Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« 11 1111 Forsíða bókarinnar Vor við sæinii. Myndin á kápnnni er eftir Sverri Haraldsson listmálara. 26 lög Oddgeirs ÁÐUR en Oddgeir Kristjáns- son lézt hafði hann gengið frá handriti að bók með 26 söng'- lögnm, sem hann hafði gert. Bæjarstjórn Vestmannaeyja var þá búin að samþykkja að styrkja útgáfu á lögum Odd- geirs. Nú er þessi bók að koma á markaðinn, en hún var prentuð í Austurríki. Bókin heitir Vor við sæinn, og á forsíðu bókarinnar er mynd frá Vestmannaeyjum eftir Sverri Haraldsson, list- málara. Svava Guðjónsdóttir, kona Oddgeirs, er útgefandi bók- arinnar, en bókin verður seld í hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. Oddgeir Kristjánsson varð þjóðkunnur maður fyrir sín vinsælu lög, sem mörg hver voru samin í tilefni þjóðhá- tíðar Vestmannaeéja ár hvert, en þau hafa margoft orðið landfleyg og nú síðast með flutningi sextetts Ólafs Gauks á Oddgeirshljómplötunní í sumar. Lög Oddgeirs hafa unnið hug bæði eldri sem yngri, gömul og ný. í bókinni Vor við sæinn, eru textar við lögin eftir hina ýmsu höfunda og má þar nefna m. a. : Ása í Bæ, Jóhann Sigurjónsson, Árna úr Eyjum, Loft Guðmundsson og Tómas Guðmundsson. Færð yfirleitt sæmileg á helztu þjóðvegum — Unnið að mokstri nokkurra fjallvega í gœr FÆRÐ var í gær allgreið á helztu þjóðvegum landsins nema á nokkrum fjallvegum. Verið var í gærdag að moka veginn yfir Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði og Oddsskarð, og einnig var vegur- inn milli Raufarhafnar og Þórs- hafnar opnaður. Þá var Ólafs- fjarðarmúúli þungfær, og aðeíns fær stórum bílum. Að öðru leyti er færðin milli Reykjavíkur og Akureyrar all- sæmileg. Þó þarf að fara yfir Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu á vaði, vegna viðgerðar á brúnni. Er veitt þar aðstoð á venjuleg- um vinnutíma ef þörf krefur. Á Vestfjörðum er vegurinn yf ir Þingmannaheiði ófær, en verð ur mokaður í dag, ef veður leyf ir. Þá var í gær verið að aðstoða fjárflutningabíl yfir Þorskafjarð arheiði úr Djúpinu. Viðskiptolræðingur óskost Hálfopinber stofnun óskar að ráða viðskipta- eða hagfraeðing til starfa nú þegar eða fljótlega. Sá sem ráðinn verður mun einkum vinna við data- söfnun, úrvinnslu þess og birtingu niðurstaða, ásamt skipulagningu á framtíðarverkefnum stofnunarinnar. Góð laun fyrir góðan mann. Þeir sem vilja kynna sér starfið, leggi nákvæmar upplýsingar um eigin persónu og starfsferil inn & «f- greiðslu blaðsins merktar: „Trúnaðarmál — 2072“. 18 mánaða fangelsi fyrir að eiga byssu Aþenu og London 8. október NTB—AP FYRRVERANDI sjóliðsforingi í gríska flotanum, Konstantin Loundras, er áður hafði hlotið viðurkenningu sem striðshetja, var í gærkvöldi dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þrátt fyrir það, að ákæruvaldið hefði einungis farið fram á, að hann hlyti 6 mánaða fangelsi. Það var herdóm stóll, sem kvað upp þennan dóm og var Loundras gefið að sök að hafa haft í fórum sínum skammbyssu og eitthvað af skot færum. Loundras er kvæntur Helenu Vlachos, kunnum blaða- útgefanda og andstæðingi grísku herstjórnarinnar. Flýði hún til London, eftir að herstjómin komst til valda. „Þetta sýnir tómt hatur“, sagði Helena Vlachos um dóminn yfir manni sínum. „Hér er í raun- inni alls ekki um það að ræða að hafa átt skammbyssu", bætti hún við, „heldur er þetta það réttlæti, sem nú er sýnt foringj um, sem innt hafa af hendi skyldu sína alla æfi“. Loundras var dæmdur sam- kvæmt lögum, sem sett vom af herstjórninni, daginn eftir að herinn hrifsaði til sín völdin. Skammbyssu sína kvaðst Lound ras hafa keypt 1947, þegar hann var í flotanum, og fannst hún, er lögreglan gerði húsrannsókn í íbúð hans eftir morðtilraunirua í George Papadopoulos forsætis- ráðherra herstjórnarinnar í ágúst sl. Frú Vlachos skýrði frá því, að venjuleg refsing fyrir að hafa undir höndum skotvopn án leyfis væri þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi. „Hver og einn getur dæmt um það sjálfur, að þetta er gert af eintómu batri“, sagði hún. Áður fyrr átti hún tvö dagblöð í Grikklandi, sem hún hætti útgáfu á, er hún flýði til Bretlands. NÝKOMIÐ plastskúffur og virgrindur i skápa 4 J. Þorláksson & Norðmann hf. Látið okkur snjónegla alla hjólbarða yðar með hinni sjálfvirku, full- komnu O.K.U. neglingarvél, sem við höfum í notkun á hjólbarða- vinnustofu okkar. Með vélinni má snjónegla allar tegundir snjó- hjólbarða. Nákvæmni hennar tekur öllum öðrum vélum fram. Af annarri þjónustu okkar má nefna að við: Skerum snjómynstur í hjólbarða, eins og undanfarna vetur. Höfum sérstaka vél til að losa hjól undan stórum bifreiðum. Höfum fullkomna ballancevél til að jafna misþunga í hjólbörðum fólksbíla. Seljum allar stærðir af snjóhjólbörðum. Sendum um allt land gegn póst.kröfu. — Viðgerðarverkstæði okkar er opið alla daga kl. 7.0—22. Gámmívinniastofan Skipholti 35. — Reykjavík. — Sími 31055. BIFREIDASTJÓRAR hjólbarðaverksmiðjurnar nota eingöngu þessa vél við að snjónegla alla sína vetrarhjólbarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.