftir í minnirugu áhorfandans, þótt hann sé þýð- ingarmikill áhrifavaldur í at- burðarás leiksins. Ég fæ heldur ekki betur séð en að verkið sé þannig frá höfundarins hendi, að fóma yrði því sem bezt tekst á sýningunni, þ.e.a.s. einhverju af kímfnnni, til þess að draga skýr ar fram þennan efnisþátt, og að með því móti mundi allt fara út um þúfur. Þetta er eihkum vegna þess að ekki er um neina tvöfeldni að ræða í textanum, — kímnin er ekki tregablandin eða harmur skopkenndur, held- ur er þetta tvennt greinlega að- skilið og skiptist á. Enn er þó ótaluð ein mesta prýði sýningarinnar, sem er leikmynd Boris Aronsons. Hún er ekki einasta afburðafalleg og í alla stað smekkleg, heldur ein- hver hin snjallasta að notagildi fyrir verk með mörgum og tíð- um sviðsbreytingum, sem ég hef nokkru sinni séð. Ef íslenzka leiktjaldamálara er ætlað að fást við að gera leikmynd við „Fiðlunginn", væri ekki úr vegi fyrir Þjóðleikhúsið að vefja teygjurnar utan af buddunni og senda hann til London að sjá verk Aronsons. Annan mikils- verðan þátt má stjórn leikhúss- íns ekki vanrækja. Þar hef ég í huga stjóm dansatriða. Þjóðleik Wisið hefur oft vanmetið hlut ,,kóreógrafs“ við uppsetningu söngleikja og annarra leikhús- verka með hópatriðum. Þó hef- ur og verið vel til vandað stundum, eins og til dæmis við uppfærslu „Stöðvið heiminn“, þegar leikstjórinn, Ivo Kramér, var fyrrverandi ballettdansari og afbur’ðasnjail „kóreógraf“. Hvort sem vel tekst til um leik í einstökum hlutverkum „Fiðl- ungsins" í Þjóðleikhúsinu eða ekki, hlýtur það að vera eitt höfuðskilyrði fyrir því að sýn- ingin verði með einhverjum myndarbrag, að fenginn verði að sæmilegur ,,kóreógraf“, því að öllum mönnum, nema fcannski að undanskildum for- ráðamönnum Þjó’ðleikhússins, er fyrir löngu orðið ljóst að enginn slíkur er í hópi fastráðins starfs fólks þar. Líklega hefur það oft komið fyrir gagnrýnendur, og það jafn vel hina yngstu og óreyndustu þeirra svo sem sjálfan mig, að setja siig á of háan hest í af- stöðu til söngleikja. Stjórnend- um leikhúsa er oft legið á hálsi fyrir að velja of mikið léttmeti (hvað sem það orð kann a!ð merkja). En ég gæti trúað að þessi reiði í garð forráðamanna leikhúsa ætti stundum fremur að beinast gegn meðhöndlun vérkanna en vaii þeirra. Ef leik- TIL SÖLU! CHEVROLET STATION ’63 í ÚRVALS LAGI TIL SÝNIS OG SÖLU. BÍLASALAN ÁRMÚLA 18 — SÍMI 8 44 77. Sölukonur Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir duglegum sölukon- um til að selja happdrættismiða úr bifreiðum. Upplýsingar í síma 17100, eða í skrifstofum Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu í dag. Hainfirðingar RÝMINGARSALA. Verzlunin hættir. \LLT Á AÐ SELJAST. Verzlun Ragnheiðar Þorkelsdóttur Vesturbraut 13. VOLVO EIGENDUR VarahlUtaverzlunin verður lokuð á föstudag og laugardag (20/9 og 21/9). GUNNAR ÁSGEIRSSON HF. Suðurlandsbraut 16, sími 35200. Vandað raðhús (um 500 rúmmetrar) í Laugameshverfi til sölu milli- liðalaust á hagstæðu verði ef samið er strax. Efri hæð: 4 svefnherb. bað og svalir. Neðri hæð: stofur, eldhús, gestasalerni, þvottahús og geymsla. Nýjar harðviðarinnréttingar, nýmálað og teppalagt. Bílsikúrs- réttur. Hitaveita. Fullfrágengin lóð. Laust strax. Upplýsingar í síma 31269 í dag. stjórum og leikendum hug- kvæmist og tekst að draga fram skoplegar og sorglegar hliðar lífsins á mannlegan hátt, þá er óneitanlega um listsköpun að ræða, sem leiðir af sér jákvæða reynslu áhorfandans. Sýning Leikhúss henmar hátignar á „Ffðlungi á þakinu“ hefur auðn- azt að gera meira en að stytta fólki stundir, hún hefur losað um tilfinningar þeirra hundruða þúsunda manna, sem hana hafa séð, sýnt því framandi umhverfi Gyðingasamfélags fyrir mörgum áratugum, en um leið gert því Ijóst, mitt í öllum skringileg- heitunum, að sorgir persónanna og gleði eru ekki eins fjarlétgar eðli þess og staður og stund kunna að benda til. Þess vegna hefur sýningin tekizt. Örnólfur Arnason. Hiíseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alia virka daga nema laugardaga Sendisveinn óskast eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Kennara vantar að Barnaskóla Ólafsfjarðar. íbúð fyrir hendi. Upplýsingar veitir undirritaður fimmtudag, föstudag og laugardag milli kl. 6—8 að kvöldi í síma 41768. INGÞÓR INDRIÐASON, formaður fræðsluráðs Ólafsfjarðar. ALLT GENGUR (hvar sem er og hvenær sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina fundum -) BETURMEÐ COCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léttir skapið og gerir lífið ánægjulegra. FRAMLEITT AF VERKSMIÐJUNNI VÍFILFKLL f UMBOCI THE COCA-COLA EXPORT OORPORATIOM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.