Morgunblaðið - 24.09.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.09.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1-968 Norska hvalvei&iævintýrinu lokið EngSn útgerð í vetur Osló, 14. september. í GÆR tilkynnti Anders Jabre útgerðarmaður í Sandefjord að bann mundi senda „Kosmos IV“ á hvalveiðar í suðurhöf í vetur. Þetta skip var hið eina norska, sem gert var út suður í vetur sem leið, og í fyrrasumar var það sent norður að Bjarnarey og saltaði þar 25.000 tunnur af síld. Þó sú ferð gæfi góðan arð var >rKosmos IV“ ekkf sent norður í sumar. Ríkisstjórnin hefur átt í samn- ingum við Jahre og boðið honum styrk, ef hann vildi senda skipið suður. Þetta tilboð var gert til þess að tryggja hvalveiðimönn- um í Sandefjord atvinnu. „Kosm- os IV“ veitir 400 manns góða at- vinnu og það munar nm minna í ekki stærri bæ en Sandefjord er. — En Jahre lét ekki tilleiðast. Hann taldi það óviturlegt að stunda tapútgerð og ríkisstyrkur yrði aðeins til að veita gálga- frest á því sem óhjá'kvæmilega hlyti að koma: lokum norskra hvalveiða í suðurhöfum — að minnsta kosti í bráð. Ástæöurn- ar eru tvær, rénandi hvalagengd og hið gífurlega verðfall á ‘hvals- lýsi — tilsvarandi og á síldar- lýsi. Kosmos-félagið í Sandefjord þarf ekki að bera við bágum fjárhag. Jahre er talinn einn rík- asti maður í Noregi og hefur gefið tugi milljóna k-róna til al- mennra þarfa, ekki sízt til vís- indarannsókna í læknisfræði. En það er sagt um han-n, að hann græði á öllu, sem hann kemur nærri. Þess vegna snýr hann bak- inu við því, sem hann þykist viss um að tapa á. En lok Kosmos-útgerðarinnar skapar tvennskonar vanda. Að útvega þessum 400 heimilisfeðr- um atvinnu og bæta Sandefjord tjónið, sem bærinn verður fyrir í útsvarsrýrnun. Þar kemur til kasta félagsmála- og atvinnu- málaráðuneytisins. Og svo er hitt, hvernig á að ráðstafa þeim ,,kvóta“ í hvalveiðunum, sem Noregur á. Utanríkisráðuneytið verður að sjá um það. En margir Norðmenn eru hugs- andi út af þessum atburði. Því að hér er lokið þætti úr atvinnu- sögu, sem að sumu leyti er ekki síður athyglisverð en t. d. gull- fundurinn í Klondyke. Á þessari öld hafa Norðmenn hvergi tekið Jafn snöggfenginn gróða og á hvalnum. Þeir voru langmesta hvalveiðiþjóð heimsins og frá upphafi forustuþjóð í þessum út- vegi. Upphaf þessa var skutul- byssan, sem Svend Foyn gerði og setti í hvalbát frá Tönsberg fyrir 105 árum. Þó að Chr Christensen í Sande fjord gerði út fyrstu fljótandi hvalstöðina 1903 til Svalbarða (hún var aðeins 500 lestir og hafðí tvo veiðibáta) voru hval- veiðarnar nær eingöngu stundað- ar frá landstöðvum fyrstu tvo áratugi aldarinnar. Frá því fyrir al-damót frá 1882 og fram að fyrri heimsstyrjöld voru Norð- menn athafnamikilr á Vestfjörð- um og Austfjörðum, og eldri kynslóðin man ennþá vel nöfnin Ellefsen, Berg og fleiri. En lík- legt er að ef þær veiðaT hefðu haldið áfram lengi, mundi lang- og steypireyðarstofninn hafa gengið til þurrðar, því að yfir 30 hvalabátar stunduðu veiðina og hún varð stundum 15 hvalir á bát. Næsta skrefið stígur C. A. Larsen, er hann stofnar félagið „Rosshavet" 1923 og verður upp- hafsmaður „stóriðjunnar“ í hval- veiðum við suðurskautslandið. Larsen kom fyrstur manna auga á hvalagengdina syðra og hafði árið 1904 stofnað veiðifélagið „Compania Argentina de Pesca“, sem reisti hvalstöð á Suður- Georgíu-eyjum. Hann lét smíða gríðarstórt móðurskip, fljótandi 'hvalvinnslustöð, sem hélt suður að haustinu og kom til Noregs aftur að vorinu, hlaðið lýsi, hval- skíðum, hvalketi og beinamjöli. Útgerðin reyndist gullnáma og eftir sjö ár voru leiðangrarnir suður orðnir 41 og skiluðu af sér 570.000 lestum af hvallýsi. Og meiri hluti veiðiflotans var norskur. Fyrstu árin vaT hvalurinn skor inn við skipshlið. En Anders Jahre varð fyrstur til að láta smíða móðurskip, sem gátu dreg- ið hvalinn heilan upp á þilfarið til „flensunar". Nú eru síldveiði- skip og togarar farnir að tíðkast með þessu lagi. Jahre varð líka fyrstur til að nota flugvélar til þess að vísa á hvalgöngurnar. Aðrar þjóðir þyrptust brátt að gullnámunni syðra, fyrst Bret- ar og Hollendingar. síðan Þjóð- verjar, Japanar og Rússar. Staur- blan'kir menn urðu ríkir á nokkr- um mánuðum og hlutabréfin í hvalveiðifélögunum komust í tí- falt verð í kauphöllunum. Á ver- tíðinni 1930/31 voru 10.500 Norð- menn á hvalveiðiflotanum syðra. Af þeim voru um 4000 á útlend- um skipum, sem sóttust eftir norskum kunnáttumönnum, því að engir kunnu að veiða eða verka hval nema þeir. Einkum var sótzt eftir góðum hvalaskytt- um og sumar þeirra fengu marg- föld ráðherralaun. Þetta sama ár voru framleidd 3,6 milljón föt af hvallýsi. En það var einn snöggur blettur á öllu þessu meðlæti: hér var stunduð rányrkja. Steypi- reyðurinn hafði aðallega orðið fjrrir barðinu á hvalskyttunum og fór nú að verða sjaldgæfari. Og þó voru þær þjóðir ekki enn komnar í leikinn, sem nú eru athafnamestar. En 1934 komu Japanir til sögunnar og Þjóð- verjar árið eftir. Vefðiþjóðimar sáu að stofninn væri í hættu, ef ekki yrði samkomulag um hömlur á veiðinni og 1938 komu þær sér saman um alþjóðaregl- ur um hvalveiði í Suðurhöfum, með ákvæðum um hve lengi mætti veiða og lágmarkslengd hvala, sem mætti skjóta. Árið áður en stríðið hófst var hlutur Noregs í hvalveiðunum kominn nfður i 30%, en þá voru gerðir út sex japanskir leiðangrar, 5 þýzkir og 2 þýzk-norskir, auk norsku og brezku leiðangranna. Og 7.500 Norðmenn og 5200 ann- arra þjóða stunduðu veiðina þann vetur. — Svo kom stríðið og það varð bjargvættur hvals- ins — um stund. Feitmetisskorturinn eftir stríðsárin jók gífurlega eftir- spurnina á hvallýsinu. Alþjóða- hvalveiðinefndin, sem er skipuð fulltrúum 18 þjóða, sá fram á, að draga varð úr þeirri ofveiði, sem verið hafði fyrir stríð, en þá höfðu sjö ár í röð verið drepnir árlega 15.821 steypireyð- ir, 12.856 langreyðir, 1917 hnúfu bakar og 838 búrhveli að meðal- tali. Árin 1947—52 komst veið- in aftur upp í hámark og síðast- nefnda árið komu 1.152.000 föt (á 170 kíló) í hlut Norðmanna og hafði þá hlutdeild þeirra í veiðunum stórlækkað frá árun- um fyrir stríð. En síðan hefur hallað undan fæti. Árið 1962 fengu Norðmenn aðeins 571.000 föt, enda var afli þeirra þá að- eins 28,5% af heildaraflanum og árið eftir aðeins tæp 15%. Nú voru Japan og Rússland orðin stórveldin í hvalveiðunum, en Holland og Bretland með aðeins rúm 5% hvort. Hvalveiðaráðið afréð I júlí 1963 að alfriða hnúfubakinn og banna veiði steypireyðar fyrir sunnan 55° s. br. og friða þann- ig þessa tegund í Rossflóa, sem var aðai heimkynni hertnar. Hafði mjög gengið á þennan stofn, en langreyðurinn haldið sér betur. Einnig var ákveðið að ekki væru veiddar meira en 10.000 steypirefðar-einingar, og jafngilda þar 2 langreyðar einni steypireyð (eða bláhval). Síðan hefur heildarveiðihámark ið enn verið lækkað og „kvóti“ Norð- manna sömuleiðis en Japana og Rússa hækkað að sama skapi. Og nú eru svo komið a# í fyrra gerðu Norðmenn a’ðeins út eitt móðurskip (Kosmos IV) og með fyrri veiðibáta en venjulegt var meðan allt lék í lyndi. Og í vetur fer ekkert norskt skip ,,á hval“. Æfintýrinu mikla er lokið. En ekki með neinu hruni. Hvalveiðigróðinn fór að miklu leyti til þess að efla kaup flotann eða stóriðjufyrirtæki, svo að ýmis hvalveiðifélögin gömlu, sem ekki hafa gert út á vefðar í mömg ár, standa enn í blóma og hlutabréf þeirra eru skráð með margföldu nafnverði í kauphöllinni í Osló. Þannig má segja, að eftir að sögunni um hvalinn er lokið, að hún hafi farið veL Hús til sölu Lúxus einbýlishús á bezta stað á Flötunum 275 ferm. með 2 bílskúrum. Selst fokhelt útb. aðeins 300 þús. og afgangurinn á 5 árum. Raðhús á 2 hæðum á góðum stað í Fossvogi 192 ferm., seljast fokheld með ísteyptum harðviðargluggum, útb. aðeins 400 þús., veðdeildarlán fylgir. Upplýsingar gefnar í síma 52097 næstu daga milli kl. 5—8. Teikning fyrir hendi. Iðnaðarhúsnœði Til leigu er 270 ferm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð frá 15. sept. Mikil og góð lofthæð. Innifalið er skrifstofa, kaffistofa, snyrtiherbergi, floresent ljós í lofti, sérhitaveita, sérrafmagn og sérinnkeyrsla fyrir bíla. Malbikað plan. Góð bílastæði. Upplýsingar veitir Ólafur Morthens í síma 30501. HÚSBYGGJENDUR - VERKTAKAR Lokað vegna sumarleyfa frá 5. október til 21. október. Þeir sem eiga ósóttar pantanir hafi samband við okkur sem fyrst. 7. HANNESSON & CO. BRAUTARHOLTI 20 — Sími 15935. Fró Þjóðdonsofélagi Reykjovíkur Danskennslan hefst um næstu mánaðamót. Kenndir verða gömlu dansamir og léttir þjóðdansar. FJokkar fyrir fullorðna verða á mánudögum og mið- vikudögum í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Barnaflokkar á þriðjudögum og fimmtudögum að Frí- kirkjuvegi 11. Æfingar hjá sýningarflokki hefjast 3. október. Innritun í alla flokka að Fríkirkjuvegi 11, laugard. 28. sept. kl. 2. Upplýsingar í símum 15937 og 12507. Skipfafundur verður haldinn í þrotabúi Einars G. Bjamasonar, kaupm., Víðimel 29 hér í borg, er rak verzlun að A-götu 2, Bl'esugróf, Reykjavík, og var úrskurðaður gjaldþrota 11. þ.m., hér í skrifstofu embættisins að Skólavörðustíg 12, miðvikudaginn 25. þ.m. kl. 4 e.h. Tekin verður ákvörðun um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 23. 9. ’68. Sigurður M. Helgason. Félag íslenzkra hljómlistarmanna Ákveðið hefur verið að viðhafa aHsherjaratkvaeða- greiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 31. þing Alþýðu- sambands íslands. Tillögum um 3 aðalfulltrúa og 3 til vara ásamt meðmælum a.m.k. 27 fullgildra fé'agsmanna skal skila 4 skrifstofu félagsins að Óðinsgötu 7 fyrir kl. 16 föstu- daginn 27. sept. n.k. STJÓRNIN. Norskur hvalveiðibátur. ESSKA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.