Morgunblaðið - 24.09.1968, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
FJÖLSKYLDUERJUR
(Love and kisses).
Hér er á ferðinni ein þeirra
mynda, sem mun vera ætlaðar
unglingum öðrum fremur. Ekki
er það uppörvandi. Það er mjög
í tízku að gera það að dyggð að
vera ungur og vilja í öllu þjóna
svokölluðu ungu fólki. Einnig tel
ur unga fólkið sjálfsagt að það
hafi lefðtogahlutverk með hönd-
um. Ég held að það væri rétt
að skoða þessa mynd og velta
síðan fyrir sér hvað á að gera
við æskuna.
Ef þessi mynd er einhver vís-
bending, um það sem æskan vill
sjá, er kominn tími til að hækka
kosningaaldurinn upp í þrítugt,
banna öllum undir tuttugu og
eins árs aldri að vera úti eftir
klukkan átta á kvöldin, nema í
fylgd með fullorðnum, og gera
aðrar nauðsynlegar ráðstafanir
til að vernda slíka fáráðlinga
fjrrir sjálfum sér.
Nú segir einhver vafalaust, að
ég eigi ekki að taka svona mynd
alvarlega. Þetta sé aðeins skemmt
un. Ég get ekki annað en tekið
þetta alvarlega. Sé þetta það,
sem æskan vill, er hún á svo
uggvænlega lágu menningarstigi,
að þörf er á að veita því athygli.
Ekki er því til að dreifa, að
myndin sé siðspillandi. Stóri gall
inn er sá, að hún er hugsuð af
hálfvitum. Það er gamla sagan
um elskendur í eindrægni —
elskendur dsátta — elskendur nú
saman aftur. Það er allt í lagi
með þessa sögu, ef ekki væri
svona illa méð hana farið. Reglan
virðist vera að gera tóma vit-
leysu til að fá allt til að ganga
vel og falla í ljúfa löð. Það er
einna líkast því að á ferðinni sé
einhverskonar „anti-hugsun“.
Framleiðandi og leikstjóri er
Ozzie Nelson, sem í mörg ár lék
í sjónvarpsþætti, ásamt allri sinni
fjölskyldu, og fjallaði þátturinn
um líf venjulegrar amerískrar
fjölskyldu. Var þáttur þessi
venju fremur þunnur. Sonur
hans Rick Nelson leikur aðal-
hlutverkið í þessari mynd af
svipaðri snilld og sveigjanleika
og vænta má af fíl í ballet.
Jack Kelly leikur föðurinn, og
er með kvalasvip á andlitinu
lengst af og getur engan undrað.
Sennilega er hann að dreyma
um hvað sé betra að vera í
Maverick en þarna.
Af kurteisiástæðum er rétt að
minnast sem minnst á aðra leik-
ara í myndinni, að undanskild-
um Jerry van Dyke, sem leikur
hlutverk sirtt af einskærri prýði
og léttir af og til af manni því
fargi meðalmennskunnar, sem
verður manni þungbært á köfl-
um.
Myndin er öll gerð af frábæru
kunnáttuleysi og losaraskap. Eins
einfaldur og einfeldningslegur
og söguþráðurinn er, verður
erfitt að fylgja honum, sérstak-
lega af því að þrjár sögur eru að
gerast samtími's. Þetta er með
aumari augnablikum í sögu kvik
myndanna og dapurleg umsögn
um æskuna, að þetta skuli henni
ætlað.
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Símar 24647 - 15221
Til sölu
Einbýlishús í Vesturbænum,
2ja herb., góðir greiðsluskil-
málar.
Einbýlishús í Kópavogi, 3ja
til 4ra herb., bílskúr, stór
lóð, viðbyggingarréttur. —
Samþykk teikning fyrir
stækkun fylgir, laus strax.
Einbýlishús í smíðum við
Fagrabæ, skipti á 3ja til 4ra
'herb. fbúð æskileg.
Einbýlishús í Kópavogi, 120
ferm., 5 herb. nýlegt og
vandað steinhús, skipti á
4ra herb. íbúð æskileg.
Einbýlishús við Sogaveg, 6
herb., bílskúr.
Parhús við Skólagerði. 5 herb.
bílskúr 50 ferm., upphitað-
ur og raflýstur.
2ja herb. íbúð á 8. hæð við
Austurbrún.
3ja herb. rúmgóð og vönduð
íbúð við Sörlaskjól, sérhiti,
sérinngangur.
4ra herb. hæðir við Háaleitis-
braut, Álftamýri, Ljósheima
Álfheima, Laugarnesveg,
Hraunbæ og Reynihvamm.
5 herb. rúmgóð og vönduð
íbúð í Laugarneshverfi.
5 herb. íbúð á 2. hæð við
Kleppsveg, suðursvalir, lóð
frágengin.
Iðnaðar-, verzlunar og skrif-
stofuhúsnæði í Reykjavík
og Kópavogi.
Lóðir fyrir einbýlishús við
Byggðarenda og Garðahr.
Árni Guðjónsson, hrl.
l»orsteinni Geirsson, hdl.
Helgi Ólafsson. sölusfj.
Kvöldsimi 41230.
Ung barnlaus hjón
®em bæði stunda háskólanám
óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð,
helzt í námunda við Miðbæ.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
UppL í sírna 37967 seinni hluta
dags.
Tiésmiðir
Vélar af litlu verkstæði til
sölu á hagstæðu verði. Uppl.
í síma 84380.
SLÖKKVITÆKI.
Óiafur Gíslason & Co. hf.
Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370.
Fjaðrir, fjaðrablöff, hljóðkútaf
púströr o. fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiffn
Rílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168 - Simi 24180
Z 4 8 5 0
2ja herb. kjallaraíbúð við Sam
tún, Miklubraut og Skarp-
héðinsgötu.
3ja herb. íbúð á 4. hæð við
Hringbraut, ásamt einu her-
beTgi í risi.
3ja herb. íbúð við Laugarnes-
veg, um 90 ferm. góð íbúð.
3ja herb. sérhæð við Sörla-
skjói, um 87 ferm.
3ja herb. íbúð við Kaplaskjóls
veg, harðviðarinnréttingar,
suðursvalir.
4ra herb. risíbúð við Leifs-
götu, ný eldhúsinnrétting,
allt nýtt í baði, útb. 300 þús.
3ja herb. íbúð við Ásvalla-
götu, ásamt tveimur herb. í
risi, allt teppalagt.
4ra herb. endaíbúð á 1. hæð
við Kleppsveg, um 100 fer-
metrar.
4ra herb. ný íbúð á 2. hæð í
háhýsi við Kieppsveg, um
100 ferm. íbúðin er 3 svefn-
herb., ein stofa, mjög vönd-
uð íbúð, harðviðarinnrétt-
ingar, teppalögð.
4ra herb. íbúð við Hraunbæ,
rúmlega tilb. undir tréverk
og málningu. Útb. 450 þús.
4ra herb. endaíbúð á 1. hæð
við Safamýri, bílskúr, vönd-
uð íbúð.
4ra herb. endaíbúð við Álfta-
mýri, tvennar svalir, bíl-
skúrsréttur.
5 herb. íbúð á 3. hæð við Háa-
leitisbraut, bílskúr.
4ra herb. íbúð við Ljósheima,
um 115 ferrn.
5 herb. sérhæð við Bólstaðar-
hlíð, bílskúr.
5—6 herb. sérhæð við Bugðu-
læk, bílskúr.
5 herb. íbúS við Hvassaleiti,
bílskúr.
6 herb. endaíbúð við Asbraut
í Kópavogi, um 130 ferm.
Útb. 700—-750 þús. Mjög
vönduð íbúð.
6 herb. endaíbúð við Hraun-
bæ ásamt 20 ferm. herb. í
kjallara, útb. 700—750 þús.
6 herb. sérhæð við Nýbýla-
veg með harðviðarinnrétt-
ingum. Vönduð eign. Bíl-
skúr.
Endaraðhús við Látraströnd,
Seltjarnarnesi, tilbúið undir
tréverk og málningu, bíl-
skúr. Útb. 600—650 þús.
TMGBINMEH
risTEiemB
Austurstrœtl 10 A, S. hæff
Sími 24850
Kvöldsími 37272.
FÉLAGSLÍF
Vikingur ,knattspymudeild.
Innanhúsæfingar hjá elztu
aldursflokkum verða á
fimmtudögum. Meistara- og 1.
flokkur kl. 7,50, 2 flokkur kl.
8,40. Nýir félagar vel'komnir.
Þjálfari.
Víkingur, handknattleiksdeild.
Meistara- og 1. fl. og 2. fl.
kvenna. Áríðandi æfing í
kvöld, þriðjudag kl. 7,50 í Rétt
arholtsskóla.
Þjálfari.
Mann d fertugsaldri
með kennarapróf í 'handa-
vinnu, vantar atvinnu strax,
helzt á Suðvesturlandi. Fram-
tíðarstarf ef um semst, gjam-
an við smíðar, kennslu, safn-
vörzlu eða skrifstofustörf. —
Lán eða meðeign í fyrirtæki
kermur til greina. Uppl. í síma
23400 næstu daga.
IMAR 21150 • 21570
íbúðir óskast
Sérstaklega óskast 2ja—3ja
herb. nýjar eða nýlegar
íbúðir.
Hafnarfjörður
Höfum góða kaupendur að 2ja
3ja, 4ra, 5 herb. íbúðum.
Ennfremur hæðum og ein-
býlishúsum í Hafnarfirði, í
mörgum tilfellum rgóðar út-
borganir.
Til sölu
2ja herb. nýleg og góð jarð-
hæð við Njörvasund, með
sérhitaveitu og sérinngangi.
2ja herb. nýleg kjallaraíbúð,
75 ferm. á mjög góðum stað
í Vesturborginni með rgóð-
um innréttingum og sérhita
veitu.
3ja herb. efri hæð í steinhúsi
við Lindargötu með sérhita-
veitu. Verð fcr. 650 þús. útb.
kr. 325 þús.
3ja herb. góð íbúð, 90 ferm.
við Laugarnesveg.
3ja herb. góð íbúð við Hring-
braut, rishæð fylgir, útb.
aðeins kr. 450 þús.
3ja herb. rishæð nýlega end-
urbyggð við Framnesveg. —
Verð kr. 550—600 þús. Útb.
kr. 25« þús.
3ja herb. kjallaraíb. skammt
frá Landsspítalanum með
sérhitaveitu og sérinngangi.
Verð kr. 650 þús., útb. kr.
325 þús.
4ra herb. góð íbúð, 115 ferm.
við Ljósheima með tvennum
svölum, mikið útsýni.
Ennfremur 4ra herb. íbúðir
við: Hvassaleiti, Álfheima,
Sólheima, Ljósheima og við
ar.
Hæð og ris
í steinhúsi í gamla Vestur-
bænum með tveimur 3ja
herb. íbúðum, 'hvor með sér
hitaveitu. Verð kr. 500 þús.
til 550 þús., útb. 200—250
þús hvor
5 herbergja
góðar íbúðir við Kleppsveg,
Laugamesveg, Hvassaleiti.
4ra-5 herbergja
sérhæð, neðst í Hlíðunum,
útb. aðeins kr. 600 þús.
6 herb. falleg efsta hæð,
skammt frá Sundlaugunum,
150 ferm. með sérhitaveitu.
Einbýlishús
nýtt og glæsilegt raðhús í
Fossvogi á tveimur hæðum,
samtals 190 ferm., tilb. und
ir tréverk. Skipti á sérhæð
æskileg.
glæsileg eínbýlishús, 150
ferm. í smíðum í Árbæjar-
hverfi með 40 ferm. bílskúr.
glæsileg raðhús í smíðum í
Fossvogi.
glæsileg parhús við Hlíðar-
veg og Auðbrekfcu í Kópa-
vogi.
Efri hæð
4ra herb. við Guðrúnargötu
ásamt risi og stórum nýleg-
um bílskúr. Verð 'kr. 1200
þús., útb. kr. 600 þús.
Komið og skoðið!
ós
Ljósavél óskast
Óskum eftir að kaupa notaða díselrafstöð,
einnig óskast vinnuskúr.
Upplýsingar í síma 34033 aðallega á kvöldin.
BLAÐBURÐARFOLK
OSKAST
f eftirtalin hverfi:
LAUGARÁSVEGUR
Talið við afgreiðsluna i sima 10100
<22>SKÁLINN
Bílar of öllum gerðum til sýnis og sölu ( glæsilegum sýningarskóla
okkar oð SuSurlandsbraut 2 (við Hallarmúla). Gerið góð bílakaup —
Hagstæff greiðslukjör — Bílaskiptl. Tökum vel með farno bíla ( um-
boðssölu. Innanhúss eða uton.MEST ÚRVAL—MESTIR MÖGULEIKAR
HR. KRISTJÁNSSDN H.F
M fi fl fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALIARMÚLA
IYI 0 U " 1 " SÍMAR 35300 (3530! — 35302).