Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 19 Apollo 7. tilbúið tU á Kennedyhöfða í Florida. Efst er neyðarbjörgnnartum, sem ætlað er að losa hylkið, sem mennirnir þrir eru í, frá Satúra- usi 1B eldflauginni, ef mistök verða í geimskotinu. - APOLLO Framhald af bs. 14 far umhverfis tungMð. Ef allt tekst vel með Apol'lo 7, verður Apollo 8 ýtt af braut sinni um- hverfis jörðu og því beint í átt- ina til tunglsins með síðasta þrep inu af Saturnus 5 eldflauginni, sem á að skjóta því á loft. I grennd við tunglið verður geimfarinu hemlað nægilega til þess, að það komist á braut um- hverfis tungMð í 60 mflna fjar- lægð. Á það að fara tíu sinnum umhverfis tunglið og hver hring ferð að taka tvær klst., en á meðan eiga geimfararnir að taka kvikmyndir og ljósmyndiir af yf irborði tunglsins. Síðan á Apollo 8 að snúa aftur til jarðar og . notast við tæki til þess að lenda þar, er reynd voru í apríl al., er Apollo 6, sem var ómannað, var skotið á toft. f febrúar n.k. er áformað, að geimfararnir James McDavitt, David Scott og Russel Schweick art fari á braut umhverfis jörðu með geimfarinu Apollo 9, sem verð ur fyrsta fullgerða tunglgeim- farið, er skotið verður á loft. Til viðbótar öðrum tækjum er ráðgert, að í geimfarinu verði tæki til þess að lenda í á tungi- inu. f þessari geimferð er gert ráð fyrir, að geimfararnir fari ferðir út fyrir geimfarið geri ýmsar tilraunir og þá verði í fyrsta sinn fluttir menn miiM Apollo geimfarsins og LM, þ. e. lendingarvélarinnar eins og hún er skammstöfuð. Ef þaðtæk ist að ljúka þessum þremur geim ferðum án þess að nein alvarleg vandamái kæmu upp, þá virðist það næstum vera að misbjóða líkindalögmálinu. Þessi þrjú geim för eru búin aragrúa af tækj- um, sem þarf að reyna, og hvert þeirra, ef þau starfa ekki eftir vonum, gæti hugsaníega valdið erfiðleikum. En stjórn NASA er samt sem áður bjartsýn um árangur. Þannig hefur málmsér- fræðingurinn Thomas Paine sagt: — Við höfum lagt mikla áherzlu á hæfni áhafnar Apollo 9 til þess að stjóma LM. Allar áhafn- ir geimfara eftir það munu fá umfangmikla þjálfun í öllu því, sem snertir lendingu á tunglinu. Enda þótt opinberir starfsmenn á sviði geimvísinda í Bandaríkj- unum neiti því ákveðið, að þau eigi í kapphlaupi við Rússa um að láta menn lenda fyrsit á tungl inu, þá hafa allar áætlanir og undirbúningur farið fram með tiil liti til geimferðastarfsemi Rússa. Starfsmenn NASA — jafnt sem fólk um allan heim — eru sér óþægi'lega vel þess meðvitanidi, hvers konar sálræn áhrif það hefur um allan heim að vera annar í stað þess að vera fyrst- ur í röðnind til þess að senda mann til tunglsins. Geimvísinda menn í Bandaríkjunum fögnuðu geimferð rússneska geimfarsins Zond 5, sem var fyrst ferð sinn- ar tegundar, með samblandi af aðdáun, öfund og vonbrigðum, sannfærðir um, að þessi ferð væri undanfari yfirvofandi mann aðrar geimferðar Rússa umhverfis tunglið og að lokum lendingar á tunglinu. - Nú eru þeir ekki eins sann- færðir. Skýrt hefúr verið frá því, að Zorid 5 hafi komið inn í gufu- hvolf jarðar á nýju á þarin hátt að ekki hafi verið hjá því kom- izt að geimfarið sjálft hafi hitn- að að því marki, sem einungis tæki en ekki manntegar verur geta þolað. I grein um Zond 5, sem birtist í Rússlandi var ekki minnzt á mannaða geimferð. Þannig hafa nú, rétt áður en Apollo 7 skyldi skotið á loft, vakna vonir að nýju um í Banda ríkjunum, að fyrstu mennirnir, sem stíga munu fæti á tunglið og líta upp til jarðarinnar eins og hún væri tunglið fyrir ofan þá, muni þegar allt kæmi til alts, verða bandarískir geimfar- ar. - FRÁLEITT Framhald af bls. 2 sú, að stefna stöðugt að aukinni framleiðslu og það medri fram- leiðsluaukningu en fólksfjölgun- inni nemur, eftir að um greini- lega offramleiðslu er orðdð að ræða miðað við þarfir innan- landsmarkaðsins. Það, sem hægt er að spara af styrkjum til lánd- búnaðarins, eru útflutningsbæt- urnar og þeir beinu styrkir, sem hann fær úr ríkissjóði og bein- línis hvetja til síaukinnar land- búnaðarframleiðslu. Sá styrkur, sem nauðsynlegt og sjálfsagt er, að þjóðfélagið greiði íslenzkum landbúnaði, er mismunurinn á raunverulegum framleiðslukostn- aði íslenzkra landbúnaðarvara fyrir innanlandsmarkaðinn og því, sem hægt væri að fá sam- keppnisbæra vöru fyrir frá út- löndum. Það á ekki að leyfa inn- flutning á þeim landbúnaðaævör- um, sem hægt er að framleiða jafngóðar eða betri hér innan- lands, jafnvel þótt framleiðslu- kostnaðurinn hér sé hærri. En það er fráleitt, að við hár norður á íslandi séum að framleiða með ærnum tilkostnaði landbúnaðar- Vörur handa öðrum þjóðum og gefa þeim frá 60% og upp í 75% af framleiðslukostnaðinum. Að vísu hefur orðið tiltölulega lítil aukning á landbúnaðarfram- leiðslunni á allra síðustu árum, fyrst og fremst vegna erfiðs tíð- arfars. En öfugstreymið í land- búnaðarmálum kemur ekki sízt fram í því, að þessi litla aukning landbúnaðarframleiðslúnnar hef- ur orðið þrátt fyrir gífurlega aukningu á fjárfestdngu og stór- aukna fóðurbætis- og áburðar- notkun. Fjáirmunamyndun í land búnaði hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið jafnmikil og á árunum 1962—1966. Á þessum árum nam útflutningur landbún- aðarafurða, miðað við núgildandi gengi, um 300 milljónum kir. ár- lega. Samtímis því, sem fjár- festingin er meiri en nokkru sirrni fyrr og vaxandi, er um að ræða offramleiðslu, sem seld er úr landi fyrir minna en hálfvirði. Undir slíkum kringumstæðum er aukin fjárfesting algjörlega verð- laus fyrir þjóðarbúið. Hún er í raun og veru minna en verðlaus, því að hún eykur þá upphæð, sem skattgreiðendur þurfa að borga í útflutningsbætur. Öfugstreymið í landbúnaðar- framleiðslunni kemur ekki að- eins fram í hinni stórauknu fjár- festingu, heldur einnig í hóf- lausri auknimgu á fóðurbætis- notkun og áburðarnotkun. 1960 nam fóðurbætisnotkunin tæpum 26.000 tonnum, en í fyrra hafði Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur ræðu sína á aðalfundi Verzlunarráðsins í gær. - AÐALFUNDUR Framhald af bls. 28 Uppiýsiingaskrifstofu Verzlunar- ráðsiins. Jón Sigurðsson las upp reilkniniga V.í. fyrir árið 1967 og skýrði þá. Eftir hádegisverð flutti Gylfi hún aukizt upp í 57.600 tonn. 1960 nam áburðarnotkunin 87.700 tonnum, en í fyrra var hún kom- in upp í 244.000 tonn. Af þessari stórkostlegu auknu notkun á áburði og fóðurbæti stafar síðan framleiðsluaukning, sem selja verður úr landj fyrir hluta af framleiðslukostnaði. Og við þetta allt saman bætist, að svo er komið, að bændum sjááfum er þessi framleiðsluaukning til tjóns, þar eð lögum samkvæmt má ekki greiða verðlagsuppbæt- ur á útfluttar landbúnaðarafurð- ir, ef útflutningurinn nemur meiru en 10% heildarlandbúnað- arframleiðslunnar. Því marki mun nú vera náð, svo að ekki aðeins þjóðarheildin, heldur bændurnir sjálfir haifa tjón af framleiðsluaukningunni. Mér er ljóst, að öfugstreymi í málefnum íslenzks landbúnaðar er orðið svo langvinnt og á sér svo djúpar rætur, að torvelt er að ráða þar bót á, nema á löng- um tíma. En einhvern tíma verð- ur að byrja á endurbótunum. í haust þarf án efa að gera ráð- stafanir, sem verða launþegum ekki léttbærar. Ég tel óhugsandi, að þeir geti sætt sig við þær byrðar, sem óhjákvæmilegar munu reynast nema jafnframt verið hafizt handa um skynsam- legri stefnu í landbúnaðarmálum en hér hefur verið fylgt og lagð- ur grundvöllur að, þegar bænd- ur voru ein fjölmennasta stétt þjóðfélagsins og sú, sem hafði mest áhrif á skipan Alþingis vegna algjörlega ranglátrar kjör- dæmaskipunar. Þegar hliðsjón er höfð aif þeirri þungu byrði, sem launþegar og skattgreiðendur hafa af ástandi landbúnaðarmálanna, verður það enn þungbærara fyrir þá að þola þá mikilu hækkun á innlendum landbúnaðarvörum, sem gerðar- 'dómur um ákvörðun landtoúnað- 'arverðs hefur nú nýlega ákveð- 'ið. Ég tel, að gerðardómur sá um verðlag landbúnaðarafurða, sem nú nýlega var kveðinn upp, taki af öll tvímæli um það, að 'gildandi löggjöf um þessi efni er óhæf og að henni verður að breyta á þessu Alþingi. - HÖFT Framhald af bls. 2 svipað jafnvægi náist í þróun verðlags- og kaupgjaldsmála og í nálægum löndum, og breyting verði á viðhorfi launþegasam- takanna, hefur ríkisstjórnin látið undirbúa frumvarp að nýrri lög- gjöf um eftirlit með einokun og hringamyndun. Á þessari stundu get ég þó ekki um það sagt, hvenær talið verður tímabært að leggja það fyrir Alþingi. Þá tel ég það grundvallaratriði í sambandi við væntanlegar efnahagsráðstafanir, að kjarni þeirra verði þannig, að þær auð- Þ. Gíslason, viðskiptaimálaráð- herra ræðu og eru kaflar úr lienni birtir í Mbl. í dag. Þá sikiluðu áliti nefndir þær, sam s’tarfað höfðu að málum fuindarins. Eftir kaffihlé flutti Eyjólfur K. Jónsson, hrl. og rit- stjóri, ræðu um framkvæmda- veldi íslendingum samningaum- leitanir um hagstæða aðild að Fríverzlunarbandalagi Evrópu, EFTA, en torveldi slíkar samn- ingaumleitanir ekki. Enginn vafi er á því, að þeim mun lengri tími, sem líður, án þess að eðli- leg tengsl takist við viðskipta- bandalag þeirra landa, sem við eigum 40% útflutningsviðskipta okkar við, þeim mun varhuga- verðara er það fyrir þróun ís- lenzks þjóðarbúskapar í heild. Hætta er á því, að íslendingar einangrist smám saman frá helztu viðskiptalöndum sínum. Það er ekki einungis varhuga- vert frá hreinu viðskiptasjónar- miði, heldur einnig frá stjórn- mála- og menningarsjónarmiði, þar eð Fríverzlunarbandalags- löndin eru einmitt þau lönd, sem íslendingar hafa öldum sáman átt nánust samskipti við, í stjórnmálum, viðskiptamálum og menningarmálum. félög á Xslandi í reksbri hluta- félaga og verðuir ræðu hams getið síðar. Síðan voru gerð kumn úinslit stjórniarkosninga. Formaður kjönnefindar ‘lýsti yfir, að í S'tjóm Verzlunarráðsiins hefðu eftirtald ir memin hlotið kosningu: Magnús J. Brynjólfsson, Othar Ellingsen, Bjöm Hallgrímisson, Bengur G. Gíslason, Stefán G. Björnsson, Ólafur Ö. Johnson, Davíð Sch. Thorsteinissom, Haraldur Sveins- son. Varameinn: Hilmar Fenger, Hallgrímur Fr. Hallgrimsson, Sveinn Björnsson, Tómas Pétiurs- son, Magnús Þorgeirsson, Oound ur Ásgeinsson, Gís’li V. Einars- son, Haukur Eggertsson. Eítirtaldir fu'lltrúar hafa verið tilnefndir af félagasamtökum: Félag ísl. iðnrekenda: Gunnar J. Friðrikssom, Sveinn B. Valfells. Varamenm: Bjarni Björnsson, Árni Krisjánsison. Félag isl. stór- kaupmanina: Björgvin Schram, Kristján G. Gíslason. Varamenn: Ólafur Guðnason, Einar Farest- veit. Kaupmannasa.mtök íslands: Pétur Sgurðsson, Þorvaldur Guð mundsison. Varamenn: Gísli Jóh. Siigurðsson, Pétur Andrésson. Sér gire.nafélög: Gunnar Ásgeiæsson, Félag bifreiðainmílytjenda. Hjörf ur Hjartairson, Félag ísl. bygging ai-efnakaupma'nna. Varamenn.: Sverrir Magnússon, Apótekara- .félag íislands. Sverrir Norlamd, Félag raftækjaheildsala. Endurskoðendur voru kosmir þeir: Ottó A. Michelsen, Magnús Helgiason. í kjörnefnd voru kosmir þek: Ásbjörn Sigurjónsson, Bjarini R. Jónsson, Páll Þorgeinsson. S.I.B.S. „ S.Í.B.S. Hinn 10. þ.m. voru dregnir út hjá borgar- fógeta vinningar í merkjahappdrætti berkla- varnadagsins 1968. Út voru dregnir 30 vinningar: 10 Blaupunkt Java sjónvarpstæki og 20 Blaupunkt Diva feröaviðtæki. Vinningar féllu þannig: Sjónvarpstœki: Nr. 1425 4526 9381 12607 13524 16294 18691 23792 28489 32889 Ferðaviðtœki: Nr. 1180 1766 3538 5049 5557 8823 10710 13270 18695 20306 20881 20955 21817 22544 25578 29097 31367 33777 37395 39430 Eigendur merkja með framangreindum , númerum framvísi þeim í skrifstofu vorri, Bræðraborgarstíg 9. S.Í.B.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.