Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21 SEPT. 1968. 3 1. tónleikar í IMorræna húsinu Kammermúsikklúbburinn hélt aðra tónleika sína í haust í Norræna húsinu og eru þetta fyrstu tónleikarnir ,sem haldnir eru í húsinu. Tónlistarmenmirnir létu mjög vel af húsakynnum og að- stöðu í húsinu. — Á efnisskrá Kammermúsikklúbbsins var trioeftir Franz Schubert og kvintett effir Sjostakovits. Flytjendur voru Rögnvaldur Sigurjónsson, Björn # Óiafssom, Jón Sen, Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon. Fyrstu fónleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar — Sverre Bruland stjórnar fyrstu fimm tónleikunum Sinfóníuhljómsveitin hefur starf- semi sína n.k. fimmtudag. Verða þá flutt verk eftir norska tón- skáldið Egil Hovland, Mozartog Brahms: Þau eru Fanfare og kor al, eftir Hovland, sinfónía no. 40 í g-moll eftir Mozart og pí- anókonsert no. 2 í b-dúr op 83 eftir Brahms. Einleikari á hljóm- leikunum verður Detlef Kraus, en stjórnandi norski hljómsveit- arstjórinn Sverre Bruland. 18 hljómleikar verða í vetur. Á blaðamannafundi í gær skýrði framkvæmdastjóri hljómsveitar innar Gunnar Guðmundsson frá fyrirhugaðri starfsemi í vetur. Fyrsti stjórnandi hljómsveitar- innar verður Sverre Bruland og stjórnar hann fimm fyrstu hljóm leikunum. Alfred Walter, sem eT bæheimskur, stjórnar sex hljóm leikum, en auk þess stjórna Páll P. Pálsson, Róbert A. Ottósson, Lawrence Foster, Ragnar Björns son og Bohdan Wodiczko. Eins og undanfarið verður efnisskrá b'lönduð, bæði sígild og nútíðar verk prýða efnisskrána. f>á verða afmælistónleikar í tilefni af 75 ára afmæli Páls ísólfsson- ar, og verður Alþingishátíðar- kantatan flutt undir stjórn Ró- berts A. Ottóssonar. Ennfremur verða tónleikar í minningu Jóns Leifs, en ekki er búið að ákveða efnisskrá. Auk framangreindra tónleika mun hljómsveitin, eins og áður, halda skólahljómleika og fara um 'landið. Gunnar sagði, að hingað hefði verið fenginn danskur hljóm- burðarsérfræðingur Jordan að nafni. Hann er mjög rómaður fyrir hæfni sína og verið hafð- ur með í ráðum víða um heim. Jordan lét setja upp tréskilrúm Ditlev Kraus í Háskólabíóið sem eru sjö metra há, og sagði Gunnar, að munur væri mikill. Jordan er nú staddur hér og er að kanna ár- angurinn af þessum enidurbót- um. Sverre Bruland er kunnur ís- Ienzkum tónlistarunnendum frá því hann stjórnaði hér norræn- um hljómleikum fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hann er hljóm- sveitarstjórnandi norska út- varpsins. Hann hefur hlotið mjög góða dóma fyrir stjórnun sína, m.a. vann hann til fyrstu verðlauna í a'lþjóðlegri samkeppni hljóm- sveitarstjóra í. Liverpool 1958. .Hann sagði á blaðamannafundin- um, að sér hefði verið mikii á- nægja að fá að byrja haustver- tíð hljómsveitarinnar. Hann hefði stjórnað Sinfóníuhljómsveit inni fyrir tveimur árum og fyndi nú, að hún hefði tekið miklum framförum á þessu tímabili. Um verkin, sem flutt verða í fyrstu tónleikunum sagði Sverre, að sér væri alltaf ánægja að flytja verk eftir klassíska meist ara. Hann ræddi þó aðallega Sverre Bruland um verk sam'landa síns Egil Hov land. Það heitir Fanfare og Kor- al. Sverre sagði, að Hovland væri í hópi fremstu tónskálda Noregs, og þetta verk væri mjög skemmtilegt. Það er nútímaverk en byggðisit aðallega á gömlum sálmastefum. Einleikari á hljómleikunum er, eins og fyrr segir, Detlef Kraus. Hann leikur píanó konsert no 2. í B-dúr op 83. eft- ir Brahms. Detlef Kraus hefur aðállega leikið Beethoven og Brahms og þykir hann frábær tulkandi þeirra. Hann er tæpra 60 ára að aldri, fæddur í Ham- borg. Hann hefur farið í fjöl- margar hljómleikaferðir um all- an heim og hlotið afbragðs dóma. Sovézkt geimfar umhverfis tunglið Rússar staðfesta það, sem þeir neifuðu Moskvu, 20. sept. — NTB, AP. SOVÉZKA geimfarið Zond-5 fór umhverfis tunglið sl. mið- Aðvaraði þjófinn BROTIZT var inn í veitingastað- inn Sigtún í fyrrinótt og stolið þaðan 20 flöskum af áfengi og einnig tóbaki. Kona í nágrenminu varð vör við ferðir þjófsins og kallaði þá til hans út um glugga, að hún mundi hringja í lögregl- una. Varð þjófurinn að vonum fljótur að 'hafa sig á brott og þeg ar lögreglan kom, var hann horf- inm. Einnig var brotizt inn í mjólkurbúð að Sólheimum 35 í fyrrinótt og stolið nokkur hundr uð krónum í skiptimynt. vikudag í 1900 km. fjarlægð að því er fréttastofan Tass skýrði hér frá í dag. Zond-5, sem skotið var frá Sovétríkjunum sl. sunnu- dag, var ætlað það hlutverk að kanna geiminn sem næst yfir- borði tunglsins, að því er frétta- stofan sagði. Tilkynning fréttastofunnar staðfestir það, sem brezka at- hugunarstöðin í Jodrell Bank greindi frá fyrr í vikunni, en var þá naitað af Sovétmönnum. Jodrell Bank sagði, að líklega væri geimfarinu ætlað að fara umhverfis tunglið, og lenda síð- an aftur á jörðu niðri. Sovézka utanríkisráðuneytið neitaði þessu þá. Ekki er þó minnst á það í til- kynningu Tass í dag, að geim- farið eigi að koma aftur til jarð ar. Aðeins er sagt, að geimfarið hafi lokið visindalegum rann- sóknum. i í stöðugu sambandi við Zond-5, í Tass-fréttinni var sagt, að en iekki var upplýst á hvaða sovézkir vísindamenn hafi verið braut geimfarið væri. Tveir af starfsmönnum Carson & Barnes hringleikáhússins bandariska sjást hér koma félaga sínum til aðstoðar. Ljónynja hafði ráðizt á temjara sinn, John Carr, og ætlaði að gæða sér á honum, en starfsfélagarnir komu honum til bjargar á síðustu stundu, og tókst að rekja ljónynjuna frá með kylfum og sleggjum. Carr hafði starfað sem ljónatemjari við hringleikahús- ið i tvö ár. Hlaut hann hálsbrot og djúpa skurði á háls og bak. STAKSTEIMAR „Línan" er komin Á velmektarárum kommúnista í verkalýðshreyfingunni voru forustumenn verkalýðssamtak anna kallaðir á fund í Sósíalista félagi Reykjavíkur til þess að standa þar fyrir máli sínu og v taka við „línunni". Síðan hefur mikil breyting á orðið og þótt þær skoðanir vaði enn uppi á síð um kommúnistabiaðsins, að Kommúnistaflokkurinn eigi að gefa verkalýðsfélögunum fyrir- skipanir um hvaða afstöðu þau éigi að taka til mála, eru fáir verkalýðsforingjar, sem hlustaá slíkt kvak. En þeir eru þó til. Guðmundur J. t.d. fór á fund í Sósíalistafélagi Reykjavíkur um daginn að gömlum sið og flutti þar skýrslu um verk sín. Síðan var samþykkt tillaga um að „skora á“ verkalýðsfélög að „halda sem fyrst félagsfundi" o. sv.frv. Hvað koma málefni verka lýðsfélaganna þessari litlu kliku í Tjarnargötu 20 við? Og hef- ur Guðmundur J. umboð frá fé-« lagsmönnum í Dagsbrún til þess að fara á fund í „villinga“ fé- laginu og sækja þangað línu? Annars sýnir þessi samþykkt Sós íalistafélagsins, sem kommúnista blaðið birtir á forsíðu, að komm únistum er ekki enn farið að skil ast að þau hafa ekki lengur vorkalýðssamtökin á íslandi í greip sinni. Tillagan hans Helga Framsóknarmönnum virðist ganga illa að skilja hver not hafa verið af gjaldeyrissjóðn um s.l. tvö ár, þau ár, sem þung áföll hafa orðið sökum verð- hruns og aflabrests. Þeir halda enn áfram að minna þjóðina á hina broslegu tillögu Helga Bergs um að eyða gjaldeyris- varasjóðnum strax. Framsóknar- menn skilja sem sagt ekki, að gjaldeyrisvarasjóðurinn hefux um tveggja ára skeið gert þjóð inni kleift að mæta erfiðleikun- um án þess að grípa til alvar- legra kjaraskerðingaraðgerða og annarra ráðstafana, sem illa koma niður á almenningi. Þeiír skilja ekki enn að gjaldeyrisvara sjóðurinn hefur gefið okkur svig rúm tii þess að sjá, hvort verð- fallið væri tímabundið eða var- anlegt. Því miður hefur reyndin orðið sú, að verðfallið er varan legt en Framsóknarmönnum er gre'inilega fyrirmunað að skilja, að þegar illa árar er gott að eiga sjóði sem hægt er að grípa til. Væri nú ekki ráð að sting'a tillögunni hans Helga ofan í ein hverja skúffu og láta hana dúsa þar? Vopnabúnaður Svia ^ Kommúnistablaðið segir í for- ustugrein í gær: „Almenningur gerir sér í vaxandi irueli grein fyrir hættu hemaðarstefnunn ar“. Það er auðvitað í samræmi við mat kommúnista á skoðunum almenníngs, sem þeir lofsyngja nú daglega utanríkisstefnu Svia, sem byggist á gífurlegum vopna búnaði sænska hersins. Þess vegna er eðlilegt að spyrja, hvort kommúnistar vilji nú koma á fót innlendum her hér á landi? Raunar væri það í samræmi við þá stefnu þeirra að fylgja í einu * og öllu mestu herveldum heims, fcommúnistaríkjunum austan jám tjalds. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA* SKRIFST O FA SÍMI 10*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.