Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 ert að sjá nema hræðilega þjáningar- grettur, Hægri hendin er neðar en sú vinstri og sveifíast miklu meira. Þetta er hlaupastíll tékknesku eimreiðarinn- ar. Einbeittur stikar Zatopek áfram. Hring eftir hring eykur hann forskot sitt og eftir 3 km. virðist svo sem hann sé búinn að tryggja sér öruggan sigur. Tíminn er mjög góður miðað við a'ðstæð ur 8:33,0 mín. Nokkrir helztu keppi- nautar tékkans halda sig í hnapp á eft- ir honum þegar 1500 metrar eru eftir taka menn eftir þvi að tveir þeirra skera sig úr hópnum og fara að draga á Zatopek. Annar þeirra er sköllóttur lít- ill náungi, Belgíumaðurinn Reiff, hinn er Ho'llendingurinn Slijkhusi. Og það undaríega skeður. Þeir draga eimreið- ina uppi og þrátt fyrir hetjulegar til- raunir Zatopeks fara þeir báðir framm- úr, sporléttir og reistir. Belgíumenn er fjölmennir á áhorfendapöllunum og nú standa þeir upp í æsingnum og hrópa í kór Reiff, — Reiff — Reiff. Og köll- in virðast verka sem vítamínsprauta á Reiff. Þegar rúmur hringur er eftir af hlaupinu er hann orðinn um 20 metr um á undan Slijkhusi, sem aftur er svo um 40 metrum á undan Zatopek. Það ómögulega er að ske. Þeir hafa unn ið upp forskot Zatopeks og eru að sigra. En skyndilega er sem Zatopek vakni af svefni. Hann neytir allra sinna krafta og tekur ógurlegan sprett. Um 200 metr- um frá marki geysist hann frammúr Slijkhuis og dregur óðfluga á Reiff. Allt ætlar um koll að keyra á áhorf- endapöllunum. En Satopek hafði byrjað sprettinn aðeins of seint. örmagna en brosandi slítur Reiff snúruna sekúndubrotum á undan Zatopek. Reiff er höfðinglega fagnað, en Zatopek virðist vera niður- brotinn. Tími Reiffs var 14:17,6 mín., en Zatopeks 14:17,8 mín. Eins og í 10 km. hlaupinu hafði nýtt Otympíumet verið sett, en heimsmetið stóð af sér átökin. Frægðarferílinn Zatopeks náði svo há marki sínu á Olympíuleikunum í Hels- ingfors 1952. Allir reiknUðu með sigri hans í 10 km. hlaupinu fyrsta dag leik- anna, enda fór svo að hann sigraði léttilega á nýju Olymíumeti 29:17,0 mín. í 5 km. hlaupinu var hins vegar við rammari reip að etja. Meðal keppend- anna voru Bretinn Chataways, Þjóðverj inn Schade, sem náð hafði beztum tíma í undanrás, Frakkinn Mimon og sigur- vegarinn frá í London Gaston Reiff. Reiff er ekki eins harður og á Lund- únarleikunum og verður að gefast upp þegar hlaupið er rúmlega hálfnað. Hinir hlaupa allir í þéttum hnapp og lengi vel er óhugsandi að sjá hver muni bera sigur úr býtum. Þegar 100 m. eru eftir í markið tekur Zatopek á öllu sem til er og tekur forustu og sigrar. Hann verður fyrir því óhappi þegar hann byrjar endasprett sinn að stjaka við Chataway, svo hann fellur við. Menn bíða spenntir eftir því hvort Zat- opek verði dæmdur úr leik fyrir þetta, en von bráðar kemur úrskurðurinn. HTaup Zatopeks er gilt og hann er sigurvegarinm. Mestu ræður í úrskurði dómaranna vitnisburður Bretans, sem segist enga möguleika hafa átt á sigri í hlaupinu. „Zatopek er beztur“, segir hann. Þótti mörgum mikið til drengi- legrar framkomu Bretans koma og til ganjans má geta þess að Chataway varð síðar ráðherra í Bretlandi við góðan orðstír. Tími Zatopeks í hlaupinu var 14:06,6 min. Annar varð Minoun Frakk- landi á 14:07,4 mín. Og enn er Zatopek á ferðnini síðasta dag leikanna. Þá keppir hann í Mara- þonhlaupinu og reynist með öllu ósigr- andi. Tími hans er inýtt Olympíumet 2:23,03,2 klst. Á Olympíuleikunum í Melbourn er Zatopek enn meðal keppenda. Hann tekur aðeins þátt í einni grein Mara- Robert Richard — presturinn sem sigr aði i stangastökki 1952 og 1956. þonhlaupinu. Nú er hann ekki eins óviðráðanlegur og áður. Samt má segja að frammistaða hans sé með miklum ágætum. Hann varð 6. á 2:29:34,0 klst. Sigurvegarinn var gamalkunnur keppi nautur hans, Frakkinn Mioun á 2:25:00,0 klst. SVÍFANDI SÁLUHJALPARI Fyrir mörgum árum stofnuðu nokkrir drengir í Illinois í Bandaríkjunum til félags sín á miilli. Gekk þeim fátt ti'l — markmiðið var að rupla í búðum, slást við aðra strákahópa og hrella veg drengjafélög í Illinois m.a. K.F.U.M. Strákarnir í K.F.U.M. höfðu íþróttaiðk- anir á stefnuskrá sinni og eitt sinn bauðst þeim að fá glímukennara. Áhug- inn reyndist fremur daufur þegar á hólminn var komið, en til þess að glímu kennaranum þætti ekki við þá, leituðu þeir út fyrir félagsskapinm eftir þátt- töku. f hópi götustrákanna fengu þeir einn þybbinn, freknóttann og óhrein- an strák, sem sýndi síðar glímuæfing- unum meiri áhuga en flestir aðrir. Nokkru síðar átti svo þessi K.F.U.M. deild að keppa við aðra í frjálsum í- þróttum og tókst þeim að fullmanna lið, utan þess að fátt var um fína drætti í stangastökkinu. Þá var ákveðið að vita hvað götustrákurinn gæti — og viti menn, hann fór yfir lágmarkið og komst í keppnina. Eftir þetta atvik áttu íþróttirnar og hugsjónir K.F.U.M. hug drengsins allan og hafa vafalaust bjargað honum frá sömu örlögum og biðu margra af fyrri félögum hans — fangelsinu. Drengurínn sem hér um ræðir hét Robert Richard, einn frægasti stanga- stökkvari sem uppi hefur verið og einn ig nafntogaður fyrir hversu góður dreng ur hann var, bæði á leikvanginum og utan hans. Bob, eins og hann var kalT- aður jafnan, nam guðfræði starfaði um tíma sem prestur. Bandaríkjamenn hafa löngum átt mestu afreksmanna í stangastökki, og verið nær einvaldir á þeirri grein á Olym- píuleikunum. Breiddin í þessari íþrótta grein hefur jafnan verið svo mikil í Bandaríkjunum, að það eitt út af fyrir sig a,ð komast í Olympíuliðið hefur ver- ið mikið afrek. V, Þegar Olumpíuleikarnir voru haldnir í London 1948 sigraði bezti stenga- stökkvari Bandaríkjanna á úrtökumótinu Hann hét Guinn Smith. Annar varð einn ig þekktur stangastökkvari Morcom og þriðji varð hinn lítt þekkti og ungi Robert Richard. Hann háfði náð sínu draumatakmarki að komast á Olympíu- leikana. Áður en Bandaríski fTokkurinn hélt til leikanna, kallaði lands’liðsþjálf- arinn, Dean Cromwell, þátttakendurna á sinn fund og eggjaði þá lögeggjan og jafnframt brýndi hann fyrir þeim aga- samt líferni, sjálfsafneitun og erfiði. ATlir tóku þátttakendurnir mikið til'lit til þessara ummæla, mest þó Richard. Úrslitakeppnin í London fór fram í ausandi rigningu og varð brautin brátt þung og erfið. Keppendur fóru fljótlega að hellast úr lestinni. 4,10 metrar stukku aðeins 4 menn: Tveir Bandaríkjamenn Karaja, Finnlandi, Kaas Noregi og Lund berg Svíþjóð. Þá var hækkað í 4,20 metra. Kataja og Smith fóru yfir í fyrstu tilraun en Richard í annarri. Hinir fel'ldu. Finninn og Smith fóru síð- an yfir 4,30 metra, en Richard felldi í ÖTI skiptin, Hann hafði eigi að síður hreppt bronzverðlaunin, og mátti það sannarlega teljast frækileg frammistaða. Róbert Richard sló ekki slöku við æf- ingarnar næstu fjögur ár Þegar hann hafði lokið við guðfræðilexíur sínar, hljóp hann út á íþróttavö'llinn með stöng í hönd og æfði og æfði. „íþróttimar eru heimur krafta og vilja, hugar og sálar, hjartalags og skaphafnar", sagði Rich- ard. Þegar kom að OTympíuleikunum í Hel singfors 1952 var öllum ljóst, að keppn- in um gullverðlaunin í stangastökkinu mundu standa fyrst og fremst mil'li Rich ards og landa hans Don Laz. Þeir báru höfuð og herðar yfir aðra keppinauta sína og sumarið áður hafði Laz bezt stokkið 4,61 metra, en Richards 4,58. Undankeppni stangastökksins í Hel- singfors hófst 20. júlí. Keppendumir voru 32 og til þess að korrmst í aðal- keppnina þurftu þeir að stökkva 4.00 metra. Það reyndist þeim félögum Rich- ard og Laz næsta auðvelt. Daginn eft ir fór svo aðalkeppnin fram — ein harð- asta stangarsíökkskeppni sem sögur höfðu farið af fram til þess trma. Olym- píumetinu, 4,40 metrum, var hnekkt af hvorki fleiri né færri en fjórum mönn- um, þeim Denísenko, Rússlandi, Lund- berg Svíþjóð og Bandaríkjamönnunum Richard og Laz. Þá er hækkað í 4,50 metra og yfirburðir Bandaríkjamann anna koma í ljós. Þeir fljúga báðir vel yfir en Rússinn og Svíinn fella. Næsta hæð er 4,55 metrar. Allra augu beinast að köppuinum tveimur. Báðir fella nokkuð grófTega í tveimur fyrstu tilraununum. Laz reynir á undan í þriðja og síðasta sinn. Hann gefur sér góðan tíma til undirbúnings, og Rich- ards virðist ekki rótt, þar sem hann situr á grasflötinni og fylgist með keppi- naut sínum. Svo hleypur Laz til. Augna blik virðist hann yfir ránni, en síðan sjá menn að hún fylgir honum í gryfj- una. Richard á næsta leik. Þögn slær á áhorfendur þegar „svífandi sáluhjálp arinn“ tekur sér stöðu á atrennubraut- inni og á ránna. Síðan hTeypur hann til og stekkur. Ráin haggast ekki á okun- um. Richard hefur hreppt gullverðlaun in og ærður af fögnuði hleypur hann og dansar um, faðmar viðstadda og veifar til áhorfenda. Þegar svo rússneski durt- urinn, Densísenko, gengur til Richards og óskar honum til hamingju ættar allt um koll að keyra á áhorfendapöllun- um. Og Laz tekur innilegan þátt í fögn- uði félaga síns og landa. f Melbourne 1956 er Richard enn á ferðinni. Sem fyrr er það landi hans sem er erfiðasti keppinauturinn. Að þessu sinni Robert Gutowski, hávax- inn og spengilegur sitökkvari af Pólsk- um ættum. Báðir fara 4,53 metra. Síðan er hækkað í 4,56 metra og nú endur- tekur sagan frá Helsinki sig nærri ó- breytt. f þriðju ti'lraun fer Richard yf- ir. Hann kemur vi’ð rána og hún iitr- ar ískyggilega á okunum. En niður fer hún ekki. Presturinn hefur bætt annarri gullmedalíu og öðrum lárviðarsveig í safnið Richards var einnig ágætur tugþrautár- maður og margir spáðu því að hann ætti möguleika á verðTaunum í þeirri grein í Melbourne. En nú var Richard ekki eins heppinn og áður. Hann náði ekki sem beztum árangri og hafnaði í 12. sæti. Eftir þessa Olympíuleika hætti Rich- ard íþróttakeppnum að mestu og snéri sér að öðrum verkefnum. Um hann hef- ur verið sagt að hann sé einasti prest- urinn sem leitast hafi við að ná til himpa af eigin mætti. da Silva. Hinn frábæri þrístökkvari er setti heimsmet í Helsingfors og sigraði einnig í Melboume eftir harða keppni við Vilhjálm Einarsson. Tvenn gullverðlaun da Silva Leoníd Sérbakov, Rússilandi, var nafn sem flestir rituðu niður, þegar þeir spáðu um sigurvegara í þrístökki á Olympíuleikunum í Helsinghvors. Vcir það að vonum, þar sem Sérbakov var þá talinn fremsti þrístökkvari heims og hafði höggvið nærri heimmsetinu. En meðal keppenda Brasilíumanna á leik- uirnm var hávaxiinn og krangalegur svertingi, Ferreira da SiTva, að nafni sem átti eftir að setja strik í reikn- inginn og gera álla spádóma haldlitla. Da Silva var þó langt frá þvl að verá óþekktur sem þrístökkvari. Hann hafði náð mjög góðum árangri í greininni og vakið athygli. í úrslitakeppnina komust 6 menn: Da Silva, Sérbakov, Devonish frá Venézú- ela, Iimuro Japan, Nilesen Noregi og Asbaugh, Bandaríkjunum. Fyrstu þrjár umferðirnar voru tíðiindalitlar og tókst engum að bæta sinn fyrri árangur. En í fjórðu umferð dró til tíðinda. Da Sil- va, náði frábæru stökki, er mældisit 16.09 metrar. Nýtt heimsmet. Og Serba- kov lét ekki á sér standa og stökk 15,98 metra, sem var nýtt Evrópumeit. Við heimsmetið var sem Brasiilíumaðurinn tvíefldist og í næstu umferð stökk hann 16,22 metra og í síðustu umferð 16,05 metra. Hann tók rækilega af allan vafa hver væri bezti þrístökkvari í heimi. Fáir menn hafa fagnað sigri á Olym- píuleikunum jafn innilega og Da Silva í Helsingfors. Hann hljóp meðfram á- horfendastúkunni og veifaði gríðarstór um blómvendi. Og áhorfendur fögnuðu honum einnig konungTega. 60-70 þús- und manna kór kallaði í takt: da Silva- da Si'lva-da Silva. Eftir þetta var da Silva ókrýndur konungur þrístökkvaranna næstu tvö.til þrjú ár og bætti met sitt verulega. Að vísu var hans bezta afrek nokkuð dreg- ið í efa, þar sem það var unnið í þunnu lofti langt fyrir ofan sjávarmál, eða í svipaðri hæð og Mexíkóborg. Da Silva lét hins vegar efasemdir ekkert á sig fá, heldur héTt áfram að æfa og æfa, staðráðinn að verja sinn olympiska tit- il á leikunum í Melbourne. ölympíuárið 1956 náðu margir þrí- stökkvarar frábærum árangri. Da Silva veit að róðurínn verður þungur í Mel- bourne, en hann er ákveðinn. Ætlar að sanna að heimsmet hans var engin til- viljun — að hann er enn fremsti þrí- stökkvari heims. Meðal kappanna sem keppa í þrístökk inu er Sérbakov, sem nú er betri en nokkru sinni fyrr og hefur fullan hug á að sigra da SiTva og eignast gullpen- ing til viðbótar silfurpeningnum er hann hlaut í Helsinghvors. Serbakov hefur stokkið um sumarið 16,46 metra og sett með því nýtt Evrópumet. Þá eru þarna einnig Japanarnir tveir Kogake sem stokkið hefur 16.48 metra og Sak- urri sem einnig hefur náð frábærum ár- angri. f undankeppninni nær Kogake beztum árangri 15,63, Sérbakov stekkur 15,59 metra og Sakueri 15,49 metra, da Silva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.