Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 196«. Séra Ingólfur Þorvalds- son — Minningarorð Fæddur 20. júlí 1896 Dáinn 15. sept. 1968 Kvöldskinin á vori er Árakógs- s'trönd við Eyjafjörð ein fegurst sveit á Norðurlandi. í vesitri rís hið sagnfræga og nafnfagra Sól arfjall, að byggðar baki, en ut- ar sér til grasgefinnar Upsa- strandar undir gnæfðum fjöllum leitinnar tignar að útverðinum mikilúðga, Ólafsfjarðarmúla. Austan fjarðarins eru gi'lskorin skriðufjöll Látrastrandar, frá Gjögri inn til Grenivíkur, sam- stæðilegt listaverk öfgafullrar fjölbreytni í hárisi Kaldbaks. Milli þessa stórleika liggur fjörð urinn, breiður og opinn beint f jTÍr norðri. En næst ber Hrisey skammt undan landi á Árskógs- strönd, eins og hvild fyrir mann- auganu. Þetta er bernzkusveit séra Ing- ólfs Þorvaldssonar. Hann fædd- ist á hinum hugþekka kirkju- stað Stærra Árskógi, 20. júlí 1896, og ólst upp á Krossum, veglegu bóli útvegsbænda, góðri bæjarleið utar. — En vorfegurðin jafnast í dægraskifti sumarsins og hverf er haustgríma við yzta haf. Á- hlaupsveður af viðstöðulausu norðri gerir lognkyrran vor- fjörðinn að ægilegri ógn. — Það var um haust. Faðir tveggja ára sveins á Krossum drukknaði á Eyjafirði við fjórða bróður sinn Síra Matthías orkti huggunarljóð til móðurinnar á Krossum. Hún var hnigin á aldur og reynd í blíðu og stríðu andstæðu-nátt- úru Strandarinnar og kenndi meir til sársaukans í brjóstum ungu kvennanna, sem nú voru ekkjur eftir hina hamslausu nótt við hafið. Jónatanía frá Neðra- Haganesi í Fljótum sá Þorvald hinn unga Þorvaldsson aldrei framar stefna heim frá víkinni við sjóinn. Litli drengurinn þeirra þekkti ekki sonarvöxt I föðurlegu uppeldi. En Krossaheimilið stóðst storma þessa hausts og vetrar. Afur kom hin nóttlausa vorald- ar veröld, þegar lágsólin logar um allan sjó. Á slíkum stund- t Konan mín og móðir okkar Andrea Þóra Eiríksdóttir, andaðist í Landakotssptíalan- um fimmtudaginn 19. þ.m. Arni Pálsson og ðætur. um urðu vonir ungu móðurinn ar glaðar. og þær rættust. Vorið 1916 kom drengurinn heim, vax inn piltur með gagnfræðapróf. Um Jónsmessuna þremur árum síðar bar hann hvíta húfu, er hann reið í hlað á Krossum. Enn kom vorið 1923 er hann vígðist prestur, þá kvæntur maður. Anna Nordal frá Rauðará í Reykjavík var eigi aðeins mikill kvenkostur til allra hannyrða og heimilisræktar, en falleg og glaðvær. Þegar þau fóru að brauði sínu við Ljósavatn var Vilhjálmur son þeirra á 1. ári. Hinir synirnir báðir, Ragnar og Sigurður, fæddust á Ólafsfirði, en þar stóð heimili þeirra frá sumrinu 1924-1957, víðþekkt að rausn og prýði — og gleði. Séra Ingólfur var afar vinsæll prestur og maður. Honum var meðfætt að vera þetta hvort tveggja í senn án aðgreiningar eða árekstra. Tónrödd hans var björt og var söngur hans á litaníu séra Bjama orðlagður. í ræðumennsku stóð hann framar lega í prestastétt og ávallt mjög nálægt fólki sínu. Útfararræður hans oft hreinustu listaverk. Þessu kynntust fleiri en sóknar börn hans heimafyrir, því að hann hafði nágrannaþjónustu á Siglufirði í orlofum og milli presta, á Akureyri um skeið og full tíu ár í Grímsey. Embættisstörf séra Ingólfs og þjónusta hans að hinum ýmsu trúnaðar- og menningarmálum verða annars ekki rakin þér, því að: Það tel ég mest, að mærings hjarta geymdi gull, gæzku og mildi: þaðan kom fremd og fögur æfi, hagsæld, vinsæld og hylli Guðs“. Þessi orð séra Matthíasar vil ég nú gera að kveðju fjölskyld unnar frá Möðruvöllum eftirhin löngu og elskulegu kynnin í Norðurlandi og syðra. Minnug- ugur alls, samverustundanna með >eim frú Önnu á heimili þeirra t Móðir mín, Karen Guðmundsdóttir Segall, lézt í Odense, 15. þ.m. Jarðar- förin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda. Nína Hannesdóttir. t Faðir okkar Finnbogi Ámason, yfirfiskimatsmaður, Alftamýri 54, lézt á Landakotsspítalanum aðfararnótt 20. september. Börn hins látna. t Þökkum af alhug aúðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konu minnar, móður, ömmu og tengdamóður Margrétar Eyjólfsdóttur. Geir Þórarinsson, böm, bamabörn og tengdabörn. t Ég þakka af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns Vigfúsar Ingvarssonar blikksmiðs. Hlif Pálsdóttir. t Alúðarþakkir færum við öll- um fjær og nær sem auð- sýndu okkur samúð og hlut- tekningu við andlát og jarð- arför mannsins míns og fóst- urföður okkar Hjartar Einarssonar. Guð blessi ykkur ölL Sigríður Pálmadóttir og fóstursynir, Hafnarstræti 33, Isafirði. á Ólafsfirði og síðustu árin á Hagamel 45, þangað var eins og að koma heim í foreldrahús: minnugur hinna fögru orða séra Ingólfs eftir móður mína fyrir einu ári: og nú síðast komuhans að Vallanesi í sumar, það var næturvaka og dagfagnaður, sem aldrei gleymist. Engum, sem þekkti séra Ing- ólf gat dulizt, að hjarta hans geymdi gull. Það glóði í sam- hygð og mannskilningi undir hinni léttu og fjörmiklu fram- göngu hans., þegar hann vildi hughreysta og laða fram þá björtu lífsafstöðu. Þegar brim aði við ströndina og stórir sjóar voru úti fyrir, sýndi hann gull- ið skin vorsins með gæzku sinni og mildi. Davíð frá Fagraskógi vinur hans og félagi, ljóðaði um vorsins mikla veldi. Vorið á Krossum hafði mótað séra Ing- ólf svo gagngert í æsku hans að veldi þess fölnaði aldrei í sálu hans. Því gat hann ekki orðið gamall og aldrei kaldur. Bak við Ólafsfjarðarmúlann, út vörð tignarinnar á æskustöðv- um hans, átti æfistarf hans stað sinn og vettvang. Bemskuljóm- ann flutti hann með sér fyrir fjallið og inn í byggðina, sem bjó honum framtíð langrar fremdar og fagurrar æfi. Sem fól í faðmi sínum hagsæld heim- ilisins, og vinsæld þeirra hjón- anna, sem aldrei verður gleymd Fyrir allt þettp. á mæringi hjarta þökk vora og eilífa bæn — í hylli Guðs. Elskulega frú Anna, synirnir og fjölskyldur. Samúðarkveðja í nafni vors og fegurðar, sem haustregnið hylur blessun. Ágúst Sigurðsson. i Vallanesi. Kveðjuorð. Séra Ingólfur Þorvaldsson fyrrum sóknarprestur í Ólafs- firði er látinn, hann andaðist að heimili sínu Hagamel 45. Reykja vík síðastliðinn sunnudagsmorg unn sjötíu og tveggja ára að aldri. Er útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í dag. Ég mun ekki rekja. hér æfiatriði séra Ingólfs, til þess skortir mig kunnugleika, þar sem kynni okkar urðu ekki að ráði fyrr en hann hóf störf hjá Náttúrulækningafélagi ís- lands fyrir rúmum sex árum, en síðastliðin sex ár hafa störf okk- ar verið nátengd og samskipti okkar meiri eða minni flesta daga. Séra Ingólfur var glæsilegur persónuleiki sem ekki gleymist þeim sem honum kynntust. Þar fóru saman fjölhæfar gáfur, líf- t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarð- arfar Hólmfríðar Teitsdóttur, Seljalandi, Dölum. Aðstandendur. leg og ljúf framkoma sem fylgt var eftir af lifandi fjöri og þrótti Var auðvelt að gleyma tímanum ef setið var og hlýtt á hans lif- andi lýsingar á liðnum atburð- um, mönnum og málefnum. Ljóð og lög samdi hann þegar svo bar undir og virtist vel hagur á hvorutveggja. Sem starfsmaður var hann afkastamikill, samvizkusamur og öruggur og hafði í heiðri þá gullvægu reglu að geyma ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag. Viðskilnaður hans á skrifstofu sinni síðastlið- inn laugardag lýsir honum vel sem starfsmanni. Þegar ég kom til hans þennan dag, stuttu fyr- ir lokun hafði hann gengið þar frá með það fyrir augum að svo gæti farið að hann kæmi ekki næstu daga. Sagði hann mér að hann væri ekki vel frískur og myndi þurfa að taka sér hvíld um sinn, bað hann mig að taka við lyklum og öðru sem starfi hans tilheyrði. Slík var venja hans að vera eftir föngum við- búinn því óvænta. Ákvaðið hafði verið að síðari hluta þessa dags yrðum við hjónin gestir séra Ingólfs og hans ágætu konu frú Önnu Nor dal. Þegar ég hafði orð á að fresta þeirri heimsókn vildi hann ekki heyra annað en af henni yrði eins og ákveðið hafði verið. Við nutum því hinnar alkunnu gestrisni á heimili þeirra hjóna þennan dag og mun sú alúð og gleði sem við urðum það aðnjót andi okkur ógleymanleg. Þótt ég á kveðjustund, þenn- an dag, vissi að séra Ingólfur gekk ekki heill til skógar, óraði mig ekki fyrir að það yrði okk ar síðasti fundur í þessu lífi. Nú að leiðarlokum þakka ég þér séra Ingólfur samvinnuna þessi ár og alla hjálpina sem þú veittir mér í starfi. Ég þakka þér öll þín störf fyrir Náttúrulækningafélagið, allan þinn dugnað og allan þinn áhuga til hinztu stundar. Þér frú Anna Nordal vil ég þakka fyrir þinn þátt í starfi manns þíns. Ég bið góðan Guð að létta þér söknuðinn við missi ástríks eig- inmanns. Ámi Ásb jarnarson. FAGRAN júlídag á nýliðnu sumri lágu leiðir okkar síra Ingólfs Þorvaldssonar frá Siglu- firði og aiustur £«5 Möðrudal á Fjöllum. Fyrir kirkjudyrum Jóns bónda Stefánssonar kvödd- umst við. Hann hélt til vina og kunninftja á Austuriandi, en ég norður á Raufarhöfn. Við höfð- um fari'ð um bernskustöðvar hans á Árskógsströnd og þau héruð, þar sem hann hafði þjón- að öll sín embættisár. Hann hóf prestþjónustu í Þóroddsstaðar- og Lundarbrekkuprestaköllum vorið 1923 með búsetu að Vatns- enda við Ljósavatn, en fluttist til Ólafsfjarðar ári síðar og sat Kvíabekksprestakall í 34 ár með aukaþjónustu í Akureyrar-, Barðs-, Grímseyjar- og Siglu- fjarðarsóknum um nokkurt skeið. Þetta var ekki annað en dagstundar ökuferð, en okkur bar yfir ævisvi'ð eins hins skemmtilegasta manns í ís- lenzkri prestastétt. Samgöngum okkar hefir þrátt fyrir allt fleygt svo fram, að slíkt ferða- lag v£ir óhugsandi fyrir nokkr- um árum. Síra Ingólfur hafði aidrei farið svona hratt um þessi héruð og gaf mér í skyn, að hann myndi aldrei sjá þau fram- ar. Engirrn fékk þó séð, að hon- um væri hið minnsta brugðið. Hann lék á als oddi og rakti sögur og ævintýr úr hverri sveit, brá upp fyrir mér svip- myndum af mannlifi tveggja kynslóða á sinn lipra, fágaða og elskulega hátt. Hann var frá- sagraameistari og mannþekkj ari. I honum sló æð tónlistar og skáldskapar, en það er ekki hægt að höndla allan sannleika án listrænna hæfileika. Síra Ingólfur var sá ma'ður, sem ávallt v*ar ánægja Og ávinning- ur að hitta. Um leið og ég þakka honum samverustundimar á liðnum árum, votta ég ekkju hans, frú Önnu Nordal, og son- um þeirra,* Vilhjálmi, Ragnari og Sigurði, dýpstu samúð. Vilhjálmur Guðmundsson. Lárus Sigmundsson Knudsen - Minning F. 25. okt. 1891. D. 24. ágúst 1968. ÞRIÐJUDAGINN 3. september sl. vax til moldar borinn Lárus Sigmundsson Kraudsen verkam. Þrastargötu 7, Reykjavík. Hann andaðist eftir uppskurð á Lands- spítalaraum 24. ágúst sl. Lárus fæddist að Svínadalsseli í Saur- bæ í Dalasýslu 25. okt. 1891. Foreldrar haras voru Sigmundur Pálsson Lárusar M. Knudsen í Reykjavík af aett Lárusar Knud- sens toaupmanns í Reykjavík. Er margt merkisfólk í Reykja- vík af þeirri ætt. Sigmundur var náskyldur Lárusi E. Svei®- bjömssyni háyfirdómara. Kona Sigmundar og móðir Lárusar var Signý dóttir Indriða alþingismanns að Hvoli í Saur- bæ Gíslasonar sagnaritara og fræðalþuls Konráðssonar að Völl- um í Skagafirði. Voru þau því systkinaböm Indriði Einarsson leikritaskáld og Signý. Er sú ætt fjölmenn í Stoagafirði og víðar, og er það gáfufólk. Ungur missti Lárus föður sinra og ólst upp með móður sinni 1 Saurbæ í Dalasýslu og í Bitru- firði í Strandasýslu. Ekki leyfði fjárhagur honum að afla sér Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 7. sept. sL með gjöfum, heilllaóskum og heimsóknum. Guð blessi ykkur ölL Vigdís Sæmundsdóttir, Bergstaðastræti 17. Vegna jarðarfarar séra Ingólfs Þorvaldssonar verður skrifstofan á Laufásvegi 2 lokuð í dag. Náttúrulækningafélag íslands, Náttúrulækningafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.