Morgunblaðið - 01.10.1968, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968
19
Dvalargestir á síöasta námskeiði sumarbúðanna.
Sumarbúðir Þjóð-
kirkjunnar á Eiðum
Á ÞESSU sumri voru sumarbúð-
ir í fyrsta sinni starfræfetar á
vegum Þjóðkirkjunnar í Aust-
firðingafjórðungi. Hafði Presta-
félag Austurlands fongöngu um
framkvæmd þessa, en jafnframt
naut það mikilsverðrar aðstoð-
ar æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkj-
unnar.
Starfið var til húsa í barna-
skólanum að Eiðum, og er skiln-
ingur skólanefndar barnaskólans
á nauðsyn þessa máls fullkomið
þakkarefni. Þá ber og að þakka
stjórn ÚÍA fyrir þá velvild að
heimila sumarbúðabörnunum að
gang að íþróttavöllum sam-
bandsins í nágrenni skólans.
Sumarbústaðastarfið hófst
hinn 22. júlí, en þann dag komu
um þrjátíu drengir og settust að
í barnaskólanum, sem þá var
nær fullskipaður. Næsta dvalar-
tímabil hófst 5. ágúst. Var það
eingöngu sótt af stúlkum, og búð
irnar enn fullsetnar. Þriðja og
síðasta námskeiðið stóð til ágúst
loka. Var þá um að ræða bæði
drengi og stúlkur, en nokkuð
skorti á hámarkstölu þátttak-
enda.
Sumarbúðastjóri var Gunnar
Kristjánsson, stud. theol. — Hon
um til aðstoðar voru sóknarprest-
ur úr nágrenninu, en jafnframt
dvaldi Þorgerður Ingólfsdóttir í
sumarbúðunum tvö fyrri nám-
sk'2iðin, og æfði hún börnin með-
al annars sálma- og messusöng.
Sumarbúðareksturinn var um
flesit líkur hliðstæðri starfsemi
kirkjunnar í öðrum landsfjórð-
ungum. Skiptust viðfangsefni
barnanna í tvennt. Annars veg-
ar var útivist fyrir og eftir há-
degi. Voru þá iðkaðar frjálsar
íþróttir, knattspyrnu, knattleik-
ir aðrir, gönguferðir og sund,
svo og ýmiss konar útileikir. —
Að hinu leytinu fór fram
kennsla í kristnum fræðum,
ásamt vinnubókargjörð, söng-
nám og reglubundin tíðagjörð
kvölds og morguns, en guðsþjón-
ustur í Eiðakirkju á sunnudög-
um. — Á kvöldin söfnuðust börn
in saman í dagstofu, og annaðist
tilt^kinn hópur barna kvöld-
vöku hverju sinni. Var þá lesið,
leikið og sungið, en dagskránni
lokið með kvikmyndasýningu.
Veður var gott lengst af tíma
þeim, er sumarbúðirnar störf-
uðu. Tókst reksturinn að
flestu leyti vel, og er full ástæða
til að vona, að framhald verði á
starfsemi þessari að ári. VeRur
þó að sjálfsögðu nokkuð á undir
tektum austfirzkra barna og
og foreldra um það, hvernig ný-
lundu þessari reiðir af framveg-
is. (Frá sumarbúðanefnd Presta-
félags Austurlands.)
Sumarbúðabörnin hylla fánann, sem sumarbúðastjóri hefur
ðregið að húni.
»
Judódeild Armanns
Judo — sjálfsvörn — þrekæfingar.
Námskeið fyrir byrjendur og framhaldsflokka hefjast nú
um mánaðamótiin sem hér segir:
JUDO fyrir karla, konur, börn og unglinga.
SJÁLFSVÖRN fyrir stúlkur og konur.
ÞREK/EFINGAR fyrir einstaklinga og flokka úr öllum
íþróttagreiniuim.
Æfingarnar fara fram í æfingarhúsnæðinu að Ánmúla 14.
Innritun daglega eftir kl. 15 í síma 83205.
Sigfinnur Sigurðsson:
SKATTAR - SKATTSVIK
- SKATT ARÉTTLÆTI
Sagt er, að gamlir skattar séu betri
en nýir skattar. Þetta á við rök að
stýðjast, því að hinir gömlu skattar
hafa náð að jafna áhrifum sínum út í
gegnum efnahagskerfið. Nýir skattar
valda hins vegar róti og þurfa tíma
til að ná jafnvægi. Þannig er einnig
farið um skattabreytingar. Hins Vtt
ar eru því takmörk sett, hversu lengi
hægt er að lappa upp á gamla skatta
eða fresta breytingum. Stjórnvöldum
hættir oft til að einblína á skatttekj-
urnar, en gleyma að viðhalda og efla
skattaréttlæti og skattasiðferði. Þetta
vekur andstöðu skattborgaranna gegn
sköttum, sem annars gætu verið rétt-
látir.
Fyrir nokkrum árum var sett á Stofn
skattarannsóknardeild við embætti ríkis
skattstjóra. Reynslan bendir til að slíks
hafi ekki verið vanþörf. Mætti ætla, að
margir myndu láta sér slíka yfirvof-
andi hættu að kenningu verða. Þar með
væri stofnun þessi sem reiddur vöndur
á þá, sem reyndu að hagræða skattamál-
um sínum betur en lög leyfa. í dag er
málum þó svo komið, að traust manna
á siðferði skattheimtunnar hefir ekki
aukizt. Má benda á innheimtu söluskatts
ins, sem margir telja, að komist ekki
allur á leiðarenda. Hvort sem svo er
eða ekki, þá er það skylda ríkisvalds-
ins að haga innheimtunni þannig, að al-
menningur, sem greiðir skattinn megi
treystá því að hann fari rétta leið.
Undanfarin ár hefir verið í undirbún
ingi staðgreiðs'lukerfi skatta. Það er
góðra gjalda vert að vanda til undir-
búnings skattabreytinga, einkum ef haft
er í huga að bæta réttlæti í sköttun-
inni ekki síður en að treysta tekjustofn-
ana. Hins vegar mun marga nú lengja
eftir því að slíkar breytingar verði
framkvæmdar. En vitað er, að margar
efnislegar breytingar þarf jafnframt að
gera á skattalöggj öfinni.
Það hefir þótt góð latína hér undan-
farna áratugi að skattleggja framleiðslu
fyrirtækin beint (tekjuskattar, eignar-
skattar, fasteignaskattar), eða fram-
leiðslu þeirra og framlðeidluþætti í ein-
ingum (tollvörugjöld, launaskattur). I
fyrra tilfellinu er um tiltölulega eðli-
'lega sköttun að ræða. Þar er gert ráð
fyrir að fyrirtækin beri skattana sjálf
og hafi af samkeppnisástæðum mjög tak-
markaða möguleika til þess að velta
þeim sköttum yfir á verðlag framleiðsl-
unnar. I síðara tilvikinu þarf Venjulega
að greiða tiltekna upphæð af hverri fram
leiddri einingu eða framleiðsluþáttum.
Eðli s'líkra skatta er það að fara út í
verðlagið. Þegar verðlagsákvæðum er
ekki breytt til samræmis, þá sýnir þessi
sköttun að skattþol fyrirtækjanna gagn
vart tekjusköttum er meira heldur en
þau greiða eða, að það er beinlínis ver-
ið að grafa undan afkomumöguleikum
þeirra. Þess ber þó að gæta að fyrst
étur síðari skatturinn upp hinn fyrri. Ef
það er hagur þess opinbera að fá sem
mestar tekjur með sem réttlátastri skött
un, þá hlýtur það að vera ávinningur að
stuðla að bættri afkomu og þar með
fjármagnsmyndun með það í huga að
afla meiri skatttekna síðar, fremur en
að skattleggja tekjurnar áður en þær
verða til, eins og í sumum ti'lfellum
mætti orða það.
Sköttun fyrirtækja vekur til umhugs-
unar um sköttun fjármagns almennt eða
öllu fremur um sköttun arðs, vaxta,
leigutekna, utanaðkomandi verðmætis-
aukninga o.fl. Er ekki tímabært að fara
í þeim efnum að dæmi annarra þjóða og
skattleggja þessar tekjur á annan hát't
heldur en launatekjur? Við sköttun
launatekna er tekið tillit til handanna
eða einstaklinganna, sem afla þeirra.
En fyrrnefndar tekjur þurfa ekki á
slíku að halda. Fremur mætti skatt-
leggja þær allar jafnt með ákveðnum
hundraðshluta. Þetta er verkefni, sem
vert er að fá álitsgerð um frá fjáröflun-
arsérfræðingum hins opinbera.
LEIÐRÉTTING
I minningargrein um Júlíus
Jónasson í Mbl. síðastl. lar^gar-
dag urðu nokkrar villur sem höf
undur greinarinnar, Beneflikt
Gíslason frá Hofteigi óskar eftir
farandi lefðréttingar á: Atburður
inn í sveitinni þótti yfirnáttúru-
legur, þarna á að standa eftir-
minnilegur. Þá hefur orðið lestar
ferðarmenn misritast og á að
standa þar lestarferðunum O'g
eins orðið hestamaður, sem á að
Vera lestamaður. „Hafði hann þá
veðurhaminn beint á móti“, á að
vera minna á móti. Þá féll niður
þessi málsgrein: . . . var Júlíusi
hrundið frá vegaverkstjórn. Bæj
arnafnfð Gnúpstaðanúpur á að
vera Grímstaðanúpur. Staðlafoss
á að vera Stuðlafoss og að lok-
um „fjórði bóndinn . . .“ á að
vera fjórði bróðirinn.
Gítarkennsla
í LINDARBÆ. — Upplýsingar í síma 8-48-42.
KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR.
íbúð við Hátún
Til sölu er 4ra herbergja íbúð ofarlega í einu af
í sambýlishúsunum við Hátún. Suður- og vesturíbúð.
Vandaðar innréttingar. Laus strax. Suðursvalir.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími: 14314.