Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196«
Þingsetningarrœða forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns:
„Til Alþingis lítur þjdöin
um úrræði og forustu“
Fyrsti stórviðburður sögu vorr
ar næst landnáminu sjálfu var
stofnun Alþingis, sem vér höf-
um fyrir satt að yrði ári’ð 930 á
Þingvöllum við Öxará, ag eru
þá liðin 1038 ár síðan. En frá
því Alþingi var endurreist hér
í Reykjavík eftir að hafa legið
niðri um skeið, eru 123 ár. Frá
þeim tímamótum er þetta 104.
samkoma Alþingis, en síðan Al-
þingi fékk löggjafavald 1874 er
þetta hið 89. þing í röðinni, en
71. aðalþing.
Hálf öld er nú liðin, siðan ís-
land varð, fullvalda ríki. Árfð
1918 ber hátt í sögu þings og
þjóðar, og vér mmnumst þess
sérstaklega á þessu ári.
'' Upprifjim nokkurra ártala við
setningu Alþingis er til þess fall
in að minna á hina löngu og
merku sögu, sem þessi stofnun á
að baki. í þjóðfélagi voru eru
flestar stofnanir ungar að árum,
þar á meðal margar af mikil-
vægustu og virðulegustu stofn-
unum landsins. Alþingi er hins
vegar nokkum veginn jafngamalt
þjóðinni sjálfri. Þótt saga þess
sé ekki með öllu í órofnu sam-
hengi og gengið hafi á ýmsu um
völd þess og virðingu á ýmsum
skeiðum þessa langa tíma, er
það eigi að sfður sama stofnunin
frá upphafi vega og fram á þenn
an dag. Hlutverk þess nú er hið
sama og þá, að setja þjóðinni lög,
greiða veg hennar í hverjum
vanda, sem að höndum ber og
finna nýjar leiðir henni til heilla
í veraldlegum og menningarleg-
um efnum. Til Alþingis lítur
þjóðin um úrræði og forustu, og
þeirrar ríkisstjórnar, sem ábyrgð
ber fyrir þvi, til þess sækja aðr-
<ar stofnanir styrk sinn. Hjá Al-
þingi vonast þjóðin eftir frum-
kvæði að góðum málefnum og
stúðningi við góð málefni, sem
fram koma utan þingsala. Störf
og áhrif Alþingis varða líf og
hag hvers manns í landinu, þau
ráð, sem það ræður, eru sam-
tvinnuð öllu þjóðlífinu.
En hagur og viðgangur þjóðar
á hverri líðandi stund er undir
ýmsu kominn. Margt er í því
efni, sem mannlegur máttur fær
ekki við ráðið. Veður ræður
akri, sögðu fommenn, og það
gerir þáð enn. Auðlindir nýtast
misjafnt frá einu skeiði til ann-
ars og frá ári til árs, og um það
getum vér íslendingar úr flokki
talað, sem búum við harla mis-
jafnt árferði til lands og sjávar.
- Liggur í augum uppi, hve mjög
heill og gengi þjóðarinnar er
háð áhættusömum atvinnuveg-
um vorum. Þótt nú ári ekki vel,
kennir sagan oss, að harðari veðr
áttu geti verið að vænta en nú
er þessi árin, og er rétt að láta
sér ekki sjást yfir það. En sagan
kennir einnig, að góð og vond ár,
erfi'ð og hagsæl tímabil, skiptast
á. Góðu árin eiga að bæta hin
upp, og það er stjórnvizka að
stuðla að því, að svo verði. Veð-
ur ræður akri, en vit syni, kváðu
fornmenn og vissu, að hvort
tveggja gat brugðið til beggja
vona. Það vitum vér einnig og
reyndar meira. Vér vitum, að
vit sonarins, í vfðri merkinigu,
á að bæta úr þeim misbresti,
sem óhjákvæmilega verður á akr
inum öðru hverju. Vér eigum að
vísu mikið undir veðri og vind-
um, en þó á þjóðin, þegar á allt
er litið, mest undir sjálfri sér,
hvemig hún vinnur verk sín, að
hver hönd njóti sín að hagnýtu
starfi og njóti sín sem bezt. Það
skiptir mestu máli. Búið þarf
margs við, og störfin em marg-
vísleng, en öllum er þeim það
sameiginlegt, að svo farnast bú-
inu bezt, að þau séu vel unnin.
Til þess þarf menntun og kunn-
áttu í starfi, hvert sem það er,
og það siðferði að vilja vinna
verk sitt vel og kunna að meta
það sem vel er gert.
En þótt satt sé, að vel unnin
verk, hverju nafni sem þau nefn-
ast, séu undirstáðan að góðu
gengi þjóðarinnar, er því ekki
að neita, að misjafnlega mikil
ábyrgð fylgir störfum manna.
Þeir, sem hljóta að taka mikils-
verðar ákvarðanir, sem varða hag
allrar þjóðarinnar, em í sérstöðu
að þessu leyti, því að árangurinn
af góðri viðleitni hinna getur far
ið eftir því, hvemig þeim tekst
tiL Alþingismenn eru öðrum
fremur í slíkri ábyrg'ðarstöðu.
Þjóðin hefur kjörið yður, góðir
alþingismenn, sem fulltrúa sína
og trúnaðarmenn til vandasamra
starfa í elztu og virðulegustu
stofnun sinni. Þar vinnið þér
yðar verk. Stundum er á orði
haft, að Alþingi njóti ekki þess
álits í vitund almennings, sem
það ætti að gera og eitt sinn
var. tJr því held ég sé of mikið
gert. Hitt er heldur, að menn
hafa ef til vill ekki hlítar áttað
sig á, að Alþingi vinnur nú öðru
vísi en áður, meðan viðfangsefni
voru færri og fábreyttari en nú.
Alþingi styðst nú í rikara mæli
en áður var við sérfræðilega
þekingu utanþingsmanna, og
störf þingmanna gerast fullt
eins mikið á umræðufundum og í
nefndum eins og í málstofum
- MINNING
Framhald af bls. 22
ur þá mörgum erfið landtakan á
ströndum himnaríkis, ef honum
hefur hlekkzt á í lendingunni,
svo mikill indælisdrengur sem
hann var.
Þegar ég fór til ekkju Guð-
mundar vinar míns til að fá tíma
sett ýms æviatriði, þá kom á dag
inn, að ég hafði gleymt gleraug-
unum mínum, en ég þarf orðið
all-sterk gleraugu við lestur eða
skriftir og sé ekki staf án þeirra.
Ég hafði strax orð á því að ég
yrði að snúa heim aftur til að
sækja gleraugun og stóð upp til
að fara. Áður en ég varð var við
gleraugnaleysið, hafði ég tekið
upp blokk, sem ég hafði párað á
áður en ég fór að heiman nokk-
ur atriði, sem ég þurfti að spyrja
um. Þegar ég nú ætlaði að stinga
blokkinn á mig um leið og ég
færi, þá blasti við mér það sem
ég hafði punktað hjá mér heima
og það var þá eins læsilegt fyrir
mér eins og ég hefði mín sterku
gleraugu. Ég varð skiljanlega
meira en lítið hissa, settist aftur
og tók til að skrifa eins og ég
hefði fulla og ágæta sjón, og lauk
erindinu.
Þegar ég kom heim var það
mitt fyrsta verk að taka hand-
skrifaða örk, sem lá á skrifborð-
inu til að fullvissa mig um, hvort
sjón mín hefði tekið einhverjum
verulegum breytingum og skyndi
legum til bóta og það væri til
frambúðar. Það rann allt útí eitt
fyrir mér á þeirri örk. Það hafði
þá ekki verið nema meðan ég var
að hripa niður æviatriði Guð-
mundar vinar míns að sjón mín
hafði skerpzt. Það er margt
furðulegt í þessum heimi og
þetta var ekki einleikið. Það
hefði ekki verið ólíkt þeim látna
að vilja taka af mér krókinn við
að hlaupa eftir gleraugunum,
eða kannski hefur hann víljað
láta aðstandendur sína vita, að
hann væri ekki eins langt í burtu
og þeir máski héldu í sorg sinni.
Ásgeir Jakobsson.
þingsins. Þótt þannig beri minna
á einstökum alþingismönnum en
áður var, hygg ég að fólk viti,
að þeir skilja veg sinn og vanda,
og líti í trausti til þeirra um for-
ustu mála sinna.
Ég veit, a’ð alþingismenn
þurfa engrar brýningar við eða
áminningar um þær skyldur,
sem á þá eru lagðar. En það get-
ur aldrei verið ófyrirsynju að
minna á, hve mikið þjóðin á
undir því, að Alþingi og ríkis-
stjóm farnist giftusamlega störf
sín. Og allra sízt er það ófyrir-
synju nú við setningu þessa
þings, sem á fyrir höndum að
glíma við alvarlegri vandamál
en við hefur verið að etja lengi.
Um þau vandamál hafa rá’ða-
menn þjóðarinnar rætt opin-
skátt mánuðum sarnan. Engum
dylst, að þjóðin á í miklum efna
hagsörðugleikum og þarf mikils
með til að verjast stóráföllum.
Og það dylst heldur engum, að
þetta þing verður að takast á
við vandann. Þá bjartsýni verð-
ur að leyfa sér, að vona að því
aúðnist að finna þær leiðir, sem
færastar eru, eftir öllum mála-
vöxtum. Sú er von þjóðarinnar
og sú er ósk mín þessu þingi til
handa.
Eins og yður er kunnugt, er ég
fyrir skömmu kominn til þess
embættis, sem færir mér þá
skyldu og virðingu að höndum
að setja Alþingi Islendinga.
Margir yðar, sem ég nú stend
frammi fyrir, eigið að baki yðar
langan feril í þessari stofnun.
En þó að ég sé nýliði hér, er
mér það ánægjuefni að hafa um
langt skeið verið persónulegur
kunningi margra alþingismanna,
þar á meðal margra ýðar, sem nú
eigið sæti á Alþingi. Og vegna
þess embættis, sem ég gegndi áð-
ur, hef ég átt góð samskipti við
marga yðar, alþingismenn úr öll-
um stjórnmálaflokkum. Það
embætti, sem þjóðin hefur nú
kjörið mig tiL felur í sér nýtt
og annars konar samstarf við
yður. Til þess samstarfs hygg ég
gott eitt. Ég býð yður alla heila
til þings komna. Ég óska þess,
að heill og blessun megi fylgja
störfum Alþingis. Ég bið yður
að rísa úr sætum og minnast
ættjarðarinnar
Dr. Kristján Eldjárn, forseti lslands flytur þingsetningar- ræðu sina.
Rússneskur diplomat
rekinn frá Italíu
Sakaður um njósnir, 4 ítalir handteknir
Róm 7. október NTB-Ap.
ITALSKA stjórnin hefur vís-
að rússneskum sendiráðsstairfs-
manni úr landi fyrir njósnir og
janfframt hafa fjórir ítalir verið
handteknir. Þetta er í þriðja
skipti á þrem árum sem Rússa er
vísað úr landi fyrir njósnir.
Sendiráðið í Róm neitaði að
gefa nokkra umsögn um málið.
Tveir ítalanna störfuðu í utan
ríkisráðuneytinu, en hvorugur
var í hárri stöðu. Annar þeirra
annaðist fjölprentunarvél, en
hinn var spjaldskrárritari. Sá
sem annaðist fjölprentunarvél-
foa gerði aukaeintök af mikil-
vægum skjölum, sem hann fékk
miíligöngumanni í hendur, en sá
kom þeim aftur til Rússa. Það
var ítálska gagnnjósnastofnun-
in sem handtók hann þegarhanm
var að afhenda milligöngumanm-
inum leyniskjal.
Eftirlit hefur verið haft með
honum síðan í maí, þegar í ljós
kom að hann gerði aukaeintök
af sumum skjölum. Hann hefur
ekki verið handtekinn fyrr því
gagnnjósnastofnunin vildi afla
frekari gagna og reyna að finna
fleiri sem væru viðriðnir njósna-
starfsemina. Mennirnir tveir,
sem voru utan ráðuneytisins eru
verzlunarmenn, en hafa ekki
verið nafngreindir, búizt er við
fleiri handtökum innan skamms.
Þau skjöl sem ítalarnir seldu
Rússum fjölluðu m.a. um utan-
ríkisverzlun- og sambönd Ítalíu
og um samninga landsins við
NATO. Að sögn munu ítalarnir
aðeins hafa njósnað fyrir pen-
inga, ekki af stjórnmálaástæðum.
Tvær Starfighter
þotur furust
Bonn, 9. okt. (AP-NTB9
Tvær vestur-þýzkar orustu-
þotur af Starfighter-gerð fórust
í dag, og með þeim að minnsta
kosti tveir flugmenn. Þotur þess
ar eru smíðaðar í Vestur-Þýzka-
landi samkvæmt bandarískum
teikningum og hafa reynzt
mestu gallagripir. Alls hafa nú
90 þotur af þessari gerð farizt,
og með þeim 46 flugmenn.
Önnur Starfighter-þotan fórst
'í Westfalen nálægt Lúhnen í
Ludingshausenhéraði. Fórst flug
maðurinn, sem í henni var. Hin
þotan var kennsluvél, og í henni
tveir menn. Hrapaði vélin við
Weser-ósa og fannst lík annars
flugmannsins í brakinu, en hins
er saknað.
Sjómenn varaöir viö
— að fara til Noregs í atvinnuleit
Sendiráðið í Osló hefur mælzt
til þess, að sjómenn og aðrir
verði varaðir við því að fara til
Noregs í atvinnuleit, nema þeir
hafi tryggt sér atvinnu, enda
hafi þeir öll skilríki í lagi.
Talsverð brögð eru að því, og
virðist færast í vöxt, að íslenzk-
ir sjómenn komi til Noregs í at-
vinnuleit. Eru þeir venjulega
vegalausir og án nauðsynlegra
gagna, en til þess að fá skip-
rúm verða þeir fyrst og fremst
að leggja fram skilríki, sem sýna
siglingatíma þeirra (sjóferða-
bók) og hegningarvottorð.
Atvinnuástandi á norskum
skipum er nú þannig háttað, að
mjog erfitt er fyrir erlenda sjó-
menn a'ð fá skiprúm, enda þótt
öll skilríki þeirra séu í lagL
(Frá utanríkisráðuneytinu).