Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« Útgeflandi I'ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 1 lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árnd Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. NÝ TÆKIFÆRI FYRIR ÍSLENZKAN IÐNAÐ rítugasta Iðnþing íslend- inga hófst í fyrradag, en einmitt nú eru málefni iðnað- arins mjög í sviðsljósinu. Iðn- aðurinn er sá atvinnuvegur, sem á næstu áratugum verður að sjá vaxandi fjölda á vinnumarkaðnum fyrir ‘nægri atvinnu. Fjölmörg ís- lenzk iðnfyrirtæki virðast nú reiðubúin til að hefja útflutn' ingsframleiðslu og sum hafa flutt út töluvert magn af framleiðslu sinni um nokkurt skeið. í ræðu þeirri sem Vigfús Sigurðsson, forseti Landssam bands iðnaðarmanna flutti við setningu Iðnþingsins, fagn aði hann þeirri ákvörðun, að strandferðaskipin tvö yrðu smíðuð innanlands og yfir- lýstri stefnu Reykjavíkurborg ar að taka að jafnaði inn- lendum tilboðum þótt þau væru 10% hærri en erlend tilboð. Jafnframt lagði forseti Landssambandsins ríka áherzlu á, að iðnaðurinn nyti jafnréttis á við aðrar atvinnu * greinar um vaxtakjör, aðgang að stofnlánum og yfirleitt í þeim efnum er snerta hags- muni iðnaðarins. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, flutti mjög at- hyglisverða ræðu við setn- ingu Iðnþingsins. Hann upp- lýsti, að á næstu tveimur ára tugum mundu 8000 manns koma til starfa í alm. lðnaði en tuttugu ára reynsla hér- lendis sýndi, að hver einn maður í almennum iðnaði kallar á þrjá menn í öðrum iðngreinum og þannig mundu » þessir 8000 menn í almennum iðnaði, skapa þörf fyrir 24000 manns í öðrum iðngreinum, sem áætlað væri að skiptist þannig: 17000 í ýmsan þjón- ustuiðnað, 4000 í byggingar- iðnað og 3000 í framleiðslu rafmagns og vinnu við sam- göngur. Ennfremur upplýsti Jóhann Hafstein, að þeir 500 menn, sem mundu vinna við álbræðsluna í Straumsvík leiddu til atvinnu fyrir 1500 aðra. Iðnaðarmálaráðherra sagði ennfremur, að aukning ‘hreinna gjaldeyristekna veitti svigrúm til fjórum sinnum meiri aukningar þjóðartekna og mætti því ætla, að ál- bræðslan ein leggði grund- völl að 1800 milljóna aukn- ingu þjóðartekna, sem að sjálf sögðu mundu dreifast um hag kerfið og stofna til nýrra verk efna m.a. á sviði iðnaðar. Loks lagði Jóhann Hafstein áherzlu á, að framleiðslugeta íslenzks iðnaðar væri ekki að fullu nýtt og benti það til. þess, að aðstoð við iðnaðinn þyrfti fremur að felast í aukn um rekstrarlánum en fjárfest ingarlánum. í framhaldi af þessu vakti iðnaðarmálaráð- herra athygli á nauðsyn þess, að afla nýrra markaða fyrir íslenzkar iðnaðarvörur. Þessi athyglisverða ræða Jóhanns Hafsteins, iðnaðarmálaráð- herra, sýnir glögglega að framundan eru ný og mikil tækifæri fyrir íslenzkan iðn- að sem hann er nú betur und- irbúinn að takast á við en áður. « AFTURHALDS- SÖNGUR að er alkunna, að Framsókn armenn hafa allt frá upp hafi haft allt á hornum sér gagnvart Vestfjarðaáætlun um framkvæmdir á sviði sam göngumála. Síðast í gær segir Tíminn að þingmenn stjórn- arandstæðinga á Vestfjörðum muni aðeins hafa „fengið að sjá drög að vegalögum á norsku!“ Þessari vitleysu hafa Fram sóknarmenn staglast á allt frá því að Vestfjarðaáætlun- in um umbætur í samgöngu- málum varð til. Sjálfir vita þeir þó að allar þær fram- kvæmdir í vegamálum, sem unnar hafa verið og unnar verða, samkv. Vestfjarða- áætlun eru í vegáætlun, sem ekki er vitað annað en sé á íslenzku. Sama máli gildir um framkvæmdir í hafnar- málum og flugmálum. Þær getur að líta í fjárlögum. í gær grípur Tíminn svo í það hálmstrá að fundur ungra Sjálfstæðismanna, sem haldinn var á ísafirði um síð- ustu helgi, hafi ekki gert neina ályktun um fram- kvæmdir samkv. Vestfjarða- áætlun. Á þetta að sýna áhuga leysi ungra Sjálfstæðismanna fyrir vestan á þessum þýð- ingarmiklu framkvæmdum. En Framsóknarmenn gleyma því, að á kjördæmisráðsfundi Sjálfstæðismanna íVestfjarða kjördæmi, sem haldinn var 14. sept. sl. var einmitt gerð ályktun um þessi efni. Þar segir: , „Fundurinn fagnar þeim miklu framkvæmdum, sem unnar hafa verið í samgöngu málum á Vestfjörðum á síðustu árum. Leggur fundur <T'> 111 r 1 II V v U Fi ft N 101 \ H IEI III /11 1 Biaframenn fá frönsk vopn „NIGERIA“ getur aldrei brotið okkur á bak aftur“, lýsti Ojukwu leiðtogi Biafra yfir frammi fyrir ráðgefandi þingi og ráði höfðingja og öldunga, sem eru æðstu valdastofnarnir borgaralegs eðlis þar. „Nú fyrst byrjar stríðið“. Hershöfðingjanum var trúað og lýst yfir trausti á honum í stöðu hans og honum falið að halda áfram haráttunni gegn sambands- stjórninni í Nigeriu — „þar til sigur væri unninn“. En sigurinn er ósennilegri en nokkru sinni fyrr, því að: Aðeins tæpur tíundi hluti Biafra, sem var upp- haflega rúmi. 76.000 ferkm. að flatarmáli, er enn á valdi Ibohermanna. Aðeins ein meiri háttar borg — Umuahia — er enn nokkum veginn örugglega á valdi Biafra. Aðeins einn flugvöllur er enn fyrir liendi í frum- skóginum — „Annabelle" — þar sem flugvélar, er flytja birgðir og vopn, geta lent í Biafra. Hversu lengi það verður unnt, er óvíst. Yfirmaður saimbandsstjómarinnar, Gow- on hershöfðingi, hefur sikipað hermönnum sínum að vinna lokasigur og þeir saekja að lokavígi Ojukwus í frum- skóginum úr öllum áttum. En leiðtogi Biafra vill ekki gefast upp — þrátt fyrir það að meira en 6 millj. flótta- manna dveljist á því land- svæði, sem hann hefur enn á valdi sínu ( og vita senn ekki, hvert þeir eiga framar að flýja), þrátt fyrir það að' -sennilega hafí meira en hálf milljón manns misst líiið í borgarastyrjöldinni, þrátt fyr ir það að nú deyi daglega milli 8.000 og 10.000 manns úr hungri og þrátt fyrir það að jafnvel stuðningsmenn hans sjálfs verði reikulli í trúnni á sigurinn. Með leynd voru stjómar- völdin í London, París og Lagos látin vita, að Biafra vildi að nýju tengjast sam- bandsríkinu, ef Bretar, Frakk- ar og tvö ríki í Afríku vildu tryggja frið og ef samnimga- menn Biafra í friðarviðræð- unum mættu tilnefna hers- höfðingja, sem yrði land- stjóri í Biafra. En Biafra-haukuriinin Oju- kwu fann öflugam vin — de Gaulle Frakklamdsforseta. Herðiiöfðinginn hefur að vísu ekki viðurkenmt lýðveldi Ojukwus, en hvað eftir annað rætt um rétt Biafra til sjálf- stjórnar. Það var fyrst í síð- ustu viku, að Debré utanrík- isráðherra lýsti því yfir, að þessi réttur ætti að vera fyrir hendi, og andstöðuvilji íbúanna í Biafra færði sönnur á þennan rétt. Debré kvartaði einnig yfir því, „að mjög miklar vopnasendingar ættu sér stað til Lagos“. Hann minnist ekkert á vopnasend- Ingar frá Frakklandi til Biafra. Opinberlega hafa hveirs Libreville-lo'ftbrúln Steiner yfirmaður skærulið- anna. „Við gefumst aidrei upp“. konar vopnasölur til Biafra eða sambandsstjórnarinmar verið bannaðar í Frakklandi. En franska stjórnin lætur það að minmsta kosti líðast þegj- andi og jafnvel lætur sér það vel líka, að komið hefur verið upp mikilli vopnaflutninga- loftbrú frá Libreville, höfuð- borg Gabons, til Biafra. Að vísu hefur framska utan ríkisráðuneytið borið þá frétt til baka, að 3 tonm ai vopn- um og skotfærum bærust frá Frakklandi dag hvern til Biafra. Aðeins matvæli og lyf væri flutt þangað af Rauða krossi Frakklamds. Ef Frakk- land flytti þangað vopn, í raun og veru, þá myndi það ekki verðe neim smásend img sem þessi á dag. í reyndinni er hún að minnsta kosti helmingnum meiri. Senmilega fljúga 20 flugvélar með fronskum áhöfnum frá Libreville til „Annabelle“-flugvallarins dag lega. Hernaðaraðstoðin kem- ur að vísu einungis úr vopna- búrum Gabons, em þau eru jafnharðan fyllt af Frökkum, er Gabon þarf á vopnum að halda, em Frakkland hefur gert varnarsamnimg við þessa fyrverandi nýlendu sína. Ojukwu telur sig geta treyst á að fá vopn frá Gabon. „Við erum“, sagði hamm í fyrri viku, „sterkari nú en fyrir hálfum mánuði og allt bendir til þess að við verðum enm öflugri". Ojukwu hefur látið útbúa herflokka með vélbyssum og eru þeir þjálfaðir fyrir skæru- hernað. Yfirmaður þeirra er Þjóðverjinn Rolf Steiner, sem áður fyrr ‘ var í frönsku út- lendingahersveitinni, og ræð- ur hann nú yfir 15.000 mamma liði. í beinum bardögum munu vopn Biframanna ekki nægja gegn árásarmætti sambands- hersins. Þetta játar Steimer em bætir við: „Það sem okkur berst er meira en nóg fjrrir skæruhermiað. Hér munum við aldrei gefast upp. Með þessum hætti getur styrjöld- in staðið yfir i 4—7 ár“. Þýtt og endursagt. inn höfuðáherzlu á, að fram- kvæmdum samkv. Vestfjarða áætlun í samgöngumálum verði lokið á næsta sumri.“ Ennfremur segir í ályktun kjördæmisráðsins: „Fundurinn leggur ríka áherzlu á, að fyrirhugaðri Vestfjarðaáætlun í atvinnu- málum verði hraðað og við gerð hennar sé haft náið sam- ráð við forustumenn í atvinnu lífinu og sveitastjórnir. Að því verði stefnt að áætl uninni verði lokið í síðasta lagi vorið 1969.“ Vítanlega áttu ungir Sjálf- stæðismenn sinn þátt í þess- ari ályktun, enda hafa þeir mikinn áhuga á áframhald- andi fr^mkvæmdum. samkv. V estf j arðaáætlun. Þessi afturhaldstónn Fram- sóknarmanna um Vestfjarða- áætlunina sýnir betur en flest annað dæmalausa þröngsýni þeirra. Vegna þess að þeir höfðu ekki forustu ,um samn- ingu þessarar áætlunar, sem haft hefur í för með sér stór- felldar umbætur fyrir Vest- firðinga, fjandskapast þeir við hinar þýðingarmiklu fram kvæmdir ár eftir ár. Samkv. Vestfjarðaáætlun í sam- göngumálum munu verða unn ar framkvæmdir fyrir 230— 240 millj. kr. Hafa þegar ver- ið teknar í notkun nýir vegir, nýjar hafnir og flugvellir í skjóli þessarar áætlunar. En Framsóknarmenn halda á- fram að líta hana hornauga. Vitanlega leggja Vestfirð- ingar mikla áherzlu á gerð Vestfjarðaáætlunar á öðrum sviðum, en samgöngumálum. Hefur þegar verið gerð rammaáætlun, sem nauð- syn ber til að ljúka hið fyrsta. Þess vegna tók kjördæmis- ráðsfundur Sjálfstæðismanna málið upp og gerði um það fyrrgreinda ályktun. En auð- vitað þarf ekki að búast við því að Framsóknarmenn hafi á þessu mikilvæga starfi ann- an áhuga, en að kyrja um það afturhaldssöng sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.