Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 4
MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1968 4 BÍLALEIGAIM - VAKUR - SnðU«(*ve{l 12. SímJ 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Raubarárstig 31 Hverfisrötu 163. Sími eftir lokun 31166. MAGNÚSAR 4kiphou»21 sxmar 21190 pfl.rlokun 40381 : LITLA BÍLALEIGAN Berptalastrati 11—13. Hagstætt leÍEUgjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 e®a 81748. Sigurður Jónsson. 1968 Bronco 6 cyl. 11 þ. km 1968 Fiat 1100 6 þ. km. óvenju hagstæð lán. 1968 Fiat 125 „Berlina" ekinn 12 þ. km, sem nýr 1967 Toyota Crowr.. 1966 Fiat 1100 Station útborgun kr. 50 þús. 1962 Opel Kapitan mjög góóur einkabíll, skipti möguleg. 1964 VW, faliegur bílL Bronco-Rover-Willy’s. Sendi- og vörubílar. Skúlagata 40 við Hafnarbíó. 15-0-14 — 1-91-81. n D IA I BÍLASALAN IH BÍLAHLUTIR *r*A#n && ^9 Rafnaagnshlutir í flestar gerðir biia. KRISTINN GUÐNASON h.f. Kiapparstíg 27. Laugav. 168 Súni 12314 og 21965 0 A8 „krefjast“ og „vilja“. .JEinn fertugur" sendir æsku- mönnum ofurlitla sáluhjálpar- ræ5u, sem hljóðar svo: „Hugleiðing eftir lestur sam- þykktar SUS í september 1968. „Við viljum ....“ í>að er alltaf athyglisvert að sjá viðbrögð ungs fólks, þegar það vaknar til fullorðins ára og finnur ábyrgð og alvöru lifsins koma yfir sig. Núna seinustu 6-8 mánuði hefur farið um heiminn alda reiði ungs fólks og heimtar það umbætur á mörgum sviðum. Straumar þessarar byltingar unga fólksins hafa borizt hingað til lands og hafa birzt i blöðum og útvarpi langar samþykktir af fundum og þinghaldi íslenzkrar æsku. Sem betur fer hefur þessi bylting farið fram með ró og spekt hér á landi og vissulega ber að fagna því. En hvað vill svo íslenzk æska? Við viljum meiri völd,, yngri stjórnmálamenn, meiri tækni, efnahagslegt öryggi etc, en takið eftir, aðeins er sagt við viljum við krefjumst og nán- ast við heimtum. Og nú spyr ég unga fólkið, hvar eru samþykktir ykkar um drengskap, þegnskap, vinnusemi, nægjusemi, spamað, bindindissemi, heiðarleik og kær leika?? Og ég spyr enn, hvort sem þið eruð i röðum SUS, FUJ, FUF, eða Æskulýðsfylkingunni, sjáið þið ekki allt í kringum ykkur sviksemi, rangsleitni, mann vonzku, ágimd, nautnasvall, kliku skap, öfund, illdeilur, hroka, róg- burð, heimtufrekju etc. Það er 1 þessu sem óvinur ykkar er fal- inn, það er þetta, sem þjáir vald hafana í dag. Það er þetta, sem þið verðið að berjast við fyrst og fremst og það verður ekki gert með því að heimta og heimta, heldur með því að líta í eigin barm, betrumbæta sjálfan sig láta af heimtufrekjunni og sýna fómfúsan bróðurhug gagnvart náunganum. Gerið þetta að bar- áttumáli ykkar, strengið þess heit að sýna meiri vinnusemi, sparnað drengskap og bindindissemi, sann leiksást og trú. Finn fertugur". 0 Mannréttindamál Þótt eftirgreint mál hafi nú fengið góðan endi eftir því sem efni standa til, þykir Velvakanda rétt að þetta bréf komi fyrir les- endur: „Eftir því sem fram kemur I fréttum er dómur Hæstaréttar á upptöku v/b Ásmundar réttur samkvæmt landslögum, og er ekki í bága við stjómarskrána. Finnst mér það furðulegt. En mér hefur verið sagt að fs- land sé aðilí að Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, og þar með skuldbundið sig til að dæma ekki saklausan mann fyrir brot ann- arra. Skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum hljóta að hafa ver- ið gerðar samkvæmt samþykkt Alþingis, og ættu þvi að hafa sama giidi og landslög. Nú spyr ég: Hefur fsland skuldbundið sig gagnvart öðrum ríkjum um þau mannréttmdi að saklausir verði ekki dæmdir fyrir brot annarra? Og ber þá ekki Hæstarétti að taka tillit tU þeirrar skuldbindingar í dómum sínum? Getur eigandi v/b Ásmundar ef til vill sótt rétt sinn fyrir dómstólum erlendis tdL Alþjóðadómstólnum i Haag? Ég skora á lögfróða menn að svara þessum spurningum. Sér- staklega þeim sem eru í ábyrgða- stöðum í þjóðfélaginu td. dóm- endur 1 Hæstarétti, ráðherra, al- þingismenn og fleiri. Einnig skora ég á rfkisstjórnina að láta birta Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóð anna sem við erum aðilar að i islenzkrí þýðingu svo almenning ur geti gert sér grein fyrir mál- inu. Finnbogi Guðmnndsson.” 0 Áskorun um umferðarvörð Nokkrar mg^ður i Laugarnes- hverfi skrifa: „Síðastliðna tvo vetur höfum við raft gangbrautarvörð á gatna- mótum Sundlauga- og Reykjaveg ar. Var hann fenginn vegna skipt ingu skólabarna í Laugarnes- skóla og Laugarlækjarskóla, þann ig að yngstu börnin, allt niður í 6 ára, voru látin fara í Laug- arnesskóla, yfir þessa miklu um- ferðargötu. Var þá samþykkt í borgarráði að þarna yrði vörð- ur, þar til umferðarljósum yrði komið fyrir. Nú voru gömlu sund laugarnar rifnar og þær nýju teknar í notkun og af þeim or- sökum hefur umferð um Sund- laugaveg stóraukist. Nú eru skól arnir byrjaðir aftur og hægri umferð tekin í notkun. Umferðar ljós hafa verið staðsett viða um borginni, þar á meðal á Suður- landsbraut. Af þeim orsökum hef ur umferð beinzt miklu meira að Sundlaugavegi en áður. Mælingar lögreglu gætu sannað, að þama er svo gífurleg umferð og að öku hraði hafi sýnt við mælingar allt að 80 kra. hraða hjá einstökum mönnum. Þar sem engin götuljós eru komin á fyrrgreint götuhom skorum við mæður í Laugaraes- hverfi á borgaryfirvöldin að setja gangbrautarvörð á sama stað, þar sem rann var áður staðsettur. Látum hann ekki hverfa. „Það er of seint að byrgja brunninn, þeg ar barnið er dottið ofan V' Minn izt þess. Mæðnr I L.augameshverfi,“ 0 Notum okkar góða saltfisk sjálf Húsmóðir skrifar þessa ágætu hugvekju um sólþurrkaðan salt- fisk: Undanfarið haía tvöluverðar umræður átt sér stað i sambandi við saltfiskinn okkar. Magn af honum mun vera óselt, og í það hefur verið látið skína, að hann liggi undir skemmdura Innanlandsneyzla. En hvað með innanlandsneyzl- una á þessari ljúffengu og hollu fæðu? Vonandi að saltfiskurinn sé ekki að verða jafn fáséður réttur á matborðum heimilanna eins og t.d. síldin sem við kunn- um ekki að hagnýta okkur til manneldis. Ég hefi öðru hverju heyrt aug- lýsingu í útvarpinu frá Bæjarút- gerð Reykjavíkur þar sem aug- lýstur hefur verið til sölu sól- þurrkaður saltfiskur beint frá fyr irtækinu. Keypti ég 25 kílóa fisk- pakka, og sparaði heimili minu töluvert fé með þessum kaupum. Ég fór þess á leit, að fiskurinn yrði skorinn í sundur í mátuleg stykki, og var sú þjónusta um- yrðalaust veitt án endurgjalds. Þessl fiskur er mjög ljúffengur, og notadrjúgt búsílag. Nú er salt fiskurinn fastur réttur á matseðli heimilis míns einn dag í viku hverri, og allir harðánægðir með þá ráðstöfun, en margskonar góða rétti má matreiða úr honum. Sjálfsagt er að búa sem mest að sínu, ekki sízt þegar erfiðleik- ar steðja að í þjóðarbúinu eins og nú. Og við húsmæðurnar eig- um að sýna þann þegnskap að nota okkar eigin framleiðslu frek ar en að láta hana skemmast. Sól- þurrkaður fiskur er hin hollasta fæða, vítamínrík og bragðgóð. Húsmóðir." TILBOÐ óskast ínokkrar fólksbifreiðar og Dodge-bifreiðar með framdrifi er verða sýndar að Grensásvegi 9, mið- vikudaginn 16. október kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð kl. 5. Sölunefnd varnarliðselgna. Hudson pasalong sokkabuxur. Standið, gangið, sitjið — engar fellingar. Hudson-pasalong sokka- buxur með þremur þenslusviðum Ótrúleg ending. Umboðsmenn: Davið S. Jdnsson & Co. hf. Sími 24-333. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.