Morgunblaðið - 01.10.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 01.10.1968, Síða 14
E. 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRH)JUDAGUR 1. OKTÓRER 1968 — KOMUM TIL Framhald af bls. 13 bsettum vinnuaðferðum við að rannsaka framtíðarverkefnin, en hrósa ekki einungis gömlum þrekvirkjum. Með því fæst ekki aukið flokksfylgi. Endurnýja þarf starfskrafta flokksins hrað ar og taka unga menn til fulls samstarfs við eldri forystu og taka fullt og hlutlaust tillit til skoðana þeirar. , Cuðmundur Agnarsson: Völd stjórn- málamanna — Guðmundur Agnarsson var meðal þeirra þingfulltrúa, sem voru lengst að komnir. Hann var fulltrúi Félags Ungra Sjálfstæð- ismanna í N-ísafjarðarsýslu. Guð mundur er frá Bolungarvik. MBL spurði hann álits á þing- haidinu. < — Á síðustu mánuðum hefur komið fram öflug hreyfing með- al ungs fólks, sem miðar að gagn rýni á starfsemi stjórnmála- Sigurður Sigurðsson, Akureyri. flokka og stjórnmálamanna. Af þeim sökum boðaði S.U.S. til aukaþings, þar sem aðal'lega skyldi tekið til meðferðar starfs- hættir og störf stjórnmálaflokk- «nna, en að auki þjóðmálaverk- efni næstu ára. Höfuð markmið þingsins var, að fulltrúum aðildarfélaga S.U.S. gæfist kostur á að ræða þörf breytinga á starfsemi stjórn málaflokkanna og skipulagi þeirra. Einkum var skipulag Sjálf- stæðisflokksins tekið til meðferð ar, svo og breytingar á kjör- dæmaskipun landsins. Þá voru og rædd drög að stefnuskrá sambandsins undir dagskrárliðnum „þjóðmálaverk efni næstu ára“. Eins og búast mátti við var þingtími of stutt- ur, sem greinilega kom í ljós í C umræðum manna á þinginu en þinghaldið einkenndist af fjör- ugum umræðum um alla þætti málefna þeirra er fyrir þinginu lágu. — Gegn hverju beindist aðal- gagnrýnin á þinginu? — G'lögglega kom í ljós, að að al gagnrýni þingfulltrúa á starf semi stjórnmálaflokkanma byggð ist á því, að almenningi væri gefinn kostur á aðfylgjast nægi lega með framkvæmd mála innan flokksins eða samstarfi hans við aðra fflokka. Af þessu leiddi, að áhugi al- mennings minnkaði stöðugt og af þeim sökum stafaði tortryggnin í garð stjórnmálamannanna. Þá beindist gagnrýnin einnig gegn því valdi, sem stjórnmála- mennirnir hefðu í peninga og lánastofnunum þjóðarinnar, svo og hversu ungum mönnum væri örðugt um áhrif innan flokk- anna. Að mínum dómi var þingið tímabært og rík ástæða fyrir sam bandsfélögin að marka stefnu sína vegna breyttra viðhorfa í þjóðfélaginu og til mörkunnar nýrrar stefnu. Þá skapaði auka- þingið aðildarfélögunum starfs- vettvang á komanidi vetri þar sem ýmsum af málefnum þings- ins var vísað til félaganna til frekari umræðu áður en þau hlytu endanlega afgreiðslu á næsta reg'lulega þingi sambands ins. - STRAUMSVÍK Framhald af bls. 32 skattgreiðslur erlendra verktaka Við álbræðsluna í Straumsvík gilda sömu reglur og um íslenzka Verktaka, sem þar vinna. Um sölu skatt og aðstöðugjald erlendra og innlendra verktaba í Straums vík gildir hið sama. Fyrst nú á þessu ári reynir nokkuð á um skattgreiðslur verk taka í Straumsvík. Einn erlendur verktaki, Stra- bag Hochtief, hefur lokið verk- efni sínu hér og uppgjöri þar með lokið við hann af hálfu skattyfirvalda. Umrætt fyrirtæki vann við undirbúning og fram- kvæmdir við lögn verksmiðju- lóðarinnar. Hafnarfjarðarbær hefur með höndum byggingu hafnarinnar í Straumsvík, og erlendir verktak ar þar lúta sömu reglum um tekju skatt, útsvör og aðstöðugjald og við álbræðslubygginguna hjá fs- ienzka Álfélaginu hf. Varðandi upptalningu þá, sem birt er í umræddri blaðagrein, og talin er skrá yfir þá verk- taka, sem vinna við byggingu álverksmiðjunnar í Straumsvík, þá er um verulegan misskilning að ræða. Skal upplýst, að af 33 tilgreind um nöfnum er um 31 aðila að ræða, þar eð nafn tveggja aðila eru tvítekin. Af 31 tilgreindum aðila eru a) 8 erlendir verktakar b) 1 verktaki að % hlutum ís- lenzkur, þar sem er fyrirtækið Bræðurnir Ormssou hf. í sam- vinnu við danskt fyrirtæki: Qrmsson/Rasimussen. c) Aðrir eru söluaðilar, sem ekki eru verktakar, en selt hafa til framkvæmdanna tækjabúnað og þar af leiðandi sent 1—5 menn til að hafa umsjón með niður- setningu tækjanna. Tilgreina mætti fjölmarga ís- lenzka söluaðila. f sambandi við byggingu ál- bræðsilunar í Straum.svík eru 11 sjálfstæðir íslenzkir verktakar, auk hinna 8 erlendu verktaka. En 5 af erlendu verktökunum hafa einn eða fleiri íslenzban undirverktaka. 31. ágúst s.l. störfuðu í Straums vík 872 menn, þar af vor'u 723 ís lendingar, eða 82 prs. og 148 er- lendir, eða 18 prs. Það sem af er byggingartíma, hefur hlutfallstala Íslendinga að jafnaði verið um 90 af hundraði. Lækkuð Mutfallstala í ágúst- lok, stafar af því, að þá var mjög um að ræða niðursetningu tækja, sem erlendir aðilar bera ábyrgð á. Að lokum vill ráðuneytið miinna á, að í aðalsamningi ríkisstjórn- ar fslands og Swiss Aluminium Ltd., dags. 28. marz 1966, um byggingu og rekstur álbræðslu í Straumsvík, segir í 18. gr. m.a.: „Við byggingu og rekstur bræðslunnar skal ISAL veita for réttindi: a) Efnum og framileiðsluvör- Um af íslenzkri gerð eða upp- runa, að því tilskildu, að þær séu samkeppnisfærar um verð og gæði við efni og framleiðsluvörur af erlendum uppruna, og b) þjónustu frá íslenzkum þjón ustufyrirtækjum (svo sem verk- tökum í byggingariðnaði, skipa- og vátryggingafélögum), að því tilskildu, að þau séu samkeppnis fær um verð og gæði við sam- svarandi erlend fyrirtæki. ISAL mun leitast við að greiða fyrir kaupum á íslenzkum efnum og framleiðsluvörum og skiptum við íslenzk þjónustufyrirtæki, me því að haga þannig til afgreiðslu tímum og með skiptingiu samn- inga og undirsamninga og á ann- an hátt, sem félaginu kann að vera fært, en lokaákvarðanir í þeim efnum skulu vera í hönd- um ISALs. ISAL og ríkisstjóm- in munu í sameiningu taka til athugunar allar kvartanir er við og við kunna að berast í sam- bandi við ákvæði þessarar grein ar. 18.02. Til að efla íslenzka verzl un og þjónustuiðnað, sem verzl- ar með innflutt efni og fram- leiðsluvörur, mun ISAL kaupa innflutt efni og framleiðsluvörur af íslenzkum kaupmönnum og umboðsmönnum, ef slík kaup eru samkeppnisfær um verð og gæði við efni og framleiðsluvörur, sem ISAL flytur sjálft inn.“ Fylgzt hefur verið með því af hálfu ráðuneytisins, að þessi VIKING SNJÓHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur í öllum stærðum. VIKING-snjómynstur taka öðrum gerðum fram. Á VIKING-dekkjum kemst bíllinn áfram í snjó. Á snjónegldum VIKING-dekkjum er bíllinn stöðugur á hálum veg- um. Kaupið VIKING-snjóhjólbarða, það borgar sig. Gúmmívinntislofan hf. Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. Grafisk andlitsmynd. Ung listakono sýnir í Unuhúsi Ung listakona Jóhanna Sigríð ur Bogadóttir, opnaði um helgina sína fyrstu málverkasýningu í Unuhúsi við Veghúsastíg. Jó- hanna sýnir 35 myndir á sýning- unni, sem er opin daglega frá kl. 2-10 og stendur yfir til 6. október. Þegar sýningunni lýkur í Unu- húsi fer Jóhanna ti'l Vestmanna eyja og sýnir þar en þar er hún fædd og uppalin. Jóhanna er 23 ára gömul og hefur undan farin ár stundað listnám hér heima og einnig í Frakklandi í 2 ár. Á sýningunni eru 10 olíu- málverk, 13 grafikmyndir og 12 kola- og brítarmyndir. Mynd- irnar eru gerðar á sl. ári og eru allar til sölu. sem og aðrar greinar samnings- ins hafa verið virtar. Iðnaðarmálaráðuneytið, 30. september 1968. - VETUR Framhald af bls. 32 dal til að aðstoða bíla á leið austur. Einnig biðu bifreiðar á Jökuldal færis að komast Norð- ur og verða fjöllin að öllum lík- indum fær í nótt. Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs er einnig ófær og er mikill snjór á heiðinni. Stórhríð hefur verið í Möðrudal og á fjall görðum siðan í gærkvöldi, en var heldur farið að birta kl. 18. Allstaðar á Norðurlandi grán- aði í byggð, en mest snjóaði á Blöndósi og Sigulfirði. Sérstök frétt um snjókomuna á Blöndu- ósi er annarsstaðar í blaðinu. Á Þingvöllum var snjóföl um helgina, en annars var yfirleitt autt sunnanlands. í gær voru él á norðaustur- horni landsins, en annars bjart yfir á Norðurlandi. Víða sunnan lands var sólskin, en frekar kalt. í Reykjavík var 1 stig frost í fyrrinótt, en kaldast var á Hvera völlum, 6 stiga frost. - RITHÖFUNDAR Framhald af bls. 3 auðnast að verða skjöldur og skjól þess orðs, sem jafnan rís öndvent gegn hverskonar yfirtroðslum, stöðnun og ring ulreið, en ryður sífellt nýjar brautir þeirri frjóu sköpun sem hrjáður mannsandinn þrátt fyrir allt þráir. Að svo mæltu árna ég sam- Þyggjendum mínum við þetta rækifæri allra heil'la í fram- tíðarstarfi og endurtek fyrir mína hönd og þeirra hjartan- legustu þakkir til þeirra, sem að þessari úthlutun hafa stað- ið“. Blaðamaður Morgunblaðs ins spurði hina rithöfundana þrjá, hvað þeir vildu segja í tilefni þessarar viðurkenning arveitingar og að hverju þeir ynnu þessa dagana. Svava Jakobsdóttir svar- aði: ,,Ég er ákafléga þakk- lát fyrir þessa veitingu og mér þykir vænt um þá við- urkenningu, sem í henni felst. En þó skýrt sé tekið fram, að þessu fylgi engar kvaðir, kýs ég þó persónulega að 'lita á þessa fjárupphæð sem starfsstyrk og grundvöll til áframhaldandi ritstarfa“. Seinni spurningunni svaraði Svaya svo: „Ég er að vinna að skáld- verki, sem mig langar að koma áleiðis, en hef hvorki haft nægilegan tíma né aðstöðu til að sinna því að undanförnu". Guðmundur Daníelsson sagði: , „Ég hef ekkert nema gott eitt um þessa viðurkenningu að segja. Sem stendur er ég að lesa prófarkir að tveimur bókum mínum, sem koma út í haust, en annað er ekki svo langt á veg komið, að ég viilji neitt um það segja". Og Guðbergur Bergsson svaraði: „Fé er í sjálfu sér engin hvatning, en það getur gert manni kleift að framkvæma ým Megt, því eftir alit saman er fé jú undirstaða alls, jafnvel bókmennta og lista líka. Ég er nú að vinna að seinna bindi skáldverks og vona, að fyrra bindi þess komi út snemma á næsta ári“. Þegar blaðamaður Morgun blaðsins spurði Guðberg hvers konar skáldverk hann væri með í smíðum, svaraði hann: „Ég er eiginílega alltaf að skrifa sömu skáldsöguna. Við getum sagt, að þetta verk fleygi bæði Tómas Jónsson metsölubók og Ástir sam lyndra hjóna“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.