Morgunblaðið - 01.10.1968, Síða 30

Morgunblaðið - 01.10.1968, Síða 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1968 og FH og Fram skildu jöfn 18-18 ÞAÐ verður ekki á milli séð, hvert er okkar sterkasta hand- knattleiksfélag í upphafi „ver- tíðar“. f gær léku FH og Fram í afmælismóti Fram og lyktaði leiknum með jafntefli 18:18 eftir afar spennandi, jafna og skemmti lega viðureign, þar sem bæði lið sýndu mjög góðan handknattleik Þó margir hafi sýnt góða frammistöðu í þessum leik kemst þó enginn með tærnar þar sem Hjalti Einarsson, sem nú stóð aftur í marki FH, hafði hælana. Hann varði snilldarlega vel meðal annars 5 vítaköst. Leikurinn var í upphafi róleg- ur en þegar frá byrjun vel leik- inn og sýndu FH-ingar öllu betri samleik en Framarar beittari sóknarleik. Aldrei skipti meira en einu marki, þar til undir lok fyrri hálfleiks að FH náði ör- uggu forskoti og var markatal- an 9:6 í hléi. Sú tala óx í 10:6 í upphafi síð- ari hálfleiks og virtist sem FH ætlaði að ná öruggum leikkafla að þeir skoruðu á skömmum tíma 8 mörk gegn 2 og breyttu tölunni í 14:12 Fram 1 vil. Mörg lið hefðu „brotnað" við slíkt, en FH-ingar létu engan bil og komust í forystu og staðan var 17:15 er 3 mínútur voru til loka. Þá skoraði Ingólfur Óskarsson fyrir Fram og aftur litlu síðar úr hraðhlaupi svo staðan var 17: 17. Geir Hallsteinsson náði aftur forystu fyrir FH 18:17 með glæsi legu marki en er % mínúta var til leiksloka jafnaði Sigurberg- ur Sigsteinsson með skotr af línu. Þessi viðureign okkar beztu félagsliða var einkar skemmti- leg í upphafi handknattleikstíma bilsins. Góður handknattleikur og sýnilegur vilji til að bera hann á borð á sem glæsilegasta hátt. Þarna áttu margir mjög góðan leik. Arsenal á toppinn á ný 1. deild: Arsenal — Sunderiand 0-0 Rurnley — Chelsea 2-1 Everton — West Bromwich 4-0 Ipswich — Stoke 3-1 Leicester — Coventry 1-1 bug á sér finna og jöfnuðu 14:14 Manchsster C. — Leeds Newcastle — Totteniham 2-2 Q. P. R. — Southampton 1-1 West Ham — Sheffield W. 1-1 Wolverhampton — Liverpool 0-6 2. deild: Aston Villa Oxford Bolton — Derby Bristol City — Cardiff Carlisle — Birmingham Fulham — Blackburn Huddersfield — Bury Middlesbro — Charlton Millwall — Hull City 1-2 0-3 2-3 1-1 4-1 1-0 2-3 Portsmouth — Crystal Palace 3-3 Preston — Norwieh 1-3 Sheffield Utd. — Blackpool 2-1 Arsenal hefur nú tekið forystu í 1. deild á ný. Leeds tapaði fyrsta leiknum á þessu hausti á Main’e Road, veTli Manchester City. Leeds hefur reyndar ekki unnið leik á þessum velli í 32 ár! Colin Bell 2 og Young skor- uðu fyrir City og Mike O’Grady JKr.amh. á bls. 31 Vestmannaeyingar í bikarúrslit móti KR-b og Evrópukeppni að ári? Valsmenn fengu sannarlega að kenna á því að vera fyrirfram sterki aðilinn í leiknum við KRb á laugardaginn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þeir voru þar í samskonar hlutverki og Bene- ficamenn voru gegn þeim nokkr um dögum áður. Það er ætíð erf- iðara að vera „hinn sterki" áður en til leiks er komið og geta Valsmenn sannarlega mikið af þessum úrslitum lært hvað það snertir. Kraattspyrnan í leiknum reis þó aldrei hátt en leikurinn var jafn og mátti vart á milli sjá. Úrslitin 2—1 fyrir B-lið KR koma sannarlega á óvart — og þó. Allt hefur skeð í knattspyrn unni hér í sumar og hin ólík- legustu úrslit orðið. B-lið KR hefur sannarlega kom ið á óvart í þessari keppni og er til alls líklegt. Að B-lið eins félags, sem áður hefur slegið út A-lið sama félags, fslandsmeistara liðið sjálft, er næsta sjaldgæft og táknrænt dæmi um það, að allt getur skeð í knattspyrnuleik, B- lið KR er ekki svona sterkt, af því að það lið skipi einvala- knattspyrnumenn, heldur af því að ekki er mikið úrval af ein- valamönnum í nokkru liði. Flatn eskjan er all ískyggileg í ísl. knattspyrnu og því geta hin ó- væntu úrslit orðið að staðreynd, og baráttuhugurinn einn ráðið úrslitum. Af honum hafa B.liðs- menn KR nóg, og af þeim sök- um hafa þeir slegið út íslands- meistarana og Valsmenn, íslands meistarar s.l. árs. KR-ingar ógnuðu strax í byrj un, en síðan réðu Valsmenn meir um gang leiksins og hefðu átt að geta ráðið úrslitum hans ef meiri ákveðni hefði fylgt leik þeirra. Fyrri hálfleikur varð þó marklaus þrátt fyrir nokkur góð tækifæri á báða bóga. Um miðbil siðari hálfleiks skor ar Reynir Jónsson, en hann hafði áður átt mjög gott færi en mis- notað. Mark Reynis var gott og illverjandi fyrir Magnús Guð- mundsson. Grétar Norðfjörð dómari var alls ekki á því að vítaspyrnur skyldu ráða úrslitum þessa leiks. Hann var óspar á að dæma „ó- beinar“ aukaspyrnur í vítateig liðanna og er 7 mín voru til leiksloka var ein slík dæmd á gróft brot Sigurðar Dagssonar innan markteigs. Jón Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson unnu aman að framkvæmd spyrnunnar og Gunnar skoraði. Þetta leiddi til framlengingar og skeði nú ekkert í fyrri hálf- leik en í hinum síðari skoraði Hilmar Björnsson úrslitamarkið af stuttu færi eftir góðan undir- búning og fyrirsendingu frá Bald vini Baldvinssyni. Valsmenn hurfu því í gær af landi brott til síðari leiksins gegn Hjalti varði 5 vítaköst Fram Benfica með tap gegn B-liði KR, KR-ingar mæta nú í úrslitaleik um bikarinn liði Vestmannaey- inga og hvernig sem sá leikur fer, má telja víst að Eyjamenn eigi kost á að taka þátt í Evrópu keppni bikarmeistara að ári, því KR-ingar sem eru íslandsmeistar ar geta ekki, þótt þeir myndu ef til vill sigra um næstu helgi, tekið þátt í báðum Evrópukeppn unum og velja án efa Evrópu- keppni meistaraliða. Evrópudraumi Vals er því lokið að sinni — þrátt fyrir að liðið er enn ósigrað á heimavelli í slíkri keppni, eitt íslenzkra liða. Þunnt loft eða gaddaskór? BANDARÍKJAMENN hafa löngum átt sterkustu sveit frjálsíþróttamanna á Olym- píuleikunum. Kæmi sá styrk- leiki þeirra þó enn betur fram ef ekki giltu þær regl- ur að hvert land má ekki senda nema 3 menn til keppni í sömu grein. Á úrtökumótinu, þar sem keppendur Bandarikjanna voru valdir voru sett undra- verð heimsmet. Við sjáum á þessum myndum tvo heims- meistaranna. Á tveggja dálka myndinni sjáum við Geoff Vanderstock, sem setti heimsmet í 400 m grindahlaupi og hljóp á 48.8. Þann „undratíma“ getum við borið saman við t.d. ísl. metið í 400 m hlaupi 48,0 sem Guð- mundur Lárusson á síðan 1950 og bezta tíma Þorsteins Þorsteinssonar í ár, 48,2. En grindahlauparinn hefur yfir 10 grindur að stökkva á sinni leið. Hin myndin er af Lee Ev- wans, sem setti heimsmet í 400 m hlaupi á 44,0. Hann notaði hina nýju tegund af skóm með 68 plasttökkum. Annar varð Larry James og hljóp á 44,1 en hann notaöi hina venjulegu skó með 6 tökkum. Telja margir að hin nýja tegund af skóm sé ekki jafn áhrifarík og heimsmetin í 200 og 400 m hlaupi segja til um, heldur stafi þau öllu frem ur af hlaupi í þunnu lofti en úrtökumótið fór fram í svip- aðri hæð yfir sjávarmál og Mexíkóborg liggur í. Það verður því gaman að sjá hvað kappamir gera á sjálfum leik unum. B-lið KR reyndist sterk- ara „Evrdpuliði" Vals

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.