Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 15 Hinn sögufrægl endasprettur í 5000 metra hlaupinu í Helsingfors að hefjast. Zatopek hefur tekið forustuna. Mimoun er annar, Schade þriðji. Sá sem liggur á brautinni er Chataway, en Zatopek stjakaði við honum er hann hóf enda- sprettinn. þenu og Maraþon, sömu íeið .og hlaup- ari hafði nokkrum öldum fyrr hlaupið til að færa Aþenubúum fréttir af sigr- um Grikkja í orustu við Persa. Sá hlaupari datt dauður niður þegar hann hafði lokið við að segja tíðindin. 25 keppendur mættu til leiks í Mara- þon. Meðal þeirra voru heimsfrægir hlaupagikkir, sem höfðu bætt stjörnu í festingu sína með því að sigra í blaup- um á Olympíuleikunum. Þarna var Flack frá Ástralíu, sem sigraði í 1500 metra hlaupinu og Amerikaninn Flake, sem orðið hafði annar í sama hlaupi. Þá voru einnig nokkriir Grískir keppend- ur í hlaupinu, sem öll þjóðin vonaði og bað að mættu sigra í því. Við lá þjóðarsómi. Þetta voru þeir Velokas, Vassilakos, Vretos og óþekkitur geita- smali, Spiridon Luis sem þarna var mættur til sinnar fyrstu hlaupakeppni. Hann hafði um sumarið fengið þá flugu í höfuðið að taka þátt í hlaupinu og æft' sig dyggilega. Þser æfingar fóru ekki fram að venjulegum hætti. Luis híjóp umhverfis geitahjarðir sínar með brauðhleif í annari hendi en vínflösku í hinni. Þegar hann varð þreyttur á hlaupunum lagði hann sig og svaf, en tók til að nýju þegar harm vaknaði. Skotið reið af og hlaupararnir tóku á rás. Til að byrja með hélt Luis sig í miðjum hópnum og kunni ve'l við sig þar. Hanti' hugsaði sér að keppinautair hans væru geiitur, og nú lægi mikið við að láta ekki vanta hjá sér þegar yfir lyki. Heiður hans sem góðs geita- smala lá þar við. Það var heitt í veðri og innan tíðar fóru margir af köppun- um að týnast og dragast aftur úr. Luis var hins vegar vanur þessu loftslagi og lét sér hvergi bregða og tók for- ustuna um stund. En að því kemur að Luis tekur að þreytast. Nú hefur hann ekki brauð og vinflösku með sér, en er svo hepp- Á OLYMPÍULEIKVANGINUM Myndum brugðið upp af nokkrum afreks- mönnum fyrri Olympiuleika Frá fyrstu tíð hafa Olympíuleikarnir verið vettvangur gleði og sorgar, — brosa og tára. Boðskapur leikanna er reyndar sá, að meira máli skipti að taka þátt í drengilegrl keppni leikanna, en sigra. En eigi að síður er það æðsta takmark allra íþróttamanna að hljóta hin eftirsóttu gullverðlaun og verða krýndur sem sigurvegari. Og úrslitin hafa aldrei verið ráðin fyrirfram. Þeir sem taldir hafa verið öruggir sigur- vegarar hafa stundum orðið að bíta í það súra epli að tapa fyrir óþekktum mönnum. „Það væri litið gaman af knatt spyrnu, ef hægt væri að spá um úrslit- in fyrirfram“, sögðu hinir frægu knatt- spyrnumenn Benfica sem voru hér á ferð fyrir nokkru. Þessi orð eiga við allar íþróttir og ekki hvað sízt keppni Olympíuleikanna. Hér á eftir er brugðið upp myndum af nokkrum mönnum sem háð hafa bar- áttu á hinum olympísku leikvöllum frá því að léikarnir voru endurvaktir fyrir 72 árum. MEÐ HONUM REIKNAÐI ENGINN Sumarið 1936 berst fátækum geita- bónda í Grikklandi bréf sem komið var allar götur frá Þýzkalandi. Og það sem meira er, á bréfinu er fangamark Hitl- ars ríkiskansíara. Þögull og ró’legur brýtur bóndinn bréfið upp, — það er boð frá þýzku þjóðinni til Spiridon Luis til Olympíuleikanna í Berlín. Gamli maðurinn fer að taka til föggur sínar og þegar að leikunum liður tekur hann sér far með járnbrautarlest til Berlínar. Þar er tekið á móti honum með kost- um og kynjum. Meira að segja gefur Hitler sér tíma til að heitsa honum. En hverju sætir að fátækum bónda í Grikk landi er sýnd svo mikil virðing og vin- semd. Svarið er: Á fyrstu Olympíuleik- unum í Grikklandi 1896 skapaði þessi maður sér nafn sem skráð hefur verið guTlnu letri í íþrótta- og Olympíusög- una. Á meðan Olympíuleikunum í Aþenu stóð 1896 höfðu Grikkir fyltt hinmnýja leikvang dag eftir dag. Innst inni hafði Spiridon Luis. Gríski geitahirðirinn sem tókst það ómögulega. ætíð búið sú von og ósk að Grikkir auðnaðist að sigra í einhverri, grein. Hver dagurinn leið af öðrum og allar vonir brugðust. Meira að segja í kringlu kasti, íþrótt Grikkja, hafði hinn stóri Ameríkubúi Garrett hrifsað til sin sig- urinn. Komið var að síðasta degi friálsi- hréttnkenoninnn.r Þann dag skvldi fara frarn k^nnní í Mnnah^ntrlanni og á- kveðið var að h'laupið skyldi milli A- inn að í námunda við veginn er veitinga krá og þangað fer hann inn, sezt róleg- ur niður og panitar sér vín. Nokkrir landar hans eru staddir á kránni og taka að veitast að honum og hæða. — Aumingi, þú hefur gefist upp, segja þeir. Luis hirðir ekki um að deila við þá. Ekkert er fjær honum en að gefast upp. Hann spyrst fyrir um hvað langt sé síðan að fyrstu keppinautar hans fóru hjá. Síðan greiðir hann fyrir veit ingarnar og skokkar af stað, endur- nærður og hress. Á Olympíúleikvanginum í Aþenu slá hjörtu þúsundanna í eftirvæntingu. Sigr ar Grikki? Grikkí verður að sigra. Öðru hvoru berast fréttir af hlaupun- um og þegar þeir eiga aðeins 6 km. eftir kemur heldur dapurleg frétt fyrir Grikkina. Ástralíumaðurinn Flack er orðinn langfyrstur. Þögn slær á áhorf- endur og þeir bíða daprir á svip að sjá hlauparann koma inn á leikvanginn. Hann skal hyl'ltur konunglega, það á sigurvegari í Maraþonh'laupi skilið, jafn vel þótt hann sé ekki Grikki. Mínúturnar líða. Áhorfendur skima í átt að Maraþonhliðinu og þarna kem- ur fyrsti hlauparinn. Fólk er smástund að átta sig. Þetta er ekki Flack eða hvað? Svo skynditega er sem flóðgáttir opnist. Þetta er Grikki. Spiridon Luis. Hann lætur ekki vanta hjá sér fremur en fyrri daginn og er orðinn langfyrst- ur. Tveir menn koma hlaupandi úr stúk- unini, fara á móts við Luis og hlaupa með honum síðasta spölinn. Þetta eru grísku prinsarnir Konstantín og Georg. Luis hefur haldið uppi heiðri Grikklands og gleði fólksins er mikil og einlæg. Margir gráta af gleði. Eftir nokkrar mínútur skellúr ný fagnaðarbyígja fyr- ir. Annar maður í hlaupinu er einnig Grikki, Vassiilakos. Um gjörvallt Grikkland ríkir fögnuð ur 29. marz 1896. Fó'lk dansar á götum, blysfarir eru farnar og fallbyssur drynja. En um nóttina þegar nokkrir aðdáend ur Luis ætta enn einu sinni að hylla hann, finnst hann hvergi. Hann er far- inn frá Aþenu — heim í kyrrð fjali- anna. Að morgni bíða hans ný kapp- hlaup við keppinauta sem eru honum kunnari en menn — geiturnar. Emil Zatopek. Þrenn gullverðlaun á sömu leikunum. tEkkneska eimreiðin Einn af heiðursgestum á Olympíu- leikunum í Mexíkó er tékkneski liðs- foringinn Emii Zatopek. Um árabil var hann ókrýndur konungur langhlaupar- anna og setti á ferli síinum sem íþróbta- maður fjölmörg heimsmet. Sum þeirra voru það góð, að þau voru á þeim tíma talin hámark mannlegrar getu. En ekk-. ert af metum Satopeks varð tanglíft. Nýjar stjörnur komu fram og ruddu þeim úr vegi einu af öðru. Þáttur Zatopeks hefst fyrir alvöru á Olympíuleikunum í London 1948. Hamn var þá reyndar orðinn þekktur hlaupari og hafði unnið marga athygtisverða sigra. Menn voru að vonum forvitnir að sjá garpinn og kynnast af eigin raun hvort geta hans var eins mikil og af var látið. Fyrsta dag ieikanna, 30. júlí, röðuðu 27 keppendur sér upp við ráslínuna, albúnir að hefja keppni í 10 km. h'laup inu' Þarna var samankominn harðsnú- inn flokkur langhlaupara frá mörgum löndum. Augu flestra beindust þó að heimsmeistaranum Heino frá Finnlandi Svíanum Albertsson, Stokken frá Nor- egi og svo Zaitopek. Steikjandi hiti var meðan htaupið fór fram, og reyndisit það mörgum óþægur ljár í þúfu. Aðeinis rúmlega helmingur hlauparanna tókst að ljúka h’laupinu. Þegar skotið ríður af upphefst mikill troðningur á hlaupabrautinni, en þegar út úr fyrsitu béygjunni kemur hefur Albertsson forustuna, en á hæla hans kemur Heino. Það er ekki fyrr en fjórðungur hlaupsins er búinn að bera tekur á Zatopek. Hann tekur þá mik- inn sprett og er von bráðar orðinn vel fyrstur. Tíminm fyrstu 5 km. er 14:54,: mín. En heimsmethafinn, Heino, er ekki á því að gefa sig. Hann hefur líka áratuga heiður finnskra tanghlaupara á Olympíuleikunum að verja. Hann tek ur forustuna og reynir að hrista Zatopek af sér. Það tekzt ekki betur en svo að Zapopek tekur mikinn sprett og er al’lt í einu orðinn langfyrstur. Heino þolir ekki hraðann, dregst aftur úr og skyndi lega sjá menn hvar heimsmethafinn hleypur út á grasið og hættir hlaup- inu. Hann hefur gefist upp. Vonbrigði hans eru mikil og augljós. En Zatopek skundar áfram. Ekkert getur komið í veg fyrir sigur hans og bilið í næsta mann lengist óðum. Tíminn er 29:59,6 mín. Nýtt Olympíumet. Heims met Heinos 29:35,4 mín., stendur óhagg- að. Daginn eftir er Zatopek á ný í eld- línunni. Að þessu sinni í undankeppni 5 km. hlaupsins. Ti'l þess að komast í úrslita'hlaupið þarf hann að verða a. m.k. 4 í sínum riðli. En hann lætur sér ekki muna um að heyja grimmilegt einvígi um fyrsta sætið við Svíann Ahl- én. Og Zatopek sigrar í því einvígL Meðal annarra kappa serh í úrslitahlaup ið komusit voru Belgíumaðurinn Reiff, Holíendingurinn Slijkhusi, A'lbertsson' og Nyberg frá Svíþjóð. Það var aug- Ijóst að úrslitahlaupið mundi verða í meira lagi spennandi. Svo 2. ágúst erú hlaupararnir mættir við hlaupalínuna. Um daginn hafði ringt mjög mikið og var brautin ein eðja yfir að líta. Fyrstu metrana hlupu þeia* í þéttum hnapp, en fljótlega fór einn keppandinn að síga frammúr. Þar var Zatopek á ferðinni. Skrefin voru stór og fjaðurmögnuð, en á andlitinu er ekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.