Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 28
Dauðoslys á síldarmiðunum DAUÐASLYS varð á síldarmið- unum aðfaranótt sl. fimmtu- dags, er skipstjórinn á Jóni Garðari, Víðir Sveinsson, lézt af völdum slyss um borð í skipi sínu. Óljóst 'er ennþá hvernig slysið bar að höndum. Víðir var kunnur aflamaður og ávallt í röðum aflahæstu skipstjóra landsins. Hann var kvæntur Jó- hönnu Axelsdóttur og eiga þau 4 dætur. „Hraðhýsi“ Magnúsar Óskarssmar að Barðavogi 3 í Reykjavík. Róm var ekki byggð á ein- um degi. En hús í Reykjavík sprettur upp eins og gorkúla. Hús í Reykjavík spreft- ur upp eins og gorkúla Víðir Sveinsson. Viðræðuiundur í gær í GÆR var haldinn fundur í við- ræðunefnd stjórnmálaflokkanna. Engin fréttatilkynning var gefin út að fundinum loknum, en bú- ast má við áframhaldandi fund- arhöldum í næstu viku. Róm var ekki byggð á einum degi en hús í Reykjavík sprett- ur upp eins og gorkúla (hrað- hýsi) Magnús Óskarsson, hæstarétt- arlögmaður, hér í bæ er um þess ar mundir að reisa sér „hrað- hýsi“ að Barðavogi 3. Er það verksmiðjuframleitt í Svíþjóð, hjá fyrirtækinu HSB Industrier AB, Borohus. Frumteikningin var gerð hér heima af húsinu í samræmi við aðstæður á lóðinni og sérþarf- ir og óskir byggjenda. Var leit- azt við að fylgja kröfum manna hér um gæði og útlit. Var síðan teikningin send fyr- irtækinu í Svíþjóð, sem felldi hana inn í staðla, sem þar eru notaðir við tilbúin hús. Reynd- ist unnt að fara eftir frumteikn- ingum í öllum aðalatriðum. Síðan voru kaupin gerð hjá umboðsmanni fyrirtækisins hér á landi, S. Óskarsson og Co h.f., Garðastræti 8, Reykjavík. Húsið er timburhús, 150 ferm, miðað við utanmál (skv. útreikn ingum Húsnæðismálastjórnarinn- ar, fullnægir það skilyrðum til lánveitingar fyrir sex manna fjöl skyldu). f því er eldhús, 4 svefnher- bergi, stofa vinnuherbergi húsmóð ur og húsbóndaherbergi. Máluð eldhúsinnrétting fylgir og málað ir skápar í öll svefnherbergi. Undir húsinu er steypt plata, en ofan á henni er trégólf. Húshlutirnir voru fluttir á byggingarstað sl.. mánudag, og undirbúningi undir að reisa það lokið þann dag. Húsið var reist á þriðjudag og miðvikudag, og orðið fokhelt á fimmtudagskvöld. Að uppsetningu hússins hafa unnið tveir trésmiðir undir stjórn Halldórs Guðmundssonar, húsasmíðameistara, sænskur mað ur frá framleiðanda, Thure Lindblad og einn aðstoðarmað- ur. Hvalvertíð lokið 280 hvalir veiddust og er það Skurðlœknisdeild Borgar spítalans tekin til starfa — starfsfólk Hvítabandsins starfar nú á hinni nýju skurðdeild Borgarspítalans Skurðlæknisdeild Borgarspít- I Skurðstofugangur er á 5. hæð alans er tekin til starfa og voru E-álmu. Eru þar 4 skurðstofur fyrstu sjúklingamir lagðir þar og svæfingastofa, utar í gangi er inn í dag. ' skrifstofa í tengslum við litla Hamstur leggst á ungbarn L HAMSTUR lagðist á ung- bam á heimili nokkru í Reykjavík fyrir tveimur dög- um, og þegar móðir bamsins kom að hafði hamsturinn bit- ið stykki úr tám og fótlegg barnsins. Tildrögin voru þau, að móð ir barnsins, tæplega árs gam- allar telpu, hafði nýlokið við að baða það og lagt til svefns í rúmi þess. Fór móðirin fram í eldhús til að sækja pela fyrir telp- una og dvaldist eitthvað. Þeg ar hún kom aftur inn til barnsins grét það sárt og tók móðirin eftir hreyfingu á sænginni til fóta. Þegar hún svipti sænginn upp sá hún þá, hvar hamsturinn var að glefsa í annan fót teipunnar og var hann allur i sárum. Lágu hoidstykki í rúminu. Móðirin fór þegar með barnið í Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum þess og því gefin lyf til að varna blóðeitrun. Telpan er ekki talin í lífshættu. Á heimilinu voru tveir hamstrar í búri og mun annar hamsturinn hafa sloppið út úr búrinu sökum þess að 8 ára bróðir teipunnar hafði lokað því illa eftir að hafa gefið dýrunum. Er full ástæða fyrir fólk sem á slík nagdýr að gæta þess vandlega, að þau sleppi ekki úr búrum sínum. aðgerðastofu. Milli hverra veggja skurðstofa eru sótt- hreinsunarherbergi með stutt bylgjutæki til hreinsunar á verk færum og sótthreinsunar ofnar. Mestur hluti starfsliðs Hvíta bandsins, sem nýlega hætti störf um vinnur nú á skurðlæknís- deild Borgarspítalans. Skurðdeildin er búin fullkomn ustu tækjum sem völ er á bæði til aðgerða og svæfinga. Má þar til nefna nýja gerð skurðað- gerðaborða, sem rutt hefur sér til rúms á síðari árum. Súrefni, þrýstiloft og glaðloft er leitt í leiðslum frá miðstöðvum í kjall- ara á alla mikilvæga staði. Á hæðinni eru ennfremur Framhald á bls. 20 mun mmna en HVALVERTÍÐINNI lauk 1 gær. 280 hvalir veiddust og er það rýr vertíð miðað við undanfarin ar. Veiðin skiptist þannig, að veiddir voru 202 langreyðar, 3 sandreyðar og 75 búrhvalir. f fyrra veiddust 406 hvalir. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Loft Bjarnason. Hann fyrra Faxaflóa og norður eftir. Loftur sagði, að hvalirnir hafðu verið vænir. Um verðlag á afurðum sagði hann, að lýsis- verð fylgdi síldarlýsinu, hval- lýsið hefði eitthvað lyft sér, en ekki teljandi. Mjölverð væri mun skaplegra. Kjöt væri í líku verði og undanfarið. Kjötkraftur var sagði, að vertíðin hefði staðið í 107 daga í sumar, en hefði verið 112 í fyrra. Hefði yertíðin gengið ágætlega framan af, góð veiði hefði verið fram í júlí. Þá komu þokur og tíðarfar var slæmt til veiða seinni hluta sumars. Einn- ig hafði það sitt að segja, að minna var af hval í haust en vanalega, og brást sandreyðurin alveg. Veiðisvæðið var út af 3 sæhju um dug- skrórstjórustöðu í sjónvurpi Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning frá menntamálaráðuneytinu: Hinn 12. f.m. auglýsti ráðuneyt ið lausa til umsóknar stöðu dag- skrárstjóra lista- og skemmtiefn- is í sjónvarpsdeild Ríkisútvarps- ins. Umsóknarfrestur rann út 12. þ. m. ug eru umsækjendur þrír: Jón Þórarinsson, tónskáld, Mark- ús Örn Antonsson, fréttamaður hjá sjónvarpinu og Þorsteinn Hannesson söngvari. Segir fréttustjóru stöðunni Iuusri ÍVAR Guðmundsson, fréttastjóri, hefur sagt lausri fréttastjórastöð- unni, sem honum var veitt 14. júní sl. þar eð honum reyndist ekki unnt að flytja til íslands að sinni. Hefur menntamálaráðuneytið auglýst fréttastjórastarfið laust til umsóknar með umsóknarfresti til 15. október n. k. unninn í sumar eins og undan- farin tvö sumur. Búið er að flytja út dálítið af honum, en verð er lágt. Hvalbátarnir komu til Reykja- víkur í gær. Tor Myklebost Tor Mykiebost iátinn m Noregi Var sendiherra í Reykjavík frd 1964 Osló, 20. sept. — NTB — TOR Myklebost, sendiherra Nor egs á íslandi, lézt í Osló aðfara- nótt föstudags, 54 ára að aldri. Skýrt hafði verið frá því í Nor- egi að hann myndi láta af störf- um sem sendiherra lands síns í Reykjavík á næstunni. Tor Myklebost lauk fyrrihluta prófi í lögfræði í Noregi 1936. Hann nam hagfræði og stjórnvís indi við American University í Kaliforníu á árunum 1943—1945 og við NATO Defence College í París 1961—1962. Myklebost hóf störf sem blaða maður við blaðið Asker og Bær um Budstikke 1933, starfaði við blaðið Tidens Tegn 1935—1940 og var blaðafulltrúi norska sendi ráðsins í Washington 1941— 1945. Frá 1946—1949 var hann ritstjórnarfulltrúi við Verdens Gang í Osló, en var þá gerður að blaðafulltrúa norska sendi- ráðsins í Washington. 1956 hélt Myklebost aftur til Noregs og gerðist yfirmaður blaðadeildar utanríkisráðuneytisins. Hann var gerður að sendiherra í Reykja- vík 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.