Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« Júlíus Bernburg, bifreiðaeftirlitsmaður, og Skuli Sveinsson, varðstjóri, athuga ljósastillingar með einum af starfsmönnum Ljósastiliingastöðvar FÍB. (Ljósm. Mbl.: Sv. í>orm.) Spennandi körfu- knattleikur í kvöld — Tekst körfuknattleiksmönnum okkar að halda í bandarísku atvinnumennina? Mistök í Ijósa- stillingu AÐ undanförnu hefur herferð gegn vanstilltum bílljósum ver- ið háð hér í Reykjavík. Hefur mönnum verið gefinn kostur á að láta athuga ljós bifreiða sinna endurgjaldslaust. Allmörg verkstæði tóku þátt í þessari herferð, en brátt kom í ljós, að mikið af bifreiðum, sem stilltar höfðu verið á Ljósastillingastöð Félags íslenzkra bifreiðaeigenda voru ekki eins og þau áttu að vera. Samkvæmt upplýsingum Skúla Sveinssonar, aðalvarð- stjóra á lögreglubílaverkstæcl- inu, tóku starfsmenn verkstæðis ins eftir því að bílar, sem þang- að komu og stilltir höfðu verið hjá FÍB höfðu ekki rétt stillt ljós. Bifreiða.ftirlitið gekk í málið og kom þá í ljós, að 2 af 3 stillingarspjöldum verkstæðis- ins voru röng og gáfu ekki rétta útkomu. Var annað ljósið mikl- um mun lægra, en hitt og alls ekki eins og það átti að vera. Þessi mistök voru þegar í stað leiðrétt og spjöldin lagfærð. Hafa vafalaust allmargir látið stilla ljós sín á verkstæðinu og þyrftu þeir að athuga, hvort þeir hafi lent á hinum gölluðu spjöld um. Starfsmenn FÍÐ voru algjör- lega grandalausir og vissu ekki um galla spjaldanna. ALLS voru í árslok 2730 sjúkra- rúm á öllu landinu, samkvæmt upplýsingum úr nýútkomnum Hagtíðindum. Flest sjúkrarúmin eru í Landsspítalanum eða 310. Næstflest sjúkrarúm eru á geð- I KVÖLD leika í íþróttahöllinni í Laugardal bandaríska atvinnu- manna körfuknattleiksliðið frá Gilette-verksmiðjunum og úr- valslið, sem landsliðsnefnd KKÍ hefur valið. Þótt vertíð körfu- knattleiksmanna sé ekki hafin, þá hafa þeir æft sérstaklega fyr- ir þennan leik, og má því gera ráð fyrir góðum leik í „Höli- inni“ í kvöld. íslenzka úrvalsliðið skipa eftir taldir menn: Agnar Friðriksson ÍR, Birgir Ö. Birgis Á, Birgir akobsson ÍR, Gunnar Gunnarsson KR, Hjörtur Hans- son KR, Jón Sigurðsson Á, Kol- beinn Pálsson KR, Kristinn Stefánsson KR, Ólafur Thor- FYRIR nokkru vakti ég mál á því, að stofnaður yrði stynktar- sjóður til h jálpar heyrnardaufum bömum, mieð minningargjöf, veikrahælinu á Kleppi eða 280. í þriðja sæti, hvað varðar fjölda sjúkrarúma er Elliheimilið Grund, sem er sjálfseignarstofn- un með 200 sjúkrarúm. St. Jósefsspítali við Túngötu í Reykjavík er næstur í röðinni með 190 sjúkrarúm. Spítalinn er sjálfseignarstofnun, en á eftir honum er Fávitahælið í Kópa- vogi með 145 sjúkrarúm. Stærsta sjúkrahúsið úti á landi er Sjúkra hús Akureyrar með 128 sjúkra- rúm. Fæst eru sjúkrarúm í Sjúkraskýlinu á Þórshöfn — að- eins 3. lacíus KFR, Sigurður Helgason KFR, Örn Þorsteinsson KR og Þórir Magnússon KFR. Sundþjólfun hjd ÍR ÆFINGAR hjá sunddeild Í.R. eru nú hafnar. Fara þær fram í Sundhöll Reykjavíkur, mánu- daga kl. 20—21, miðvikudaga kl. 20—22 og föstudaga kl. 20—22. Þjálfari sundfólksins er ólafur Guðmundsson. sem boðin var fram í þessu skyni. Uppástunjgumni var vel tekið, sjóðurinn er nú stofnaður og fjársöfnun hafin. í því sambandi hefur Austur- bæjarbíó ákveðið að gefa í sjóð- nn það sem nn kemuir fyrir eina bíósýningu. Það verður kvöld- sýning n.k. föstudag á hinni ágætu mynd Austan Edens, eftir heimsfrægri skáldsögu John Steinbeek. Með aðalhlutverk fer James Dean, sem á sínum tíma var einn af þekktustiU og vinsælustu leikurum Banda- ríkjanna. Ennfremur verður þá og næstu kvöld á sama tírna, happ- drætti í forsal hússins um nokkrar fallegar brúður, sem litlum telpum þykir sérlega gaman að, og geta orðið minja- gripir vegna þess, hvernig til þeirra er stofnað. Það er von þeirra, sem eru að reyna koma máli þessu áleið- is, að almenningur leggi því lið, með því að sækja sýninguna og fá sér þá happdrættismiða um leið. Aðalbjörg Sigurðardóttir. 2730 sjúkrarúm voru á landinu um áramót Styrktarsjóður fyrir heyrnardauf börn Minna veiðarfæra- slit í Norðursjó — segir Einar Árnason, skipstjóri, — sem nýkominn er af miðunum EINAR Árnason, skipstjóri á Ólafi Sigurðssyni frá Akranesi, kom heim af miðunum í Norð- ursjó sl. sunnudag. Mbl. hafði tal af Einari og spurðist fyrir um veiðarnar. — Ég fór suður eftir þegar ég hafði reynt til þrautar við Spitsbergen og var kominn á mið in 25. júlí. Fyrstu tveir túrarn- ir voru lélegir, enda vorum við ekki með kassa til þess að ísa í síldina. Mér líst ákaflega vel á þessar veiðar, því að þær hafa alla kosti fram yfir veiðarnar norðurfrá. Við þessar veiðar er mjög lítið veiðarfæraslit, þar eð nóg er að fá 40 til 50 tonn á viku — eitt kast í túr. Á þessum slóðum voru 14 til 15 íslenzkir bátar og auk þess eitthvað af Færeyingum, en þeir veiddu allir í bræðslu. Heildar- ssilan hjá okkur var fyrir 107 Hæstn vinn- ingnr í HHÍ FIMMTUDAGINN 10. október var dregið í 10. flokki Happ- drættis Háskóla Islands. Dregnir voru 2,400 vinningar að fjárhæð 6,900,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, kom á heilmiða númer 42.523. Voru báðir heilmiðamir seldir í umbo'ði Frímanns Frí- mannssonar, Hafnarhúsinu. 100,000 krónur komu á hálf- miða númer 17.005. Tveir hálf- miðar voru seldir í umboði Am- dísar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10, einn hálfmiði hjá Frímanni Frímannssyni í Hafnarhúsinu og sá fjórði á AkranesL 10,000 krónur: 5358 6920 7594 7655 8453 9826 12506 12981 17196 17994 18237 19115 19335 19788 21649 22106 22294 22926 23378 24151 24398 27005 27275 27448 27675 29461 32196 32665 35154 36756 40660 41977 42496 42522 42524 43585 44218 44634 45514 45718 45954 46735 48865 49573 50711 50711 52112 52832 54006 54144 55579 55826 55993 56404 56621 56849 58006 58378 59754. (Birt án ábyrgðar). Rjúpnoveiði leyfð eftir 15. okt. HINN 15. október næstkomandi hefst veiðitímabil rjúpnaveið- anna og er þá leyfilegt að skjóta rjúpur fram til 22. desember. Morgunblaðið hefur frétt að nokkur brögð hafi verið að því að undanfarin ár, — og farið vaxandi, að skyttur fari til rjúpna áður en leyfistímabilið hefst. Taldi heimildarmaður blaðs ins ástæðu til að vekja athygli þeirra er gæta skulu laga og rétt ar, á þessu. Jeon Poulhnn lntinn — JEAN Paulhan, sem talinn hef- ur verið með fremstu rithöfund- um Frakka á síðari tímum ,lézt i París í dag 83 ára að aldri eft- ir langvarandi veikindastríð. Paulhan átti sæti í frönsku aka- demíunni. þúsund mörk eða um það bil 1.530.000 krónur. Seldum við að allega í Bremenhaven eða 4 sinn um og einu sinni í Cuxhaven. í fyrsta túrnum fengum við 70 tonn af makríl. Torfan leit út sem væri um síld að ræða áður en við köstuðum, en aflann gát um við þó selt í bræðslu í Leir- vík á Hjaltlandi. — Nú ætla ég að reyna við síldina hér suðvestanlands. Ég er nokkuð vongóður, því að síð astliðinn sunnudag fengu tveir bátar ágætan afla, Geirfugl og Hamravík 100 og 70 tonn. Ekk- ert hefur fengizt síðan, þar eð bræla hefur verið. — Á Norðursjó var einnig mik ið af Þjóðverjum. Virtust þeir fá betri síld en við íslending- arnir. Síldin, sem þeir fengu var Öll hrognfull. Þeir voru á dálft- ið öðrum stað en við, sem vorum við norðurodda Hjaltlandseyja, sagði Einar að lokum og bætti við: — Nú ef ekkert fæst hér suð vestanlends, fer maður auðvitað austur. - LITVINOV Framhald af bls. 1 það yrði ekki á neinum fjölförn- um stöðum né í nágrenni Moskvu. Fimmmenningarnir voru á- kærðir samkvæmt tveimur greinum í sovézku hegningarlög- gjöfinni, og er samkvæmt þeim er hægt að dæma ákærðu í alit að þriggja ára fangelsi. Alazov sagði, að höfð hefði verið hlfð- sjón af annarri grein í sömu lög um, þar sem heimilað er, ef sér- stök ástæða þykir til, að fara fram á vægari refsingu. Sagði hann að þessi heimild hefði ver- ið notuð varðandi þau dr. Lit- vinov, Larissu Daniel og Bab- itsky, þar eð ekkert þeirra hefði hloti’ð dóm áður. Delone hefur aftur á móti verið dæmdur áð- ur í svipuðu máli, eftir að hann mótmælti réttarhöldunum yfir þeim Alexander Ginsburg og Juri Galanskv í janúar sl. Tass fréttastofan segir, að fimmti sak borninguriinn Dramljuga hafi áður verið dæmdur fyrir svarta markaðsbrask. Þegar Almazov var spurður að því fyrr í dag, hvart lögð myndi áherzlu á pólitísku þýðingu mót- mælaaðgerða sakbominga, sagði hann: „Hér er verið áð fjalla um mál sem snertir lög og reglu og óspektir á almannafæri. Þetta er ekki pólitískt mál og hvergi í yfirheyrslum hefur verið minnzt á stjórnmál né stjómmálaskoð- anir.“ Almazov sagði við sama tækifæri að fimmmeningunum hefðu verið ljósar staðreyndir málsins, en þau teldu sig þrátt fyrir það vera saklaus. í gær sagði Larissa Daniel við yfirheyrslu, að hún hefði talið nauðsynlegt að sýna andúð á innrásinni og hún gæti ekki séð að hún hefði brotið lög. Fyrir utan dómshúsið höfðu um fjörutíu aðstandendur og stuðningsmenn sakborninga safn azt saman. Þá þyrptust allmargir ungkommúnistar, verkamenn og embættismenn, sem létu óspart í Ijóst fyrirlitningu á fimmmenn ingunum, sem inni voru yfir- ^eyrð, kölluðu þá fasista og hylltu sovétstjórnina fyrir að hafa grip ið til hernaðaríhlutunar í Tékkó slóvakíu. NTB fréttastofan seg- ir, að allmargir úr síðarnefnda hópnum hafi gert hrpp að vest- rænum blaðamönnum, sem þarna voru fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.