Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« NÆSTKOMANDI laugard. þann 12. þ. m. verður leikrit Guð- mund.ar Kambans, Vér morð- ingjar, sýnt í 50. sinn hjá í>jóð- leikhúsinu. Af þeim sýningar- fjölda, er leikurinn sýndur 35 sinnum úti á landi og 15 sinnum á sviði Þjóðleikhússins. Leikur- inn var frumsýndur þann 20. apríl sL í 18 ára afmæli Þjóð- leikhússins. Sýningin hlaut mjög gáða dóma a,llra gagnrýnenda daglblaðanna. Fróðlegt væri í því sambandi að rifja örlítið upp það, sem gagnrýnendur sögðu um frammistöðu leikaranna og um sýninguna í heild. Sigurður A. Magnússon í Mbl. 23/4: „Kristbjörg Kjeld fór með hlutverk Normu og gerði því slík skil þegar fram í sótti, að í minn- um verður haft.“ Ásgeir Hjartarson segir í Þjóð- viljanum: 25/4: ,JÉg vil óhikað hvetja alla, sem leikmenntum utina, til þess að sjá þessa vönd- uðu og hugtæku sýningu, hún svíkur engan“. Loftur Guðmundsson segir í gagnrýni sinni í Vísi 23/4 sl.: „Annars ber öll sviðssetningin því vitni að mjög vel er til sýn- ingarinnar vandað“. Ólafur Jónsson segir í Aliþýðu- blaðinu 23. apríl sl.: „Kfistbjörg hefur margt vel gert undanfarið, en Norma Mclntyre mun þó vera hennar mesta og bezta verk um langt skeið“. Halldór Þorsteinsson segir í Tímanum þann 28. apríl sl.: „Leikstjóm Benedikts Árnason- ar á Vér morðingjar er traust og örugg og honum til stórsóma". Myndin er-af Gunnari Eyjólfs- syni og Kristbjörgu Kjeld í aðal- hlutverkunum. Fréttatilkynning frá Þjóðleikhúsinu. Aðallulltrilar LÍV ú þing ASf kosnir EFTIRTALDIR fulltrúar, 51 a» tölu, voru kjömir aðalfulltrúar Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna á 31. þingi ASÍ.: Guðjón Finnbogason, Akranesi, Hafliði Guðmundsson, Akureyri, Kolbeinn Helgason, Akureyri, Irtgólfur Gunnarsson, Akureyri, Óskar Jónsson, Selfossi, Kristinn Guðnason, Hafnarfirði, Gestur Kristjánsson, Borgarnesi, Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík, Gunnar Möller, Siglufirði, Garðar Ein- arsson, ísafirði, Hannes Friðriks son, Bíldudal, Guðni Friðriksson, Stykkishólmi, Guttormur Ósk- arsson, Sauðárkróki, Kristján Magnússon, Egilsstöðum, Ellert Karlsson, Vestmannaeyjum, Magnús Ingvarsson, Þykkvabæ, Kristján GuðlaugsSon, Keflavík, Guðfinnur Sigurvinsson, Kefla- vík, Sigurður Sturluson, Kefla- vík. Eftirtaldir fulltrúar voru kjörn ir í Reykjavík: Guðmundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveinsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Björn Þórhallsson, Bjarni Felixson, Halldór Frið- riksson, Helgi E. Guðbrandsson, Óttar Októsson, Richard Sigvu-- baldursson, Grétar Haraldsson, Elís Adolfsson, Steindór Ólafs- son, Einar Ingimundarson, Odd- geir Bárðarson, Ottó J. Ólafsson, Ragnar Guðmundsson, Guð- mundur Karlsson, Sverrir Her- mannsson, Stella M. Jónsdóttir, Gunnar Petersen, Baldur Maríus son, Gísli Gíslason, Böðvar Pét- ursson, Þórarinn Óskarsson, Jón ívarsson, Garðar Siggeirsson, Bragi Lárusson, Baldur Óskars- son, Björgúlfur Sigurðsson, Sig- urður ' Guðmundsson, Sigurður Geirdal, Baldvin Einarsson. KENNSLUBÓK í STARFSFRÆÐI NÝKOMIN er út hjá Ríkisútgáfu námsbóka önnur útgáfa af Starfsfræffi eftir Kristin Björns- son, sálfræðing og Stefán Ól. Jónsson, námsstjóra. Myndskreyt ingu hefur Þröstur Magnússon annazt, en í bókinni eru alls 67 myndir. Þetta er kennslubók í starfs- fræði, ætluð fólki á aldrinum 14)—<17 ára, svo og öðrum þeim, sem hyggja á náms- og stöðuval. í bókinni eru gerð skil aðal- atriðum námsefnis í starfsfræði, og ætlazt er til, a<5 kennarar geti notað hana við kennslu. Bókin greinist í nokkra aðal- hluta. Fyrst er stutt yfirlit um atvinnuþróun, einkum hér á landi. Því næst er kafli um störf og starfs'hópa. Þá er sérstakur kafli með mörgum skýfingar- myndum um skóla og náms- brautir og annar um vinnustað- inn og aðstöðu þar. Síðasta hluta bókarinnar er ætlað að leiðbeina nemendum við sjálft nátms- og starfsvalið. Þar er drepið á helztu atriðin, sem hafa þarf í huga við náms- og starfsval. Ætla má, að bók þessi verði öllum gagnleg, sem vilja kynna sér nám og námsbrautir hér á landi, því að í henni er að finna ýmsar upplýsingar um þau mál. Þó mun bókinni fyrst og fremst Fiskveiðilögsaga USA verður 12 mílur f BANDARÍSKA tímaritinu „Fishing News International" birtist nýlega eftirfarandi grein tto fiskveiffilögsögu Bandaríkj- anna: Bandaríkin hafa bannað fisk- veiðar allra erlendra skipa innan Skreibarkaup- maðurirm farirm utan | BIAFRAMAÐURINN Nnana | i Kalu, sem hingað kom til að, [athuga möguleika á því að fá ' ' skreið að láni, fór utan í fyrra I dag. Þóroddur E. Jónsson, | skreiðarkaupm., tjáði Morg-J unblaðinu í gaer, að Kalu; ' myndi senda frá London ná- kvæma skýrslu um mögu- | leika á því að koma skreið til j l Biafra, en of dýrt er að senda ; 'skreiðina flugleiðis. Sagði Þóroddur, að fullur | jvilji væri fyrir hendi að, l hjálpa Biaframanninum, ef ó- ? dýrari flutningsleiðir fyndust.' 12 mílna frá ströndum landsins, nema sérstakur samningur hafi veriff gerffur þar um. Johnson, forseti, hefur undirritaff lög þess efnis og þar meff tekiff af allan vafa um bandaríska fiskveiðilögsögu. Ásamt nokkrum öðrum þjóð- um neita Bandaríkin enn að við- urkenna fiskveiðilögsögu nokk- urra Suður-Ameríkuríkja, þar sem fiskveiðilandhelgin er allt, að 200 mílur. Equador sektaði nýlega fjóra túnfiskveiðibáta um samtals 202 þúsund dali fyrir veiðar innan landhelgi, en þeir bátar voru 21 til 25 mílur undan strönd landsins. Bátarnir voru látnir lausir eftir að sektin hafði verið greidd, en líklegt er talið að stjóm Bandaríkjanna muni endurgreiða eigendum þeirra sektina. Bók um hvildarþjálfun ÚT er komin hjá ísafoldarprent- smiðju hf bókin „Hvíldanþjálf- un“ eftir prófessorinn J. H. Schultz, taugalækni í Berlín. Þýðandi er Yngvi Jóhannesson. Þetta er æfingabók, tæpar 40 blaðsíður að stærð. Þó er ráðlagt, að æfingarnar séu gerðar undir eftirliti læknis. Tvær nýjar orðabækur íslenzk-dönsk og íslenzk-þýzk TVÆR langþráðar orðabækur eru nú í smíðum og koma út hjá fsafold. Það eru íslenzk-dönsk orðabók og íslenzk-þýzk orða- bók, en slíkar orðabækur hafa ekki verið til fyrr á íslandi, etf frá er talin orðabók Sigfúsar Blöndals. Ingvar Brynjólfsson, mennta- skólakennari, vinnur að íslenzk- þýzku orðabókinni og er handrit næstum tilbúið. Islenzk-danska orðabókin hefur verið í meira en áratug i undirbúningi. Hana gera Ole Widding, próf., og Haraldur Magnússon. Þetta mun verða 10C árka bók og er búið að setja hana að hálfu. Nú hefur Preben Sör- ensen komið til aðstoðar við bókina og býst ísafold við að hún geti komið út í lok næsta árs. ætlað að vekja æskufólk til um- hugsunar um sjálft náms- og starfsvalið og þann undirbúning, sem fara verður fram, áður en valið er. Sá undirbúningur felst í því að kynna sér vel atvinnu- líf og verkaskiptingu samfélags- ins, námsbrautir og eigin óskir, áhuga og getu. Prentun bókarinnar annaðist Prentsmiðja Hafnanfjar^ar hf. )Asiuinflúenza i \Bandarikjunum , ASÍUINFLÚENSA er tekin að [breiðast út 1 Bandaríkjunum I og var tilkynnt um fyrstu i veikindatilfellin sl. föstudag. iVeikin mun hafa borizt frá | Hong Kong og Saigon með I bandarískum embætitismönn- | um. Þar sem við ræktun hef , ur komið í ljós, að þessi [flensa er af öðrum stofni en ) sú sem geisaði í Bandaríkjun- ) um á sl. ári er bóluefnið sem j var framleitt þá gagnsíaust. Unnið er nú látlaust að því ) að framleiða bóluefni gegn jþessari síðustu inflúensu, en , óttazt, að ekki reynist unnt [að hefta útbreiðslu hennar ) nema að takmörkuðu leytL Fegurðar- sumkeppni Tókíó, 9. okt. (AP). Alþjóffa fegurffarsamkeppni fór fram í Tókíó nú í vikunni, og voru Úrslit tilkynnt þar í dag. Sigur- vegari varff ungfrú Brasilía, Maria da Carvalho. Er þetta í fyrsta skipti sem keppni þessi er haldin utan Bandarikjanna. Hún hefir til þessa alltaf veriff haldin á Long Beach (Langasandi) í Kaliforníu. Frú Sulem- sturfinu ú „Svifur að hausti, og svalvfðr- ið gnýr“. Þannig kvað skáldið eitt sinn að afliðnu sumri, sól var farin að lækka á lofti, skamm- degið nálgaðist og allra veðra var von. Þetta er saga sem endur tekur sig. Fáir reyna svo hin snöggu um- skipti íslenzkrar veðráttu sem sjómennirnir. 1 skammdegis- myrkri og hríðarbyl verða þeir oft að heyja hina hörðu baráttu á hafinu. Þegar til hafnar er kom ið þarfnast þeir því mest hvíld- ar. Þeir sem ná til heimila sinna, njóta samverunnar me'ð ástvin- um sínum, en þeir eru margir sem eru í fjarlægri höfn, og hvar hafa þeir athvarf? Sjómannaheimilin, eru til þess að greiða götu þessara manna og hjálpa þeim á margvíslegan hátt. Því miður stöndum við ís- lendingar langt að baki nágranna þjóðum okkar að þessu leyti, þó við á mörgum sviðum öðrum, séum í kapphlaupi við þær, og stöndum þeim framar í sumum greinum. Þetta stafar af meiri kristilegum áhuga, þessara þjóða, því öll þessi heimili og starfsem- in í heild, eru rekin á Rristileg- um grundvelli og borin uppi af kristnu áhugafólki. Ég hefi oft áður vakið máls á þessu, og bent á hve mikil nauð- syn er á slíkum heimilum hér á landi, og vonandi á þetta eftir að breytast til hins betra. Engir finna þetta betur en sjómennim ir sjálfir, enda kom fram ein- dregin ósk um þetta á sfðasta s j ómannasambandsþingi. Að þessu sinni ætla ég sér- staklega að minnast á einn þátt þessarar starfsemi, jólagjafir til sjómanna sem fjarri eru ástvin- um sínum um jólin. Allir vilja helzt vera heima um jólin, en margur sjómaðurinn verður stöðu sinnar vegna að neita sér um þetta. I Noregi og Danmörku er mér kunnugt um að snemma á vorin og fram eftir vetri berast gjafir til sjómannaheimilanna í þessu skynL Víðsvegar í bæ og byggð eru sjómunnu- ísufirði starfandi kvenfélög og sauma- klúbbar, sem vinna að þessu bæði með því að safna fé til starfsins, og svo vinna konumar sjálfar ýmiskonar efni í jólapakk ana. Trúa'ðar konur senda oft línu með í pakkanum til hins „óþekkta sjómanns" og skíra frá persónulegri reynslu sinni í sam- félaginu við Drottin. Nú vil ég víkja máli mínu sér- staklega til íslenzkra kvenna. Nú þegar „Svífur að hausti" og þið hefjið félagsstarfsemi ykkar, er þá ekki möguleiki fyrir hendi að þið takið þetta málefni til ræki- legrar athugunar? Og heitið þvi stuðninigi yðar. Salem sjómannastarfið á Isa- firði vinnur að þessum málum eftir því sem möguleikar eru fyrir hendi, hverju sinni. Með byrjun desember er farið a'ð gefa jólapakka um borð í þau skip sem næst til, og vitað er um að verða fjarri heimahöfn um jólin. Þá er einnig öllum að- komnum sjómönnrun boðið til sérstaks hátíðafagnaðar um jólin, heima í „Salem". Munu margir eiga ljúfar og ógleymanlegar minningar frá þeim samveru- stundum. Á sjúkrahúsinu eru oftast einhverjir sjómenn, til þeirra er farið með pakka á að- fangadagskvöld. Sl. ár voru gefn- ir 190 pakkar til íslenzkxa sjó- manna, og 182 til erlendra. Nú get ég ekki látið hjá líða, að þakka öllum þeim sem þegar hafa styrkt þetta starf á einn eða annan hátt. Ég veit að Guð hefir launað ykkur ríkulega. Hér eftir sem hingað til mun ég taka á móti gjöfum í þessu skyni, þvl fyrr því betra, svo tími vinnist til að ganga frá þessu hér. „Guð elskar glaðan gjafara" og sér- hver maður gleðst sem styrkir gott málefni. Að endingu sendi ég öllum sjó mönnum, aðstandendum þeirra, og velunnurum innilegustu bless unaróskir. F.h. Salem Sjómannastarfsins. Sigfús B. Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.