Morgunblaðið - 01.10.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968
Ályktanir aukaþings SUS:
Fyllsti stuðningur
við forustu
Sjálfstæðisflokksins
— við lausn efnahagsvandans — Nýjar
kosningar eigi síðar en nœsta haust
A aukaþingi S.U.S., sem
lauk í fyrrakvöld voru sam-
þykjstar tvær tillögur. í
annarri þeirra er lýst yfir því,
að óhjákvæmilegt sé að grípa
til róttækra ráðstafana vegna
efnahagsvandans og jafn-
framt lýst yfir fyllsta stuðn-
ingi við viðleitni forustu-
manna Sjálfstæðisflokksins
til þess að finna lausn á vand
anum,
f hinni tillögunni er lýst
yfir eindreginni andstöðu við
hugmyndir um þjóðstjórn,
talið að leita heri víðtækrar
samstöðu um lausn vandans
og að halda eigi nýjar kosn-
ingar við fyrsta tækifæri og
eigi síðar en næsta Sumar.
Á aukaþinginu fór fram skoS-
anakönnun um það, hvort þing-
fulltrúar vildu kosningar, þjóð-
stjórn, áframhaldandi stjórnar-
samvinnu núverandi stjórnar-
flokka eða annað. Niðurstöður
skoðanakönnunarinnar urðu þess
ar: Kosningar 51, þjóðstjórn 10,
áframhaldandi stjórnarsamvinnu
18, óbreytta stjórn, en kosningar
I vor 9, auðir 9, annað 3. Þess
skal getið að þingfulltrúarnir
Voru nær 200, þannig að mikill
fjöldi þeirra voru fjarstaddir, eða
tóku ekki þátt í skoðanakönnun-
inni, þegar hún fór fram.
„Aukaþing S.U.S., haldið 27.—
29. sept. 1968, lýsir yfir eindreg-
inni andstöðu við þjóðstjórnar-
hugmyndir þær, sem nú eru
uppi.
Þingið telur, að leita beri víð-
tækrar samstöðu um lausn nú-
verandi efnahagserfiðleika, án
þess að til þjóðstjómar komi.
Jafnframt lýsir þingið yfir
þeirri skoðun sinni að halda eigi
nýjar kosnngar við fyrsta tæki-
færi, og eigi síðar en næsta sum-
ar. Frumkvæði Sjálfstæðisflokks
ins um slíkar aðgerðir er í beztu
saimræmi við forystuhlutverk
flokksins í þjóðmálum.
Tíminn fram til næstu kosn-
iniga noti Sjálfstæðisflokkurinn
til þess að undirbúa nýja og ít-
arlega stefnuskrá flokksins."
„Aukaþing S.U.S. vekur at-
hygli á þeim gífurlegu áföllum,
sem íslenzkur þjóðarbúskapur
hefur orðið fyrir á sl. tveimur
árum og m. a. leitt til rúmlega
40% samdráttar í gjaldeyristekj-
um landsmanna.
Aukaþing S.U.S. telur ó>hjá-
kvæmilegt að gripið verði til rót-
tækra ráðstafana til að skapa at-
vinnuvegunum rekstrargrundvöll
á ný og koma á eðlilegu jafn-
vægi í efnahagslífinu.
Aukaþing S.U.S. lýsir yfir
fyllsta stuðningi við viðleitni for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins
til þess að finna lausn á þessum
vanda.“
Drasl á 2 bíla týnt upp við veginn
Markholt, 29. sept. P. H.
LIONSFÉLAGAR í Lionsklúbb
Kjalarnesþings, hittust að Hlé-
garði kl. 9 í morgun. Þar voru
fyrir 2 stórir vörubílar. Liðinu
var skipt í tvo hópa og fór ann-
ar hópurinn norður að Köldu-
kvísl, en hinn suður að mörk-
um Reykjavíkur. Hreinsa átti allt
drasl af þjóðveginum og í næsta
nágrenni hans. Hóparnir hittust
svo um kl. 11 hjá Hlíðartúni, og
var ótrúlegt að sjá árangur
hreinsunarinnar, 2 stórir vöru-
flutningabílar svo hlaðnir að
varla var hægt að koma meiru
á þá. Félagarnir héldu síðan hver
heim til sín, ánægðir yfir vel
unnu starfi, en furðu lostnir yfir
þeim kynstrum af drasli, sem
Eftirlit hert með
sœlgœtisgerðum
Nokkur brögð að tollsvikum hjá þeim
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTH) hef-
ur hert eftirlit með sælgætisgerð
um. Ný reglugerð kom til fullra
framkvæmda fyrsta ágúst sl. og
samkvæmt henni má ekki af-
greiða innlendar tollvörur, þ.e.
sælgæti og gosdrykki, og annað
slíkt, nema með þar til gerðum
reikningum með stimpli ráðu-
neytisins. Ekki má heldur dreifa
vörunum nema í merktum um-
búðum, og ef ekki er hægt að
merkja vöruna, þá skal merkja
kassa í heildsölur.
Nokkur brögð hafa verið að
því, að menn hafi ekki viljað
hlýða reglugerðarákvæðunum, m.
a. hefur það oft komið fyrir, að
farið er með fulla bíla af sæl-
gæti út á land. Greitt er út í
hönd, og sælgætisgerðin gefur
engin fylgiskjöl til heildsalanna
og greiðist því hvorki tollur eða
skattur, og sömu sögu er að segja
um smásalana.
Steinar Berg Björnsson tjáði
Mbl. í gær, að ráðuneytið fylgdi
nú mjög fast eftir að menn
hlýddu reglugerðarákvæðunum.
M.a. hefði sælgætisgerð í Kópa-
vogi verið lokað um tíma, en hún
fékk að starfa á nú, eftir að bú-
ið var að koma málum í eðli-
legt horf.
Þá stendur til að loka annarri
sælgætisgerð á mánudag, ef hún
verður ekki búin að gera hreint
fyrir sínum dyrum.
Steinar sagði, að ef fyrirtæki
fylgdu ekki þessum reglum, yrðu
þau tafarlaust svipt leyfi til starf
semi um lengri eða skemmri
tírrua.
safnaðist saman á ekki meiri | fólk fjölmenni að Hlégarði 30.
vegalengd. Þess ber að geta að : nóvember næstkomandi.
þarna virtist alls ekki vera | Núverandi formaður Lions-
meira drasl en gengur og gerist klúbbsins er Oddur Ólafsson, yf-
meðfram þjóðvegum okkar áður
en hreinsað var. Lionsmenn eiga
heiður skilið fyrir framtak sitt
og fagurt fordæmi. Lionsklúbbur
Kjalarnesþings hefur starfað í
rúm 4 ár. Hann hefur starfað af
krafti og er skammt að minn-
ast þess, að í sumar fóru Lions-
félagar eina kvöldstund saman,
og báru áburð á hlíðarnar í Úlf-
arsfelli og Lágafelli, má þar
greinilega sjá árangurinn af því
starfi, þegar ekið er um Mos-
fellssveitina. Þá hafa klúbbfé-
lagar gefið ýmsar góðar gjafir
s.s. súrefnistæki til sundlaugar-
innar að Varmá, sjónprófunar-
tæki til Varmárskóla, auk ýmsra
annarra smágjafa. Til þess að
hægt sé að vinna að þessum mál
um þarf klúbburinn á þó nokkru
fé að halda. Fjáröflunarsamkoma
verður haldin að Hlégarði laug-
ardagskvöldið 30. nóvember næst.
komandi, og er klúbbfélögum
mikið í mun að sú samkoma tak-
ist vel því að klúbburinn er með
ýmis stórhuga áform á prjónun-
um. Það er því von þeirra, sem
velja styðja þessa starfsemi, að
Ltisýitingin
framlengd
ÚnSÝNINGIN á Skólavörðu-
holti hefur verið framlengd til
n.k. isunnudaigskvöldsi, vegna
mikillar aðsóknar og góðs veð-
urfars.
irlæknir, Reykjalundi. — P.H.
FJÖRUTÍU ára starfsafmæli á í
dag, Egill Sigurðsson hjá Ála-
foisverksmiðjunni. Egill er
þekktur sem framúrskarandi
trúr og samvizkusamur starfs-
maður.
Hann hefur unnið við kemto-
ingarvélar verksmiðjunnar frá
fyrstu tíð og notið fádæma
trausts eigenda og samstarfisfólks
hjá Álafoss h.f.
Egill á heimili að Álafossi og
hefur um fjölda ára bil verið
umboðsmaður Morguntolaðsins á
staðnum. Blaðið sendir Agli
beztu árnaðaróskir á þessum
tímamótum, og þakkar honum
jafnframt ágætt samstarf á liðn-
um árum.
Ýmis athyglisverð verk
— á bókauppboði Sigurðar Ben. r dag
SIGURÐUR Benediktsson efnir
til bókauppboðs í Þjóðleikhús-
kjallaranum í dag. Alls verða á
þessu uppboði 110 númer, og er
Vinnuvélaeigendur mótmæla
samningsgerð vegna 850 m kafla Vesturlandsvegar
FÉLAG vinnuvélaeigenda hélt
almennan félagsfund um atvinnu
ástand og framtíðarverkefni fé-
lagsmanna síðastliðinn laugar-
dag. Á fundinum var m.a. rætt
um samning Vegagerðar ríkisins
við íslenzka aðalverktaka run
byggingu fyrsta hluta Vestur-
landsvegar innan Elliðaáa. Gerði
fundurinn ályktun í því efni, og
fer hún hér á eftir. Þá ræddi
fundurinn hækkun gjaldskrár
vegna verðhækkana, greíðslu
fæðispeninga vélstjóra, aðild að
Vinnuveitendasambandi Islands
og verkefni skrifstofu félagsins,
sem opnuð var í júlí sl. Var fund
urinn fjölsóttur og ríkti eining
um hagsmunamál félagsmanna.
I stjóm félagsins eiga sæti: Jón
G. Halldórsson, Almenn bygg-
mgarfélaginu, Sigurður Sigurðs-
son, Loftorku, Pálmi Friðriks-
son, Jarðvinnslunni og Óli Páls-
son, Jarðýtunni.
Ályktunin var svohljóðandi:
„Almennur fundur í Félagi
vinnuvélaeigenda, haldinn laug-
ardaginn 28. september að Suð-
urlandsbraut 32, Reykjavík, mót-
mælir þeirri samningsgerð, sem
nýlega hefir átt sér stað milli
vegamálastjóra og íslenzkra aðal
verktaka um byggingu um 850
m vegarkafla af fyrirhugu'ðum
Vesturlandsvegi.
Félagið mótmælir þessu á þeim
forsendum, að íslenzkir aðalverk
takar séu ekki hhitgengir á inn-
lendum vinnumarkaði. Hlutverk
þeirra og starfssvið er bundið
framkvæmdum fyrir varnarliðið
á íslandi. Islenzkir aðalverktakar
eru stofnaðir á sama hátt og
Sameinaðir verktakar, í beinu
framhaldi af þeim og í samráði
við ríkisstjóm Islands „til þess
að sjá um byggingarframkvæmd
ir fyrir varnarliðið á íslandi."
Fyrirtækinu eru þar me'ð sköpuð
föst verkefni og stöðugar tekjur.
Á þeim forsendum, að íslenzk-
ir aðalverktakar vinna fyrir vam
arliðið, á þeirra afmörkuðu svæð
um á landinu, hafa þeir flutt til
landsins vinnuvélar, án þess að
greiða af þeim tilskilin aðflutn-
ingsgjöld, sem innlendum verk-
tökum er gert að greiða. Sam-
keppnisaðstaða þeirra með sínar
tollfrjálsu vélar er því með öllu
óe'ðlileg og ósambærileg aðstöðu
innlendra verktaka.
Félagi vinnuvélaeigenda hefir
verið tjáð, að ástæðan til þess
að nú er samið við Islenzka aðal
verktaka sé sú, að fyrirtækið
geti lánað fé til verksins. Félag
vinnuvélaeigenda telur hins veg-
ar, að íslenzkum aðalverktökum
hafi verið sköpuð sérstaða af
hálfu ríkisvaldsins til verkefna
og fjáröflunar, og því sé alls
óéðlilegt að veita því fyrirtæki,
Framhald á bls. 20
þarna ýmislegt að finna, sem
áhuga vekur hjá bókasöfnurum.
Til að mynda er á þessu upp-
boði öll Lesbók Morgunblaðsins
til ársloka 1964, og er hún bund-
in í skinn. Ennfremur má þarna
finna Hæstaréttardóma allt til
ársins 1954, óbundna, svo og all-
ar Árbækur Ferðaféíags íslands,
óbundnar og að auki tvo hluta
úr því verki.
Þá má nefina frumútgáfu af
Árbókum Jóns Espólíns, Nátt-
úrufræðinginn í heild, svo og ís-
lenzka fyndni, einnig í heilu lagi.
Bæði þessi verk eru óbumdim.
Þá er að geta þriggja binda af
Prestaævum á íslandi í handriti,
sem Sighvatur Gr. Borgfirðing-
ur hefur safnað. Einnig verður
boðin upp Sturlungasaga, fyrra
og annað bindi, prentað í Kaup-
mannahöfn 1817-20 og Laxdæla-
saga, sem prentuð var í Höfn
1826.
Jarðatal á íslandi, sem J. John
sen tók saman og gefin var út
í Kaupmannalhöfn 1847, er eftir-
sótt verk, að sögn Sigurðar, og
verður boðið þarna upp. SömU
sögu er að segja um ársritið
Jólagjöfin eftir Jochum Eggerts-
son. íslenzk þjóðlög, ér Bjarni
Þorsteinsson safnaði, hefur
lengi verið ófáanleg bók Og er
jafnan vinsæl á uppboðunum.
Þá er þarna að finna ennfremur
Islenzk-dönsk orðabók Sigfúsar
Blöndal í frumútgáfu, og Mann-
tal á íslandi árið 1703.
Margir kynnu líka að hafa
áhuga á Niðjatali Þorvalds Böð-
varssonar eftir Th. Krabbe, sem
út kom í Reykjavík 1913 og á
Farðabók Þorvalds Thoroddsens,
er kom út í Kaupmannahöfn
1913-15.
Tvær ljóðabækur er þarna að
finna, mjög eigulegar að sjá. Er
það ljóðasafn Stefáns Ólafssonar
frá Vallajmesi í frumútgáfiu og
ljóðabók Jóns Thoroddsens,
prentuð í Kaupmannahöfn 1871.
Loks skal hér upp talið Ársrit
Verkfræðingafélags íslands,
mjög heillegt safn af Blöndu og
af Dýravininum. Þá er þarna
eitt kort — Generalstabens
Topgrafiske Kort — af íslandi.
Lýst eftir
ökumanni
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
biður mann, sem ók blágrænni
Volkswagenbifreið áustur Hellis-
heiði á þrettánda tímanum á laug
ardag að hafa samband við sig.
Um klukkan 12:20 mætti kona
á Moskvits þessum manni rétt
við Smiðjulaut og kastaðist þá
grjót frá Volkswagenbíln-um í
framrúðuna hjá konunni og braut
rú'ðuna.