Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968. 13 Grískur harmleikur á íslenzku leiksviði í Morgunblaðinu, 18. sept. 1968, skýra forráðamenn Leik- félags Reykjavíkur frá verkefn um þeirra samtaka á leikári því sem nú fer í hönd. Þar stendur m.a. orðrétt: „Má þar af nefna Antigónu Sófokles- ar, og verður það í fyrsta sinn, að grískur harmleikur er tekinn til sýningar á íslenzku sviði“. Við þessi ummæli vildi undir- ritaður koma á framfæri eftir- farandi athugasemd: Hinn 9. feb. 1954 sýndu nemendur í 6. bekk Verzlunarskóla fslands harm- leikinn „PERSA“ eftir Aiskýlos á árshátíð skólans, nemendamót- inu, í Sjálfstæðishúsinu og síðan var þessi sýning endurtekin í Austurbæjarbíói fyrir foreldra og aðra aðstandendur nemenda. Leikstjórn hafði Klemens Jónsson leikari, annast af ein- stakri alúð og vandvirkni, en þýðinguna hafði undirritaður gert. Þetta er, að því er ég bezt veit í fyrsta skipti, sem grískur harmleikur er sýndur á íslenzku sviði. Þótti nemendum hafa tekizt svo vel flutningurinn, að forráðamenn Ríkisútvarpsins fengu þá til að flytja leikinn einnig þar í útvarp. Gazt hlust- endum hið bezta að leiknum og flutningi hans, eins og fram kom m.a. í ummælum blaða. Síðan flutti Ríkisútvarpið harmleikinn Antigónu eftir Só- fókles í þýðingu undirritaðs. Leikstjórn annaðist Indriði heitinn Waage af sinni alkunnu vandvirkni og snilld. Kom hér hið sama á daginn og þegar harmleikurinn PERSAR hafði verið fluttur áður, aðhlust endur tóku leiknum mjög vel og var farið lofsamleg'um orðum um hann, flutning hans og þýðingu í dagblöðunum. Síðar gaf ísafoldarprentsmiðja út þessa þýðingu á Antigónu. Tilgangurinn með þessum lín- um er auðvitað engan veginn sá að skyggja á nokkurn hátt á hið lofsverða framtak Leikfélags Reykjavíkur, heldur hinn, að sjálfsagt er að hafa það í hverju máli, er sannara reynist. Jón Gíslason Fjáröflunardagur Sjálfsbjargar Sunnudaginn 22. september er hinn árlegi fjáröflunardagur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þá munu félagar selja merki og blöð samtakanna. Tíu ár eru á þessu ári liðin frá stofnun fyrstu félaganna, og er starf- semi samtakanna mikil og vax- andi og félagatala hátt á ní- unda hundrað. Helztu kappsmál samtakanna er bygging Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík. Verður það byggt í tveimur áföngum, og var lokið við að steypá hinn fyrri í júlí s.l. Vonast félagsmenn til að geta tekið bygginguna í notkun á ár- inu 1971. Þar eiga að vera 45 einstaklingsherbergi, fyrir mik- ið fatlað fólk, matsalur og setu- stofa. Fullkomið eldhús fyrir alla bygginguna, æfingastöð, húsnæði gervilimasmiðs og orto- pedisks skósmiðs. Fólk, sem þarna verður, er nú í svipinn, niðurkomið á elliheim- ilum, sjúkrahúsum, eða í heima- húsum, þar sem lítil aðstaða er til að veita þeim aðhlynningu. Bíður þessi hópur með eftir væntingu þess, að geta fengið Vestfirðingar sækja beitu á sildarmiðin BEITULAUST er nú á Vestfjörð um og því hafa frystihúsin þar gripið til þess ráðs að senda skip á síldarmiðin til að afla beitu. Eru Guðrún Jónsdóttir ÍS og Mím ir ÍS farin á miðin með ís og munu skipin kaupa síld á míð- unum og flytja hana ísaða til Vestfjarða. Á laugardag mun Guðbjartur Kristján leggja af stað í beituöflun og einnig er ætl unin, að Hafrún frá Bolungarvík flytji beitusíld til Vestfjarða. Baldux Jónsson. fr.kv.stj. Hrað frystihússins Norðurtanga hf. á ísafirði, tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi, að þessar aðgerðir kæmu ekki til með áð leysa öll beituvandamál Vestfirðinga í haust, vetur og vor, en áætluð beituþörf er ekki undir 1500 tonn Fyrsti áfangi byggingar Sjálfsbj argar við Hátún. sama^tað, sem sniðinn er eftir þörfum hans. Byggingin hefur nú þegar kostað sautján og hálfa milljón. Kostnaðaráætlun fyrri áfanga var fyrir gengisfellingu fimmtíu milljónir króna, og má gera ráð fyrir nokkurri hækkun. Má því sjá, að mikið átak er framund- an við öflun fjár til framkvæmd anna. í fjárlögum 1968 var samtök- unum veitt ein og hálf milljón króna, og vonast forráðamenn samtakanna til þess, að ekki verði þar staðar numið. Danir gáfu sexhundruð tutt- ugu og fimm þúsund ísl. krón- ur, og Svíar gefa fimmtíu þús- und sænskar krónur til bygging arinnar, en Sjálfsbjörg er í nor- rænu sambandi fatlaðra. í ágústbyrjun hóf Sjálfsbjörg á Akureyri rekstur plastverk- smiðju á Akureyri, sem ber sama nafn og félagsheimili Sjálfsbjarg ar á staðnum, Bjarg. Verða þar framleiddar fyrst um sinn tengidósir fyrir raflagn ir, bæði í loft og veggi. Ætlun- in er að leggja áherzlu á að framleiða sem flesta plasthluti, sem notaðir eru í raflögnum. Vænta samtökin mikils af rekstri verksmiðj unnar. Tímaritið Sjálfsbjörg, fjöl- breytt að efni kemur nú út í 10. sinn. Verður það og merki Sjálfs bjargar selt um allt land, sölu- staðir eru rúmlega fimmtíu. Félagsdeildir Sjálfsbjargar ann ast söluna, hver á sínum stað. Þar sem ekki eru starfandi deild ir, sjá velunnarar samtakanna um söluna. í Reykjavík, Kópavogi, Garða hreppi og Hafnarfirði verða merkin afhent í barnaskólum. Einnig verða sölubörn afgreidd að Marargötu 2, og á skrifstof- um Sjálfsbjargar, Bræðraborgar stíg 9, Reykjavík. Aðalfundur Presta- félugs Austurlunds AÐALFUNDUR Prestafélags Austurlands var haldinn að Eið um dagana 14. 15. september s.l. Formaður félagsins, séra Þor- leifur Kjartan Kristmundsson, flutti skýrslu um starf félags- ins á árinu. Vék hann m.a. að fermingarbarnamóti, sem félagið stóð fyrir s.l. vor og að sumar- búðastarfi, en sumarbúðir á veg um þjóðkirkjunnar voru reknar í fyrsta sinni í Austfirðinga- fjórðungi á þessu sumri. Sumar- búðastarfið hafði gengið vel, en þó orðið nokkur halli á rekstr- inum. Á fundinum fluttu erindi: Séra Tómas Sveinsson, er talaði um ráðsmennsku kristins manns, séra Ágúst Sigurðsson, en hann ræddi um sögu kirknanna undir Ási og að Valþjófsstað, og séra Kolbeinn Þorleifsson, sem gerði grein fyrir rannsóknum sínum á sögu Jóns Þorkelssonar, skóla- meistara. í stjórn félagsins á næsta starfsári voru kjörnir þeir séra Sigmar Torfason, formaður, en séra Trausti Pétursson og séra Kolbeinn Þorleifsson, meðstjóm- endur. Að kvöldi laugardags var al- menn guðsþjónusta í Eiðakirkju, en á sunnudag fóru prestar að Ási og tóku þátt í afmælishátíð sóknarkirkjunnar þar. (Frá Prestafélagi Austurlands) VORtGEYIUSLA Verzlunarfyrirtæki vil taka á leigu 300—400 fermetra húsnæði á jarðhæð. Upphitun æskileg en ekki nauðsynleg, ef húsnæðið er vel loftræst. Upplýsingar um leiguskilmála o.þ. h., sendist blaðinu fyrir 30. þ.m. merktar: „Vörugeymsla — 6815“. Heimamyndatökur við öll tækifæri. Á stofu barna- og fjölskyldumyndir í correct coloux, á laugardögum kirkj-uat'hafnir og brúðkaup. Eina stofnun er boðið getur correct colour hér á landi. Pantið með fyrirvara. Stjörnuljósmyndir Flókag. 45, sími 23414. Sendisveinn ósknst strax allan eða hálfan da-ginn. SiudgömlíónssoiiaQihi Hafn-arstræti 9. ÍSFIRÐINGAR OG NÁGRENNI. Snyrtisérfræðingur frá ORLAN E verður til viðtals og leiðbeininga í verzluninni föstudaginn 27. og laugar- daginn 28. september. Snyrtivöruverzlun ísafjarðar Hafnarstræti 1, ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.