Morgunblaðið - 01.10.1968, Blaðsíða 32
AUSlYSINGiR
SÍMI SS*4*8Q
ÞRIÐJUDAGUK 1. OKTÓBER 1968
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI 10.1OQ
„Vetur konungur" í
fyrstu heimsóknina
Fyrsti vetrarsnjórinn féll um
helgina á Vestur- Norður- og
Austurlandi. Einnig gránaði í fjöll
á Suðurlandi.
Það byrjaði að snjóa seinni
hluta laugardags um allt Norður-
land og austanvert landið. Á
sunnudag snjóaði svo mikið á
Norðurlandi, norðausturlandi og
allt vestur á Strandir.
Á sunnudaginn var allt að
Dauðaslys
LOFTSKEYTAMAÐURINN á tog
aranum Víkingi, Jörundur Sveins
son, féll milli skips og bryggju
á Siglufirði aðfaranótt sunnu-
dags um kl. 3. Þegar slysið skeði
var stormhríð og gátu sjónar-
vottar ekkert aðhafst. Ekki hef-
ur verið hægt að leyta í höfn-
inni vegna veðurs. Jörundur var
á 50. aldursári. Hann lætur eftir
sig konu og 5 börn.
hnédjúpur snjór á Siglufirði og
þurfti að 'láta ryðja göturnar til
þess að umferð gæti gengið eðli-
lega. í gær var svo kominn þar
4 stiga hiti, heiður himinn, sól-
skin og blíða.
Á Vopnafirði var 25 cm. djúp-
ur snjór og einnig á Langa-
nesi og við Galtarvita. Frétta-
ritari Mbl. á Egilsstöðum símaði
eftirfarandi í gær:
„Nokkuð hefur snjóað á austur
landi að undanförnu og hefur
verið frost um nætur. Vegir hafa
teppst, en samkvæmt fréttum í
dag kl. 18 var færð sæmileg
yfir Fagradal og Breiðdalsheiði.
Norðan hvassviðri og skafrenn-
ingur var á Fjarðarheiði, en þó
var hún fær seinnihluta dags í
dag, bílum með drifi á öllum hjól
um.
Mörðudalsfjallgarðar urðu ó-
færir í nótt, en um kl. 18 í kvöld
lagði veghefill á stað frá Möðru
Framhald á hls. 14
Þessar ungu blómarósir, Katrin og Margrét, brugðu sér um helgina í heimsókn upp í Staf-
holtstungur, til að vera í hestaréttinni. Svo fór að snjóa, og þá var notað tækifærið og farið
að byggja snjóhús. (Ljósm. Mbl. M. Thors.)
Nýtt búvöruverð:
Verðlagsgrundvöllur
hækkar um 7 %
Miklar breytingar gerðar á próf-
og kennslutíihögun í landsprófi
Gagnfrœðapróf samrœmist í fjórum námsgreinum
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað-
arins auglýsti í gærkvöldi nýtt
verð á landbúnaðarvörum. Er
verð þetta byggt á hinum nýja
verðlagsgrundvelli, sem úrskurð
aður var í yfirnefnd þann 25. þ.
m. Verðlagsgrundvöllur þessi, er
kveður á um áætlunarverð til
bænda gildir til tveggja ára að
þessu sinni.
Samkvæmt þessum grundvelli
hækkar verð til framleiðenda um
rúmlega 7% miðað við grundvöll
síðasta framleiðsluárs, umreikn-
uð fram til 1. sept. sl.
Gert er ráð fyrir Því að verð
til bænda verði kr. 10,61 pr. lítra
Söltunin Uep- j
lego 93000
tunnur sl. helgi
SILDIN nálgast landið óðum
og nokkur veiði hefur verið
að undanförnu. Síðastliðið
laugardagskvöld var >úið aðl
salta alls 92997 þús. tunnur.
Sjósöltuð síld var í 60157 tunn /
um, en landsöltuð í 32840 tunn ;
um. Hæstu söltunarstaðir eru I
Raufarhöfn, Siglufjörður ogt
Seyðisfjörður. /
Sl. laugardagskvöld var búið 1
að sjósalta 14772 tunnur ál
Raufarhöfn og landsalta 7406 í
tunnur. Á Siglufirði var búið /
að sjósalta 4516 tunnur ogj
landsalta 8636 tunnur og erk
Siglufjörður þar með hæstií
staðurinn með landsaltaða /
síld. Á Seyðisfirði var búið J
að sjósalta 4323 tunnur ogk
landsalta 7613 tunnur. Á Eski-Í
firði var búið að sjósalta 7442 7
tunnur og landsalta 568 tunn-;
ur. y
mjólkur og verð á 1. flokks dilka
kjöti til bænda verði kr. 77,53 pr.
kg.
Útsöluverð helstu vörutegunda
er sem hér segir, eftir verðbreyt-
inguna:
Mjólk í líters hyrnum kr. 10,50
hver lítri, en eldra verðið var kr.
9,15. Rjómi í kvarthyrnum kost-
ar nú kr. 26,65, en kostaði áður
'kr. 24,10. Skyrið kostar nú kr.
26,00 pr. kg., en kostaði áður kr.
23,65. Gæðasmjörið kostar nú kr.
138,45 'hvert kg., en kostaði áður
kr. 115,75. 45% ostur kostar nú
•kr. 159,25 hvert kg., en kostaði
áður kr. 144,65. Verð á súpukjöti
er nú kr. 97,90, en var kr. 84,75.
Heil læri ,sem áður kostuðu kr.
97,00 kg., kosta nú kr. 111,55.
Kótelettur kosta nú kr. 127,15,
en kostuðu áður kr. 110,95. Slát-
ur með sviðnum haus kosta nú
kr. 98,50, en kostuðu áður kr.
87,00.
Reykjavík, 10. sept. 1968.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Fréttatilkynning frá
framleiðsluráði landbúnaðarins
SETTAR hafa verið nýjar reglu-
gerðir um landspróf miðskóla
Eldhnöttur
99
I gærkvöldi hringdu margir
til blaðsins og spurðu hvað
um væri að vera á Reykja-
nesi. Þeir sem hringdu voru 1
frá Akranesi, Reykjavík og |
viðar og sögðust þeir sjá eld- ,
keilu ókennilega út af Reykja
nesi í ljósaskiptunum og virt- I
ist þar vera um að ræða all |
vígalegan eldihnött. Einnig datt/
mönnum í hug áð um væri að ’
ræða bruna á sjó eða landi.
Við nánari athugun kom í|
ljós að þarna var gamall kunn i
ingi á ferð, tunglið. Var tungl :
ið óvenjulega rautt þar seml
það skreið yfir sjávarfletin-1
um, en nú er minnkandi tungl. |
Gamlir menn segja að eld-
rautt tungl boði veðrabrigði ’
og viti á mikinn vind, en |
aftur á móti spáðu veðurfræð |
ingar sæmilegasta veðri.
Straumsvíkurframkvœmdirnar:
annars vegar og um samræm-
ingu gagnfræðaprófs í íslenzku,
ensku, dönsku og stærðfræði
hins vegar. Þá hafa verið gefin
út drög að námsskrám fyrir þessí
námsstig, og þau verið send skóla
stjórum. Fela báðar rcglugerðim
ar í sér allmiklar breytingar á
próf- og kennslutilhögun. Á fundi
með fréttamönnum í gær gerðu
landsprófsnefndarmenn, sajnræm
ingarnefnd gagnfræðaprgfs og
forstöðumaður Skólarannsókna,
Andri ísaksson, frekari grein fyr
ir þessum beytingum, og verða
þær raktar hér á eftir:
BREYTINGAR A LANDSPRÓFI
Andri tsaksson greindi fyrst
frá nýrri reglugerð um lands-
próf mi’ðskóla, sem felur í sér
talsverðar breytingar frá hinni
fyrri. Menntamálaráðuneytið
setti þessa reglugerð hinn 23.
september sl. og leysir húti af
hólmi reglugerð um miðskóla-
próf í bóknámsdeild frá 1947.
Eru þessar breytingar helztar:
í fyrsta lagi getur landsprófs-
nefnd heimilað nemendum, er
ekki ná framhaldseinkunn (þ.e.
6) á prófinu, en eru nærri því
marki, að endurtaka próf í ein-
stökum námsgreinum að hausti
eftir sérstökum reglum, sem
nefndin setur hverju sinni. Er
ráðgert að halda haustnámskeið
fyrir þessa nemendur.
í öðru lagi fær nemandi nú
Framhald á bls. 23
55 kg. af sprengiefni
UM helgina var stolið sprengi-1 skúr frá Hlaðbæ h.f., en það fyr-
efni í Kópavogi úr læstum vinnu irtæki sér um byggingarfram-
------------------------------kvæmdir í sambandi við nýja
Hafnarfjarðarveginn í gegn um
i Kópavogskaupstað.
Að lang mestu leyti unnar
af íslendingum
ráðuneytisins, sem hér fer á eft-
Erlendir verktakar, sem vinna
að Straumsvíkurframkvæmdun-
um eru undir sömu skatta og
tolla reglur settir og innlendir.
Meiri hluti verktakafyrirtækj-
anna á staðnum er í eigu fs-
lendinga og mörg hinna erlendu
í tilefni af grein í dagblaðinu
„Þjóðviljinn", 24. september 1968
I undir fyrirsögninni
i „Fyrirspurn til iðnaðarmála-
hafa íslenzka undirverktaka. Þeg , ráðherra um fríðindi útlendinga
ar litið er yfir byggingartímann á íslandi: Greiða erlendir verk-
er hlutfallstala íslenzkra starfs- takar tolla og skatta á fslamdi?“
manna við framkvæmdirnar 90 víh ráðuneytið taka fram eftir-
prs.
Þessi atriði koma m.a. fram í
fréttatilkynningu Iðnaðarmála-
farandi:
Upplýst skal, að um toll og
Framhald á hls. 14
Brotizt var inn í vinnuskúrinn
og stolið þaðan 550 hvellhtttum
og sprengiefni. Einnig var stolið
2 sprengihnöllum og köplum frá
þeim.
Ef einhverjir kynnu að verða
varir við sprengiefnið eru þeir
vinsamlega beðnir að láta lög-
regluna í Kópavogi vita.
kostar frá 1. október kr. 130.00
á mánuði. Auglýsingaverð kr.
80.00 pr. eindálka cm. Lausasölu
verð kr. 8.00 eintakið.