Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 196« hafa þeir yfirburði með Randy Mattson í broddi fylkingar. Allt virðist líka benda til þess að þeir hreppi gullið í kringlukasti. Að alkempa Bandaríkjanna í þeirri grein, Joy Silvester, virðist í mjög góðu formi, og baetti heims met sitt fyrir aðeins þremur vik- um. Og ekki má gleyma stang- arstökkinu — þar eiga Banda- ríkin tvo beztu afreksmennina -— Bob Seagren og John Pennel. Hinn fyrrnefndi setti nýlega nýtt heimsmet í greininni, stökk 5.43 og sló met hins síðarnefnda, sem var 5.35. RÚSSAR STERKIR f STÖKKUM OG KÖSTUM En látum þetta naagja um Bandaríkjamennina og víkjum þessu næst að Rússum. Þeir hafa oft komið sterkari til Olympíu- leika en að þessu sinni. f sprett- hlaupunum eiga þeir enga menn, sem líklegir eru taldir til að blanda sér í baráttuna um gultverðlaunin, né heldur í milli vegalengdunum. Þeir hafa jafn- an átt góða langhlaupara, en þó engan framúrskarandi núna, sem menn vi'lja spá sigri. Sterkasta grein þeirra er þrístökkið, og ennfremur má ætla að þeir geti fengið fyrstu menn í langstökki, hástökki, spjótkasti og sleggju- kasti. Ter-Ovanesyan — keppir í fjórða sinn á OL í langstökki. Enginn firra væri að ætla að Rússar geti hreppt öll þrjú verð- launin í þrístökkinu. Þar eiga þeir Viktor Saneyev, Alexander Zolotaryov, og Nikotai Dudkin. Flestir munu spá hinum fyrst- nefnda sigri. í ársbyrjun 1967 mátti hann heita óþekktur, en það ár reyndist honum happa- drjúgt. Hann náði 16 metra mark inu í marzmánuði í fyrra, en á alþjóðlegu móti í Hojiwa sigr- aði hann heimsmethafann Juzef Scmidt frá Póllandi í fyrstu viðureign þeirra. Ekki varð hann þó sigurvegari þar því að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir landa sínum Zolotarjov sem setti við þetta tækifæri nýtt landsmet 16.92 m. Saneyev byrj- aði olympíuárið vel og setti ftjót iega persónulegt met, 16.67 m. Og á Evrópumeistaramótinu í Lusis — ætlar að vinna gullið og kasta 95m næsta ár. Madrid innanhúss bætti hann sig um tvo sentimetra en náði þó ekki nema öðru sæti, þar sem landi hans Dudkin stökk tveim- ur sentimetrum lengra. En í júlí sl. náði hann sínum bezta ár- angri, sem jafnframt er bezti ár- angurinn í ár, og stökk 16.87. Fáeinum dögum síðar stökk hann 16.84. Saneyev er 23 ára að aldri. Zolotaryov eir 28 ára að aldri, og hefur í sl. átta ár verið í fremstu röð í þrístökki, enda þótt hann hafi aldrei unnið meistaratign heima fyrir né á olympíuíeikum, en hann var meiddur fyrir leik- ana í Tokya Hann hóf æfingar seint í ár, en náði þó fljótlega að stökkva 16.67, og mun núna vera að komast í sitt bezta form. Dudkin er 21 éirs, og hefur náð beztum árangri í ár 16.77. Igor Ter-Ovanesyan tekur nú þátt í odympíuleikjum í fjórða sinn, þrítugur að aldri. í tíu ár hefur hann verið í hópi beztu langstökkvara veraldar en aldrei tekizt að sigra á Olym- píuleikjum. Hann hlauit bronz- verðlaun bæði í Róm og í Tok- yo. Margir höfðu spáð honum sigri í Tokyo, og nú spá ftestir honum sigri, enda þótt sigurveg- arinn frá Tokyo, Lyn Davis, frá Rretlandi verði nú einnig meðal keppenda. Ter-Ovanesyan hefur sýnt það í ár, að hann hefur aldrei verið í eins góðri þjálf- un, og hefur á þessu ári stokkið 8.23 m, sem er jafnt heimsmeti Bostons. Og þessum árangri náði hann einmitt í Mexikó. Konungur hástökkvaranna, Brumel, mun ekki stökkva fram- ar vegna meiðsla, sem hann hlaut. Skarð hans er vandfyllt, en þó er það Rússum nokkur sárabót að þeir virðast sjálfir eiga manninn, sem það gerir. Val entin Gavrilov heitir sá, 22 ára að aldri. Hann verður að telja ííklegastan sigurvegara í þess- ari grein, hann héfur verið í mjög góðri þjálfun í ár og á eitt bezta afrekið, 2.20 m. Þá er komið að köstunum, og við skulum taka sleggjukastið fyrir fyrst. Þar hefur Romuald Klim verið spáð sigri af flestum. Hann sigraði í þessari grein í Tokyo. íþróttaferill hans hefur verið ævintýralegur. f tíu ár reyndi hann án afláts að kom- ast í röð beztu sleggjukastara veraldar, en árið 1963 einmitt þegar allar dyr virtust honum íokaðar, var hann valinn í lands lið Rússa — þá þrítugur að aldri. Ári síðar hafði honum þó ekki tekizt að skapa sér nafn í íþróttaheimimim nema rétt inn- anlands, en var samt sendur á fyrstu Olympíuleika sína í Tok- yo, og hann kom þar, sá og sigr- aði. En hann lét ekki staðar numið. Stöðugt bætti hann ár- angur sinn, sleggjan flaug lengra og lengra, og í ár er svo komið að hann hefur fimm sinn- um þeytt henni yfir 70 metra markið. Bezti árangur hans er 73.18, en heimsmetið í greininni á Ungverjinn Gyula Zsivotski 73.76 m. Þeir hafa mætzt sjö sinn um í keppni, og Rússinn hefur á- valt unnið. Spjótkastarinn Janis Lusis er einn af reyndustu frjálsíþrótta- mönnum Rússa, 29 ára að aldri, og er nú taMnn líklegastur sig- urvegari í spjótkasti. Þrátt fyr- ir aldurinn stendur hann einmiitt Klim — sigrar hann ungverska heimsmethafann nú í áttunda sinn. núna á hátindi frama síns. Lus- is kastaði fyrsí spjóti 1957 og mæ'ldist kastið 44.52 m. Hann jók smátt og smátt árangur sinn, og komst í raðir beztu spjótkast- ara veraldar. Norðmaðurinn Terja Pedersen varð fyrstur allra til að kasta spjótinu yfir 90 metra markið skömmu fyrir Tokyo-leikana, og stóð það meit (91.72) óhaggað í langan tíma. Margir urðu til þess að reyna að slá þetta met og Lusis var einn þeirra. Hann kastaði í fyrra tví- vegis yfir 90 metra markið, en loks í ár tókst honum að hnekkja heimsmetinu — kastaði 91.98 metra. Og Lusis hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að láta staðar numið við þetta: „Á næsta ári verður kominn tími tit að hyggja að 95 metra mark- inu“, á hann að hafa sagt tveim ur mánuðum fyrir leikana núna. LOFTSLAGIð GERIR LANGHLAUPIN TVISÝN Langh'laupin hafa alltaf verið meðal skemmtilegustu keppnis- greina Olympíuleikanna, enda úr slit þar oft orðið óvænt. Sjáld- an hefur þó verið eins erfitt að spá um úrslitin í þeim greinum og á þessum leikum. Ljóst er að margir koma til greina sem sig- urvegarar, og á hið þunna há- fjallaloftslag stóran þátt í því. Þeir keppendur, sem vanastir' hafa verið að hlaupa á láglendi, virðast margir hverjir ætla að eiga erfitt með að venja sig við Clark — örvæntingarfullur. hið þunna loft, sem gerir þeim mjög erfitt um andardrátt. Helzta kempan á þessum lengri vegalengdum hlaupagreinanna hefur verið Ástralíumaðurinn Ron Clark, margfaldur heimsmet hafi í t.d. 5 og 10 km hlaupi. Fyr ir leikana höfðu líka flestir spáð honum sigri, enda er hann þrautreyndur kippnismaður þó að honum gengi illa í Tokyo. En Ron Clark er sjálfur ekki á sama máli, því að fyrir nokkrum dögum á hann að hafa sagt: „Ég veit það núna, að ég hef ekki minnstu möguleika til að hreppa verðlaunapening á þessum leikum“. Hafði hann þá skömmu áður horft á Mexikan- ann Juan Martinez sigra í 5 þús- und metra hlaupi á tímanum 13.59.8 mín. Clark kom til Mexí- ko í september og í fyrsta æf- ingahlaupi sínu á þessari vega- lengd hlaut hann tímann 14.18.0 mín. Eftir það híaup sagði hann við b'laðamenn: „Ég á að geta hlaupið auðveldlega undir 14 mín útum. Ég veit, að Túnismaðurinn Muhammed Gammoudi, hefur ný lega hlaupið þessa vegalengd á 13.52.0 sem veldur því, að ég skoða hann, sem hættulegasta keppinaut minn ásamt Kipch onge Keino. En frá því að Clark lét þessi orð falla hefur heldur betur dofnað yfir honum, og hann virðist nú sannfærður um, að sér muni ekki takast að sigrast á toftslaginu. Margir hafa velt vöngum yfir skyndilegri komu Kenyamanna fram á íþróttasviðið. í millivega- lengdar- og langhlaupunum virð ast þeir hafa mjög aterkum mönn um á að skipa. Keinó, Naftali Temu, Wilson Kiprugut og Benja min Kogo hafa allir verið nefnd ir meðal þeirra, sem koma til greina, sem sigurvegarar í 800m, 1500m, 5km og 3000m hindrunar- hlaupi. Verður fróðíegt að fylgj- ast með því, hvernig þeim vegn- ar, þar sem þeir hafa nýlega orð ið fyrir talsverðu áfalli, því að landsliðsþjálfarinn, John Velzi- an, Breti að þjóðerni, var látinn segja af sér, en hann er sagður- maðurinn bak við velgengni keny askra íþróttamanna að undan- förnu. Hann var fenginn til Kenya 1958 til að þjálfa landsliðið og tók það stórstígum framförum með- an hans naut við. Fyrir sex mán uðum spáði hann því, að Keino mundi sigra í 1500 metrunum, og 5000 metrunum á leikunum, Te- mu í 10 km, Kiprugut í 800 metr- unum og Kogo í hindrunarhlaúp- inu. Enginn tók hann alvarlega, heldur ekki þegar' hann kvað Temu mundu sigra Clark á Ja- maica-leikjunum fyrir nokkru. En Temu sigraði samt. Þegar Kenya hótaði að mæta ekki tií Olympíuleikanna, ef S-Afríka fengi aðild að þeim, 'lagðist Vel- zian gegn þessari ákvörðun, þar sem hann fylltist skelfingu við þá tilhugsun að „piltarnir s ínir“ fengju ekki að keppa á leikun- um. En þetta var nóg til þess að hann var látinn fara frá. Vel- zian er sagður hafa mjög sál- ræn styrkjandi áhrif á íþrótta- mennina, og enginn maður lagn- ari að tala í þá kjark, þegar þess þarf með. Eftir er því að vita, hver viðbrögð Kenya-hlaup aranna verða, þegar til keppni kemur og þeir njóta ekki leng- ur leiðsagnar og styrks Velziam, Hann er nú kominn til Mexíkó upp á eigin spýtur, en íþrótta- mönnum hefur verið meinað að hafa nokkur samskipti við hann. Gera má ráð fyrir að helztu képpinautar Clarks og Kenya- mannanna í langhlaupunum verði hinn gamalreyndi lang- hlaupari Gaston Roelants frá Belgíu, Muhammed Gammoudi frá Túnis og Jurgen Haase frá Þýzkaíandi. Mörgum þykir Roelants nokk- uð stórhuga nú fyrir leikina, því hann hyggst taka þátt í 10 km Keino — þekktastur Kenya- hlauparanna. hlaupi 13. október, daginn eftir ætlar hann í hindrunarhlaupið og 16. október hyggst hann keppa í marathonhlaupinu. Hann gerir sér vonir um sigur í öllum þessum greinum, og ætlar sér að Ijúka ferli sínum með þrjá guH- peninga í barminum. Roelants varð oíympíumeistari í Tokyo í hindrunarhlaupi, en er heimsmet hafi í 20 km. Hann hefur tví- vegis áður keppt í Mekiko, og segir loftslagið alls ekki há sér. Hann hljóp maraþonhlaup í fyrsta sinn á reynsluileikunum í fyrra og fór þá með sigur af hólmi, fékk ágætan tíma. Gammoudi mátti heita algjör- lega óþekktur fyrir Tokyo-leik- ana, en þá kom hann ölíum á ó- vart með því að hreppa si'lfuir- yerðlaunin í 10 km. Hann ætlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.