Morgunblaðið - 01.10.1968, Side 21

Morgunblaðið - 01.10.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 21 Góðtemplarareglan hefur sótt Góðtemplarahússins að Jaðri. um leyfi til borgaryfirvalda I»etta er annað elzta sam- að mega flytja elzta hluta komuhús Góðtemplararegl- Réttnrdagur í Fljótsdolsrétt Sabahdeilan tekur á sig dekkri blæ Fljótsdalshéraði, 24. sept. Frá Jónasi Péturssyni. í DAG var réttardagur í Fljóts- dalsrétt. í göngur er lagt fyrst af stað 18. september á Vesturör- æfi. Aðrir hópar fara síðar, t.d. undir Fell, og í Rana hinn tutt- ugasta. Smölun er svo lokið 23. september, ef engar tafir henda, svo sem þoka. Að þessu sinni var veður mjög hagstætt og gekk smölun því vel. Lokið var að raka allt safnið í rétt um kl. 9 í morgun og hófst sundurdráttur þá strax og var lokið kl. um þrjú. Er mik ill fjöldi ungra og gamalla í rétt- inni og flestir taka meiri og minni þátt í sundurdrætti. Áber- andi var í dag mikill fjöldi ungl- inga og barna, enda veður hag- stætt. Stillt og þurrt, þótt loft væri skýjað og hiti lágur í nótt. Eithvað misjafnt sýndist mönnum um vænleika fjárins. Ég held að diklar séu tæplega jafn góðir og sl. haust, sérstak- lega tvílembingar, en úr því á reynslan eftir að skera. Gangna- menn dáðust að því, hversu vel gróður h;fði staðið á heiðunum. Er ekki vafi á að dilkar þyngjast enn til muna á heiðagróðrinum. Gróður kom ekki að ráði fyrr en í júlí til fjal'la, og stendur hann ætíð lengur fram eftir þeg- ar seint grær. Auk þess er svo hin milda veðrátta septembermánaðar, sem h:fur stutt að grasvexti til þessa. Tún eru yfirleitt enn hvanngræn og hlíðarnar í Fljóts dal að mestu grænar til efstu brúna. Jaðri? unnar, var lengi vel eina samkomuhúsið í Reykjavik og voru haldnar þar alls kyns samkomur og leiksýningar. Einnig héit bæjarstjórn Reykjavíkur lengi fundi sína í húsinu, en það verður nú að rýma fyrir bílastæðum fyrir alþingismenn. Mareos hótar styrjöld FHippseyja kvatt út Manila 28. sept. — NTB. BREZKA ríkisstjórnin bar í dag fram hörð mótmæli við stjórn Filippseyja, eftir að stúdentar í Manila réðust gegn brezka sendi ráðinu þar í borg. Stúdentar voru að mótmæla meintum stuðn ingi Breta við Malasíu í deilu landsins við Filippseyjar um ey- ríkið Sabah. John Mansfield Addis, brezki sendiherrann í Manila, afhenti í dag mótmæli stjórnar sinnar Jose Ingles, starfandi utanríkis- ráðherra. I mótmælunum var á það lögð áherzla, að aðgerðir stúdenta væru brot á friðhelgi erlendra sendiráða og sendi- manna. Ennfremur var talið, að Filippseyjum bæri áð sjá sendi- ráðinu fyrir vernd sem dygði. Addis var nýkominn úr síð- degisdrykkju er um 300 stúdent ar af um 1.000, sem þátt tóku í óeirðunum fyrir utan, ruddust inn á lóð sendiráðsins og köstuðu Heimavarnarlið grjóti, spýtnabraki, logandi kyndl um og áróðursspjöldum. Lenti sumt af sendingum þessum á þaki sendiráðsins, annað í glugg- um þess. Þá brutu stúdentar rúðu í einkabíl sendiherrans. Lög reglan hindraði frekari eyðilegg ingarstarfsemi. Ferdinand Marcos, forseti Fil- ippseyja, lýsti því yfir í gær- kvöldi, að ef Malasíumenn stigju fæti sínum á jörð Filippseyinga mundi það óhjákvæmilega leiða til styrjaldar. Sagði forsetinn þetta á flokksfundi í Baguio, er hann var spurður um Sabah- deiluna. Filippseyinga hafa gert tilkall til eyjarinnar, en hún er við N-Borneo. Varnarmálaráðuneytið í Manila sagði í dag, að Ernesto Mata, varnarmálaráðherra, hefði kvatt út heimavarnarliðið á sama tíma og þjálfun hersins hefur verið stórlega aukin. Framtíðcarstarf Maður á aldrinum 25—30 ára, helzt með eitthvert iðnpróf t. d. vélvirkjun, rafvirkjun, símvirkjun eða í öðrum ámóta iðngrein- um óskast til starfa á tæknive kstæði. Hugsanleg sérþjálfun erlendis seinna meir. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 4. október merkt: „Tæknistarf — 2375“. Enn finnast birgð- ir Viet-Congmanna 2,000 tonnum at sprengjum varpað á aðdráttarleiðir kommúnista Saigon 28. sept. — AP. BANDARlSKAR risasprengju- þotur af gerðinni B-52 vörpuðu nær 2.000 smálestum af sprengj- um á stöðvar kommúnista sl. sólarhring að því er tilkynnt var hér í dag. Mesta sprengjumagn inu var varpað á aðdráttarleiðir kommúnista fyrir norðan Saigon. Lítið er nú barizt á jörðu niðri, en smáskærur eiga sér þó stað að sögn. Herir Bandamanna halda áfram að finna birgða- geymslur kommúnista. í gær og dag fundust 54 tonn af rís, 400 sprengjur í sprengjuvörpur, 20 kassar af TNT-sprengjuefni og ýmis annar útbúnaður. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt að ein orrustuþota hafi verið skótin niður sl. sólarhring, svo og smáfluigvél, sem notuð var til könnunarferða. Þrír flugmenn voru með vélum þessum, og var þeim öllum bjargað. SENDISVEINN óskast strax. Verzlun O. Ellingsen Borgurtún 1 tíl sölu Húseignin Borgartún 1 (að undanskilinni hæð Vá- tryggingafélagsins h.f.,) er til sðlu í einu lagi eða hlutum. Upplýsingar gefur Árni Kristjánsson, Ásvalla- götu 79, simi 18220. „Maiur skyldi halda aí) hann hefhi írandtitt þi sjálfur... hann gerði ekki annað en ai sýna henni fORMICA merkið“ FORMICA Þér getið ekki áfel'zt neinn fyrir að vera hreyk- inn af FORMICA .Þetta heimsfræga vörumerki tryggir það bezta, sem fáanlegt er á eldhúsborð og önnur borð heimilisins, sem og skrifborð og vezlunardiska. Látið ekki selja yður annað í staðinn. Biðjið um FORMICA, það er bezt. G. ÞORSTEIIMSSOIM & JOHIMSSÓIM H.F. Ármúla 1 — Grjótagötu 7 — Sími 2-42-50.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.