Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1966
— tregt hjá snurvoftarbátum
í Keflavík
VIÐ komum auðvitað við í
Keflavík á Reykjanesferð og
brugðum okkur niður að
höfn. Það var rólegt við
höfnina, enginn bátur að
um. Á einum bátnum, Ólafi
úr Keflavík, voru sjómenn.
imix að basla við troliið og
ræddu sín á milli um heims-
málin, úrbætur og sitthva'ð
fleira.
Lítill strákur sat á bryggju
sporðinum í nepjunni og var
að keipa, en aflinn var treg-
ur, aðeins einn murti.
Við litum inn í Frystihús
Keflavíkur og heilsuðum
upp á konurnar þar sem þær
sátu yfir kaffikollanum í kaffi
salnum. Þær ræddu um mat-
artilbúning, náungann og
svona eins og gengur og ger-
ist. Þær voru flestar að
vinna við að panna kola fyr-
ir Bretlandsmarkað. Þetta
vom hressar konur og bros-
mildar.
Við hittum verkstjórann í
frystihúsinu, ívar Magnússon
og inntum frétta af sumar-
starfinu.
„Þetta hefur verið frekar
dauft í sumar", sagði Ivar.
„Þetta er allt að ganga sam-
an. Það er fyrst og fremst
það, að snurvoðarfiskurinn
hefur minnkað hér og sér-
staklega þorskur og ýsa.“
— Hvernig hefur vinnan
verið?
„Það hefur verið nokkuð
Ljósm. Mbl. Ami Johnsen,
Það er gott að fá sér kaffisopa — hvenær sem er.
ennþá, en sjálfsagt fata þeir
á línu í haust og svo auðvit-
að síld, ef hún kemur í færi.
Það hefur verið mun minni
afli í sumar heldur en í fyrra-
sumar hér í Keflavik. Á milli
40 og 50 bátar hafa róið hér
í sumar, en í fyrra voru þeir
um 30, en samt sem áður var
ekki nema ca 200 tonnum
meiri afli í ágústlok í 4r mið-
að vfð í fyrra, þetta er
skrambi lélegt.
stöðug vinna fram undir
þetta, en framundan er dauð-
asti tíminn, nema að hlaupi
síld á snærið. Bátarnir okk-
ar veiða aðallega kola núna,
þeir eru með snurvoð og
verða að fram í endaðan
október.“
— Hvert er kolinn seldur?
„Kolinn fer á Bretland og
er yfirleitt pannáður og heil-
frystur. Karfinn sem við fá-
um er frekar smár, en hann
er unninn fyrir Ameríku-
markað.“
— Hvernig gengur fiskirí-
ið hér í Keflavík almennt?
,,Bátarnir eru ennþá á hum
ar, trolli og snurvoð. Það er
ekfci að neinu öðru að fara
landa, en sjómenn voru að
gera klárt í nokkrum bát-
:
Víií*
ISK
Það er eins gott að hafa trollið klárt.
rra Keflavíkurhöfn.
Baðskápar
Baðvogir
Baðmottur
Baðkersmottur
| J. Þorláksson & Norðmann M.
Tónlislarskóli
Haínarfjorðar
í nýtt húsnæði
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
hefir frá upphafi verið til húsa í
Flensborgarskóla, en um 10 ára
skeið hefir hann auk þess verið
með kennslustofur úti í bæ, fyrst
í gömlu símastöðinni við Austur-
götu og síðar í Suðurgötu 35.
Nú bætir skólinn við sig hús-
næði að Vesturgötu 4, þar sem
áður var íbúð Fr. Hansens kaup
manns. Húsnæðið hefir verið lag-
fært og standsett. Þar verða 2
kennslustofur og skrifstofa skól
ans.
Nemendafjöldi hefir vaxið
nokkuð hin síðari ár, og var 131
Skrifstofnhúsnæði til leign
Að Sóleyjargötu 17 verða frá næstkomandi áramótum
til leigu fjögur skrifstofuherbergi (nú skrifstofur
Framkvæmdanefndar hægri umferðar).
Herbergin verða leigð ö’.il saman eða hvert í sínu lagi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu vorri á
sama stað.
Hf. Úthoð og samningar.
Bandaríkjamaður
óskar eftir íbúð eða húsi
(3—4 svefnherb.) til leigu frá 1. október. Æskilegt
með húsgögnum. Má vera í Reykjavík, Kópavogi,
Garðahreppi, Hafnarfirði eða Keflavík.
Tilboð merkt: „Strax — 2292“ sendist Mbl.
nemandi í skólanum síðastliðinn
vetur.
Erfiðar aðstæður hafa hamlað
starfseminni á undanförnum ár-
um, en batna nú til muna við til-
komu hins nýja húsnæðis, ekki
sízt fyrir föndurdeildina, þar
sem kennt verður á tveim stöð-
um í bænum og því ekki eins
langt að fara fyrir 6-8 ára böm.
Nýr kennari tekur við þeirri
deild nú í haust, frú Bertha Rail,
en hún hefir kynnt sér Carl Orff-
kennslu í Bandaríkjunum. Einnig
verður nú í fyrsta sinn veitt
kennsla á slátthljóðfæri, ef næg
þátttaka fæst.
Að öðru leyti verður kennslan
svipuð og áður og kennt á öll
helztu hljóðfæri, svo sem píanó,
strokhljóðfæri, orgel, gítar og
blásturshljóðfæri, auk tón-
fræði og tónlistarsögu.
1. október hefst kennslan og
19. starfsár skólans. Kennarar
verða 5 auk skólastjórans Páls
Kr. Pálssonar.