Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 Hijfum kaupanda að 2ja herb. íbúð. íbúðin þarf að vera í nýlegu húsi i og verður að vera á hæð. Sé um 1. flokks íbúð að ræða getur útborgun orðið allt 700 þús. kr. Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæst&réttarlögmeim Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Utan skrifstofutíma 18965 Bókhaldari Verzlun í nágrenni Reykjavíkur óskar að ráða bókhaldara. Upplýsingar gefur Friðrik Þórðarson í síma 38560. Kemísk-teknísk þjónusto Kemísk-teknísk verkfræði- og efnarannsóknastofa, FJÖL-VER, Garðastræti 45, Reykjavík, sími 22848, tekur að sér hvers konar ráðgjafa- og upplýsingastörf á kemísk-teknísku sviði, annast framleiðslueftirlit og efnarannsóknir á eigin rannsóknastofu. VINSAMLEGAST LEITIÐ UPPLÝSINGA. Jóhann Jakobsson, efnaverkfræðingur. LITAVER GREHSÁSVtö 22-24 SHW30280-32ZB2 Gólfdúkur — plast- vinyl og linólium. Postulins-veggflísar — stærðir 7*4x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflisar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavamarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. Þar sem verk það sem SIAB hefur framkvæmt í Straumsvík er senn á enda hefur verið ákveðið að selja eitthvað af tækjum og verkfærum ef viðunandi tilboð fást. Meðal annars er í ráði að selja lagerskemmur, vinnuskúra, dráttarvélar, vörubíl, steypubíl, steypu- sílo, krana, kerrur, hitara, gólfpússningarvél, járna- beygjur og klippur, vibratora, logsuðutæki o. fl. Væntanleg tilboð skulu send til SIAB Box 544 Reykja- vík. Ofan á tilboðsverð leggist tollar, söluskattur, inn- flutningsgjöld og fl. sem greiðist að öllu af kaupanda. Sala ferð aðeins fram gegn staðgreiðslu. Upplýsingar eru gefnar í síma 52485 milili kl. 13 og 15 daglega. Og eru vörurnar til sýnis mánudaga og fimtudaga milli kl. 9 og 17. Hiífuin kaupanda að 3ja herb. góðri íbúð í Vesturborginni. íbúðin þ£irf að vera í nýlegu húsi og verður að vera á hæð. Útb. getur orðið allt að 700 þús. kr. Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400 Utan skrifstofutima 32147. Síminn er 2430(1 Tii sölu og sýnis 12. Gott einbýlishús um 82 ferm. hæð og rishæð, alls 7 herb. íbúð við Langa- gerði. Rishæðin er nýstand- sett með góðum kvistum og svölum. Rúmgóður bílskúr fylgir og ræktuð og girt lóð. Laust strax ef óskað er. Útb. 650 þús. Höfum kaupendur að nýjum eða nýlegum 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum, helzt sem mest sér og í Háaleitishverfi, eða þar í grennd. Miklar útborganir. Húseignir, af ýmsum stærð- um í borginni og í Kópa- vogskaupstað. 1 og 2ja herb. kjallaraíbúðir, lausar í Vesturborginni með vægum útborgunum. 2ja herb. íbúðir viða í borg- inni, og margt fleira. Komið og skoðið Sjón er sögu ríkari IVýja fasteignasalan Simi 24300 FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Símar 24647 - 15221 TIL SÖLU Við Ilraunbæ 2ja herb. ný íbúð á 1. hæð, útb. 300 þús. Við Njálsgötu, 3ja herb. íbúð, sérinngangur. Við Kleppsveg, 4ra og 5 herb. hæðir. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. hæðir í smíðum í Breiðholti. Hag- stætt verð og greiðsluskil- málar. Beðið eftir húsnæð- ismálaláni 1970. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Höfum kaupanda að 4ra herb. nýlegri hæð, helzt í Háaleit ishverfi. Höfum kaupanda að tvíbýlis- húsi í Rvík eða efri hæð og risi. Til leigu 4ra herb. hæð í Hlíð unum. Árni Guðjónsson, hri. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 41230. FÉLAGSÚF Ármenningar körfuknattleiksdeild. Sunnud., Hálogaland: 1,20—2,10 3. fl. karla. 2.10— 3,00 2. fl. karla. Mánud., Hálogaland: 10.10— 11,00 Mfl. og 1. fl. karla. Þriðjud., Jóni Þorsteinssyni: 7,00—7,50 4. fl. drengja. 7,50—8,40 3. fl. karla. 8.40— 9,30 kvennaflokkar. 9,30—10,20 2. fl. karla. Fimmtud., Hálogalanð: 7.40— 9,20 Mfl. og 1. fl. karla. Föstud., Jóni Þorsteinssyni: 7,00—7,50 4 fl. drengja. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreifta Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 . Sim| 24180 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Austurbæjarbíó Austan Edens Amerísk mynd, byggð á skáld sögu John Steinbecks: East of Eden • Leikstjóri: Elia Kazan Meðal leikenda: James Dean, Julie Harris, Raymond Mass- ey. Kvikmynd gerð eftir heims frægri sögu eftir John Stein- beck, með James Dean í aðal- hlutverki. Hvað vi'lja menn hafa það betra? Og varla ætti að saka, að „thema“ söguþráðarins á að vera sótt í heilaga ritn- ingu og íslenzkur texti fylgir. Ég hef aðeins séð James De- an leika í einni kvikmynd áð- ur, sem sé í „Risanum", er Aust- urbæjarbíó sýndi fyrir fáum ár- um. Síðan er hann mér býsna minnisstæður, enda „Risinn" mciri mynd en ofanskráð og leikafrek Deans senni- lega öllu meira þar. En á því er ekki vafi, að Dean hef- ur haft mikla leikarahæfileika auk sérstæðs persónuleika, sem eru svo samtvinnaðir, að stund um er erfitt að átta sig á, hvar leikur og eiginleg persónuein- kenni skipta með sér löndum. Eða á maður kannski ekki að reyna að gera þar neinn skils- mun á í leiktúlkun. Sögu Nóbelsverðlaunahaf- ans John Steinbecks, „East of Eden“ hefi ég ekki lesið, en í prógrammi er sagt að vegna þess, hve sagan sé umfangsmik il, þá hafi það ráð verið upp tekið að kvikmynda aðeins hluta hennar. Eftir því að dæma mun þetta ekki vera útdráttur úr sögunni allri, eins og þó er tíðk- anlegt í kvikmyndum, heldur hluti söguþráðar,- gefið sjálf stætt Kf í deiglu' kvikmynda- gerðarinnar. Er það vissulega ekkert venjulegt verk, sem má hluta sundur eins og ánamaðk, þannig að einstakir hlutar séu eftir sem áður lífvænlegir. Enda mun tilgreind skáldsaga Stein- becks mikið verk, þótt lítt muni hún koma til samjöfnuðar við fremsta verk hans „Þrúgur reið innar“. Eins og vikið var að, tekur þessi sögukafli og þar með kvik myndin, mið af frásögninni. um Kain og Abel í biblíunni. Dean nýtur einskis atlætis af föður sínum og verður hrekkjóttur og hyskinn utanvettumaður. Bróð- ir hans („Abel“, leikinn af Richard Davalos) er hins veg- ar eftirlætisbarn föður síns, þæg ur og prúðuir piltur. Faðir þeirra bræðra er strangtrúaður maður og næsta furðuleg persóna. Ekki minna duttlungafullur en Guð, er hann tók fórn Abels með þökkum, en hafnaði fórn Kains. Andúð hans á öðrum tvíbura- syni sínum, en dálæti á hinum er torvelt að skýra. Tökum til dæmis, er Dean færir föður sínum afmælisgjöfina, sem á að rétta við efnahag hans, eftir fjárhagsíegt áfall. Faðirinn get- ur naumast verið svo ónæmur, að hann geri sér ekki grein fyr ir því, að gjöfin er gefin af góð um huga og það geti oltið á nokkru fyrir son hans, hvernig móttökur hún faer. En þá kemur allt í einu upp úr kafinu, að þetta er stríðsgróði. Fenginn við sölu á baunum, sem höfðu hækk að í verði vegna stríðsins. Þetta minnir föðurinn á, hvernig allt framferði þessa slæma sonai * hafi verið frá því fyrsta, allt af því vonda. Og nú ætlar hann af illsku einni saman að fara að pína illa fengfíum gróða upp á föður sinn sem afmætisgjöf. Hvl lík varmennska! Dean sjálfur telur, að grund- vallarorsök þess, að faðir hans hefur jafnan horn í síðu hans sé sú, hve mjög hann lík- ist móður sinni, en hún hafði stokkið að heiman frá föður hans og þeim bræðrum nýfædd um og rekur nú eitt stærsta vændiskvennahús þarna um slóð ir. Telur hann sjálfum sér trú um, að hann sé vondur eins og móðir hans, þar sem bróðir hans sé aftur á móti góðip1, eins og faðirinn. Hér gefur kvikmyndiri' okkur þó ekki nógu glögga mynd af því, hvernig þessi hugsun hafi fest rætur með drengnum, en vera má, að skáld sagan leysi það verkefni betur. — Rís þá sú spurning, hvort ekki hefði verið réttara til skiln ingsauka, að hefja kvikmyndun söguþráðarins nokkru framar úr því á annað borð er byggt á ,,thema“ margslunginnar skáld sögu. Að þessum athugasemdum slepptum, er sanngjarnt að leggja áherzlu á að kvikmynd þessi er á köflum mjög áhrifa- mikil, einkum þegar líður að lokum, og lokin sjálf eru meist- aralega gerð. — En minnisstæð- ust verður hún þó vegna þess, að James Dean fer þar með að- alhlutverk. Þessi ungi leikari, sem íézt í bílslysi aðeins tutt- ugu og fjögurra ára gamall, er^ líkt og skapaður í gervi mis- skilins unglings, unglings, sem bæði misskilur sjálfan sig og er misskilinn af öðrum. Rótlaust, flöktandi augnatilíit hans, furðu leg, óskiljanleg uppátæki, ti’lvilj unarkenndir hlátrar, óvæntar bollaleggingar og spurningar, þarna er h-ann lifandi kominn hinn rótlausi, afskipti ungi mað- ur, „án takmarks og tilgangs". Það er víst engin tiíviljun, að James Dean er jafnvel enn í dag uppáhalddleikari unga fólksins, sem er að átta sig og finna sjálft sig í flóknu og vélrænu þjóðfélagi nútímans. — Ef við lítum á kvikmynd þessa sem táknmynd um mann- legt líf, þá leggur hún mesta á- herzlu á þau sannindi, að af- skiptaleysi um hag og hugðar- efni ungs fóíks — svo ekki sé minnzt á ósanngjarnar ásakanir og kulda í þess garð — sé ekki vel tíl þess fallið að búa það undir að taka við því hlutverki sem því er jafnan áskapað af framþróuninni: að leysa af hólmi hina eldri kynslóð. Skilningur og sanngjörn við- urkenning, án óhóflegs eftirlæt- is eða dekurs, er oft það sem ríður baggamuninn, til að hjáípa æskumanninum að finna sjálfan sig og þá ábyrgð, sem á honum hvílir í veðrasamri veröld. S. K. Klœðaverksmiðjur Kápuefni, dragtarefni, margir litir. Breidd 1.50 m. Verð 276.50 kr. pr. m. GUÐMUNDUR I. BJARNASON Umhoðs- og heildverzlun Trj'ggvagötu 2 R. — Sími 23662.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.