Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968.
11
Slæm humarvertíð á
Hornafirði og i Eyjum
— en góð í Keflavík
HUMARVERTfBIN í Vest-
mannaeyjum og á Hornafirði hef
ur gengið frekar illa, en í Kefla-
vik hefur hún verið betri en í
fyrra. Veiðileyfið gildir til mán-
aðamóta n.k.
Aðalsteinn Aðalsteinsson í
Hornafirði sagði Morgunblaðinu
í gær, að humarveiðin í sumar
hefði verið treg, þrátt fyrir
sæmilegar gæftir. Tólf bátar
stunda nú humarveiðar frá
Hornafirði og eru það helmingi
fleiri bátar ten í fyrra. Um sl.
mánaðamót höfðu bátarnir feng-
ið samtals 76 tonn af slitnum
humar.
Sighvatur Bjamason í Vest-
mannaeyjum sagði, að vertíðin
hefði gengið illa, þrátt fyrir
mjög góðar gæftir í sumar. Hef-
ur humarinn og verið í smærra
lagi.
Einar Kristinsson í Keflavík
sagði, að nú stunduðu 8 bátar
humarveiðar á vegum Sjöistjörn-
unnar h.f. og 15. sept. sl. höfðu
þeir fengið samtals 76 tonn, en
í fyrra voru bátarnir sex og
fbngu þeir samtals 52 tonn á ver
tíðinni. Aflahæsti báturinn nú er
Stjarna RE 3, sem fengið hefur
16 tonn.
Humarinn var smár framan af
vertíðinni, en hefur farið batn-
andi að undanförnu. Sagði Ein-
ar, að áhugi væri á þvi, að fá
humarveiðileyfið framlengt til
15. október.
Grikklandshreyiing stofnuð
Stofnfundur Grikklandshreyf
ingar stuðningsmanna lýðræðis í
Grikklandi var haldinn síðastlið
ið fimmtudagskvöld.
80-90 manns voru mættir þ.á.
m. 12 tilnefndir af jafnmörgum
samtökum, sem eru: Alþýðusam-
band íslands, Iðnnemasamband
fsl„ Menningar- og friðarsamtök
íslenzkra kvennia, Stúdentafélag
Hóskóla íslands, Samband ungra
sjálfstæðismanna, Æskulýðsfylk
ingin, samband ungra sósíalista,
Félag frjálslyndra stúdenta, Fé-
lag róttækra stúdenta, Stúdenta
félag jafnaðarmanna, Vaka, fé-
lag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Vilmundur Gylfason var val-
inn fundarstjóri, en síðan flutti
Sigurður A. Magnússon aðal
ræðu kvöldsins, en hann er
helzti hvatamaður að stofnun
hreyfingarinnar.
Hann rakti stuttlega þróun
mála 1 Grikklandi síðan í apríl
í fyrra, en þó fyrst og fremst
ástandið eins og það er nú.
Sigurður vék síðan að hlut-
verki Grikklandshreyfingar á ís
landi. Slíkar hreyfingar hafa nú
verið stofnaðar 1 öllum löndum
Evrópu nema á Spáni og Portu-
gal. Náið samstarf er með þess-
um samtökum og eru þau í nán-
um tengslum við andspyrnu-
hreyfinguna í Grikklandi og al-
gírsku frelsishreyfinguna, PAK,
sem Andreas Papandreou stofn-
aði til að sameina öll öfl gegn
einræði í Grikklandi, til endur-
reisnar þingræðislegu lýðræði
með frjálsum kosningum.
Sigurður lagði síðan uppkast
að lögum fram til umræðna, sem
sniðið er eftir sænskri fyrir-
mynd, en þar er Grikklands-
hreyfingin einna öflugust.
Talsverðar umræður spunnust
um þetta frumvarp, en það var
að lokum Síunþykkt næsta ó-
breytt.
Það er gert ráð fyrir 15 manna
aðalstjórn. Sigurður A. Magnús-
son var einróma valinn formað-
ur, Bergþóra Gísladóttir (ÆF)
féhirðir, en aðrir í stjórn: Ge-
org Ólafsson, Guðm. Magnús-
son, Halldór Blöndal, Haraldur
Blöndal, Helgi E. Helgason, Jón
Eiríksson, Margrét Guðmunds-
dóttir, Mikael Lýras, Sigurður
Guðmundsson, Sigurður Stein-
þórsson, Snorri Jónsson, Sveinn
R. Hauksson og Þorsteinn Blön-
dal. Aðalstjórn mun síðan velja
sér framkvæmdastjórn. Gísli
Gunnarsson og Ólafur R. Gríms-
son voru kosnir endurskoðend-
ur, en Nanna Ólafsdóttir til
vara.
Fundurinn lýsti yfir stuðningi
við ályktun norrænnar ráð-
stefnu stuðningsmanna lýðræðis
í Grikklandi, sem haldin var
27.-28. apríl í vor, og hvatti
stjórnina til að semja ályktun á
grundvelli hennar og ganga hið
fyrsta frá starfsáætlun samtak-
anna.
Mikil samgöngubðt að
Brjánslækjarbryggju
BBYGGJAN á Brjánslæk á
Barðaströnd hefur í sumar
verið lengd um 20 metra. Á
staðnum var 100 metra stein-
hryggja en nú hefur verið
bætt framan við hana 20
metra trébryggju. Aðalsteinn
Aðalsteinsson í Hvallátrum
hefur stjórnað þessari
bryggjugerð en Helgi Jónsson
verkfr. á Vitamálaskrifstof-
unni hefur annast verkfræði-
lega umsjón.
Bryggjan var fyrst byggð á
Brjánslæk árið 1052 en síðan var
hún lengd nokkuð, þannig að
hún var um 100 metrar eins og
fyrr segir. Hin nýja trébryggja
er 6 metra breíð, og er 2,5 metra
dýpi við hana um fjöru. Flóa-
báturinn Baldur getur þvi lagst
við bryggjuna hvemig sem á sjó
stendur. Hin nýja Brjánslækjar-
bryggja hefur 1 för með sér
mikla samgöngubót, ekki aðeins
fyrir Breiðfirðinga heldur fyrir
alla Vestfirði. Verður nú hægt
að flytja bfla frá Brjánslæk til
Stykkishólms þegar vegurinn um
Þingmannaheiði eða annars stað
ar í austurhluta Barðastranda-
sýslu er lokaður.
Kostna'ður við bryggjugerðina
í sumar mun hafa verið um 1
milljón króna.
Fjórir bílar
í órekstri
Akureyri, 19. september.
FJÓRIR bílar skemmdust í einu
og sama umferðaróhappinu um
klukkan 13 1 dag, er ekið var
aftan á bíl, sem hafði numið
staðar vegna umferðar. Sá kast-
aðist á þriðja bílinn og hann aft
ur á þann fjórða. Allir bílarnir
skemmdust nokkuð, þó mest sá,
sem kyrrstæður var. Óhappið
varð á Skipagötu, skammt norð-
an hafnarbakkans. Engin meidd-
ist í árekstri þessum.
Umierðaróhöpp enn
innnn vikmnrkn
Framkvæmdanefnd hægri um
ferðar hefur fengið tilkynning-
ar úr lögsagnarumdæmum lands
ins um umferðarslys, sem lög-
reglumenn hafa gert skýrslur
um í sextándu viku hægri um-
ferðar.
f þeirri viku urðu 58 slík um-
ferðarslys á vegum í þéttbýli en
19 á vegum í dreifbýli eða alls
77 umferðarslys á landinu öllu.
Þar af urðu 41 í Reykjavík.
Samkvæmt reynslu frá 1966 og
1967 eru 90 prs. líkur á því,
að slysatala í þéttbýli sé milli
58 og 92, en í dreifbýli milli 10
og 32, ef ástand umferðarmála
helst óbreytt. Slík mörk eru köll
uð vifcmörk, eða nánar tiltek-
ið 90 prs vikmörk, ef mörkin eru
miðuð við 90 prs líkur.
Slysatölur voru því milli vik-
marka bæði í þéttbýli og dreif-
býli.
Af fyrrgreindum umferðarslys
um urðu 17 á vegamótum í þétt-
býli við það, að ökutæki rákust
á. Vikmörk fyrir þess háttar
slys eru 13 og 32.
Á vegum í dreifbýli urðu 11
umferðarslys við það, að bif-
reiðar ætluðu að mætast. Vik-
mörk fyrir þá tegund slysa eru
2 og 21.
Alls urðu í vikunni 11 umferð-
arslys, þar sem menn urðu fyrir
meiðslum. Vikmörk fyrir tölu
slíkra slysa eru 3 og 14. Af
þeim sem meiddust voru 4 öku-
menn, 3 farþegar og 5 gangandi
menn, eða alls 12 menn.
(Frá Framkvæmdanefnd hægri
umferðar)
Ford Fairlane 500
sem kom til landsins í október 1966, til sölu.
Skipti á nýlegum minni bíl koma til greina.
Upplýsingar í síma 50884 Hafnarfirði.
Fjölskyldufar -
gjöld Loftleiða
til Norðurlanda
Á tímabilinu frá 1. nóvember til 31. marz eru ódýr
fjölskyldufargjöld í boði til Norðurlandanna. Fyrir-
svarsmaður fjölskyldu greiðir fullt gjald, en maki
og börn 50%.
Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og um-
boðsmenn Loftleiða úti á landi gefa nánari upp-
lýsingar.
FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR
k
OFTLEIDIR
Sv. P.