Morgunblaðið - 24.09.1968, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1968
og Khalida og allt hitt og kynna
mér þær. Mig langar að fræðast
eins og ég get um Mið-Austur-
lönd.
Sandra greip fram í, glöð í
bragði: — Hvað eruð þið tvö að
pískra um? Segið okkur strax
frá því. Vkð höfum ákveðið að
fara í spilasalinn. Oliver ætlar
að kenna mér amerískan „black-
jack“. Ég kann ekkert nema
þetta gamla, en hann segir mér,
að þetta sé miklu fjörugra og
meira spennandi. Við skulum
koma okkur af stað strax!
— Það getum við ekki, sagði
Jill. — Við höfum ekki tíma til
þess. Við verðum að vera komn
ar heim á miðnætti, og nú er
klukkan að verða ellefu. Kvöld-
ið hafði sannarlega verið fljótt
að líða hjá henni. Og þessi nýi
vingjarnlegi Graham kom henni
sannarlega á óvart.
— Það er alveg sama, sagði
Sandra. Það er ekkert að óttast.
Við getum verið eins lengi úti
og við viljum í kvöld. Kondu
nú. Við skulum ná í fötin okkar.
í fatageymslunni reyndi Jill
að telja stallsystur sinni hug-
hvarf.
— Við getum ekki átt þetta á
hættu Sandra. Við komumst
aldrei heim í tæka tíð ef við för-
um þetta. Það er langt út úr
borginni. Reyndu nú að hafa vit
fyrir þér.
— Nei. Til þess skemmti ég
mér of vel!
— En við getum ekki komizt
í vandræði við ungfrú Gilmore
Við erum nú einusinni alveg ný-
komnar. Ég veit, að þér er illa
við hana, en þar fyrir er engin
ástæða til að sýna henni fyrir-
litningu, af ásettu ráði. Ef við
kæmum eftir miðnætti yrðum við
að hringja dyrabjöllunni, til
þess að komast inn, og það er
sama sem að hún viti um gerðir
okkar.
Sandra var að laga sig til fyr-
ir speglinum. — O, sei sei nei!
Hún dró eitthvað upp úr hand
töskunni sinni. — Viltu sjá, góða
mín! Þetta er útidyralykillinn.
Ég mútaði þessari andstyggilegu
frammistöðukellingu til að lána
mér hann í kvöld. Nú getum við
læðzt inn hvenær, sem við vilj-
um og gamli drekinn þarf enga
hugmynd að hafa um það.
Jill var alveg orðlaus. Sandra
leit á hana og hló. — Komdu nú
Jill. Þú verður að játa, að ég
var sniðug. . . .Nei, gaptu ekki
svona, góða mín. Hvað er nú orð
ið af ævintýraþránni þinni?
— Ég held ekki ég hafi hana
neina, sagði Jill. — Þú hefðir
ekki átt að gera þetta, Sandra.
Það er of hættulegt, þó ekki
væri annað. Þú gætir komizt í
verstu vandræði.
— Já, ef upp kæmist, bætti
Sandra við. — En það á það
ekki að gera. Þú ert meiri kisan
að vera svona hrædd. Hrædd við
þinn eigin skugga.
— Það er ég ekki. En mér
finnst bara rangt að vera núna
að fara í spilasalinn.
— Farðu þá bara ekkert,
sagði Sandra rólega. — Við Oli
ver förum saman og þú getur far
ið heim og breitt ofan á drekann
og boðið honum góða nótt á rétt
um 'tíma.
Jill stokkroðnaði. — Það er
einmitt það, sem ég ætla að gera,
sagði hún. Hún fór í kápuna
sína og sneri sér undan. Það er
heimskulegt að freista hamingj-
unnar svona, Sandra. og ég ætla
mér ekki að taka þátt í neinni
svona vitleysu.
Jill er hún gekk út. Niðri í for-
salnum biðu mennirnir tveir,
Gleðihláturinn í Söndru elti
Jill, er hún gekk út. Niðri í for-
Hún gekk til þeirra og sagði:
— Ég hef ákveðið að fara ekki
í spilasalinn þakka ykkur fyr-
ir. Ég vil ekki brjóta reglur fyr-
irtækisins, en það ætlast til að
stúlkurnar séu komnar heim á
niðnætti. Söndru er sama um
þetta, svo að hún ætlar að koma
með ykkur. Góða nótt, og þakka
ykkur kærlega fyrir þennan
ágæta kvöldverð.
Hún hélt áfram út að dyrum,
en þeir komu á eftir henni.
— Þú getur ekki farið svona
ein, sagði Oliver og greip í hand
legginn á henni. Komust þið stöll
urnar í hár saman, eða hvað?
— Nei, við erum bar ekki á
einu máli um þessa spilabanka-
ferð, eins og ég var þegar búin
að segja. Mér þykir leitt að eyði
leggja kvöldið fyrir ykkur. Oli-
ver, en ég vil bara ekki brjóta
reglurnar.
— Nei, vitanlega viltu það
ekki, tók Graham fram í. — Ég
skal fyglja þér heim. Þú getur
ekki farið ein á þessum tíma
nætur. Hann benti dyraverðinum
að ná í bíl. Eftir fáar mínútur
sat Jill í honum, við hliðina á
Graham. Hún hafði ekki séð
Söndru aftur.
— Mér þykir fyrir því að vera
svona þver, sagði Jill — en þú
skilur það vonandi, er það ekki?
— Jú, sannarlega, fullvissaði
hann hana. — Hafðu engar
áhyggjur, Jill. Þau komast vel af
án okkar. Mér sýnist Sandra
vera þannig gerð, að hún hafi
gaman af hættunni og af að sjá
hversu langt hún getur gengið.
— Hef ég eyðilagt kvöldið fyr
ir þér líka, Graham? Hvað get-
urðu nú gert af sjálfum þér?
Hann brosti til hennar. —
Okkar í milli sagt, Jill, þá er
ég sárfeginn að þurfa ekki að
eyða tímanum í allri þessari
hitasvækju, sem þarna er. Ég er
ekkert spilafífl, skilurðu. Skotar
er það sjaldan. Þegar ég er bú-
inn að koma þér vel heim, verð
ég feginn að komast aftur í gisti
húsið og að bókunum mínum. Ég
hef nóg að hugsa áður en við
förum til Damaskus.
Jill andvarpaði svo mjög létti
henni. — Þú ert ágætis maður,
Graham, sagði hún. — Þakka
þér fyrir þetta allt. En hvenær
farið þið til Sýrlands?
Leiðangurinn leggur ekki af
stað næsta hálfa mánuðinn, sagði
hann — svo að við höfum nógan
tíma. Ég er að fara til Byblos í
einn eða tvo daga, annað kvöld.
Ég þarf að bera saman nokkrar
athuganir þar. Oliver á að hitta
ungfrú Cater á meðan og koma
sér niður á nokkrum atriðum með
henni. Hún kemur flugleiðis frá
Egyptalandi næstu daga.
Þegar þau komu að Hótel Ram-
uddin, borgaði Graham bílinn og
sagði: — Ég man eftir þessari
götu. Það er stórkostlegt útsýni
þarna ofan frá. Kærirðu þig um
að ganga þangað með mér og sjá
það? Þú hefur nógan tíma?
Klukkan er ekki nema tuttugu
múnútur yfir ellefu.
Þau stauluðust svo eftir götu-
steinunum saman, og Jill hélt
undir handlegginn á honum,með
an þau strituðust upp eftir brekk
unni, hlæjandi. — Nú veit ég
hversvegna hér er svo mikið af
geitum og ösnum, sagði Jill laf-
móð. Uppi á hæðinni komu þau
á dálitla, rykuga flöt. Einhvern-
tíma hafði hún verið torg og
þarna voru enn leifar af múrum
og gosbrunni, sem nú var allt
komið á kaf í gróðri. Þarna
voru rósir, sem ilmuðu og Jill
stóð eins og töfruð meðan þau
nutu útsýnisins sem breiddist út
fyrir augum þeirra.
Beirut var ein samhangandi
litadýrð, dökkblá og svört, en
gullin ljós skinu gegn um dimm
Fötin skapa
manninn
segir hún mamma,
og pabbi er alveg sammála.
Hann velur alltaf islenzk föt
. . til að efla íslenzka framleiðsiu
og þjóðarhag, segir hann.
En þá brosir mamma og segir
honum að láta ekki svona, hann
vilji vönduð og smekkleg föt
og þess vegna kaupi hann
auðvitað íslenzka framleiðslu.
Síldarstúlkur — síldarstúlkur
Sunnuver h/f Seyðisfirði óskar eftir að ráða strax vanar síldar-
stúlkur til Seyðisfjarðar. Fríar ferðir, kauptrygging.
Upplýsingar á skrifstofu Sunnuvers, Hafnarhvoli og í síma 20955
frá kl. 10—5 og 7—9 á kvöldin.
Sunnuver Seyðisfirði
?4 SEPTEMBER.
Ilrúturtnn, 21 marz — 19 apríl
Mikil vinna hvílir á þér. Reyndu að vera dálítið lipur. Ræddu
við sérfráða menn.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú verður wndrandi yfir einhverju fyrirkomulagi í viðskiptum.
Það krefst mikillar vinnu að fá sitt fram.
Tvíburamir 21. maí — 20. júní.
Þú hefur einhverjar áhyggjur af heilsufari. Hikaðu ekki við að
leita læknis.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Morgunstund gefur gull í mund. Sköpunargáfa þín nýtur sín vel
Þú skalt vinna vel í dag, og fara snemma í rúmið.
Ljónið, ?3. júlí — 22 ágúst.
Þú þarft að greiða úr einhverjum málum heima fyrir I dag.
Segðu meiningu þína, og það mun borga sig.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Stuttar ferðir og samræður bera góðan árangur. Eitthvað liggur
þér á hjarta, sem þu skalt hugsa vel um í kvöld, og skipuleggja
síðan.
Vogin, ?3. sept. — 22. okt.
Ferðaáætlanir gefast vel, ef þú ferð þér rólega. Fólk verður þér
fljótt samgnála, ef þú gefur því tíma og tækifæri.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Aukið þrek þitt gerir æskilegar breytingar á háttum. Ráðagerð-
um þínum verður vel ágengt með aðstoð vina þinna.
Bobmaðurinn, 22. nóv .— 21. des.
Gerðu ráð fyrir smávonbrigðum. Taktu þeim vel, en lærðu af
reynslunni. Snúðu þér að því, sem helzt þarfnast athugunar.
Vinir þínir vilja hjálpa þér. Strax er unnt að kanna nytsemi
ýmissa hugmynda, er fram koma.
Vatnsberinn. 20. jan — 18. febr
Vertu ekki að skipta um atvinnu. Slíkt mælist síður en svo vel
fyrir, og þú ert ekki einn um svoleiðis hugmyndir Leggðu þig
heldur allan fram við það sem þú hefur verið að vinna að, og þér
verður vel ágengt.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz.
Gakktu hressilega til verks Komdu þér upp afkastakerfi með
góðum smáhvíldum inn á milli. Þannig mun talsvert liggja eftir