Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968.
19
skólalærdóms í æskiu og var
hann þó bókhneigður og gpeind-
iur vel, enda tókst honum að
afla sér þekkingar með lestri
góðra bóka, þótt ekki nyti hann
skólalærdóms. Minni hans var
líka frábært, sem fleiri hans ætt-
menna.
Snemma varð Lárus að sjá sér
sjálíur farborða í lífinu, þá tjó-
aði ekki unigmennum að heimta
allt af foreldrum sínum eða
vandamönnum eins og nú er of
algengt, að æskufólk nennir ekki
að hugsa sjálft um sína 'hagi, en
vill láta aðra hngsa fyrir sig og
mata sig eins og hrafnsunga í
hreiðri. Ungur stundaði Lárus
sjó, meðal annars í Vík í Mýr-
dal. Lárus sálugi var tvíkvænt-
mt. Fyrri kana hans var Marta
Jónsdóttir frá Seljalandi undir
Eyjafjöllum. Varð þeim tveggja
barna auðið, sem bæði eru nú
látin. Eftir fárra ára sambúð dó
Marta kona hans. Var það Lár-
usi mikið áfall, því hann hafði
viðkvæma lund og ríkar tilfinn-
ingar. Ekki stóð Lárus einn uppi
í lífinu eftir það. I Vík í Mýrdal
kynntist hann 'hinni ágætu konu
Sigríði dóttur Jóns í Norður-
Götum í Mýrdal og lifir hún
mann sinn ásamt 6 börnum
þeirra, sem öll eru uppkomin Qg
hvert öðru mannvænlegra. Auk
þess ólu þau upp fjögur barna-
börn sín, sem einnig eru öll upp-
komin. Má það teljast fágætt af-
rek þeirra að ala upp 10 börn
á tímum lélegrar atvinnu og dýr-
tíðar. Mér er það kunnugt að
þau voru ekki rík af veraldar-
auði og höfðu ekki ætíð úr miklu
að spila. En þau voru þeim mun
ríkari af höfðingslund og hjarta-
hlýju, er mætti hverjum, sem að
garði bar á heimili þeirra. í>að
er sá auður, sem aldrei rýrnar,
heldur nær hann út yfir gröf og
dauða.
Sigríður virðist öðrum fremur
kunna þá fágsetu list að gera
mikið úr litlu, enda er hún ein
af hinum ágætustu konum, sem
ég hef kynnzt. Fer þar saman
dugnaður og hagsýni í hvívetna
og á hún ekki langt að sækja
það til ættmanna sinna. Mest-
alla sambúð þeirra áttu þau
heima í Reykjavík og þar kynnt-
ist ég þess'um heiðurshjónum.
í meira en 30 ár vann Lárus
sálugi sem verkamaður hjá
Hafnarsjóði Reykjavíkur. Vegna
vanheilsu gat hann ekkert unnið
tvö síðustu árin, en hann bar
vanheilsu sína með æðrulausri
karlroennsku. Frá 1942 til 1965
áttu þau heima á Bakkastíg 10
I húsi hafnarinnar. í>ar var oft
igestkvæmt og glatt á hjalla. Þar
ólu þau upp börn sín og barna-
börn. Alsystir Lárusar er frú
Jóhanna ekkja Sigmundar Lýðs-
sonar á Einfætingsgili í Bitru í
Strandasýslu. Þar búa nú tveir
synir hennar.
Lárus var fríður sýnum, vel
meðalmaður á hæð og allþrek-
inn og var vel knár á yngri ár-
um. Að lunderni var hann „sang-
vínskur" ætíð glaður, reifur og
gamansamur þótt lífskjörin væru
oft erfið. Try.gglyndur var hann
þeim, sem hann batt vináttu við.
Láius minn — mér finnst tóm-
legra að koma til Reykjavíkur,
Nýjoi forskrifta-
bækur
RÍKISÚTGÁFA námsbóka er að
gefa út skrifbókaflokk handa
barnaskólanemum eftir Marinó
L. Sveinsson, kennara. í flokkn-
um verða a.m.k. 6 hiefti. Tvö
þeirra, 1. og 4. hefti, komu út á
sl. ári, en 2. og 3. hefti eru ný-
komin út. Hvert hefti er 32 'bls.,
21x14,5 sm., að stærð. Ráðgert er
að 5. og 6. hefti komi út á næsta
ári, og verði 24 síður hvorf og
e.t.v. í stærra brotL
Fyrstu hefin þrjú eru öll ætl-
uð til þess að skrifa í ,nema um
þriðjungur 3. beftis, sem er með
forskrift til að skrifa eftir í aðra
bók.
Síðar heftin þrjú verða e\n-
göngu með verkefnum til að
skrifa eftir í aðrar bækur.
Heftin eru öll myndskreyitt af
Halldóri Péturssyni listmálara.
Prentun annaðist Litbrá h.f.
þegar þú ért farinn. Margur
mun sakna vinax í stað, þegar
þú ert horfinn.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
orðum með því að biðja algóðan
Guð að leiða þig yfir á land
lifenda og blessa þig og ástvini
þína um tíma og eilífð.
Far þú í Guðs friði.
Seinesi á Skaga 12. sept. 1968.
Þinn vinur og frændi
Jón N. Jónasson.
Jóhanna Danivals-
dóttir — Minning
F. 2.2. 1920 D. 16.2. 1968.
Jóhanna eða Nanna, eins og
hún var ávalt kölluð, fæddist
að Litla-Vatnsskarði í austur
Húnavatnssyslu. Fore'ldrar henn
ar voru: Sturlína Guðmundsdótt
ir og Danival Danivalsson Krist
jánssonar er bjó að Litlavatns-
skarði beggja vegna aldamót-
anna. Jóhanna mun hafa verið
á níunda ári þegar hún missti
móður sína og naut eftir það
uppfósturs hjá ættfólki sínu
vestur í Hnífsdal. Ung mun
hún samt hafa verið er hún
fluttist hingað suður, því að tví
tug giftist hún Steingrími Páli
byggingarmeistara Bjarnasyni.
Upp frá því hófust kynni mín
af Nönnu þar sem við Steingrím
ur vorum bræðrasynir og leik-
bræður frá bemsku. Fyrst bjuggu
þau á Selvogsgötu í Hafnarfirði
og er ég sá þar fyrst þessa ungu
konu, hafði hún tengdamóður
sína nokkuð við aldur, og sjúka
til umönnunar og virtist mér vel
fara. Þótt frændskapur okkar
Nönnu væri minni en okkar Stein
gríms, skorti ekkert á hlýhug
hennar, þar að koma og var svo
alla tíð. Einn son áttu þau, Káira
er líka lærði trésmíði og hóf síð
an framhaldsnám við teikningar
í Danmörku, nú búsettur í
Reykjavík. Þau Nanna og Stein-
grímur byggðu sér hús að Álfa
skeiði 10 í Hafnarfirði og síðar
annað við Reykjavíkurveginn, en
er þau voru rétt að flytja þar
inn varð Steingrímur bráðkvadd
ur, 1. júlí 1955. Slíkt var mjög
harkalegt áfall fyrir unga konu
sem hafði svo áhyggjufrí notið
sólar hins hversdagslega lífs
eins og hún sjálf orðaði það
Eigi veit ég hvort þessi sál-
rænu veðrabrigði hafa veikt
líkamsþrótt Nönnu, en víst er,
að hún var lengi búin að ganga
vanheil til verka áður en hún
lagðist á sjúkrahús, en þau urðu
hennar heimili síðustu árin, eða
þar til hún lézt nú, þann 16. í
sjúkrahúsinu í Keflavík eftir
langa og þunga þraut, og verð
ur til grafar borin frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag kl. 10.30
Svo björt sem brautin var, komu
þessir heljar skuggar allir manni
því meira á óvart, og ég sem
síðustu árin, sé hana aðeins í
huga mér brosljúfa, hægláta og
hlýja, og svo sem ég vissi að
hún tók sinu heimilishruni með
hetjulegri ró, reikna ég með, að
hún hafi borið sinn sjúkdóms-
kross unz yfir lauk.
Sé sú skoðun rétt, að menn
þroskist lítið á meðlætisdögum
og þurfi harðviðri þar til, þá
hefir Nönnu ekki verið hlíft við
þeim stranga skóla.
Um leið og ég votta syni henn
ar og öllum vandamönnum mína
innilegu samúð, þakka ég líka
af alúð samfylgdina, yljandi vin
arþelið alla tíð við okkur hjón-
in, andblæ, sem gjörir hvern
mann betri en ella.
Blessuð sé minning hennar.
Ingþór Sigurbjs.
Ágúst Jósefsson
Hinzta kveðja frá leikfélögum
F. 8. 8. 1948. D. 12. 8. 1968.
Við vorum á síldarmiðunum
norður í hafi, er okkur barst
sú harmafregn, að Ágúst vinur
okkar hafði kvatt þennan heim.
Við höfðum vitað, að Ágúst
þjáðist af alvarlegum sjúkdómi,
en við trúðum, að jafnvel enn,
á öld ófriðar og trúleysis, gætu
gerzt svipuð kraftaverk og hin
helga bók segir okkur frá. Ágúst
trúði sjálfur á kraftaverkin og
hans einlæga Guðstrú veitti
honum ótrúlegan styrk. Þrátt
fyrir sjúkleika sinn var hann
ætíð glaður, aldrei bar hinn
bjarti svipur hans vott um kvíða
fyrir hinu ókomna.
Þó að samvistarár okkar hafi
ekki orðið ýkja mörg, streyma
bjartar minningar í hugi okkar,
frá áhyggjulausum bernsku-og
unglingsárum.
Leiðir skildu þó brátt að
nokkru. Særinn heillaði okkui
bræðurna á Austurgötu 16 og 19,
en Ágúst hugði á lengra nám og
gekk í Menntaskólann í Reykja-
vík. Þar eignaðist hann marga
vini, því, hvar sem Ágúst fór,
laðaði hann að sér vini með
hinni glöðu lund og góðum gáf-
um sínum.
Við hittumst æ sjaldnar, en
þann 15. júní s.l. vorum við allir
samankomnir hjá Ágústi til að
samfagna honum, er hann fékk
^túdentshúfuna. Ágúst hafði
unnið stóran sigur. Allan vetur-
inn höfðu veikindin hrjáð hann,
en með ólýsanlegum viljastyrk
tókst honum að ljúka stúdents-
prófunum með prýði.
En nú voru líkamskraftar
hans þrotnir og þann 12. ágúst
tveimur mánuðum síðar, var
hann kallaður brott héðan, að-
eins örfáum dögum eftir tvítugs-
afmælið sitt.
Það er þungbært að kveðja
góðan dreng, en við minnumst
þeirrar trúar, sem Ágúst hafði,
og vitum, að þegar okkar tími er
upp runninn, mun Ágúst, eins
og við þekktum hann, taka á
móti okkur á strönd fyrirheitna
landsins.
Við biðjum góðan Guð að
styrkja móður hans og systkin í
sorg þeirra.
Jónína Einarsdóttir
— Minningarorð
F. 8/4 ’98, ð. 7/9 ’68
Ertu horfin, brú'ður blíða,
bliknuð rós í fögrum dal,
búin ertu að starfa og striða,
stillta, góða kvennaval,
með þér væri ljúft að líða
ljóssins inn í dýrðarsal.
Fögur er Hlíðin, fagur ljóminn
fræga gyllir prýðissveit,
hún, sem varð hér vinasóminn,
valdi ung hin forna reit,
gróðursetti blessuð blómin
betri og meiri en nokkur veit.
Bærinn hljóðnar, Hlíðin grætur,
hnípinn starir þulur fár,
vi’ðkvæmt sakna synir, dæflur,
sindra um hvarma gullin tár,
en Guð kann öllu böli bætur,
blessar, græðir öll vor sár.
Þökk fyrir síðast, vildis vina,
vildi margur segja nú,
Guð laun fyrir gestrisnina,
gleði þín var sönn og trú,
alltaf varstu að hugsa um hina,
hitt fór dult, hvað sjálf leiðst þú.
Húsfrú, móðir hugum prúða,
hjarta þitt var fullt af yl
og mig vantar orðsins skrúða
öllu því að gjöra ski'l,
en gleym-mér-ei þinn grafreit
dúða,
góða nótt þér bjó’ða ég vil.
Kristín M. J. Björnson.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl., fer fram naiuð-
ungaruppboð að Múlaikaffi við Hallarmúla, hér í borg,
miðvikudaginn 25. sept. 1968 kl. 16.30 og verður þar selt:
Kaffikanna, peningaikassi, eldavél, 2 steikarapönnur og
steikarofn, talið eign Múlafcaffis.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Ólafs Þorgrímssonar hrl., fer fram nauðung-
aruppboð að Timburiðjunni við Mikluhraut/Háaleitis-
veg, hér í borg, miðvikudaginn 25. sept. 1968, kl. 15.30 og
verður þar seld vökvapressa falin eign Timburiðjunn-
ar h.L
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl., fer fram nauð-
ungaruppboð að Grensásvegi 22, hér í borg, miðvikudag-
inn 25. september 1968, kl. 15.00 og verður þar seld plast-
prentvél talin eign Iðnplasts h.f.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Guðjóns Styrkárssonar hrl., fer fram nauð-
ungaruppboð að Álfheimum 6, hér í borg, miðvikudaginn
25. september 1968, kl. 10.30 árdegis og verður þar seldur
blómakælir taliinn eign Jónasar Sig. Jónssonar.
Greiðsla við hamarsihögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Ólafs Þorgrímssonar hrl., fer fram nauðung-
aruppboð að Súðarvogi 26, hér í borg, mið'vikudaginn 25.
september 1968, kl. 13.30 og verður þar selt: Borvél, hjól-
sög og jámsög, talið eign Vélsm. Norma s.f.
Greiðsla við hamarsihögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Ólafs Þorgrímsisoinar hrl., fer fram nauðung-
aruppboð að Haillarmúla, hér í borg, miðvikudaginn 25.
sept. 1968 kl. 17.00 og verður þar selt: Spónskurðairvél
og límáburðarvél, talið eign trésm. Meiðs.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir lcröfu Viilhjálms Árnasoniar hrl., fer fram nauð-
ungaruppboð að Langholtsvegi 89, hér í borg, miðviku-
daginn 25. september 1968, kl. 10 árdegis og verður þar
selt kæliborð og peningakassi, talið eigin Holtskjörs h.f.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.