Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 3
MORGU-NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 3 Sýning ú mólverkum Helgu S. í Kefluvík í GÆR klukkan G var opnuð málverkasýning Helga S. Jóns sonar í salarkynnum Iðnaðar mannafélags Suðurnesja. Voru þar til sýnis 84 málverk eftir Helga. Fyrr um daginn hafði Landssamband isl. iðn- aðarmanna — Iðnþingið — heimsótt sýninguna. Þegar sýningin var opnuð mættu þar ýmsir borgarar Keflavik- ur og voru margar ræður haldnar. Voru Helga þökkuð öll hans störf í þágu Kefla- víkurbæjar. Voru menn á einu máli um það, að Helgi hefði á undangegnum árum sýnt svo mikinn áhuga og dugnað að málefnum til menningar Keflavíkurkaup- staðar, að hann ætti þar ekki jafningja. Tildrögin að þess- ari sýningu eru þau, að Rotary-klúbbur Keflavíkur ákvað að efna til sýningar á málverkum Helga S. og eru flest í einkaeign Keflvíkinga, en 16 myndanna verða seld- ar. Ágóðanum af inngangs- eyri sýningarinnar verður varið til þess að reisa í Kefla- vík minnisvarða um „Óþekkta sjómanninn". Fjöldi fólks skoðaði sýning una á fyrsta degi, en henni mun Ijúka eftir 10 daga og verður opin daglega kl. 5— 10 síðdegis. Fr. S. - ALÞINGI Framhald af bls. 1 torsótt leiðin, sökin er ugglaust bæði hjá mér bg þér, en sízt er þörf að örvænta. Og eins og ég veit að þjóðin leggur ekki árar í bát, þótt syrti að á ýmsum svið um, þá vona ég líka að þjóð vor verði aldrei svo illa stödd að kyndill þeirrar hugsjónar er Kristur flutti oss slokkni meðal þessarar þjóðar. Á óráðnum tím- um eru tíð veðrabrigði og vér hrekjumst oft af leið, stundum inn á veglausu klifin, en á björt um stundum lífs vors þá vonum vér að hugsjón Krists verði að veruleika. Að ríki himnanna komi niður til vor og að réttlæti nái að sigra, að vopnin verði kvödd. Því svo sem hin litla og veika trú vor segir verður þetta nokkurn tímann? yér er- um afsprengi tveggja heima. Hið jarðneska togar í oss, en þrátt fyrir allt, þá þráum vér upp- himinn. Það er Guðsneisti í oss er lifir og erum vér þá ekki líka vegna þessa á voru hægu leið til þeirrar framtíðar er Kristur sá og lifði sjálfur. Það sýndist lítill árangur oft á tíðum, það er ekki hægt að benda á og segja það er þar eða það er hér, en af því að Kristur lifði hér á jörð þá eigum vér hugsjón og von. Hóg- vær lindin, hún myndar lítinn læk. Með tímanum klífur hann björgin og ber frjómagn lífs á blásinn og kalinn svörð. Eins brýst geislinn inn í svartasta myrkur og gerir það bj'art. Hvað erum vér? Lítil börn í leit að hamingju. Ég vil þetta og ég vil hitt, er hrópað. Við heimtum hamingju fyrir mig og mína, dýrð handa mér og mínum og mínum flokki og mínum hópi, og svo mæla börn sem vilja. En ein- mitt af því að Kristur kom, hef- ur sá hugsunarháttur ræktazt upp í hverju því hjarta er get- ur fundið til, að það er ekki til nein dýrð handa mér og ekki nein hamingja fyrir mig, nema að hún sé um leið hamingja annarra og dýrð Guðs. Og fram- haldist sú þróun, kæfist hún ekki í sinnuleysi og ábyrgðar- leysi, veíður þá ekki mannkyn- ið með tímanum fært um það að hverfa þar frá ytra hismi til innri veruleika, sem er veröld Jesús Krists og gerir alla hluti nýja. Og megi staðurinn sem vér erum stödd á — megi hann opna hug vorn og hjarta fyrir mikil- vægi þessa, að þetta geti orðið. Til þess göngum vér í kixkju að undirstrika trú vora við hug- sjón Krists. Menn koma að visu og fara, form og hættir breyt- ast, en hugsjón Krists fellur aldrei úr gildi. Hún er eldstólp- inn er lýsir oss léið. Og ég bið þess, að tilbeiðslustund í heilögu húsi efli oss og styrki, auki oss trú og bjartsýni og þrek til þess að takast á við vandamálin. Guð blessi yður alþingismenn og störf yðar. Með rósemi og guðs- trausti skal þér styrkur vera. Guð mun vel fyrirsjá ef vér reynumst trú. 'Hann blessi land og þjóð. Sem fyrr segir gengu forseti og þingmenn að athöfninni lok- inni í Alþingishúsið, og þar las dr. Kristjáni Eldjárn, forseti ís- lands, forsetabréf um samkomu- dag Alþingis og flutti þingsetn- ingarræðu. Er forseti hafði lok- ið málið sínu, risu þingmenn út sætum sínum og minntust fóst- urjarðarinnar, en forsætisráð- herra, dr. Bjarni Benediktsson, mælti: Heill forseta vorum og fósturjörð. Tóku þingmenn und- ir orð ráðherra með ferföldu húrrahrópi. 'Forseti íslands bað síðan aldursforseta þingmanna, Sigurvin Einarsson, 1. þingmann Vestfirðinga, að gegna forseta- störfum, unz kosningu þingfor- seta væri lokið. 'Sigurvin Einarsson minntist þeirra þriggja fyrrverandi al- þingismanna er látst hafa síðan Alþingi var slitið 2:0. apríl sl. Sigurður Kristjánsson, fyrrv. forstjóri, lézt 27. maí sl. 88 ára að aldri. í lok ummæla um hann sagði forseti: Sigurður Kristjáns son hafði á langri ævi náin kynni af atvinnúvegum þjóðar- innar og margs konar þjóðmál- um. Hann ólst upp við landbún- aðarstörf, nam 'búfræði og leið- beindi um ræktun landsins fram an af ævi sinni. Sigurður naut mikils trausts meðal samherja sinna í stjórnmálum, en átti einnig við harða mótstöðu að etja á því sviði, svo sem títt er um slíka málafylgjumenn. En þrátt fyrir snarpar sennur við andstæðinga sína í stjórnmálum um stefnumál deildi hann geði við þá af ljúfmennsku um önn- ur málefni og átti meðal þeirra trausta vini. Jónas Þorbergsson fyrrv. út- varpsstjóri, lézt'6. júní 83 ára að aldri. í niðurlagi minningarorða sinna um hann, sagði forseti: Jónas Þorbergsson átti ekki kost á iangskólagöngu, ^jn var fjöimenntaður og vésturförin mun hafa reynst honum þroska- vænleg. Hann var snjall blaða- maður á tímum mikillar hörku og átaka í íslenzkum stjórnmál- um. Hálf fimmtugum var hon- um falin forstaða nýrrar stofn- unnar, ríkisútvarpsins, sem varð á skömmum tima áhrifa- ríkur þáttur í þjóðlífinu og boð- beri menningar og skemmtunar um land allt. Mér er óhætt að segja að hann hafi unnið þar brautryðjandastarf af alhug og tekizt vel og móta starfsemi stofnunarinnar. Jónas Þorbergs- son var tæplega sjötugur að aldri þegar 'hann lét af störfum útvarpsstjóra, en starfsþrek hans entist honum fram undir banadægur. Á ritstjórnarárum hans var hann kunnur að snilld- artökum á rituðu máli og síð- ustu æviávin var hamn afkasta- mikill rithöfundur, samdi m.a. æviminningar sínar og ritaði mikið um hugðarefni sitt sálar- rannsóknr og líf að loknu þessu. í niðurlagi minningarorða sinna um Jónas Jónsson, sagði forseti: Ævisaga Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu er stórbrotin hugsjónir hans og framkvæmd- ir svo víðtækar, áhrif hans svo gagnger að lengi mun uppi verða. Hann var mælskumaður í kappræðum, ritfær með af- burðum, skrifaði mikið um margvísleg efni, samdi vinsælar kennslubækur, ritaði um þjóð- mál og dægurmál, um sögu lands ins, bókmenntir og listir og lét sér fátt óviðkomandi. Við frá fall hans á þjóðin á bak að sjá miklum hugsjónamanni, hug- kvæmum brautryðjanda, snjöll- um rithöfundi, dáðríkum stjórn- málamanni — einum svipmesta persónuleika á þessari öld. Þingmenn risu síðan úr sæt- um og vottuðu hinum látnu virð ingu sina. - NORÐURLÖND Framhald af bls. 1 Forsætisráðherrarnir m u n u auk þess ræða s'kýrslu hinnar norrænu skipulagsnefndar, sem rannsakað hefur reynslu þá sem fengizt hefur af starfi Norður- landaráðs til þessa. Ef til vill mun nefndin bera fram tillögur um breytingar á samþykktum og starfstilhögun. Formaður nefnd- arinnar er K. A. Fagerholm, fv. forsætisráðherra Finnlands. FÆREYJAmALH) Af öðnum málum, sem verða á dagskrá, má nefna Eyrarsunds- málið, sem samgöngumálanefnd Norðurlandaráðs og samgöngu- málaráðh. Norðurlanda ræddu á fundi í Kaupma'nnahöfn í lok síðasta mánaðar, setu fulltrúa FæTeyja og Álandseyja í Norð- urlandaráði og önnur mál sem rædd verða á fundinum í Stokk- hóknL Nefnd, sem rannsakað hefur deiluna um aðild Færeyja og Álandseyja að Norðurlandaráði hefur gefið í skyn að leysa megi málið þannig, að fjölgað verði um tvo fulltrúa í sendinefnd Danmerkur á fundum Norður- l'andaráðs og um einn fulltrúa í sendinefnd Finna og að Fær- eyingar og Álandseyingar fái þessa fulltrúa, Álandseyingar hafa tekið vel í þessa hugmynd, en Færeyingar hafa vísað henni á bug. STAKSTEIiAR Peningar Guðrúnai Einn blaðamanna Tímans ræðir í þættinum „Á víða- vangi“ í gær um grein Indriða G. Þorsteinssonar, sem birtist í Tímanum sl. sunnudag undir fyrirsögninni: „Peningar GuS- rúnar frá Lundi“. Um greinina segir hann m.a.: „Kom fram í grein I.G.Þ. að mjög vafasamar ákvarðanir hafa verið teknar af fámenn- um fundum í rithöfundasamtök- unum um ráðstöfun þess fjár, sem rithöfundum er ætlað í höf- undarlaun fyrir afnot bóka og til útlána eru til almennings í bókasöfnum landsins. Höfundar- rétturinn er sérstaklega vemd- aður með íslenzkum lögum og aðild íslands að Beraar-sam- þykktinni um höfundarétt. Höf- undarrétturinn er eignarréttur höfundarins og samkvæmt ís- lenzkum stjórnskipunarlögum er eignarrétturinn friðhelgur og þann rétt má ekki skerða „nema almenningsheill krefjist“ og skulu þá fullar bætur koma fyrih. Eins og fram kemur í grein I.G.Þ. eru þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið í sam- bandi við umræddar bókasafns- greiðslur Ul rithöfunda og ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa í framhaldi af því, mjög vafa- samar — svo vægt sé að orði kveðið — út frá almennu sið- rænu sjónarmiði, en jafnframt verður að teljast líklegt að með þessum ráðstöfunum hafi verið brotinn réttur á vissum höfund- um, réttur sem þeim á að vera veradaður í sjálfri stjórnarskrá landsins.“ Hvorki hósti né stuna Síðar segir: „Síðan þessi skelegga grein var birt, hefur ekki heyrzt hósti né stuna frá Birni Th. né Stefáni Júl. Mætti þó ætla að þar væru menn með lipran penna, sem gætu bitið frá sér, þegar að þeim væri vegið. Það, sem er þó kannski enn undar- legra, er það, að þau blöð, sem oft eru að berja sér á brjóst í sambandi við hagsmunamál skálda og rithöfunda og hafa talið sér skylt að skrifa nokkra stafkróka út af minna máli en þessu, þegja líka þunnu hljóði í takt við þá Björa og Stefán! I.Þ.G. upplýsir í grein sinni að reglur um greiðslur fyrir afnot bóka í bókasöfnum fari samkvæmt hinum islenzku snilldarreglum ekki eftir því hve oft bækur höfundar era lánaðar út samtals, heldur þvi hve mörg eintök bóka höfund- ar séu til í bókasfnum lands- ins, — óháð því hvort nokkur les þær eða ekki. í landi kunn- ingsskapar er því ekki úr vegi að spyrja æðsta postula þess- ara mála, menntamálaráðherr- ann: Eftir hvaða reglum er ein- taka fjöldi í bókasöfnum lands ins ákvarðaður? Undirritaður þarf stundum að skipta við al- menningsbókasöfn og veit að sumar bækur er ógerlegt að fá mánuðum saman, en sömu bækurnar prýða hillur bóka- safnsins árið út og árið inn og oft í 5—10 eintökum. Tjeká“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.