Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Menntamanna-réttarhöldin: LITVINOV VERÐIDÆMD- UR TIL 5 ÁRA ÚTLEGÐAR — Mó/fð ekki pólitiskt, heldur snýst það um óspektir á almannafœri — sagði talsmaður dómstólanna Moskvu, 10. okt. — NTB-AP RÉTTARHÖLDUNUM yfir sov- ézku menntamönnunum fimm var haldið áfram í dag. Síðdeg- is flutti hinn opinberi ákærandi ræðu sína og krafðist þar fimm ára útlegðardóms yfir dr. Pavel Litvinov fyrir að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Rauða torginu í Moskvu í ágúst sl. eftir innrás '»Varsjárbandalags- ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Kraf- izt var fjögurra ára útlegðar- dóms yfir Larissu Daniel, en hún er eiginkona rithöfundarins Juli Daniel. NTB-fréttastofan seg ir, að í orðinu útlegðardómur felist að viðkomandi verði flutt- ur á ákveðinn stað, venjulega afskekktan, í Sovétríkjunum og megi hann ekki fara út af ákveðnu svæði, en hins vegar sé honum leyfilegt að stunda þar einhvers konar störf ef þau séu að fá. Farið var fram á, að Konstant- in Babitsky, sem er fertugur rit- höfundur, fái þriggja ára útlegð- ardóm, verkamaðurinn Vladimir Dreljuga verði dæmdur til þriggja ára vistar í fangelsi eða vinnubúðum og stúdentinn Vad- im Delone skuli dæmdur til þriggja ára þrælkunarvinnu. Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum og í dag var ýms um aðstandendum sakborniíng- anna meinaður aðgangur að dómssalnum. Varaforseti undir- réttar Moskvu, Amazov, skýrði fréttamönnum öðru hverju frá gangi mála og segir NTB-frétta- stofan, að þetta hafi verið í fyrsta skipti, að vestrænum blaðamönnum hafi gefizt kostur á að hitta fulltrúa dómara að máli. Amazov sagði aðspurður. j að hanon vissi ekki, hvar hinir I ákærðu myndu afplána rfefs- j ingu, ráðherra sá sem færi með mál er snerti lög og reglu myndi úrskurða það, ef ákærðu hlytu dóm. Þó mætti fullyrða, að Framhald á bls. 2 Ekkert birt um við- ræður í Gíbrultur — Þœr eru sagðar einarðlegar en fari þó fram í vinsemd Gibraltar 10. okt. — AP-NTB HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Breta og Ian Smith, for- sætisráðherra Rhodesíu, hittust á ný um borð í brezka herskipinu „Fearless" í höfninni í Gibralt- ar í morgun og stóðu viðræður þeirra þá í þrjár stundir. Síðan var gert hlé og byrjaði fundur þeirra að nýju síðdegis. Tilkynnt hafði verið að honum myndi ekki ljúka fyrr en kl. 20, en reyndin var'ð sú, að fundurinn varð tveimur stundum skemmri. Stjórnmálasérfræðingar segja, að það bendi til mikils ágrein- ings og jafnvel að harka hafi færzt í viðræðurnar. 1 tilkynn- ingu ráðherranna segir að nefnd- in hafi byrja'ð störf til að ræða ýmis atriði, sem hafi verið tek- in til umræðu. Fréttum ber saman um, a'ð viðræðurnar hafi frá byrjun verið mjög einarðlegar, en þó vinsamlegar, og menn hafi ræðzt við í fullri einlægni. Smith og Wilson munu vænt- anlega hittast aftur á morgun, föstudag. Gengið til kirkju við þingsetninguna í gær. Fremstir ganga dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands, og herra Sigurbjöm Einars- son, biskupinn yfir tslandi. A eftir þeim ganga séra Sigurður Haukdal og frú Halldóra Eldjárn, forsetafrú og síðan ráðherr- ar og alþingismenn. ALÞINGI SETT VIÐ HATIÐ- LEGA ATHÖFN í GÆR - 89. LÖGGJAFARÞING íslend- inga var sett við hátíðlega at- höfn í gær. Gengu forseti ís- lands og alþingismenn úr Al- þingishúsinu í Dómkirkjuna og hlýddu þar messu. Prestur var séra Sigurður Haukdal. .Að at- höfninni í kirkju lokinni var 11 daga geimferö Kennedyhöfða, 10 október. NTB—AP í DAG, föstudag, munu Banda ríkjamenn væntanlega skjóta geimfari með þremur mönn- um innanborðs upp frá Kenn- edyhöfða. Geimferðin á að standa í ellefu daga, og er sögð mikilvægur áfangi í Sþá átt að senda mannað geim far til tunglsins fyrir árið 1970. Flugstjóri verður Walter Schirra, sem er reyndur og þekktur geimfari. Með hon- um verða Donn Eisele og Walter Cunningham. í kvöld var tilkynnt á Kennedyhöfða, að veðurútlit væri gott og því ekki teljandi ástæða til að óttast að geimskotinu verði frestað. Efnahagssam- vinna Norðurlanda Fundur norrœnna forsœtisráðherra og forseta Norðurlandaráðs í Ósló 19. október ÓSLÓ, 10> október. — NTB. AUKIN efnahagssamvinna Norð- urlanda verður eitt helzta málið á dagskrá fundar forsætisráð- herra Norðurlanda og forseta Norðuriandaráðs í ósló dagana 19. og 20. október. Á fundi forsætisráðherranna í Kaupmannahöfn í apríl var sam- þykkt að ræða möguleikana á slíkri samvinnu. Embættismanna nefnd vinnur að athugun málsins og fyrir 1. janúar verður lögð fram bráðabirgðaskýrsla um aukna samvinnu Norðurlanda á ýmsum sviðum. Helztu möguleikarnir, sem gert er ráð fyrir, eru þessir: Norrænt tollabandalag; aukin samvinna í fiskimálum; aukin samræming löggjafar á sviði at- vinnuréttar; aukin samvinna um reglur er snerta samkeppni; mót- un stefnu á sviði iðnaðar og orkumála; samvinna um tækni- þróun og þróunarstefnu; aukin samræming aðstoðar við þróun- arlönd og frekari efling sam- vinnu á sviði kennslumála. Ástæða er til að ætla, að þessi bráðabirgðaskýrsla verði tekin til meðferðar á fundi Norður- landaráðs í Stokkhólmi dagana 1. til 6. marz á næsta ári. Framhald á bls. 3 gengið í Alþingishúsið og þar las dr. Kristján Eldjárn forseti ís- lands, forsetabréf um samkomu- lag Alþingis og flutti ávarp. Er það birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Aldursforseti þingmanna, Sigurvin Einarsson, tók síðan við störfum forseta og minntist í upphafi þriggja þingmanna er látizt hafa síðan Alþingi lauk störfum sinum í vor, þeirra Sig- urðar Kristjánssonar, Jónasar Þorbergssonar og Jónasar Jóns- sonar. í ræðu sinni í Dómkirkjunni sagði séra Sigurður Haukdal m.a.: Mætti sá hugblær guðshúss- ins sem ég h:fi með fátæklegum orðum minnzt á, fylgja yður, al- þingismenn, yfir götuna og inn á það starfssvið sem verður vett vangur yðar á næstunni, og við öll og þér mættuð finna það og reyna, að hver sá sem er stöðug- ur í Guði, stöðugur i kærleikan- um, hann er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur i honum. Að vísu verðum vér svo veikir menn, að játa með blygðun, að hugsjón Krists -er oss fjarlæg enn í dag — alltof fjarlæg. Mark ið er að vísu hátt, og það er Framhald á bls. 3 Powell misjafnlega tekið í Blackpool Vill algjört bann á innflutningi þeldökkra g íbúar Wales. Hann Ustinov rektor Dundee, Skotlandi, 10. okt. — AP r- LEIKARINN Peter Ustinov hefur verið kjörinn fyrsti rektor við nýjan háskóla í Dundee og verður settur inn í embættið við hátíðlega at- höfn þann 17. okt. af Elisa- betu drottningarmóður. Fjórir aðrir umsækjendur voru um stöðuna, meðal þeirra N. Parkinsson, höfund ur Parkinssons-lögmálsins. Blackpool, 10. október. AP-ltTB. Enoch Powell, einn hægri- sinnaðasti leiðtogi brezka’ íhalds flokksins, krafðist þess á lands- fundi flokksins í Blackpool í dag, að innflutningur þeldökks fólks til Bretlands yrði bannað- ur með öllu svo að ekki þyrfti til þess að koma að „eðli lands ins breyttist þannig að það yrði óþekkjanlegt" Ræðu Pow- ells var misjafnlega tekið. Um helmingur fundarmanna reis á fætur og fagnaði ræðu hans, en aðrir gerðu hróp að honum. margir og sagði, að það væri sjálfsblekk- ing að halda að engir erfiðleik- ar mundu skapast. Enoch Powell var rekinn úr skuggaráðuneyti íhaldsmanna skömmu eftir að hann hélt Birm ingham-ræðuna, en hann hefur einnig lagzt gegn stefnu flokks- ins í varnar- og efnahagsmálum. í gær vöruðu flokksleiðtogarnir Anthony Barber og Selwyn Lloyct við klofningshættu, sem spillt gæti sigurlíkum íhalds- manna í næstu kosningum. Þótt flestir íhaldsmenn séu hægrisinn Powell sagði á landsfundinum aðir i kynþáttamálum gagnrýndi í dag, að ein og hálf milljóii inn- fulltrúi ungra íhaldsmanna, Pet flytjenda, sem sezt hafa að í er Milligan, tilraunir til að nota Bretlandi, byggju nær eingöngu kynþáttafordóma til þess að á fimm helztu iðnaðarsvæðum | vinna atkvæði, í ræðu sem hann Bretlands. Hann sagði, að árið i hélt skömmu áður en Powell tók 1985 yrðu þelþökkir íbúar Bret lands 2.5. milljónir eða álíka til máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.