Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 Olympíuleikarnir settir í dag Þrumuveður og stórrigningar hafa sett sinn svip d lokaundirbúninginn NÍTJÁNDU ólympíuleikarnir verða settir í Mexíkóborg í dag og verður setningarathöfnin með sama sniði og tíðkast hefur á ólympíuleikum undanfarna ára- tugi. tþróttafólkið, 7226 kepp- endur frá 119 þjóðlöndum, geng- ur í fylkingu inn á völlinn, for- seti Mexíkó setur leikana, dúfum verður sleppt, og ung stúlka, Norma Enriqueta Basilio, ber ólympíueldinn, sem tendraður var í Grikklandi, inn á leik- vanginn í Mexíkóborg, hleypur með hann 400 m á vellinum og síðan upp þrep turnsins þar sem eldurinn mun loga meðan á leik- unum stendur. ■ Ólympíuleikirnir í Mexíkó hafa þegar orðið sögufrægir. Bar fyrst til deilurnar um þátttöku Suður- Afríku en nú síðast hafa stúd- entaóeirðirnar sett svip sinn a undirbúing leikanna og eru leik- irnir nú haldnir undir sterkri hervemd. Síðustu dagana hefur ekkert borið til tíðinda í Mexíkó en í óeirðunum fyrir um það bil tveim vikum urðu blóðug átök og um 30 manns létu lífið. Leit svo út um tíma að til frestunar leikanna kæmi, en stjórn lands- ins ákvað þá að kalla til öfluga herflokka og láta leikana fara fram undir hervernd. Síðan hef- ur ekki til átaka komið að heitið geti. Átta fslendingar taka þátt í leikunum nú, 4 í sundkeppninni, 3 í frjálsum íþróttum og einn lyftingamaður. Gífurlegt þrumuveður gekk yfir Mexíkóborg í fyrrinótt og mynduðust vatnspollar á mörg- um íþróttavallanna sem notaðir verða við leikana. Leikarnir voru ákveðnir á þessum árstíma vegna þess að veður er þá kvað bezt í Mexíkó. Nú hefur hins vegar svo brugðið við að þrumuveður og hitabylgjur hafa gengið yfir landið og angrað íþróttafólkið. Vetrarstarf Vorboð- ans 1 Hafnarfirði Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn í Hafnarfirði er nú að hefja vetrarstarf sitt. Hefst það með sauma- og sníðanámskeiði miðvikudaginn 16. okt. og verð- ur kennt í Sjálfstæðishúsinu á miðvikudögum kl. 2-5 síðd., — alls í fimm skipti og lýkur 13. nóv. — Konur, sem ætla að taka þátt í námskeiðinu eru beðnar að tilkynna þátttöku í síma 50505 og 50530. Fyrsti fundur Vorboðans verð ur haldinn 21. þ.m. Batnandi söluhorfur á fiskimjöli — þrátt fyrir aukna framleiðslu Dagana 31. sep<t-4. okt. hélt Aðþjóðaféíag fiskmjölsframleið- enda hinn árlega aðalfund inn í Bremen í V-Þýzkalandi í boði Vestur-þýzkra fiskmjölsframleið enda. Öll meiriháttar fram- 'leiðslulönd eru aðilar að þessum samtökum og sóttu fundinn um 120 framleiðendur frá 20 lönd- um og auk þess um 40 umboðs- menn og fóðurblandarar. Af ís- lands hálfu sóttu þennan fund dr. Þórður Þorbjarnarson Sveinn Benediktsson, framkv.stj. Páll Ólafsson, efnaverkfræðing- ur, dr. Jónas Bjarnason, Valgarð J. ólafsson og Tómas Pétursson. Tilgangur^þessara funda er að gefa mönnum kost á að skiptast á skoðunum og ræða vandamál iðnaðarins, jafnt þau viðskipta legu og hin>, sem eru vísindalegs og tæknilegs eðlis. Fundur þessi var sá 8. í röðinni, en sá fyrsti þeirra var haldinn árið 1960. MARKAÐSHORFUR Áætíanir, sem þarna voru Nauðsynlegt að taka jákvæða afstöðu til sálrænna vandamála Við íslendingar eigum ýmislegt ólœrt í þessum efnum — Samtal við frú Ásu Jónsdóttur sál- ^ J. frœðing, sem er á förum til Ameríku Frú Ása Jónsdóttir sálfræðing ur er nú á förum til Bandaríkj- anna, en þar er hún ráðin sem sálfræðingur við Mental Health Klinik í New York frá 1. nóv- ember n.k. Frú Ása hefur mag- isterpróf frá Bandaríkjunum í sálar- og uppeldisfræðum. Að prófi loknu vann hún um skeið að þýðingum gáfnaprófa. Hún hefur kennt uppeldisfræði við Kvennaskólann í Reykjavíkum langt skeið — auk þess starfað mjög mikið við börn á forskóla- aldri o.fl. í tilefni af brottför hennar óskaði Mbl. eftir viðtali við hana „Hvers konar störf verða yð- ur falin við þessa stofnun"? „Starf mitt er aðallega í því fólgið, að geðgreina einstaklinga er leita til stofnunarinnar með vandamál sín. Reynt er á þann hátt að finna orsakir erfiðleika þeirra og veita þeim lækningu og meðferð í samræmi við niður stöðurnar". „Hvernig er unnið að geðgrein ingu“? „Geðrannsóknir eru margvís- legar, t.d. eru notuð próf erlúta m.a. að persónuleikakönnun, gáfnafari, aðlögunarhæfni, sér- stök hæfnispróf er sýna starfs getu, tilfinningalíf og mörgönn ur próf. Önnur meðhöndlun sjúklinganna er m.a. fólgin í kerfisbundnum viðtökum. Leitast er við með ýmsum tæknilegum aðferðum að koma sjúklingnum 1 hvíldarstöðu, svo að hann sé fær um að tjá sig á sem eðlileg- astan hátt“. „Hvers konar fólk kemur og leitar hjálpar til stofnunar sem þessarar“? „Til stofnunarinnar leitar fólk á öllum aldri með mjög fjöl- breytileg vandamál og á hinum ólíkustu stigum hugrænna erfið leika. Þarna koma t.d. stúdent- ar með sín námsvandamál, fólk með fjárhagsáhyggjur og alls konar fjölskylduerfiðleika m.a. ofdrykkjuvandamál og fólk með fjölmargar aðrar gerðir mann- legrar óhamingju. Auk þessa kemur mikið af fólki með tauga- bilun og geðveiki á mismunandi stigum". „Hver rekur þessa stofnun og hvernig er hún rekin“? „Þetta er ríkisstofnun. Við stofnunina vinna læknar, sál- fræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarkonur og ýmsir fleiri. Stofnuninni veitir forstöðu Dokt or Klaus Feuehtwanger, sérfræð ingur í gæðlækningum, en hann nýtur mikils álits í grein sinni. Ég vann í sumar, svolítið undir stjórn hans og tel því að starf þetta muni stórum auka þekk- ingu mína og reynslu í grein minni“. „Hvemig eru launakjör em- bættismanna New Yorkríkis, sem fást við slík störf“? „Launin eru stórúm mun hærri en hérlendis tíðkast. Auk þess er um ýms hlunnindi að, ræða, t.d. eru innifalin öll sjúkrasam- lags- og tryggingagjöld, en það munar miklu, vegna þess, hve gjöld þessi eru há þar. Þyngst er þó á metunum að öll aðstaða til slíkra starfa er betri þar en hér heima, einkum vegna já- kvæðrar afstöðu fólks til allra sálrænna vandamála. Enginn er feiminn eða skammast sín fyrir að koma með hvaða vandamál sem er, þegar í upphafi, til slíkra stofnana. Tel ég að við íslendingar eigum ýmislegt ólært í þessum efnum“. „Hvað er það einkum, sem yð- ur finnst við eiga ólært á þessu sviði“? „Mér virðist að íslendingar séu ekki fyllilega lausir við þvingun, er þeir leita til sál- fræðinga. Það er eins og menn bíði með slíkt unz erfiðleikarnir eru komnir á mjög hátt stig, í stað þess að koma til sálfræð- ings þegar þeim fer að líða illa andlega, á svipaðan hátt og menn leita til lækna vegna lík- Frú Ása Jónsdóttir. amlegrar vanlíðunar. Ég hygg að þetta eigi sér tví þættar orsakir: f fyrsta lagi er- um við yngsta og fámennasta stétt landsins og í öðru lagi er hér mjög tilfinnanlegur skortur á slíkum stofnunum einkum nú er þörfin brýnni, vegna aukins fólksfjölda og gagngerðar þjóð félagsbreytir.ga, sem nú eru að gerast“. „Að lokum langar mig að spyrja yður, frú Ása: Ætlið þér að setjast að starfi þar vestra til langframa"? „Ég hefi nú reyndar aðeins ráðið mig til eins árs, enn sem komið er. Hugsanleg heimför er undir ýmsu komin, m.a. því hver starfsskilyrði og aðstaða verða fyrir hendi hér heima, en því ber ekki að leyna að ég kysi heldur að starfa á íslandi og reyna á þann hátt að verða fólki að einhverju liði í vanda- málum þess, því mér hefur jafn- an fallið afar vel að starfa með öllum þeim mörgu, sem ég hefi unnið fyrir hér heima, einkum að uppeldismálum." Við kveðjum frú Ásu Jóns- dóttur og óskum henni til ham- ingju með nýja starfið, góðrar ferðar og skjótrar heimkomu. lagðar fram, bentu til þess, að fiskmjölsframleiðsla helztu út- flutningslandanna myndi á ár- inu 1968 enn vaxa um nær 350 þús. tonn eða upp í 3.550 þús. tonn. Mest verður aukningin í S-Afríku, Perú og Chile og einn ig nokkur í Danmörku, en hér á landi hefir dregið mjög úr fram- leiðslu eins og kunnugt er, og einnig í Noregi. Hinsvegar bentu þessar áætlan ir einnig til þess, að eftirspurn eftir fiskmjöh og notkun þess myndi aukast um 5—600 þús. tn. og birgðir útflutningslandanna í ár^lok því minnka um 2-300 þús. tonn. Er það í fyrsta skipti síð- tonn. Er það í fyrsta sktipi síð- an 1965, að áramórtabirgðir hafa farið lækkandL Þessa þróun má að sjálfsögðu fyrst og fremst þakka hagstæðu verðlagi á fiskmjöli, miðað við annað eggjahvítufóður. Mjög lauslegar áætlanir bentu til, að áframhald yrði á þessari þróun á árinu 1969. Var því tal- in nokkur von um sæmilegar markaðshorfur í Bandaríkjunum í haust og getur hún haft áhrif á þróun þessara máta en soya- baunamjöl keppir við fiskmjölið á fóðurefnamörkuðum. Einnig hlaðast nú upp birgðir af þunr- mjólk, einkum í löndum Efna- hagsbandalagsins, en hún er einnig seld í samkeppni við fisk mjöl til sumra nota. Þarna komu einnig fram áætl anir um framleiðslu og eftir- spurn eftir lýsi og bentu þær Framhald á bls. 27 - NYTUM ............ Framhald af bls. 5 hömlur hafa verið settar á sölu- verð þeirra, það er að segja menn hafa mátt selja þær á markaðsverði, eða endurkaups- verði á hverjum tíma. Vafalaust er þetta ein af ástæðunum fyr- ir því, að óeðlilega mikið hefur verið fjárfest í húseignum og öðrum hlutum er að sjálfsögðu veita þægindi og ánægju en eru ekki þjóðhagslega arðbærir. Eins og alkunna er tíðkastmjög í öðrum löndum að almenning- ur fjárfesti eigur sínar í atvinnu rekstrinum með því að kaupa hlutabréf í atvinnufyrirtækjum. Á þennan hátt gerist almenn- ingur þátttakandi í atvinnu rekstrinum og á hag sinn undir góðri afkomu hans. Þegar þann ig háttar. er eðlilegt, að almenn ingur fylgist með atvinnufyrir- tækjum, hafi áhuga fyrir vel- gengni þeirra og láti sér ekki í léttu rúmi liggja hvort lagðir séu steinar í götu fyrirtækj- anna. Hér gegnir öðru máli, því al- menningur tekur lítinn fjárhags legan þátt í atvinnurekstrinum. Orsökina tel ég vera, að hann álítur ekki hlutaeign í honum arð bæra né trygga. Kunnugt er, að á þessum síð- ustu og verztu tímum hefur mjög gengið á fjarmagn atvinnufyrir tækjanna og bankarnir eru að þrotum komnir að lána það sem á vantar. Því er sérstök þörf nú að skipa efnahagsmálunum þannig, að atvinnufyrirtækjun Jakob Guðjohnsen ldtinn Jakob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavík- ur lézt hér í borginni í gær. Jakob var fæddur 23. jan. 1899 á Húsavík. Hann var sonur hjón anna Stefáns Guðjohnsen, kaup manns á Húsavík, og Kristínar Jakobsdóttur Guðjohnsen. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1919. Jakob lauk prófi frá Den polytekniske Læreanstalt í Kaupmannahöfn 1926. Hann var verkfræðingur hjá Rafmagns veitu Reykjavikur frá 1926 og yf irverkfræðingur frá 1945 til 1. febr. 1961 er hann varð raf- magnsstjóri, en því embætti hef- ur hann gegnt síðan. Jakob gegndi einnig ýmsum félagsstörfum á sviði rafmagns- og félagsmála. Jakob var kvænt- ur þýzkri konu, Elly Hedwig. Vorð fyrir bíl EKH) var á sjötuga konu, Krist ínu Lýðsdóttur, Barmahlíð 1, þeg ar hún var á leið yfir Miklu- braut eftir gangbraut í gær. Krist ín var flutt í Slysavarðstofuna, en talið var að hún hefði aðeins meiðst lítillcga. Kristín var á leið yfir syðri akbrautina, þegar óhappið varð. Ökumaður bílsins segist hafa séð Kristínu, en honum tókst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. um verði gert kleift að starfa án tapreksturs til þess m.a. að fjármagni þjóðarinnar verði var ið til framleiðsluaukningar og bætts þjóðarhags. Ég hefi haft orð á því, að verzlunarstéttin njóti ekki nauð synlegs trausts þjóðarinnar. Af þessum sökum séu lagðar á hana ýmsar hömlur og hún jafnvel úti lokuð frá ýmsum þáttum verzl- unarinnar. Það eð stéttin er tiltölulega fámenn, þá væri þetta ekki svo veigamikið atriði frá þjóðhagslegu sjónarmiði, ef þess ar hömlur hefðu ekki neikvæð áhrif á þjóðartekjurnar og aðra atvinnuvegi, ef ekki væri hér um að ræða sóun starfskrafta sem full þörf er fyrir til upp- byggingar efnahagslífinu. Álit manna um orsakir þessarar nei- kvæðu afstöðu til verzlunarstétt arinnar er að sjálfsögðu áýmsa vegu, en líklega er þeirra helzt að leita í sögu þjóðarinnar sem greinir frá niðurlægingartímum hennar þá er verzlunin var ófrjáls og í höndum útlendinga. Eg þori að fullyrða, að hin íslenzka verzlunarstétt gefi ekki eftir verzlunarstéttum ann arra þjóða né sé eftirbátur ann arra stétta þjóðfélagsins. Ég trúi því, að framtíðin muni bera í skauti sínu breytta og batn- andi afstöðu til verzlunarstétt- arinnar, ég trúi því að æska þessa lands muni óska þjóðinni til handa athafnafrelsi, meðal annars frjálsa verzlun og að at hafnafrelsi einstaklingsins verði í hávegum haft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.