Morgunblaðið - 11.10.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.10.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« 13 atrix verndar. fegrar Mbl. hafa borizt ályktanir ráð stefnu málm- og skipasmíðaiðn- aðarins, sem haldin var í Reykja vík 27.—28. sept. sl. og fara þær hér á eftir: Alyktanir ráðstefnu málm- og skipasmíðaiðnaðarins haldin í Reykjavík 27.—28. september 68. I. FJÁRMÁL MÁLM- OG SKIPASMÍÐAIÐNAÐARINS. Til þess að íslenzkur málm- og skipasmíðaiðnaður geti þjón- að þjóðnauðsynlegu hlutverki sínu, telur ráðstefna máhn- og skipasmíðaiðnaðarins nauðsynlegt að fjármálum hans sé komið í viðhlitandi horf eftir það mikla erfiffleikatímabil, sem iðngrein- arnar hafa orðið að þola. Ráðstefnan bendir á eftirfar- andi: 1. Meginorsök þess, að íslenzk ur málm- og skipasmíðaiðnaður hefir að undanförnu farið hall- oka fyrir erlendri samkeppni, er að hagkvæm lán hafa verið í boði erfendis frá í samkeppni við innlenda málmsmíði, sem lítt hefur haft aðgang að lánum til viðgerðarverka. Ráðstefnan tel- ur brýna nauðsyn bera til, að þegar. verði komið á fót lána- kerfi, til þess að aðstæða hér verði a.m.k. jafngóð fyrir kaup- endur inntendrar framleiðslu og þar með sköpuð eðlileg samkeppn isaðstaða til handa þessum þjóð- nýtu atvinnugreinum. 2. Losað sé um bindifé við- skiptabankanna hjá Seðlabank- anum í þeim tilgangi m.a að auka fyrirgreiðslu vegna verkefnaöfl- unar málmiðnaðarfyrirtækja og skipasmiðja á innlendum vett- vangi. 3. Ráðstafanir séu gerðar til þess að Iðnlánasjóður fái' sér- staka fyrirgreiðslu a.m.k. 50 millj króna á yfirstandandi og næsta ári tit hagræðingarlána og fram lengingar eldiri lána skipa- og má'lmiðnaðarfyrirtækja, sem hafa ekki getað staðið i skilum vegna alvarlegra erfiðleika að undan- förnu. Stöðvaðar verði nú þegar þær aðgerðir opinberra aðila, sem valda auknum kostnaði við skuldir malmiðnaðarfyrirtækja. 4. Nú þegar komi til fram- Ivæmda almenn fánafyrirgreiðsla til íslenzks skipasmíða- og má'lm iðnaðar í samræmi við það, sem gilt hefir um árabil fyrir land- búnað og sjávarútveg með endur kaupum Seðlabankans á fram- leiðsluvíxlum. Vextir af stofn- lánum og framleiðslutánum málm og skipasmíðaiðnaðairins verði og jafnframt færðir tíl samræmis við það, sem gildir fyrir fram- angreinda atvinnuvegi. 5. Ráðstefnan telur eitt brýn- asta verkefni ríkisstjórnar lands ins að vijjpa að því að áfram verði haldið framkvæmdum til að efla aðstöðu skipasmiða og (kipaviðgerða hérlendis þannig að smíði og viðgerðir skipa fari ein göngu fram innanlands. Fagna ber þeim áfanga, sem þegar hefur náðst, að nú skuli svo komið að sjö skip eru í smíðum innanlands á móti einu erfendis. Ef tryggja skal, að skipasmíð- ar verði hér öruggur atvinnuveg ur, er nauðsynlegt að gera á- kveðna áætlun um endurnýjun og viðháld flotans og smíða fáar staðlaðar stærðir skipa. Á þenn an hátt verður bezt tryggð hag kvæm nýting þeirrar fjárfesrting ar og annarra framleiðsluþátta, sem þegar eru fyrir hendi í þess ari atvinnugrein. 6. Ráðstefnan telur afar mikii vægt, að lánamálum málm- og skipasmíðaiðnaðarins, vaxtagreið slum og toHamálum sé komið í það horf, að innlendum skipa- smíðastöðvum og málmiðnaðar- fyrirtækjum verið sköpuð þau skily-rði af hálfu valdhafanna, að aðstaða þeirra varðandi skatta og tolla- og lánakjör sé hvergi verri heldur en nágrannaþjóðir okkar hafa skapað sínum málm- og skipasmiðaiðnaði. Meðal ann ars vesrði nú þegar gerðar ráð- stafanir til þess að vextir á byggingatíma skipa séu ekki hærri en vextir Fiskveiðisjóðs eru að lokinni smíði skipanna. 7. Að dæmi frændþjóða okkar verði nú þegar komið á fót lána sjóði til örvunar á framleiðslu- nýjungum í málm- og skipasmíða iðnaði. Bendir ráðstefnan á, að hagkvæmt væri að stofna slíka sjóði sem dei'ld við Iðnlánasjóð, með sérstakri ráðgjafanefnd, til nefndri af samtökum málm- og skipasmíðaiðnaðarins. Til þess að slík lánadeild kæmi að gagni, þyrfti að afla henni tekna, sem næmu 5 mitljónum króna árlega í 5 ár, en síðan yrðu reglur og Þau rekstursski'lyrði, sem málm iðnaðurinn hefur átt við að búa á undanförnum árum og áratug- um, hafa leitt til óhagkvæmrar skipulagsbyggingar iðnaðarins, á sviði fjárfestingar og hagræðing ar. Ráðstefnan telur því nauð- synlegt að stuðlað sé að betri hagnýtingu fjárfestingar í málm- iðnaðinum m.a. með stækkim rekstrareininga, er skapi grund- völl fyrir notkun fullkomnari tækja er auki framleiðni í iðn- greininni. Ráðstefnan bendir því á eftir- farandi: 1. Komið verði á nánari sam- starfi í milli vélsmiðjanna við notkun vélakosts þeirra til þess að stuðla að fullnýtingu þessar- ar fjárfestingar. Til þess að auka þessi samskipti verði samin hand bók með upplýsingum um þann vétakogt, er smiðjurnar ráða yf- ir, og samið verði Um sérstakan Framhald á bls. 20 Húsbyggjendur Laekkið byggingarkostnaðinn. Hlaðið innveggina sjálfir úr Siporex. Siporex léttsteypuveggir eru eldtraustir. Kynnið yður verð og greiðsluskilraála. ÞÓRSFELL H.F., Grensásvegi 7, sími 84533. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskaa: að ráða stúlku til vélritunar- starfa og fleiri skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunn- átta og nokkur málakunnátta áskilin. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. merktar: „2161“. Efling málm- og skip asmíðasambandsins lánaþörf endurskoðað með hlið- sjón af reynslu og breyttum að- stæðum. H. SKIPULAGSBYGGING MÁLMIðNAðARINS. Landsmálafélagið Vörður \ efnir til ferðar til að skoða framkvœmdir við Búrfell Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 9.45 sunnudaginn 13. okt. n.k. Kaffi,'smurt brauð framreitt í mötu- neytisskála við Búrfcll skömmu eftir hádegi. Komið aftur til borgarinnar kl. 18.00. Leiðsögumenn á staðnum. Ekki er hægt að hafa nema takmarkaðan fjölda í ferðinni. Þeir, sem vilja tryggja sér far, komi strax á skrifstofu flokksins og kaupi farseðla. Ferðin kostar 300 kr. með veitingum. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.