Morgunblaðið - 21.09.1968, Side 17

Morgunblaðið - 21.09.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968. 17 leg skýring á því, að FB hafði ekkj hugboð um, hvernig stærð íbúða er reikniuð, þegar hún aug- lýsti eftir umsóknum um íbúð- irnar í Breið'holti vorið 1967. Loks virðist JÞ eða FB þó hafa leitað til aðila, sem mátti um þetta vita, því að hann segir í greininni, að stjórn FB hafi horf- ið að því að nota sömu aðferð og fasteignasalar. Hinn mikli maður lagðist því svo lágt að spyrja þá „okrara“ ráða og við- hafa síðan sömu aðferðir! En honum er fyTÍnmunað að segja satt í þessu efni, því að í frétta- tilkynningu þeirri, sem FB gaf út í maí sl. var ekki minnzt einu orði á fyrirkomulag þessara út- reikninga. Er því fullyrðing JÞ um það efni hér með stimpluð vísvitandl ósannindi. En mörgum lesenda mun verða á að spyrja við lestur þessa kattarþvottar JÞ, hvort maðurinn sé heldur broslegur eða brjóstu/mkennan- legur. Ýmsir munu þó ætla, að hann sé hvort tveggja. JÞ fer einnig mörgurn orðum um „verðsamanburð íbúða“ og segist tilbúinn að taka þátt í samanburði á verði, ef vissum skilyrðum sé fullnægt. í þessu sambandi vill Einhamar benda á fyrri útreikninga sína, sem byggð ir eru á tölum sem getið er í svarlið 3 hér að framan. En til viðbótar er rétt að geta þess, að JÞ hefir ekki véfengt eitt atriði, hvað þá fleiri, í þessum útreikningum Einhamars. Lang- loka hans er því sett fram til að sýnast. Einnig veit hann, að svo hefir jafnan verið kreppt að bygg ingarmeisturum, hvað fjármagn snertir, að þeir hafa aðeirts í fá- um tilfellum getað selt íbúðir fullfrágengnar. Ætti JÞ að vita þetta gerla, því að hann á sér nú ebki aðra ósk heitari en að kreppa enn meira að meisturum en hann hefir gert og hefir þó „vel“ tekizt. En óvíst er, hvort það er almenningi eins til hags- bóta og JÞ vill vera láta. FB bruðlar hins vegar svo með opin- bert fé, að hún lætur jafnvel húsnæðislán út á túnþökur! JÞ hafði haldið því fram í grein Mbl. 10. ágúst, að tilteknar meistaraíbúðÍT hefðu verið reist- ar á hagstæðara verðlagstíma- bili en íbúðir FB. Einhamar birti þá tölur um verðlag á helztu magnvörum byggingariðnaðarins, og kom þar í ljós, að verðlag hafði lækkað á því tímabili, þeg- ar FB dró að sér efni. Nú treyst- ir JÞ sér ekki til að segja orð um þetta, en segir hins vegar, að FB hafi ekki notið verðstöðvun- arinnar lengi. Er hann þá búinn að gleyma því, sem hann og FB gortaði af á sínum tíma, að FB hefði keypt megnið af erlendri efnivöru sinni á hagstæðum tíma, svo að hún hefði kornizt hjá áföllum af völdum gengisfell- ingarinnar í nóvember 1967, enda kom meginhækbun af hennar völdum ekki á byggingarefni fyrr en sl. vor. Nú finnst honum henta að gleyma þessari lofs- verðu fyrirhyggju FB. Svona geta viðhorf manna breytzt á skömmum tíma, þegar málstað- urinn er ekki góður. Eða kannske heitir þessi þátt- ur í skrifum JÞ, að hann hafi farið úr vígi sínu til að „fylgja eftir undanhaldi umsátursliðs- ins?“ Spyr sá, sem ekki veit. Svo viðkvæmur er JÞ orðinn, að hann kallar það „meginádeilu efni“, þegar stjórn Einhamars gat ebki áttað sig á einni setn- ingu í grein hans. Gefur hann nú þá skýringu á þessu, að um prentvillu hafi verið að ræða, en þar sem sýnilegt er, að prent- villupúkinn hefir tekið við hann sérstöbu ástfóstri, skal ekki íengra farið út í þessa sálma að sinni. í síðustu grein stjórnar Ein- hamars, sem Wrtist í Mbl. 29. ágúst, var JÞ meðal annars spurður, hvort Seðlabankinn og Atvinnuleysistryggingarsjóður hefðu lagt fram fé til fram- kvæmda FB. JÞ skýtur sér und- an að svara þessu með því að segja, að „það er ekki hlutverk FB að fylgjast með því, hvaðan ríkið og Reykjavíkurborg útvega fé til starfsemí nefndarinnar." Má vera, að þetta sé ekki „hlutverk FB“, en stjórn Ein- hamars leyfir sér að ítreka spurn ingar sínar: „1) Hve mikið fé var búið að greiða FB 1. maí 1967, og hvernig var því fé varið? Hversu miklu náriiu framlög til nefndarinnar 1. janúar sl., og hversu mikið fé hafði hún fengið til umráða, þeg- ar fyrstu íbúðirnar voru afhent- ar?“ Vonandi er bókhald nefndar- innar svo glög-gt að það auiki ekki yfirkostnaðinn til muna, þótt formaður FB afli þessara upplýsinga hjá mönnum sínum, svo að hann geti svarað þessari spurningu. Hin fyrirspurn Einhamars var þessi: „2) Hafa Seðlabankinn og At- vinnuleysistryggingasjóður lánað FB til starfseminnar? Ef svo er, hversu mikið fé hefir FB þá fengið frá hvorum aðila, og hvernig á að haga endurgreiðslu á því?“ Um leið og JÞ veigraði sér við að svara þessum einföldu spurn- ingum upplýsti hann, að reikn- ingar FB muni verða birtir um áramótin, og fái Einhamax þá svar við öllum spurningum sín- um. Ekki skal hann treysta þvi, að hann kunni ekki að verða spurður um sitt af hverju, er þar að kemur, og er þess að vænta, að greitt verði um svörin. „Nefndin hefir ekki aðstöðú til að láta reikn i ngsupp gj ör fara fram oft á ári“, segir JÞ. Nei, þar skilur á milli feigs og ófeigs, því að byggingameistarar verða, eins og aðrir atvinnurekendur, að leggja fram uppgjör áTsfjórð- ungslega, enda verður að færa hvert bókhald frá degi til dags, og hver ábyrgur aðili mun gera sér far um að athuga við hver mánaðamót, hvernig sakfr standa. En svo er að sjá, að FB fari eigin leiðir í þessu efni, og væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvers konar bókhaLd sé þar um að ræða. í aðra röndina þykir JÞ illt, að stjórn Einhamars hefir m. a. haldið því fram, að hann sé „gersneyddur þekkingu á frum- stæðustu atriðum framkvæmda- og atvinnulífs“, svo að hann „kann ekki mannganginn í þessu byggingaTmálatafli“. Á hinn bóg- inn er hann þó svo ánægður með sig, að þetta bítur ekki á hann. En fleiri dæmi um ráðsmennsfcu og fyrirhyggju FB undir farsælli stjórn JÞ eru nærtæk. Eitt hið glæsilegasta er verðlagið á dönsku timburhúsunum, sem FB flutti inn og staðsetti í Breið- holti. Þegar almenningi voru boð in hús þessi til kaups, var til- kynnt, að verðið værj br. 1.040.000,00, en nú er svo komið, að hús þessi hafa hækkað í verði um rúm 44% — fjörutíu og fjóra af hundraði — því að verðið er í dag kr. 1.489.176,00. Er þó ekki allt talið, því að enn eru kaupendum að berast reikningar fyrir útgjaldaliði, sem nema nokkrum þúsundum króna, og vita ekki hvenær lát verður á slíku. Þó er það öllu verra, að hús þessi geta vart talizt íbúðarhæf og ættu blaðamenn og ljósmynd- arar að leggja leið sín-a inn í Breiðholt til þess að kynna sér þetta frábæra afrek FB undir handleiðslu JÞ. Munu slíkir aðil- ar þá verða bæril-ega dómbærir á réttmætl þeirra ummæla, sem stjóm Einhamars hefir leyft sér að viðhafa um ráðsmennsku þessa manns á þessu mikilvæga sviði þjóðlífsins. Stjórn Einhamars leyfir sér að halda hinu sama fram og áður, að ævintýramennska af því tagi, sem stjórn FB á byggingarmál- unum í Breiðholti hefir reynzt, sé glapræði, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, sem só með öllu óverjandi. V-andræði blasa við á öllum sviðum í íslenzku þjóð- félagi í dag, og jafnvel þótt ekki horfði eins alvarlega og nú, ættu ýfirvöld landsins að telja það sið- ferðilega skyldu sína að f jarlægja þá menn úr stjórn þessara mála, sem hafa sannað fyrir alþjóð, að þeir eru ekki vandanum vaxnir. Meðan það verður ekki -gert, mun fjármunum verða sóað af algeru fyrirhyggjuleysi í alls konar „nýjungar", sem hafa verið reynd ar fyrir löngu án fullnægjandi árangurs hér á landi. Byggingarmál þjóðarinnar eru ekki af því tagi, að mönnum eigi að haldast uppi að hafa fyrir sport eða tómstundaiðju. Þótt menn geti kannske smám saman lært af slíkum mistökum og reynsl-u, sem forráðamenn FB segja, að hafi fengizt af fyrsta áfanga í Breiðholti, hefir þjóðin ekki efni á að fleyja tugum millj óna í slíka „menntun“ einstakl- inga, sem mundu aldrei hætta eyri af eigin fé til byggingarfram kvæmda. Þeir fást við þær, af því að almenningur borgar brúsann möglunarlaust, en síðan er talað um mistök þessara manna í létt- um tón, eins og um afsakanleg barnabrek sé að ræða, og þau kölluð „dýrmæt reynsla“, þegar þau verða ekki lengur falin fyrir þeim, sem undir kostnaðinum standa. 16. september 1968. Stjórn Einhamars. 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu til vors, helzt með hús.gögnum. LTpplýsingar í síma 24515. Múrarar — Múrarar Óskum eftir að ráða nokkrsfmúrara nú þegar. Upplýsingar í síma 81550. BREIÐHOLT H.F. Félag ungra sjálfstœðismanna SNÆFELLSNESI Félagsfundur verður haldinn í Grundarfirði nk. þriðjudag 24. sept. og hefst kl. 21. Fundarefni: KPÖRDÆMASKIPUNIN OG STAÐA UNGS FÓLKS í ÍSIÆNZKUM STJÓRNMÁLUM. Framsögumenn, Friðjón Þórðarson, alþm., . Sturla Böðvarsson, Ólafsvík. Á eftir verða frjálsar umræður. Kjörnir verða fulltrúar á SUS-þing. Bifreiðaeigendur á Austfjörðum! FUNDIR á Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum I. STOFNFUNDUR Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á Fáskrúðsfirði verður haldinn í Félagsheimilinu SKRÚÐ á Búðum þriðjud. 24. sept. n.k. II. AÐALFUNDUR Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á Egilsstöðum verður haldinn í Félagsheimilinu VALASKJÁLF miðvikud. 25. sept. n.k. Báðir fundirnir hefjast kl. 21.00. D a g s k r á : 1. Ávarp: Marinó Sigurbjömsson verzlunarstjóri á Reyðarfirði, formaður Egilsstaðaklúbbsins. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlaunamerkja SAMVINNUTRYGGINGA 1967, fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. 3. STOFN-fundar-AÐAL-fundarstörf. 4. Sameiginleg kaffidrykkja í boði klúbbanna. 5. Umferðarkvikmynd — ef tími vinnst til! Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafultrúi og Gunnar Sigurðsson afgreiðslustjóri mæta á báðum fundunum og flytja framsöguerindi. Hér með er skorað á alla yngri sem eldri tryggjendur ökutækja hjá Samvinnutryggingum að mæta á þess- um fundum, eftir því, sem við á. Allt áhugafólk um umferðaröryggismál velkomið! SAMVINNUTRYGGINGAR, Stjórn Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á Egilsstöðum. Stórkostlegt vöruval á Opið ollo daga til kl. 8 síðdegis Einnig laugardaga og sunnudoga VERZLUNIN OPIN (Ekki söluop] KL. 8,30-20 s.d. gamla verðinu Hörjólfur SKIPHOLTI 70 — Sími 31275.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.