Morgunblaðið - 01.10.1968, Page 16
16
MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968
JKttQgMttÞlnfrffr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgrei’ðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald kr. 130.00
1 lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjiamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
IÐNÞRÓ UNARRÁÐ-
STEFNA SJÁLF-
STÆÐISMANNA
í sl. vori efndi Fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík til ráðstefnu um
iðnþróun. Stóð hún í 3 daga
og þar voru flutt 30 erindi
um alla helztu þætti iðnaðar
og starfað í umræðuhópum.
Var ráðstefnunni síðan frest-
að, en nefnd kjörin til að
vinna úr gögnum hennar
heildarályktun, sem síðan
var gengið frá á nýjum fundi
fyrir skemmstu og hefur
ályktun Iðnþróunarráðstefn-
unnar nú verið birt almenn-
ingi.
Ráðstefna þessi er hin
merkasta, sem hér á landi
hefur verið haldin um mál-
efni iðnaðarins, enda má
segja, að hana hafi sótt svo
til allir þeir, sem verulega
hafa látið málefni iðnaðarins
til sín taka í ræðu og riti, og
sýnir það gleggst, að þeir
sem mest bera málefni iðn-
aðarins fyrir brjósti, fylkja
sér innan vébanda Sjálf-
stæðisflokksins og skilja, að
á þeim vettvangi er líklegast
að berjast fyrir framgangi
þessarar atvinnugreinar, eins
og raunar alls atvinnulífs,
sem byggt er upp af einstakl-
ingum og samtökum þeirra,
Skýtur þetta mjög skökku
við fullyrðingar stjórnarand-
stöðunnar um umhyggju fyr-
ir iðnaðinum.
í ályktun Iðnþróunarráð-
stefnunnar er áherzla lögð á
það, að iðnaðurinn njóti jafn
réttis við aðrar atvinnugrein-
ar. Þar er ekki krafizt neinna
forréttinda, heldur aðeins
jafnréttis. Undir forustu iðn-
aðarmálaráðherra Viðreisnar-
stjórnarinnar, fyrst Bjarna
Benediktssonar og síðan Jó-
hanns Hafstein, hefur iðnað-
urinn verið í sókn, og mörg
afrek hafa þar verið unnin
síðasta áratuginn. Hins veg-
ar er ljóst, að aðbúnaðinn að
iðnaðinum verður enn að
bæta stórum, svo að hann
megni að sinna því hlutverki
sínu að sjá vaxandi fjölda at-
vinnufærra manna fyrir við-
unandi verkefni. En þangað
fyrst og fremst verður nýtt
vinnuafl að leita á næstunni.
Iðnþróunarráðstefnan legg-
ur einnig ríka áherzlu á öfl-
ugt einkaframtak í iðnrekstri
og nauðsyn þess, að unnið
verði að almenningsþátttöku
í atvinnurekstri. En einmitt á
sviði iðnaðarins er heppileg-
ast að stofna fyrstu almenn-
ingshlutafélögin, því að sveifl
ur eru þar minni en í sjáv-
arútveginum og því fremur
unnt að gera sér fyrirfram
grein fyrir rekstrarafkom-
unni.
Ánægjulegt er einnig, að
þeir, sem að iðnaði starfa,
gera sér grein fyrir því, að
það er íslenzkum iðnaði ekki
til hagsbóta að veita honum
fullkomna vemd gegn er-
lendri samkeppni, heldur beri
að veita honum heilbrigt að-
hald, þótt hitt sé ljóst, að
nýjar iðngreinar verða að
hafa nokkra vernd, og eðli-
legur aðlögunartími verður
að tryggja vöxt iðnaðarins,
ef að ráði verður, að við ís-
lendingar göngum í EFTA,
Fríverzlunarbandalagið, sem
sjálfsagt mun raunin á verða.
Því er að vísu ekki að
leyna, að iðnaðurinn hefur
átt við erfiðleika að etja að
undanförnu eins og aðrar at-
vinnugreinar, enda hljóta
áföll eins og þau, sem við ís-
lendingar höfum orðið fyrir,
að lenda á öllum. En iðnrek-
endur hafa snúizt við vand-
anum með kjarki og dugnaði
og þess sjást þegar merki, að
iðnaðurinn er að styrkjast að
nýju og engin ástæða til
annars en að vera bjartsýnir
á viðgang iðnaðarins á næst-
unni.
ÞÖRFUM AT-
VINNULÍFSINS
EKKI SINNT
Cú athyglisverða staðr.eynd
^ var dregin fram í dags-
Ijósið í umræðuþætti Kristj-
áns J. Gunnarssonar, skóla-
stjóra, í sjónvarpinu sl.
sunnudagskvöld, að hinn al-
menni starfsmaður í fjórum
atvinnugreinum þjóðarinnar,
hlýtur nánast enga sérmennt-
un eða þjálfun til undirbún-
ings starfi sínu.
Á hverju ári hefja um 200
bændur búskap, en úr bænda
skólunum útskrifast um 50
nemendur árlega. Sumir
þeirra hverfa ekki til búskap-
arstarfa þannig að búast má
við, að 160—170 þeirra 200
bænda, sem hefja búskap ár-
lega, hafi enga sérmenntun
hlotið og búi fyrst og fremst
að þeirri þjálfun, sem þeir
hafa hlotið heima fyrir. Sjó-
menn og starfsfólk í fisk-
vinnslustöðvum hljóta svo til
enga sérmenntun til sinna
UgYMSm
„Góði dátinn Svejk" og Tékkar
ÞEIR eru margir, sem lesið
hafa söguna um „Góða dát-
ann Svejk og afrek hans á
stríðsárunum" — og hlagið
sig máttlausa. Bókin var gef-
in út á 44 tungum og varð
metsölubók sumstaðar. Og
hún kom út 1921, aðeins
þrem árum eftir lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar, en í
lok hennar endurheimtu
Tékkar og Slóvakar sjálf-
stæði sitt eftir margra ára
kúgun Habsborgarættarinn-
ar, og sagan lýsir því vel,
hvern hug alþýða manna í
hinum kúguðu löndum bar til
þeirra. Góði dátinn flýði á
náðir óvinanna, sem vérið var
að berjast við — til Rússa.
Og Tékkar sjálfir húðskömm
uðu bókina og höfund henn-
ar, sögðu að hún væri sóða-
leg og afneituðu lýsingunum
í henni og fordæmdu hana en
lásu hana vitanlega með
áfergju. Sama gerðu aðrar
þjóðir og ekki spillti það
frægð Svejks að sagan var
sögð í nokkrum kvikmynda-
útgáfum.
En hver var Svejk? Var
hann dæmigerður tékknesk-
ur alþýðumaður? Og hver var
Jaroslav Hasek?
Svejk er látinn vera óbreytt
ur alþýðumaður úr einu út-
hverfinu í Praha. Hann er
bragðarefur, sérgóður og allt-
af til í tuskið. Þegar hann
kom fyrst á sjónarsviðið
vildi unga fólkið í Bæheimi
ekki kannast við hann sem
fulltrúa sinn. En svo skeður
það einkennilega, að snemma
þessa árs, 1968, fær hann við-
urkenningu í sínu föðurlandi.
Unga fólkið gerir úr honum
forsvarsmann frelsis og mann
legra tilfinninga og kýs lífs-
skoðun hans fremur en böl-
sýni og kvalir hins víðfræga
Franz Kafka.
Og Jaroslav Hasek — hver
er hann? Hann var alls ekki
kunnur höfundur fyrir fyrri
heimsstyrjöldina. Hann gat
verið gamansamur, en andinn
kom aldrei yfir hann nema
hann væri undir áhrifum
áfengis. Hann hafði fastan
samastað á knæpunni Kelk.
Þar gengu klúryrðin milli
borðanna og Hasek skrifaði
þau hjá sér og lagði þau svo
Svejk í munn og lét þau koma
á réttum stöðum í frásögn-
inni eins og tímasprengjur.
Slóvakar eru fágaðri en
Tékkar og vilja ekki klingja
klúryrðum þeirra. „Þeir
verða ösla í bjór upp í kné til
þess að geta sagt fyndni“,
segja Slóvakarnir.
Basek varð að berjast í liði
miðveldanna eins og aðrir
landar hans — gegn Rússum.
Þjónn sveitarforingja Haseks
hefur að nokkru leyti verið
fyrirmynd að hetjunni Svejk.
í einni skærunni 1915 notaði
Hasek tækifærið og gerðist
liðhlaupi — forðaði sér til
Rússa. Það gerði Svejk líka.
En Hasek varð svo lengi hjá
Rússum að hann upplifði að
bolsévíkar tóku völdin. Hann
kom heim aftur til ættjarðar-
innar sem agent fyrir bolsé-
víka. Þetta var ekkert eins-
dæmi né þótti álitshnekkir
þá, því að Tékkar höfðu
mikla samúð með Rússum.
Svoboda gerðist liðhlaupi til
„óvinanna" bæði í fyrri og
síðari heimsstyrjöldinni og
Rússar gerðu hann að hers-
höfðingja. Dubcek átti heima
í Rússlandi bernskuár sín.
Þegar Hasek kom heim aft-
ur til Tékkóslóvakíu tók hann
upp fyrri lífsvenju sína. Hann
gat ekkert skrifað nema hann
væri hálffullur. Síðustu þrjú
ár ævi sinnar átti hann heima
í litlu rólegu þorpi skammt
frá Praha. Þar las hann vini
sínum fyrir söguna um Svejk
— hinn tékkneska Sancho
Panza. Skömmu eftir að hún
kom á prent dó Jaroslav
Hasek úr drykkjuskap. Hann
varð aðeins 40 ára. Hann hafði
á unga aldri afneitað ka-
þólskri trú, og þess vegna var
það með herkjubrögðum að
vinum hans tókst að fá að
láta grafa hann í vígðri mold.
Hin broslegu skæruliða-
afrek góða dátans Svejk höfðu
engin áhrif á Tékka meðan
þeir lifðu undir kúgun naz-
ista. Þá voru spellvirkin og
banatilræðin helztu úrræðin.
í fyrra var þess minnsf há-
tíðlega, að 25 ár voru liðin
frá því að Haydrich, versta
böðli Tékka var stútað. Þjóð-
verjar hefndu þessa grimmi-
lega og létu rigna eldi og
brennisteini yfir Lidiee og
var þetta talið ei'tt versta
hermdarverk þeirra. Þessara
atburða var minnzt af komm
únistum, Sokol-íþróttasam-
bandinu fræga, tékkneskum
fyrrverandi hermönnum, og
brezkum hermönnum. Frá
yzta vinstri til yzta hægri var
minnzt dauðadómsins sem út-
lagastjórnin Tétta kvað upp
yfir Heidrich. En afrek Svejks
var ekki minnzt. Og enginn
minnisvarði var reistur hon-
um.
En nú hefur æskan tekið
hann að sér — vegna þess að
hann var bjartsýnn. Hann er
orðinn lifandi tákn síðan
Rússar sviku Tékka. En áður
töldu Tékkar Rússa vini sína.
— ESSKÁ.
-J
AUKIN og bætt kennsla í tungu
það innir af hendi og í verzl- ] málum hefur alllengi verið til
umræðu í Evrópuráðinu. Á fundi
Evrópuráðið og
tungumálanám
starfa og er þó augljóst hve
þýðingarmikið það er, að
þessir aðilar kunni vel til
verka við meðferð hráefnis-
ins. Meginhluti iðnverka-
fólksins í verksmiðjuiðnaðin-
um hefur enga sérmenntun
hlotið fyrir þau störf, sem
uninni er ástandið þannig,
að afgreiðslufólk skortir
bæði vöruþekkingu og verk-
kunnáttu.
Þessar staðreyndir sýna
glögglega, að skólakerfið mið
ast annars vegar við að veita
almenna menntun og hins
vegar við þarfir yfirbygging
arinnar í þjóðfélaginu, hins
opinbera og annarra slíkra
aðila. I þessum efnum, sem
á öðrum sviðum skólakerfis-
ins þarf skjótra úrbóta við
og augljóst að við endurskoð
un fræðslukerfisins þarf að
hafa í huga þarfir atvinnu-
lífsins í miklú ríkara mæli
en nú er gert.
menningarmálanefndar ráðsins
16._20. september voru sam-
þykktar tillögur, sem m.a. fela í
sér tilmæli um, að öll skólabörn
í álfunni læri a.m.k. eitt erlent
tungumál allt frá 10 ára aldri.
Ennfremúr er lögð áherzla á
nauðsyn bættra kennslua'ðferða,
sem hagnýti nýjustu þekkingu
og tækni, svo og á það að gefa
þurfi fullorðnu fólki kost á
málanámi. Á fundi menningar-
málanefndarinnar voru tveir ís-
lendingar, Birgir Thorlacius
ráðuneytisstjóri og Jóhann
Hannesson skólameistari. — Til-
lögur. nefndarinnar verða lagð-
ar fyrir ráðgjafarþing Evrópu-
ráðsins, sem haldið er í Strass-
bourg þessa dagana. Er búizt
við, að þinigið mæli með því að
aðildarríki Evrópuráösins hrindi
tillögunum í framkvæmd og efli
með því skilning milli þjóða Ev-
rópu.
(Frá upplýsingadeild Evrópu-
ráðsins).
FRÉTTATIMARITIð „The
Scandinavian Times“ sem gefið
hefur verið út á ensku í Kaup-
mannahöfn siðastliðin 10 ár, hef
ur nú skipt um eigendur. Stofn-
endur ritsins og fyrri eigendur
eru Noel Fox og Daniel Michel-
sen, en kaupandinn er Egmont
H. Petersen Fond, Gutenberg-
hus.
Eintakafjö'ldi blaðsins komst í
sumar upp í um 140.000. SAS
kaupir þar af um 100.000 ein-
tök til dreifingar í flugvélum fé-
lagsins og til stofnana um allan
heim.
Undir stjórn hinna nýju útgef-
enda mun blaðið leitast við að
fjalla í auknum mæli um við-
skiptamálefni Norðurlanda og
hálda áfram að flytja fréttir og
greinar af flestum sviðum þjóð-
lífs á Norðurlöndum.