Morgunblaðið - 01.10.1968, Side 3

Morgunblaðið - 01.10.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 3 FJÓRUM rithöfundum voru veittir styrkir úr Rithöfunda sjóði íslands á laugardag. Er þetta fyrsta úthlutunin úr sjóðnum, hver styrkur nam 100.000 krónum og hlutu þá, Guðbergur Bergsson, Guð mundur Daníelsson, Jóhann es úr Kötlum og Svava Jakobs dóttir. Stefán Júlíusson, form. Rithöfundasambands íslands, afhenti viðurkenningarstyrk- ina við hátíðlega athöfn að Hótel Sögu, en auk hans skipa Björn Th. Björnsson og Knútur Hallsson stjórn Rit- höfundasjóðs íslands. Stefán Júlíusson rakti í ræðu sinni sögu Rithöfunda- sjóðs íslands og sagði, að stofnun hans værLmerkur á- fangi í réttindamálum ís- lenzkra rithöfunda og tíma- mót í sögu samtaka þeirra. Að lokum sagði Stefán: „Sjóðsstjómin samþykkti á fundi sínum 24. þessa mánað- ar að skipta 400 þúsund krónum milli fjögurra rithöf- unda þannig að hundrað þús- und krónur komi í hlut hvers. tveir þessara höfunda hafa ritað bækur um áratuga skeið hinir vteir hafa vakið sér- Rithöfundarnir fjórir, sem fengu víðurkenningu. Frá vinstri: Guðbergur Bergsson, Sva- va Jakobsdóttir, Guðmundur Daníclsson og Jóhannes úr Kötlum. (Ljósm. Mbl: Kr. Ben.) staka athygli með bókum sín- um á allra síðustu árum. Þessir rithöfundar eru: Guð bergur Bergsson, Guðmundur Daníelsson, Jóhannes úr Kötl- um og Svava Jakobsdóttir. Sjóðstjórnin hefur kosið að kalla úthlutunina að þessu sinni viðurkenningu fyrir bókmenntastörf. Hún er al- gerlega kvaðalaus frá hendi sjóðstjórnar og af hennar hálfu fylgir engin frekari skilgreining eða greinargerð. Sú er ósk sjóðstjórnar og von að höfundarnir megi heilir njóta og úthlutun úr Rithöf- undasjóði íslands megi jafn- an verða aflvaki og lyfti- stöng íslenzkum bókmennt um“. Þegar Stefán hafði afhent rithöfundunum fjórum viður- kenningarstyrkina tók Jó- hannes úr Kötlum til máls og sagði: „Enda þótt hér sé hvorki staður né stund til langra ræðuhalda, get ég ekki látið hjá líða að lýsa yfir þakklæti mínu fyrir þann heiður sem mér hefur hlotnazt hér í dag. — Mér er það sannarlega ó- vænt æra að hafa verið val- inn úr flokki ljóðskálda til að verða einn meðal þeirra sem nú njóta fyrstu úthlutunar úr hinum nýja rithöfundarsjóði rithöfundasamtakanna — og hvað mig varðar, þykist ég, vegna áidurs míns, skilja að þessi veiting til mín sé öllu fremur ákvörðuð sem viður- kenning fyrir gerða hluti en af tilæflunarsemi um ný af- gerandi verk frá minni hendi. — Vissulega væri ekkert eðli- legra en að álykta sem svo, að nær hefði verið að verja mínum hlut til stuðnings ein- hverju þeirra yngri skálda sem eru tímabærari ger- endur . íslenzkrar nú- tímaljóðlistar en ég. Hinsveg- ar er ég þess fullviss, að fátt muni þeirra skáldbræðra minna eldri og yngri, sem ekki unna mér þessar sæmd- ar — og í itrausti þess tek ég henni með gleði. En að slepptum persónuleg um sjónarmiðum getur það verið okkur öllum sameigin- leg tímamótahátíð að hafa nú fengið slíkan stéttarsjóð til umráða og það á þeim tíma, þegar bókmenntirnar eiga að ýmsu leyti við rammara reip að draga en oftast fyrr. Sjald an hafa átökin í heiminum mi'lli orðs og valds og upp- lausnar verið örlagaríkari en einmitt nú. Hinar geysihröðu samfélagssveiflur sitofna orð- listinni víðast hvar í ýmisleg- an háska: á þessum staðnum drottnar bannfæringin, sem að vísu margeflir gildi hvers þess lifandi orðs sem þar kann að komast til skila — á hinum staðnum rikir glund- „Skjöldur og skjól þess orös, sem jafnan rís öndvert gegn hvers konar yfirtroöslum, stöðnun og ringulreið" — Frá afhendingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði íslands Stefán Júlíusson. roðinn sem í tilgangsleysi sínu getur gert merkingu og áhrifamátt orðsins að liflu eða engu. Það er einlæg ósk mín að Rithöfundasjóði fslands megi Framhald á bls. 14 Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 3. október í Yjarnarbúð, Oddfellowhúsinu, Vonarstrœti 10. Innritun og upplýsingar í síma 83082 eftir kl. S. Kennt í byrjenda- og framhaldsflokkum STAKSTEINAR Brýnasta þörfin Undanfarna mánuði hefur mik ið verið rætt um unga fólkið og skoðanir þess á þjóðmálum, og i því sambandi hefur mjög verið rætt um nauðsyn kynslóðaskipta í stjórnmálunum. Þessar radd- ir hafa aðallega verið uppi í æskulýðssamtökum stjórnmála- flokkanna, en yfirleitt spanna þau yfir aldursflokkana frá 16 ára og upp í 35 ára aldur. Kyn- slóðaskipti í stjórnmálunum al- mennt verða ekki gerð að um- talsefni hér en hins vegar e r ástæða til að ætla, að brýn þörf «só á kynslóðaskiptum innan æskulýðssamtaka stjórnmála- flokkanna sjálfra. Margt bend- ir til þess, að skoðanamunur aldursflokkanna milli 20-25 ára annars vegar og 30-35 ára hins vegar sé mun meiri og djúpstæð ari en skoðanamunur milli síðar nefnda hópsins og hinna eldri í stjórnmálum. Erfitt er að meta nákvæmlega í hverju þessi skoð anamunur er fólginn, en margt bendir þó til þess, að hinir yngri í þessum hópi taki ekkl afstöðu til mála á köldum raun- sæisgrundvelli heldur byggi skoðanir sínar fyrst og fremst á almennum grundvallaratriðum og hvað sé lýðræðislegt og heil- brigt. Ljóst er, að yngri adlurs- flokkurinn, sem hér var nefnd- ur gerir sér alls ekki sjálfur grein fyrir því, hvað hann vill og er tæpast fær um að móta hugmyndir sínar og hugsanir í fast form, en engum blöðum er um það að fletta að aldursflokk arnir 20-25 ára líta með megn- ustu tortryggni á þá, sem eldri eru, og telja þá ekki sanna bar- áttumenn þeirra hugsjóna, sem unga fólkið vilji berjast fyrir. Gefum þeim tækifæri Sé þetta mat rétt hljóta hinir eldri aldursflokkar í æskulýðs- samtökum stjórnmálaflokkanna að líta vandlega í eigin barm og íhuga, hvernig beri að bregðast við þeim skoðanamun, sem upp virðist kominn í þessum samtök- um. í ljósi endurtekinnar kröfu gerðar um kynslóðaskipti inn- an flokkanna almennt er eðli- legt, að eldri aldursflokkarnir bregðist við á þann hátt að beita sér fyrir kynslóðaskiptum innan æskulýðssamtaka stjórnmála flokkanna, geri ráðstafanir til þess að hinir yngri komi þar til forustu og veiti þeim þar með tækifæri til að sýna í verki á hve traustum grunni skoðanir þeirra og sjónarmið eru byggð, þannig að í ljós komi, hvort í raun og veru eitthvað er að byggja á þeim háværu skoðun- um, sem nú eru uppi í þessum aldursflokkum. Hlutverk hinna eldri Fari svo, að hinir eldri menn I æskulýðssamtökum stjórnmála flokkanna komist að þeirri nið- urstöðu, að þetta sé eðlileg leið, vaknar sú spurning, hvert hlut- verk þeirra eigi að vera í þess- um samtökum. Sumir eru raunar þeirrar skoðunar að breyta eigi aldurstakmörkum æskulýðssam- takanna, þannig að menn gangi upp úr þeim 28 ára. Sú skoðun hefur m.a. verið sett fram af ung um Sjálfstæðismönnum á Norð- urlandi. Yrði horfið að því ráði mundu vafalaust verða örari skipti í eldri manna félögum flokkanna. Hins vegar er einnig hægt að hugsa sér, að eldri menn í þessum samtökum ein- beiti sér að stefnumótun og mál- 'efnalegu rannsóknarstarfi, en láti hinum yngri eftir félagslega og pólitíska forustu samtakanna Alla vega er ljóst, að ný viðhorf hafa skapazt í æskulýðssamtök um stjórnmálaflokkanna og verð ur fróðlegt að fylgjast með því, hvernig forustumenn þeirra bregðast við þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.