Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 - 100 ÁRA Frambald af bls. 5 Að endingu skaí getið fyrir- burðar, sem gerðist er söngflokk trrinn 12 manns,' hafði æfingu í kirkjunni vegna afmæ'lisins, að kvöídi þess 23, ágúst síðastlið- inn. — Kertaljós og einn tíu lína lampi lýsti upp í kringum söngflokkinn en hálfrokkið var frammi í kirkjunni. Allt í einu þegar æfingin var um það bil hálfnuð, segir ein stúlkan: „Það er mannsandlit þarna efst á glugg airúðunni frsmi við dyrnar. Ailir fóru að horfa á þetta — og allir utan einn sáu þessa andlitsmynd — og flestir greinilega. Var þetta skeggjaður maður, dálítið stórsko inn. Einn mannanna sem við- staddur var fannst hann þekkja þarna séra Jón B jarnason 1 Winnipeg, eftir myndum sem til eru af honum, — en að athug- uðu máli áliitu menn þetta myndi frekar hafa verið andlit séra Bjarna Sveinssomar, föður hans, þess er byggði Stafafellskirkju. Þeir feðgar voiru taldir mjög Kk ir, en engin mynd er til af séra Bjarna, svo vitað sé. — Andlit- ið sást á glugganum það sem eftir var æfingarinnar og breytti þar engu um þó farið væri út og umhverfið athugað áður en farið var úr kirkjunnL Ég get þessa atburðar þvi að hann er einn ótal mörgu, sem minmir á þá staðreynd að horfn ir vinir fylgjast «Æð okkur héma megin grafar og vita hvað okk- ur líður. Afmælishátíðin rifjaði upp ýms ar minningar frá liðnum tíma og ég held að viðstöddum hafi ver- ið það ljóst, að kirjcjan er sú stofnun, sem traustustum bönd- um hnýtir saman fortíð og nú- tíð til heflla og blessunar fyrir land og lýð. — Kristindómur- inn hefur verið, er enn og mun verða um ókomin ár og aldir, það sem dýpst og varanlegasta öryggið veitir hverjum manni. — Kenningar Krists — líf hans — fórnardauði og upprisa — er bjargið, sem farsælast er fyrir einstaklinga og þjóð að byggja á. Kirkjan, stofnunin, sem ber fram boðskap Krists, hlýtur því ætíð að vera mikilvægasta stofn un þjóðfélagsins. Hún er alltaf tímabær spurning in: Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist al'lan heiminn ef hann fyrirgerir sálu sinni? „Sú þjóð sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. S. A. Atvinna Viljum ráða afgreiðslumamn í fiskbúð. KAUFÉLAG ÁRNESINGA Selfo$si. Heilbrigðisþáttur Hversu aumur og smár sem maðurinn er, þá er engimn. svo smár, að harnn sé ekki konungur í ríki, þar sem þegn- arnir skipta milljónum. Líkami mannsins er aragrúi ör- smárra lífvera, sem frumur nefnast. Þessar lífverur gegna hver sínu hlutverki í búskap heildarinnar. Allt er þetta harla merkilegt og athyglisvert, ef menn gefa því gaum. Þó er því líkast, að margir beri á herðum svo þunga áhyggju af sínu heimslega basli, að þeir gleyma ábyrgð sinni á þegnum þess konungsríkis, sem þeim er I hendur fengið. Slíkt kann ekki góðri lukku áð stýra. Hver fruma á sínar frumþarfir. Ef þeim þörfum er ekki sinnt, gerist hin örsmáa lífvera sjúk. Síðan raskast jafn- vægið því meir í þjóðfélagi likamans sem fleiri frumur glata hæfninni til að gegna hlutverki sínu á heilbrigðan hátt. Maðurinn gerist sjúkur. Það er því frumskilyrði heil- brigðs mannlífs að frumur líkamans séu ekki vanræktar. Lífeðlisfræðingar hafa nú um áratugi ræktað frumuvefi utan líkamans. Svo er að sjá sem vefjum líkamans sé ekki skammtáður aldur á þann hátt, sem flestum er tamt að hugsa. Þó sjá flestir, að fólk eldist misjafnlega, líffræðileg- ur aldur manna getur verið mismunandi, þó að jafnmörg ár séu liðin frá fæðingu þeirra. Vísindin hafa því síður en svo fært sönnur á að ellin sé ákveðnum tímatakmörkum háð. Hið gagnstæða virðist líklegra. Langlífi allmargra einstaklinga bendir einnig til þess, að lengri ævi við betri heilsu fyrir fleiri, er ekki óraunhæfur draumur, heldur möguleiki, sem keppa ber að, Eins og í annarri ræktun mun framkvæmd heilsuræktar miklu fremur byggjast á þekkingu manna á gó'ðum rækt- unaraðferðum fomum og nýjum heldur en á því að úða framandi efnum yfir lífverur, sem sjúkar eru orðnar. Það hefur aldrei þótt góð búmennska að byggja afkomu sína á örþrifaráðum, þó.að þau séu vitanlega góðra gjalda verð, þegar í nauðirnar rekur. Heilsusamlegt lífemi á að vera grunnreglan, lyfjanotkun og handlæknisaðgerðir undan- tekningin, sem gripi'ð er til, þegar ekki er um annan betri kost að ræða. Sj úkdómagruf 1 er ein vísasta leiðin til vanheilsu. Þeim, sem lengi villi lifa við góða heilsu, er betra að temja sér hollar lífsvenjur, sem tryggja frumum líkamans. það, sem þær þarfnast til eðlilegs starfs og vaxtar. Lífsþarfir hinna örsmáu þegna þeirra milljónaþjóða, sem við drottnum yfir, verða skýrðar og ræddar í næstu heilbrigðisþáttum. Physicua. Roðhús Hef til sölu glæsilegt raðhús við Digramesveg í Kópavogi. SIGURÐUR HELGASON Digranesvegi 18 — Simi 42390. Brauðborg auglýsir Þér getið valið um 30 tegundir af smurðu brauði dag- lega. Einnig ný svið, heibar súpur og síldarréttir. Athugið næg bílastæði. BRAUÐBORG, Njálsgötu 112, Símar 18680, 16513. Ananas Ódýru ananasbitarnir komnir aftur í heildósum. Aðeins kr. 30.- « Verð miðast við viðskiptaspjöld. ...............................ÚltttlHfNf. •MiiiMimilf. Miklatorgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.