Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 24.09.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968 Siglaugur Brynleifsson skrifar um: ERLENDAR BÆKUR ÆVISÖGUR Guillaume Apollinaire und die Kubisten. Cecily Mackworth. At helnaum Verlag 1963. Wellington as Military Comm- ander. Michael Glover. B.T. Bats ford 1968. The Romantic Exiles A Nine- teenth-Century Portrait Gallery. Edward Hallett Carr. Penguin Books 1968. Memoirs of My Life. Edited from the manuscript by Georges A. Bonnard. Nelson 1966. Hvert tímabil kristallast oft í ákveðinni persónu, sem verður týpískasti persónugervingur á- kveðinnar stefnu og andrúms- lofts. Wilhelm Apollinaris de kostrowitsky var af pólsk- ítölskum ættum, en uppalinn í Frakklandi og í honum kristall- ast kúbisminn á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina, hann tók sér höfundarnafnið Gullaume Apollinaire og undir því er hann þekktur. Hann stóð að ýmsum modernista hreyfingum í París á árunum fyrir styrjöldina, gaf út skammlíf tímarit og var í tengslum við Picasso um það leyti, sem kúbista tímabil hans hófst. Apollinaire gaf út bókina „Les Peintres cubistes 1913, en sú bók auglýsti og skorðaði stíls- máta cubistanna. Sama árið kom frá honum rit, þar sem hann gerð ist málsvari fútúristanna. Auk þessara rita gaf hann út tvær ljóðabækur. Meginþýðing hans snertir málaralistina, sem er að brjóta sér nýja farvegi upp úr aldamótunum og nafn hans verð ur alltaf tengt þeim hreyfingum. Hann þótti á sínum tíma mikill modernisti í skáldskap, en margt af því sem hann innleiddi var framlenging á kenningum Mall- armés. Höfundur bókarinnar gerir sér far um að lýsa andrúmsloftinu í listaheimi Parísar upp úr alda- mótunum. Á tuttugu ára skeiði komu þar fram fjölskrúðugustu stefnur í skáldskap og listum, lifðu _ sitt skeið og aðrar tóku við. Á þessum árum lifðu síðustu bóhemarnir og sá þeirra, sem fremur öðrum kemur við sögu, var Apollinaire. Höfundur telur að honum hafi ætíð fundizt hann vera útlendingur í þeirri borg, sem hann kaus sér sem heimili og einmitt þessvegna hafi hann tekið svo virkan þátt í listalífi samtíðarinnar til þess að ná tengslum við samtíð sína og um- hverfi. Höfundur rekur síðan lífshlaup Apollinaires og sam- skipti hans við lífsförunauta og vini, en meðal þeirra voru marg- ir framúrstefnu listamenn, sem síðar urðu frægir. Ritið var frum samið á ensku og er þýtt á þýzku af Hertu Haas, það er 316 síð- ur auk 9 myndasíðna. Englendingar hafa löngum tal- ið Wellington einn mesta hers- höfðingja sinn. Franskir herfræð ingar hafa aftur á móti talið hann standa að baki Napóleon í árásartækni, en hafi ágætt sig fremur í varnartækni. Höfundur inn Michael Glover er sagnfræð ingur að mennt og tók þátt í heimsstyrjöldinni í Norður Afríku og á Ítalíu. Hann hefur sett saman rit um Wellington og herferðir hans á Spáni, sem hlaut ágætar móttökur og í þessu riti fjallar hann um Wellington sem herstjóra í Napóleonsstyrjöldun um og á Indlandi. Höfundur not- að frumheimildir eftir því sem þær hrukku og ræðir einnig ítar lega um brezka herinn á þessu tímabili, bæði riddaralið, fót- göngulið og stórskotalið. Well- ington var átrúnaðargoð hinna ó breyttu soldáta, hann gætti þess, að þeir hefðu sæmilega fæðu og drykk og þótt hann liti á þá sem lægri verur, vissi hann að án sæmilegs aðbúnaðar væri lítils að vænta af þeim. Það hafði vilj- að brenna við að braskaralýður næði sambandi við hina og aðra liðsforingja og herforingja og mötuðu kumpánar síðan krókinn á kostnað hermannanna. Welling ton upprætti þessa prangaraó- svinnu innan þeirra herja, sem hann stjórnaði, kom betra skipu- lagi á aðflutninga og bætti þar með agann. Hann var 18. aldar maður að hugsunarhætti og var ákaflega lítið uppnæmur fyrir breyttum þjóðfélagsháttum, eins og bezt kom í Ijós í afskiptum hans af stjórnmálum síðar á æf- inni. Hann var andvígur öllum breytingum og taldi að aukið frelsi almennings myndi leiða til stjórnleysis. Höfundur rekur herstjórnarsögu Wellingtons og sigra, sem hann- þakkar raunsæi hans og þeirri trú hermannanna, að þar sem hertoginn væri sjálf- ur staddur, væri sigur vís. Höf- undur lýsir gangi frægustu orrusta, sem hertoginn háði og fylgja skýringarkort og upp- drættir, auk þess fylgja ágætar samtíðarmyndir. Bókin er læsi- leg og smekkleg að frágangi. Edward Hallet Carr ágætur fræðimaður um rússnesk málefni og sögu. Rit hans um rússnesku byltinguna og sögu Rússlands síðan eru gagnmerk sagnfræðirit. „The Romantic Exiles“ kom í fyrstu út 1933 og eru nú gefin út af Penguin í Peregrine safn- inu. Höfundur lýsir hér lifs- hlaupi þriggja rússneskra bylt- ingamanna og fleiri, sem koma við sögu. Herzen, Ogarev og Bakunin voru landflótta Rússar os komu mjög við sögu á sínum tíma, Þeir höfðu yfirgefið Rúss- land í þeirri von að geta unnið að frelsi þjóðar sinnar við frjáls- legri aðstæður heldur en voru fyrir hendi í föðurlandi þeirra. Þessir menn voru allir rómantísk ir hugsjónamenn, þeir reistu þjóð félagskenningar sínar á róman- tískum forsendum og heimspeki, sem var tuttugu árum á eftir tím- anum í Rússlandi æsku þeirra. Þegar þeir komu til Evrópu, þá Til sölu á Melunum um 150 ferm. neðri hæð sér 1 tvíbýlishúsi, sem er í smíðum. Húsið er fullfrágengið að utan, en fokhelt að innan. Tvöfalt gler. Helmingur af kjallara hússins fylgir. Sökklar undir bílskúr eru komnir. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, 3. hæð símar 16870 og 24645, kvöldsími 30587. er öll viðmiðun og hugsanagang- ur annar, en þeir höfðu búist við. Hugmyndir þeirra um Ev- rópu og evrópska menningu reyndust tímavilla og rómantísk- ar þjóðfélagskenningar þeirra fá ekki hljómgrunn meðal fólks, sem taldi sig byggja á grunnmúraðri efnishyggju Marxismans. Saga þessara hugsjónamanna verður því harmsaga manna, sem höfðu misst af lestinni, en neituðu að viðurkenna það. Frásögn höfund ar er lifandi og skemmtileg í allastaði. „Á fimmtugasta og öðru ári lífs míns, ætla ég að nota hluta tómstunda minna til þess að teikna upp minningar mínar, per sónulegar og bókmenntalegar, þar sem ég hefi nú lokið erfiðu og reyndar vel heppnuðu verki.“ Þannig hefjast minningar Ed- wards Gitobons. Sheffield lávarð ur, náinn vinur Gibbons sá um útgáfu ævisögunnar, sem gefin var út 1796. Þessi gerð ævisögunnar varð fljótlega talin til sígildra enskra bók- menntaverka. En undir lok síð- ustu aldar keypti British Mus- eum handrit Gibbons af erfingj- um Shellields og þá kom í ljós að lávarðurinn hafði á ýmsan hátt breytt og aukið taxta þeirra eiginlegu minninga eins og Gibb on sjálfur gekk frá þeim. Shef- field hafði unnið þetta af mestu prýði og allt það, sem stóð í minningunum var verk Gibbons sjálfs, tekið úr bréfum og at- hugagreinum. En útgáfa hans gaf þó ekki rétta mynd af minning- unum eins og Gibbon gekk frá þeim. Það eru fyrir hendi sex gerðir minninganna, ein þeirra er heilleg, hinar brot eða uppkast. Útgefandinn rekur samsetning- arsögu minninganna og þá kem- ur í ljós, að Gibbon taldi sig ekki hafa lokið þeim í því formi, sem hann viidi að þær hefðu. Honum vannst ekki tími til þess að leiðrétta fyrsta kapítulann. 6. japúar 1793 getur hann þess í bréfi að hann „efist um að höfundurinn og bókin muni sjá dagsljósið saman“. Tími var ekki sérlega hentugur til kyrrlátra ritstarfa um þessar mundir. At- burðir frönsku byltingarinnar höfðu mikil áhrif'á Gibbon, jafn vel hið kyrrláta andrúmsloft í Lausanne ókyrrðist og bylting- in hafði þau áhrif á Gibbon, að hann sagðist .myndu flýja strax og hann heyrði „fyrsta bumbu- slátt uppreisnarliðsins“. Georges-Alfred Bonnard var háskólakennari við háskólann í Lausanne frá 1916—1956 og er meðal fróðustu manna um líf og verk Gibbons. Hann gefur nú æfisöguna út samkvæmt fullkomn ustu gerð frá Gibbons hendi og bindur sig aðeins við eigin hand- rit höfundar. í útgáfunni er get- ið um orðamun og að bókarlok- v um eru prentaðir aukakaflar úr fyrri útgáfugerð, auk athuga- greina útgefanda. Bókin er mjög vel unnin og smekkleg á að líta. Aukavinna Fertugur maður óskar eftir vinnu á kvöldin og laugar- daga og sunnudaga. Margt kemur til greina, t. d. heimavinna, afleysingar o. fl. Sími 82939 eftir kl. 7 á kvöldin. EINANGRIJIMARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími: 2-44-55. Leíhfimisshólí Hafaísar Arnadottur tekur til starfa í byrjun október i iþróttahúsi Jóns R>rsteinssonan við Lindargötu. Rytmísk leikftmi og afsíöpputt fyrir yngri og eldri frúaflokka c Jaxzíeíhfimi írUWUbÓO a Sttumum. Innrrtun daglega i sima 21724. Eldri nemedur skólans, sem hyggja á þátttöku í vetur, vinsamlegsist tilkynni hana sem fyrst. rl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.