Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBKR 196«
menntastofnnn
mótun
— Tœkniskóli Islands veitir nemendum
sínum svipaða menntun og
verkfrceðingar hafa
— Rœtt við Bjarna Kristjánsson, skólastj.
UM FJÖGURRA
ara
skeið
hefur ný menntastofnun ver-
ið í mótun á Islandi, sem allt-
of hljótt hefur verið um
fram til þessa, en á þó vafa-
laust eftir að gegna þýðingar-
miklu hlutverki við menntun
íslenzks æskufólks og búa það
undir störf í tækniþjóðfélagi
framtíðarinnar.
” Þessi menntastofnun er
Tækniskóli Islands — skóli,
sem veitir nemendum sínum
á undirbúningsstigi hliðstæða
menntun í raungreinum og
stærðfræðideildir mennta-
skólanna og útskrifar ásamt
framhaldsskóla í Danmörku,
menn, sem hafa hliðstæða
menntun og svipuð réttindi
og verkfræðingar. Morgun-
blaðið átti fyrir skömmu við-
tal við Bjarna Kristjánsson,
skólastjóra Tækniskólans og
fer það hér á eftir.
— Hvað er tæknifræðingur?
— Tæknifræðingur er iðn-
sveinn, sem fær fyrst tveggja
ára almennt nám í stærðfræði,
eðlisfræði og efnafræði, íslenzku
dönsku, ensku, þýzku og menn-
ingarsögu. Próf í raungreinum
er nánast eins og stúdentspróf
i stærðfræðideild í þessum grein
um. Að þessu loknu fær tækni-
fræðingurinn þriggja ára tækni-
fræðinám. Það er sérhæft nám,
eitt af þessum þremur árum er
kennt hér heima, en síðar fara
flestir nemendur til Danmerkur,
enda er Tækniskóli fslands al-
gjörlega sniðinn eftir danska
kerfinu. Sérhæfða náminu er frá
upphafi skipt í 5 aðalgreinar, og
nokkrar undirgreinar, en aðal-
greinarnar eru byggingartækni-
fræði, rafmagnstæknifræði,
reksturstæknifræði, skipatækni-
fræði og véltæknifræði.
— Hvert er hlutverk og verk
svið tæknifræðingsins?
— Ég vil leggja áherzlu á, seg
Lr Bjarni Kristjánsson, að það
er ekki verið að mennta aðstoð-
armenn, heldur veita almenna
QsTERínG
peningaskópar
fyrirliggjandL
ólafur Gíslason & Co hf„
Ingólfsstræti 1A,
sími 18370.
tæknilega menntun, sem gerir
nemendur hæfa til að takast á
hendur tæknileg störf og ábyrgð
arstörf í þágu atvinnuvega þjóð
arinnar. Sú skoðun er mjög út-
breidd, að tæknifræðingar séu
aðstoðarmenn fyrir verkfræð
inga, en það er misskilningur.
Þessi menntun er líka alltof dýr
til þess að slíkt komi til mála.
Hlutverk þeirra er að vinna
svipuð störf og verkfræðingar.
Ég mundi segja, að verkfræðing
ar séu hæfari til rannsóknar-
starfa, þeim mun frekar sem þau
eru flóknari, en tæknifræðing-
ar hæfari til að stjórna iðnað-
armönnum og ganga endanlega
frá vinnuteikningum. Þennan
samanburð miða ég við nýút-
skrifaða nemendur, því að síðan
þroskast menn með mismunandi
hætti og eftir það er ekki hægt
að gera slíkan samanburð.
— Hvað getur t.d. byggingar
tæknifræðingur gert?
— Hann getur gert bygging-
arteikningar, járnateikningar,
þakteikningar, teikningar af
vatnslögn og frárennslislögnum,
venjulegast teikningar af hita-
lögnum og stundum teikningar
af raflögnum. Rafmagnstækni-
fræðingur vinnur nákvæmlega
sama verk og rafmagnsverkfræð
ingur. Rekstrartæknifræðingur,
er sérstök tegund af véltækni-
fræðingi, sem hefur hlotið sér-
menntun í hagræðingarfræðum.
Skipatæknifræðingur er fullfær
um að teikna skip og véltækni-
fræðingur vinnur sömu störf og
vélaverkfræðingur.
— Hafa verkfræðingar ein-
hver réttindi umfram tæknifræð
inga?
— Einstaka reglugerðir
ákveða að ráða skuli verkfræð-
inga í tiltekin störf, en dð öðru
leyti gilda sömu lög um réttindi
verkfræðinga, tæknifræðinga og
ai^dtekta.
— Ef við gerum samanburð á
námsleiðum verkfræðinga og
tæknifræðinga, hvernig iítur sá
samanburður út og hvenær
hafa menn lokið fullnaðarprófi
samkvæmt hvorri námsleið fyrir
sig?
— Verkfræðingur lýkur lands
prófi 16 ára gamall, hann stund-
ar síðan nám í menntaskóla í 4
ár, lýkur stúdentsprófi tvítugur
og þá er framundan 5 ára ,há-
skólanám, þannig að hann hefur
lokið verkfræðiprófi 25 ára gam
all. Tæknifræðingur tekur mið-
skólapróf 16 ára gamall og hefur
þá inngöngurétt í iðnskóla. Þar
stundar hann 4 ára nám, og síð-
an 2 ára almennt nám hjá okkur,
en að því búnu tel ég, að tækni-
fræðingurinn standi jafnfætis
stúdent úr stærðfræðideild í
raungreinum. Að loknu þessu 2
ára námi hjá okkur, á tækni-
fræðingurinn eftir 3 ára nám, eitt
ár hjá okkur og tvö í Dan-
mörku og lýkur fullnaðarprófi í
tæknifræði 25 ára gamall, eða
jafngamall verkfræðingnum.
— Hver eru inntökuskilyrðin
í Tækniskóla íslands?
— Inntökuskilyrði eru bæði
bókleg og verkleg. Hin bók-
legu eru burtfararpróf frá Iðn-
skólanum, gagnfræðapróf eða
landspróf. Hin verklegu eru
sveinspróf eða drjúg verkleg
þjálfun, sem hægt er að meta
nokkurn veginn til jafns
við sveinspróf. Þrír af hverjum
fjórum nemendum í Tækniskól-
anum eru með sveinspróf eða
langt komnir í iðnnámi. Við höld
um ekki sérstakt inntökupróf og
fáum að sjálfsögðu misjafnlega
hæfa nemendur. Fyrsta prófið
sem við höldum fer fram í jan-
úar og þá falla seinfærari nem-
endur út og eru það yfirleitt um
20% og á næsta prófi í júní-
mánuði falla út önnur 20%. í
fyrra reyndu 63 nemendur við
undirbúningsdeildina, en 33
þeirra luku prófi. f raungreina-
deildum stóðust prófið í fyrra
28 af 40 nemendum. f 1. hluta
sérgreinadeilda luku 17 af 23
prófi. í heild má búast við að
Höggpressa
Til sölu notuð norsk höggpressa 40 tonna.
DÓSAGERÐIN H.F.
Sími 12085.
Bjarni Kristjánsson, skólastjóri
Tækniskóla fslands.
30% þeirra nemenda, sem hefja
nám við Tækniskólann komist í
gegn um það nám. Það er athygl
isvert að 5 af þeim 6 nemend-
um, sem ekki luku prófi úr 1.
hluta sérgreinadeilda voru
stærðfræðideildarstúdentar, en
þess skal þó getið að aðeins einn
þeirra fór í sjálft prófið, en
stóðst það ekki. f þessu sam-
bandi er ástæða til þess að velta
fyrir sér hvaða veikleiki þarna
er í námi stærðfræðideildar
stúdenta en það skal tekið fram,
að enginn þeirra hafði nægilega
góða einkunn til þess að fá inn-
göngu í verkfræðideildina. Einn
ig má benda á að stærðfræði-
deildarstúdent kann ekki að
teikna, en iðnneminn hefur hlot
ið kennslu í því.
— Er einhver ágreiningur
milli verkfræðinga og tækni-
fræðinga um réttindi hinna síð-
arnefndu?
— Ég held, að slíkur ágrein-
ingur hafi ekki komið fram og
Verkfræðingafélag íslands
mælti á sínum tíma mjög ein-
dregið með stofnun Tækniskól-
ans.
— Hvemig hefur svo starf
skólans gengið?
— Skólinn hóf starí sitt haust
ið 1964 og tveir fyrstu árgang-
arnir eru einmitt að koma heim
frá Danmörku. Við útskrifuðum
13 nemendur fyrsta árið og 24
annað árið. Síðar var kerfinu
breytt og fyrsti árgangurinn
samkvæmt nýja kerfinu er að
fara út, og 1970 er því von á
fyrstu mönnunum af þessari
nýju kynslóð tæknifræðinga
eins og ég vil kalla þá. Munur-
inn á nýja og gamla kerfinu er
sá, að almenna undirbúnings-
menntunin var stóraukin.
— Hvemig er þetta nám í ná-
grannalöndunum?
— í Danmörku er styzta leið-
in í tæknifræðipróf sú, að þeir
geta lokið því 23 ára gamlir. í
Noregi og Svíþjóð geta þeir lok
ið þvl tvítugir. í Þýzkalandi 21
árs og eins og fyrr segir getur
íslendingur lokið því í Dan-
mörku 25 ára. Þessi styttri leið
í Danmörku byggist á því að
Danir hafa komið á hjá sér
tveggja ára námi sem er 12 mán
aða verkskóli og 15 mánaða
þjálfun á vinnustað. Hér er Iðn
skólinn samanlagt 12 mánuði en
verklega námið 36 mánuðir.
— Hvað era margir kennarar
við Tækniskólann og hver er
menntun þeirra?
— Við Tækniskólann eru 6
fastir kennarar, sjálfur er ég
vélaverkfræðingur, síðan eru
það Bjarni Steingrímsson efna-
verkfræðingur, Einar Kristins-
son með B.A. próf í eðlisfræði,
og Helgi Gunnarsson véltækni-
fræðingur frá Danmörku. Ólaf-
ur Jens Pétursson með B.A.próf
í sögu og dönsku og dr. Þorgeir
Einarsson í ensku og þýzku.
Annars eru hér alls 6 verkfræð
ingar, 3 tæknifræðingar, 1 trygg
ingarfræðingur, 2 hagfræðingar
2 eðlisfræðingar, 2 B.A. menn
og 2 doktorar.
— Hvernig em húsnæðismál
skólans?
— Þessi hæð hér í Skipholti
37 var keypt fyrir skólann og
hér erum við með 8 almennar
kennslustofur, auk þess höfum
við tilraunastofu fyrir almenna
undirstöðukennslu í eðlisfræði
og efnafræði og tvær teiknistof
ur. Síðarnefndu stofurnar eru
við Sjómannaskólann. Við erum
hér í nábýli við Iðnaðarmála-
stofnunina og erum mjög ánægð
ir með það, sérstaklega vegna
tæknibókasafnsins og kvik-
myndasafns stofnunarinnar. Með
þessu móti er hægt að sinna
þeim verkefnum, sem fyrir eru
og meðan við gerum ekkert nýtt
er þetta húsnæði nægilegt í
nokkur ár.
— Hafið þið einhverjar nýj-
ungar á prjónunum?
— Við höfum áhuga á að full
mennta byggingartæknifræð-
inga, en til þess þarf rannsókn-
arstofa að vera fyrir hendi og
slík rannsóknarstofa verður til
staðar hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Það er því
möguleiki á samstarfi þar á milli.
Þetta er fyrst og fremst spurn-
ing um fjárveitingu, aðallega til
rekstrar en ekki svo mjög til
fasteigna. Til þess að fullmennta
tæknifræðinga I öðrum greinum,
þarf hins vegar fjárfestingu í
nýjum rannsóknarstofum. f öðru
lagi höfum við áhuga á að fara
af stað með alveg nýja sérgrein
og útskrifa matvælatæknifræð
inga. Rannsóknastofnun fiskiðn
aðarins hefur sennilega tækja-
TiBXNISKÚLI fSLANDS
PRÓFSKÍRTEINI
hlaui þ’-star •háunalr A 1. hluta^rtfi IjúnfmAnUi
A.+#**HUtr* ...
S. n tUmU ..
t. HUhatftmH * nhnnfrmM ..
10. jmlftmil ...........
m í t.UM tysHofUmlU Mmt «Uij<nn áiljrtmmi
•} mmmm Ak» 1 m » S •
i)km<iAmmV ttllt£ t
búnað og rannsóknaraðstöðu sem
til þarf. Matvælatæknifræðingar
ættu að vera sérfræðingar í
vinnslu sjávarafla og landbún-
aðarafurða, bæði tæknilega,
stjórnunarlega og líffræðilega.
Okkur hefur dottið í hug, að
vélstjórar hentuðu vel í þetta
nám, því að í mörgum þeSsara
vinnslustöðva eru vélstjórar aðal
stjórnendur á vinnustað, en
þá vantar menntun til þess að
valda þessu verkefni, þeir
kunna venjulega ekkert í líf-
fræði og sáralítið í stjórnunar-
fræðum. í þriðja lagi hefur á
undanförnum árum verið rætt
um að koma á fót tveggja ára
framhaldsnámi fyrir rafvirkja,
sem yrði þannig að þeir færu
fyrst i undirbúningsdeildina og
síðan einn vetur í algjörlega sér
hæft nám. Starfsheiti þeirrayrði
væntanlega „raftæknir" og
menntunin yrði svipuð og fyrir
nokkrum árum var veitt við Vél
skólann í rafmSgnsdeild raf-
virkja.
— Hvemig er námsaðstaða
þeirra, sem leggja út í tækni-
fræðinám, fá þeir námsstyrki
eða námslán?
— Þetta er raunar mál sem
nú er á döfinni og hefur ekki
verið fyllilega í lagi, en ég býst
við, að verði leiðrétt á næst-
unni, en auðvitað ættu þeir að
fá lán úr lánasjóði ísl. náms-
manna um leið og raungreina-
deildarprófi lýkur, jafnt og stúd
entar, sem leggja út í háskóla-
nám.
— Er einhver fjárhagslegur
ávinningur af því fyrir iðn-
sveina að leggja út í tækni-
fræðinám?
— Ekki vil ég fullyrða um
það. Yfirleitt held ég að menn
með sveinspróf fari út í þetta
nám, ekki fyrst og fremst végna
fjárhagslegrar ábatavonar held-
ur vegna löngunar til þess að
mennta sig betur.
— Og hvað viltu segja að lok
um Bjarni?
— Ég vil leggja áherzlu á
nauðsyn Tækniskólans í okkar
þjóðfélagi. Ég held að það sé
engin hætta á offjölgun tækni-
fræðinga á næstunni, ekki ef
framvindan verður eins og við
er búist. Ef aðsóknin væri hlut
fallslega hin sama hér og hjá
nágrönnum okkar ættu nú að
vera tvöfallt fleiri í 1. hluta sér
hæfða námsins. Á íslandi hefur
trúin á brjóstvitið lengi verið
óskaplega sterk, og ungir menn
fá ekki verulegan áhuga á tækni
fræðinámi fyrr en þeir reka sig
á hve skammt brjóstvitið dugir
þeim í nútíma þjóðfélagi. Einnig
eru hér í skólanum menn á fert-
ugsaldri sem fyrst og fremst rífa
sig upp og leggja út í þetta 5
ára nám af lönguninni til þess
að mennta sig betur en tæplega
til að auka ævitekjur sínar.
EXAMINATION CERTIFICATE
• lm ik part I mmmlnmtímmt
X Hytm............
4L Clmtmrf mi kMgf .
■ I • If > t
Prófskírteini frá Tækniskólanum.
Fulltrúar ú Alþýðusambandsþing
LISTI stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Sambands matreiðslu
og framreiðslumanna við kjör
fulltrúa sambandsins á 31. þing
Alþýðusambands íslands: Listi
þessi var sjálfkjörinn.
Aðalfulltrúar:
Jón Maríasson,
Tryggvi Jónsson,
Aðalheiður Ólafsdóttir,
Jóhanna Árnadóttir,
Ásdís Þórhallsdóttir,
Varafulltrúar:
Guðmundur H. Jónsson,
Sveinn Friðfinnsson,
Nanna Einarsdóttir,
Hansína Guðmundsdóttir,
Gísli Pálmason.