Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968
Loftpressur — gröfur
Tökum að okfcur alla oft-
pressuvinnu, einnig gröfur
til leigfc. Vélaleiga Símon-
ar Símonarsonar, sími
33544.
Bifreiðastjórar
Gerum við allar tegundir
bifreiða. — Sérgrein hemla
viðgerðir, hemlavarahlutir.
Hemlastilling hf,
Súðavogi 14. - Sími 30135.
Húsbyggjendur
Milliveggjapl., góður lager
'fyrirl. Einnig hellur, kant-
steinar og hleðslusteinar.
Hellu- og steinsteypan sf.,
við Breiðholtsv. Sími 30322
Keflavík
Þrjú herb., eldhús og bað
til leigu. Barnlaust fólk
gengur fyrir. Uppl. í síma
1353.
Kenni íslenzku
erlend tungumál, stærð-
fræði og eðlisfræði lands-
prófsnemendum og öðrum.
Sími 82898 (Sólheimar).
Ekta loðhúfur
mjög fallegar á börn og
unglinga, kjusulag með
dúskum. Póstsendum. —
Kleppsvegi 68, 3. hæð til
vinstri, sími 30138.
Mæður í Fossv. og nágr.
Vön fóstra búsett í Foss-
vogi getur tekið vöggu-
börn í gæzlu yfir daginn, 5
daga vikunnar. Uppl. í
síma 23910 milli 4—5 í dag.
Snyrtistofan Hótel Sögu
Opið laugard. til kl. 4. —
Kvöldtímar þriðjud., mið-
vikud. og fimmtud. Sími
23166.
Gluggasmíði o- fl-
Sími 11698.
Hey til sölu
Uppl. í síma 12099 í dag
milli kl. 4—7.
Vélknúinn
snjósleði í nothæfu ástandi
óskast keyptur. Uppl. í
síma 34353.
Eldhúsinnrétting
(máluð) með stálvaski og
blöndunartækjum til sölu.
Einnig 3ja hellna Rafha-
eldavél. Uppl. í síma 34043.
Halló!
17 ára stúlku vantar at-
vinnu strax, er með gagn-
fræðapróf úr verzlunard.
Hefur unnið við símavörzlu
Uppl. í síma 83968.
Ráðskona óskast í sveit.
Uppl. í síma 30144 eftir há-
degi. Einnig óskast þvotta-
vél (Philco) með rafmagns
vindu. Uppl. á sama stað.
Atvinna óskast
Mjög áreiðanL unglingsst.
sem er að verða 17 ára ósk
ar eftir vinnu. Undirstaða
í vélritun. Margt kemur til
greina. Uppl. 1 síma 32156.
Bryndís finnur Mælifell
Fjórðungsöldu á Kili hefur Ferðafélag tslands komið fyrir
hringsjá, enda er fjallasýn þar mikil. Á myndinni sést hvar Bryn-
dís litla er að skoða fjallahringinn og hefur einmitt komið auga
á Mælisfellshnúk í Skagafirði. Súlan í baksýn er minnisvarði
Ferðafélagsins um Geir Zoéga, en hann var forseti þess í 22 ár.
í dag er föstudagur 11. október og
er það 285. dagur ársins 1968. Eftir
lifa 81 dagur. Tungl fjærst jörðu.
Árdegisháflæði kl. 8.45.
En Drottinn leiði hjörtu yðar til
kærleika Guðs og þolgæðis Krists.
(2. Þess. 1.3,5).
Uppiýsingar um læknaþjónustu ■
borginni eru gefnar í síma 18888,
simsvara Læknafélags Reykjavík-
ar.
Læknavaktin í Heilsuverndarstöð-
inni hefur síma 21230.
Slysavarðstofan í Borgarspítalan
um er opin allar sólarhringinn.
Aðeins móttaka klasaðra. Sími
81212 Nætur- og heigidagalæknir er
i síma 21230.
10.10 Guðjón Klemenzson, 11.10 tU
13.10 Arnbjöm Ólafsson, 14.10 Guð-
jón Klemenzson.
Næturlæknir 1 Hafnarfirði aðfara-
nótt 12. okt. er Jósef Ólafsson sími
51820.
Ráðieggingarstöð Þjóðkirkjunnar
um hjúskaparmál er að Lindar-
götu 9. 2 hæð Vlðtalstími læknis
miðvd. 4-5, Viðtalstími prests,
þriðjudaj og föstudag 5.-6.
Framvegis '’erðui' tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð í Btóð-
bankann, sem hér segir: mánud.
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
fcl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9-11 f.h. Sérstök a.hygll
skal vakin á tniðvikudögum vegna
kvöldtímans.
FRÉTTIR
Frá Guðspekifélaginu
Opinber fundur i kvöld kl. 9.
Sverrir Bjaraason fljdur erindi eft
ir Allan Watt, er nefndizt: „Það er
þetta“.
Kvenfélagskonur, Garðahreppi
Vinnufundur verður að Garða-
holti þriðjudagskvöldið 15. nóv. kl.
8.30. Konur eru beðnar að taka
þátt í störfum basarnefndar okkur
til ánægju og styrktar góðu mál-
efni.
Selfosskirkja
Almenn samkoma verður í kirkj
unni á Selfossi, föstudaginn 11. okt.
kl. 8.30. Ræðumenn: Dr. Michael
Harry, skurðlæknir frá Englandi og
Alfred Boesenbæk, kaupsýslumað-
ur frá Danmörku. Alllr hjartan-
lega velfcomnir.
Kvæðamanna/élagið Iðunn
heldur fyrsta fund sinn á starfsár-
inu laugardaginn 12. okt að Freyju
götu 27, kl. 8.
Kristileg samkoma verður í sam-
komusalnum Mjóuhlíð 16, surrnu-
dagskvöldið 13, okt. kl. 8. Verið
hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskólinn í Mjóuhlíð 16
hefst sunnudaginn 13. okt; kl. 10.30.
öll böra velkomín.
Prentarakonur
Aðgöngumiðarnir að 20 ára af-
mælisfagnaðinum verða afhentir í
Félagsheimili HÍP í dag kl. 4-6 og
við innganginn, ef eitthvað verð-
ur éftir.
Kristilegt féiag hjúkrunarkvenna
Fundur föstudagskvöld kl. 8.30 í
kristniboðshúsinu Betaníu, Laufás-
vegi 13. Ræðumenn hjónin: Ester
og Guðni Gunnarsson. Allar hjúkr
unarkonur og hjúkrunarnemar vel-
komnir.
N essókn
Séra Jón Hnefill Aðalsteinsson
heldur fyrirlestur í Nesklrkju
sunnudaginn 13. okt. kl. 5 síðdegis.
Erindið nefnir hann: Fyrstu Skál-
holtsbiskupar. Allir velkomnir.
Bræðrafélagið.
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins í Keflavík heldur fund i Æsku-
lýðsheimilinu þriðjudaginn 15. okt.
kl. 9. Nánar í götuauglýsingum.
Basar í Keflavík
Systrafélagið Alfa h eldur sinn
árlega basar sunnudaginn 13. októ-
ber kl. 2. í Safnaðarheimili Sd. —
Aðventista, Blikabraut 2.
Saumafundir fyrir telpur
byrja í Betaníu, Laufásvégi 13,
föstudaginn 11. okt. kl. 5.30. Kristni
boðsfélögin.
TURN HALLGRÍMSKIRKJU
Útsýnispallurinn er opinn á laug
ardögum og sunnudögum kl. 14-16
og á góðviðriskvöldum þegar flagg
að er á turninum.
Kvenfélagskonur, Keflavík
Hin vinsælu námskeið á vegum
félagsins fara nú senn að hefjast.
Saumanámskeið, Pfaffsníðanám-
skeið og tauþrykk. Uppl. hjá Mag-
neu Aðalgeirsdóttur, Vatnsnesveg
34, s. 1666 og 2332 og í götuauglýs-
ingum.
Basar kvenféiags Háteigssóknar
verður haldinn mánudaginn 4.
nóv. í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu. (Gengið ipn frá Ingólfsstræti)
Þeir, sem vilja géfa muni á bas-
arinn vinsamlega skili þeim til frú
Sigríðar Benónýsdóttur, Stigahlíð
49, frú Unnar Jensen, Háteigsveg
17, frú Jónínu Jónsdóttur, Safamýri
51, frú Sigríðar Jafetsdóttur, Máva
hlíð 14 og frú Maríu Hálfdánardótt-
ur, Barmahlíð 36.
Kvenfélag Grensássóknar
heldur aðalfund í Breiðagerðis-
skóla þriðjudaginn 15. okt. kl. 8.30
Vetrardagskráin rædd.
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju
heldur basar föstudaginn 11. okt
í Alþýðuhúsinu kL 8.30. Þær safn-
aðarkonur, sem vilja gefa á basar-
inn, vinsamlega láti vita í símum
51045(Sigríður), 50534 (Birna) 50295
(Sveinbjörg.)
Æskulýðsstarf Hallgrímskirkju
Um þessar mundir er æskulýðs-
starf Hallgrímskirkju að hefjast.
Verður það í stórum dráttum á
þessa leið: Fundir verða með fermd
um unglingum annanhvora fimmtu
dag kl. 8 í safnaðarheimilinu. Ald-
ursflokkur 10-13 ára fundir hvern
föstudag kl. 17.30 Frímerkjaklúbb-
ur Hallgrimssóknar mánudaga kl.
17.30 Aldursflokkur 7-10 ára, fund-
ir laugardaga kl. 14, Aldursflokk-
ur 5-6 ára, föndurskóli, þriðjudaga
og föstudaga kl. 9.30-11.30 árdegis.
Sami aldursflokkur, sömu daga, kl.
13-15. Barnaguðsþjónusta verður
hvern sunnudag kl. 10 Fjölskyldu-
guðsþjónustur (Þá er ætlast tíl að
foreldrar komi til kirkju með böra
um sínum) verða einu sinni í món-
uði. Nánari upplýsingar veita und-
irrituð: Safnaðarsystir og sóknar-
prestar.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
hgldur kvöldsaumanámskeið sem
hefjast 11. október. Upplýsingar i
símum 16304 og 34390
Geðverndarféiag íslands.
Geðvemdarþjónustan nú starf-
andi á ný alla mánudaga kl 4-6
síðdegis að Veltusundi 3, sími
12139.
Þessi geðverndar- og upplýsinga-
bjónusta er ókeypis og öllum heim
iL
VINDÁSHLfð
KJF.U.K.
Hlíðarfundur fyrir telpur er í dag
föstudag 11. október, kl. 5.36 e.h. í
húsi K.F.U.M. og K. við Amt-
mannsstíg.
Neyðarvaktin nvarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga ki. 9-19, laugardaga kl 9-2
og sunnudaga frá kl. 1-3.
Kvöidvarzla i lyfjabúðum f
Reykjavík vikuna 5. okt. — 12. okt.
er í Borgarapóteki og Reykjavíkur
apóteki.
Næturlæknir I Keflavík
8.10 Kjartan Ólafsson, 9.10 og
Bilanasími Rafmagnsveit.i Rvík
ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt-
ur- og helgidagavarzla 18-230.
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: I fé-
lagsheimilinu Tjarnargö i 3c:
Miðvikudaga kl 21. Föstitd. kL 21.
Langholtsdeild, í Safnaðarheimill
Langholtskirkju, laugardaga. kl. 14.
Orð lífsins svara í síma 10000.
0 Helgafell 596810117 VI. 2
n Gimli 596810147 — 1 FrL
IOOF 1 = 15010118% =9 0.
Blöð og fímarif
EIMREIÐIN, mal-sept. 1968 er ný-
komið út og hefur borizt blaðinu.
Af efni ritsins má nefna:
Dr. Kristján Eldjárn, Forseti fs-
lands: Ræða flutt við embættistök-
una. Tryggvi Gíslason skrifar um
Bessastaði. Gunnlaugur Sveinsson á
ljóðið íslenzka. Birgir Kjaranskrif
ar um Náttúruvernd í nútima þjóð-
félagi. Óalfur Sigurðsson birtir
kvæði sitt Kveðja til Siglufjarðar.
Þá á nóbelsskáldið Agon söguna:
Klúturinn. Robert Back á kvæðið
Bjarni M. Gíslason sextugur. Sig-
urjón Jónsson skrifar Eyjangræna,
þættir úr-sögu íslands. Skuggasvein
ar smásaga eftir Dag Þorleifsson.
Rúnar Hafdal Halldórsson á kvæði,
sem heitir Leitin. Rithöfundafélag
Svíþjóðar 75 ára. Minnzt er and-
láts Jóns Leifs. Þá er ritsjá, skrif-
uð af Richard Beck. Ritið er hið
myndarlegasta, myndum prýtt. Rit
stjóri þess er Ingólfur Kristjánsson.
Spakmœli dagsins.
Margir gætu orðið vitrir, ef þeir
héldu ekki fyrirfram, að þeir væri
það. — Óþekktur höfundur.
Börn heima kl. 8
sá NÆST bezti
Ættarnöfn voru eitt sinn til uraræðu á fundi í Stúdentafélagi
Reykjavíkur. Á þeim árum var það talsverð tízka að taka sér
ættarnafn, og drógu menn gjarnan nafnið af upprunastað sínum
með endingunni -on eða -an og svo framvegis.
Á fyrrnefndum stúdentafundi talaði Árni Pálsson frá Gaul-
verjabæ af sinni vanalegu mælsku og myndugleika, og lagðist ein-
dregíð gegn ættarnöfnum.
Næstur á eftir Árna talaði stúdent einn, sem var eða lézt vera
meðmæltur ættarnöfnum. Hann sagði meðal annars:
„Til dæmis getur síðasti ræðumaður tekið sér ágætt ættarnafn
og kallað sig Gaulbæron“._
45 milljónir greiddar til frystihús-
o .
G/t' ll T