Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968. 6 millj. kr. tekjur uf sölu hestu úr lundi — væntanlegt gripaflutningaskip til Akureyrar fyrir skagfirzka hesta Næstkomandi fimmtudag verða 60 hesta fluttir úr landi með Reykjafossi og fara allir hestarn ir til Vestur-Þýzkalands. Þá er alls búið að flytja út 270 hesta á vegum Búvörudeildar SÍS. Þess ir hestar allir hafa verið seldir til Danmerkur, Sviss, Hollands, Belgíu og Noregs. Meðalverð til bænda fyrir hvem hest er 14 þús. kr., eða alls 3,7 milljónir. Flutningskostn aður og fleira á vegum innlendra aðila er um 8700 kr. á hest og þar af fara um 5000 kr. í flutn- ingsgjald með skipum. Alls eru því verðmaeti vegna útflutnings- ins um 6 milljónir kr. að sögn Jóhanns Steinssonar hjá Búvöru deild SÍS. Jóhann sagð,i ennfremur, að það hefði komið til tals að senda gripaskip til Akureyrar og taka þar um 200 hesta, 120 hryssur Og svo eitthvað af hryssum me'ð folöldum. Danskur kaupmaður, væntanlegur kaupandi Skaga- fjarðarhestanna, kemur til lands ins innan tíðar og þá verður tek in ákvörðun í þessu efni. „Fallinn víxill“. Fylgjast með flotaæflngum Ottawa, 20. sept. (AP). TALSMAÐUR kanadíska varn armálaráðuneytisins sagði í Ottawa í dag að sovézkar flug vélar, herskip og kafbátar fylgist vel með flotaæfingum Atlantshafsbandalagsins á hafinu milli íslands og Nor- egs. Hefur talsmaðurinn fengið óstaðfestar fréttir um að sovézkar sprengjuþotur af „Bjarnar“-gerð hafi flogið yfir kanadíska flugvélamóð- urskipið ,3onaventure“ skammt austur af íslandi, en þotur þessar eru búnar flug- skeytum. LJÓS f 50 ÁR í dag minnast Húsvíkingar þess að liðin eru 50 ár frá því að Rafveita Húsavíkur tók til starfa. Hugmyndin að Raf- veitu á Húsavík kom fyrst fram í fundarfélagi Húsavíkur og voru aðalhvatamenn þess bræð- urnir, Aðalsteinn og Páll Krist- jánssynir, kaupmenn, Stefán Guð johnsen kaupmaður og Steingrím ur Jónsson, bæjarfógeti. Snemma í fyrra stríðinu var Jóni heitnum Þorlákssyni verk- fræðingi falið að gera teikning ar og annast undirbúning að út- boði fyrir byggingu Rafveit- unnar og var fyrsta áætlunin ctm að verkið myndi kosta 24 þús. kr. Síðar tók Guðmundur Hlíðar verkfræðingur að sér verkið og sá um uppsetningu Raf- stöðvarinnar, en fyrra stríðið tafði framkvæmdir á ýmsan hátt og síðasta töfin var sú að raf- allinn, sem kom til landsins haust ið 1917 komst ekki til Húsavík- ur vegna hafíss fyrir Norður- landi, fyrr en vorið 1918. En eins og áður segir tók Rafveitan til starfa 20. sept. 1918 og hefur hún starfað óslitið síðan. Full- byggð kostaði hún 55 þúsund Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra krónur. Fyrstu vélaverðir stöðv- arinnar voru Jón Aðalgeir Jóns- son og Steingrímur Jónsson, en árið 1920 tók Jón heitinn Bald- vinsson við rekstri stöðvarinnar ásamt sonum sínum Benedikt og Ásmundi og starfaði Jón til dauðadags og Benedikt hefur verið starfsmaður Rafveitunnar í 48 ár. Árið 1948 var gamla stöð- in lögð niður, því að það ár twigdust raflínur Húsavíkur við rfaxárvirkjunina. Árið 1952 var Kristján Arnlaugsson ráðinn Raf veitustjóri og Kefur hann gegnt því starfi síðan. Rafveitan héf- ur frá upphafi verið mjög vel rekið fyrirtæki og eru allar eign ir hennar nú skuldlausar, þrátt fyrir að rafmagnsverð hér hefur verið sízt hærra, en annarsstað ar. í tilefni af afmælinu bauð Raf eitan nokkrum framámönnum bæjarins til kaffidrykkju í dag og stjórnaði Björn Friðfinnsson bæjarstjóri hófinu. Tilkynnti hann að í tilefni dagsins hefði Rafveitan ákveðið að gefa Fé- lagsheimilinu á Húsavík 50 þús- und krónur og sjúkrahúsinu jafn háa upphæð. Bæjarfógeti Jóhann Skafta- son flutti ræðu og þakkaði í nafni bæjarins stjórnendum Raf- veitunnar góð störf. Skemmdarverk á útisýn- ingunni á Skólavörðuholti ENN einu sinni hafa skemmdar- vargar verið á ferðinni, þar sem listaverkum hefur verið komið fyrir. Nú síðast létu þeir til skar- ar skríða á grasfletinum framan við Myndlistarskólann á Skóla- vörðuholti, þar sem yfir stendur Kirkjudag- ur Óhóða- sainaðar- ins HINN árlegi kirkjudagur óháða safnaðarins er á morgun, sunnu- daginn 22. sept., og hefst með guðsþjónustu í kirkju safnaðar- ins kl. 2 e. h. Eftir messu hafa konur úr kirkjukvenfélaginu kaffi og veitingasölu að vanda í félagsheimilinu Kirkjubæ til ágóða fyrir starfsemi sína í þágu kirkjunTiar. Um kvöldið verður kvöldvaka í kirkjunni kl. 8,30. Njáll Sig- urðsson, sem nú stundar fram- haldsnám erlendis, leiknar einleik á orgel. Sr. Frank M. Halldórs- son sýnir litmyndir frá Landinu helga og fleiri Austurlöndum og segir frá. Að lokum verður al- menn kaffidrykkja í Kirkjubæ. Beitulaust land-skip sent eitir heitusíld SEGJA má að svo til öll beita fyrir línuveiðar sé nú uppurin á landinu. Nú er sá tími að ganga í garð, þegar margir bátar taka línu, en eins og er lítur ekki vænlega út, þar sem engin fryst síld er til á landinu. Að undan- förnu hafa bátar frá Vestfjörð- um róið mest á línu og svo einn og einn bátur annarsstaðar. Beituleysið kemur því harðast niður á Vestfirðingum, en nú er bátur frá ísafirði á leið á miðin í beituleit. Báturinn er með ís um borð og á að reyna að kaupa síld á miðunum og ísa hana. __ Við höfðum samband við Ólaf Þórðarson formann beitunefnd- ar og sagði hann að væntanlega yrði fundur hjá beitunefnd vegna þessa ástands innan skamms. útihöggmyndasýning, og olli tjóni á sex listaverkum. Tekizt hefur þó að gera við flest verk- in og því ekkert þeirra horfið af sýningarsvæðinu. Morgunblaðið lagði í gær leið sína á sýningarsvæðið, og þar hittum við að máli Ragnar Kjart ansson og fræddi hann okkur um helztu skemmdarverkin. — Þetta hefur gerzt um helg- ina, því að þegar ég kom hér á mánudagsmorgun, sá ég, að högg Börn skilin eftir i reiöileysi NOKKUR brögð hafa verið að því, að foreldrar skilji lítil börn sín ein eftir að ’kvöldlagi. Getur það verið mjög varasamt, bæði vegna barnanna sjálfra og eins getur alltaf eitthvað hent, sem leitt getur ógæfu yfiir börnin. Fyrir nokknu þurfti lögreglan að 'hafa afskipti af tveimur börnum síðla kvölds. Hafði móðir þeirra brugðið sér frá og talið það óhætt þar sem börnin voru sof- andi. Þau vöknuðu, urðu hrædd og var eldra barnið 5—6 ára kom ið út á götu í náttfötunum. mynd Þorbjargar Pálsdóttur, er hún nefnir „Grænt form“, hafði verið snúið við og hluti þess brotinn. Við nánari könnun kom í ljós, að skemmdarverk höfðu einnig verið unnin á tveimur verkum Magnúsar Tómassonar. Þau eru úr járni, og á verkinu „Sjálfsagð ir hlutir“ höfðu blóm á járn- blöðunum verið brotin af, og einnig voru miklar skemmdir á verkinu „Flowter Power“. Þá höfðu skemmdarvargarnir einn- ig verið á ferð við verk Guð- mundar Ármanns, Eva fullsköp- uð og þó, en þar höfðu tréform verið brotin niður. Til þess hef- ur þurft allmikið átak, og tel ég líkindi að þar hafi börn verið að verki. Loks hefur verið ráðizt á verk Inga Hrafns Haukssonar, „Fallinn víxill, — það sem selt var til Svíþjóðar — og brotin á því nokkur rif. Höfundar þessara verka hafa nú allir gert við sín verk, að Inga Hrafni undanskildum, en hann mun væntanlega gera við sitt verk fljótlega, sagði Ragnar. Það eru eindregin tilmæli þeirra, sem að sýningunni standa, að fólk er verði vart við skemmdarvarka á ferð um sýn- ingarsvæðið, láti lögregluna vita án tafar. Opna þarf stjórn- málaflokkana betur Fjörugar umrœður á almennum tundi ungs fólks um stjórnmálin VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur efndi í fyrrakvöld til almenns fundar með ungu fólki. Fundarefni var, „Unga málín“. Framsögumenn voru þeir Ferrdkróm og silikonvinnsla á Islandi lapanskt fyrirtœki kannar möguleika í málmvinnslu hér á landi - Rœft við Jóhann Hafstein — MEÐ aukinni rafmangsfram- leiðslu og virkjunum kann að skapast hér grundvöllur fyrir vinnslu silikon og ferrókróm málma. Japanskt stórfyrirtæki hefur þegar sýnt slikri vinnslu nokkum áhuga, sagði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, í samtali við Mbl. Jóhann er nú kominn heim eftir viðræður við forráðamenn Svissneska álfélagið um stækkun álbræðslunnar og byggingu vítissódaverksmiðju. — Fulltrúar frá þessu japanska fyrirtæki, sem heitir Showa Denko voni hér á ferð í maí sl. og kynnstu sér aðstæður og raf- mangsverð með það fyrir augum að hefja vinnslu á silikon og ferrókróm málmum. Ef til 'kæmi yrði málmgrýtið flutt hingað inn en síðan yrðu þessir tveir létt- málmar unnir úr því. Vinnslan krefst mjög mikillar raforku og ef hún er seld á nægjanlega hag- kvæmu verði, setja menn það ekki fyrir sig að flytja málm- grýtið langan veg. Er þessu lífct farið og með álið, en málmgrýtið, sem notað er til framleiðslu á því er flutt alla leið frá Ástra- líu — Eiríkur Briem, rafmagns- veitustjóri, var á ferð í Japan í sumar fyrir Landsvirkjun, og hitti hann þá að málí fulltrúa Show Denko fyrirtækisins og átti viðræður við þá um raforkumál í sambandi við hugsanlega vinnslu á silikon og ferrókróm málmum. Annars er upphaf máls ins það að Vilhjálmur Þór hóf at- hugun á slífcri málmvinnslu og kom okkur í samband við Japan- ina. Um nýjar virkjanir sagði Jó- hann: — Til að vinna málmana þarf geysimikla orku, eða 20—40 mega vött fyrir si'likonið en allt að 200 fyrir ferrókróm. Því er hugsan- legt að ráðizt verði í nýjar virkj- anir ef af vinnslu yrði, og gæti Dettifossvirkjun komið til greina í því sambandi. — Um viðræðurnar við Sviss- neska álfélagið, sagðist Jóhann hafa litlu við að bæta, frá sam- tali sínu við Mbl. í síðustu viku. Vegna fyrirhugaðrar stækkunar Straumsvíkurverksmiðjunnar, myndu samningaviðræður brátt hefjast milli Landsvirkjunar og álfélagsins. Baldur Óskarsson, formaður SUF, Kristján Þorgeirsson, for- maður FUJ í Reykjavík, Magn- ús Gunnarsson, viðskiptafræði nemi, og Sigurður Magnússon, for maður Iðnnemasambandsins. f ræðum frummælenda kom fram megn óánægja með stjórn málaflokkana og srtjórnmálamenn- ina. Þeir væru staðnaðir og komnir úr tengslum við fólkið í landinu. Að loknum framsöguræðunum voru frjálsar umræður og tóku margir til máls. Voru ræðumenn undantekningarlítið sömu skoð- unar og frummælendur. Helztu niðurstöður fundarins voru þær, að mikil endurreisn þyrfti að fara fram innan stjórnmálaflokk anna. Stjórnmálakerfið hér væri stirðnað, og áhrifa þess gætti á alltof mörgum sviðum þjóðlífs- ins. Opna þyrfti flokkana meira og auka áhrif ungs fólks í flokksstarfinu. Bar flestum ræðu mönnum saman um, að ungt fólk innan hvers stjórnmálaflokks ætti að hefja endurreisnina nú þegar, því að hið gallaða stjóm- málakerfi væri ein helzta undir rót þess hversu komið væri í aítvinnumálum þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.