Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 17
sparar púðrið til úrslitaorustunnar og
stekkur 15,15 metra.
Síðan kemur að úrslitakeppninni, da
Silva finnur að fjrrsta stökkið heppn-
ast ágætlega hjá honum. Það mælist
16.04 metrar og hann hefur tekið for-
ustuna. Þá kemur að anmarri umferð.
Ekkert ber til tíðinda lengi vel, eða al'lt
þar til að kemur að 13. keppandanuan í
röðinni. Da Silva hefur vafataust heyrt
þessa manins getið, en engan veginn
rennt grun í að hann ætti efitir að ógna
veldi hans. Þetta er íslendingurinn Vil-
hjálmur Einarsson. Eftir stökk hans
hljómar fréttin um leikvanginn: íslend
ingurinn Vi'lhjálmur Einarsson settinýtt
Olympíumet í annarri umferð þrístökks
ins, stökk 16,26 metra. Vafalaust verður
da Silva, sem fleiri, furðu lostinn. Hainn
áttar sig samt og gengur til fslendings-
ins tekur í höndina á honum og óskar
honum til hamingju: „Ja, þarna tókstu
Olympíumetið mitt, segir hann.
En hinn óvæmti árangur Vilhjálms
setti aðra meiæa úr jafnvægi en da Silva.
Kapparnir Kogake og Sérbakov urðu á
berandi taugaóstyrkir og hvert stökkið
af fætur öðru misheppnast hjá þeim. En
i fjórðu umferð tekst da Silva vet upp
og stekkur 16,35 og krækir í ölympáu-
met sitt að nýju og önnur gullverðíaun
in sín. Þriðji í keppninmi verður Rúss-
inn, Kreer, stökk 16,02 metra.
Á Olympíuleikunum í Róm 1960 er
da Silva emnþá meðal keppenda. En nú
er „maðurinn sem upphefur þyngdarlög
málið“ ekki eins sterkur og áður. Hamn
verður að sætta sig við að komast ekki
í úrslitakeppnina.
Brosandi út undir eyru kemur Rhoden í
mark sem sigurvegari í 4x400 metra
hlaupinu í Helsingfors. McKenley átti
stærstan þátt í sigri Jamaíku í grein-
inni og hlaut nú loksins langþráðan gul
Ipening.
Loks fékk Herbert McKenley gullverð-
Iaun.
Æðsti draumur og takmark sérhvers
fþróttamanns er að h'ljóta guílverðlaun
á Olympíuleikunum. Mörgum af fremstu-
íþróttamönnum heims, hefur samt aldrei
hlotnast það hnoss og til eru sögur um
aðra sem tókst að lokum að ná þessu
eftirsótta marki, eftir mörg vonbrigði
og nauma ósigra. Eiinn þeirra var Jama
íkabúinn Herbert McKelney. Áður en
hann hilaut gullverðlaun hafði hann þrí
vegis unnið til silfurverðlauna, og þar
af tvívegis náð nákvæmlega sama ár-
angri og sigurvegarinn.
Fyrir 20 árum varð Jamaíka nafntog-
uð fyrir hversu margir frábærir sprett-
og millivegalengdahlauparar komu það
an. Einkum og sér í lagi komu þaðan
góðir 400 metra Ma“up«rar, sem áttu í
áraraðir heimsmetið í þeirri grein. Og
að margra áliti var Herbert McKeríley
fremstur þessara hlaupara. Olympíuár-
ið 1948 var hann í mjög góðri æfingu
og skömmu fyrir leikana setti hann frá-
bært heimsmet í 400 metra híaupi, 45,9
sek. Var hann því að vonum líklegur
sigurvegari í þessari grein á leikunum,
jafnframt því sem margir töldu líklegt
að hann og félagar hans myndu hljóta
gullverðlaunin í 4x400 metra boðhlaup
inu.
Sjálfur var McKeniley bjartsýnn. Hon
um hafði gengið veí á hiaupabrautirand
að undanförnu og engin ástæða var að
ætla að gæfan snéri við honum baki í
London. Hann ákvað að taka einnig þátt
í 200 metra hlaupinu, en þar átti hann
einnig góða möguleika til verðlauna og
jafnvel sigurs.
Þrívegis þurfti McKenley að spretta
úr spori áður en hann komsrt í úrslita-
hlaupið. Fyrst í undanrás, síðan í milli-
riðli og loks í undanúrslitum. Og allt-
af var það hann sem áleit snúruna. En
í úrslitahlaupinu snérist gæfuhjólið
ekki honum í vil. Hann náði fremur
slæmu viðbragði og var síðastur lengst
an hlpta leiðarinnar. Á beinu brautirani
tók hann geysimikinn sprett og tókst að
verða fjórði í mark. Ef til vill hefur
McKenley hugsað sem svo að þetta fail
væri honum aðeins fararhei'll, því dag-
inn eftir átti hann að keppa í „sinni
grein“, 400 metra hlaupinu.
McKenléy sparaði sig í undanrásinni
Keppendurnir voru honum auðveldir
viðureignar og 48,4 sek. nægðu til sig-
urs. Hann þurfti að hlaupa í milliriðK
sama daginn og hann sigraði einnig í
honum á 48.0 sek. Daginn eftir átti svo
undanúrslitin og úrslitablaupið að fara
fram og það reið á miklu að geyma svo
mikið sem hægt var af orkunni í þau
átök.
í fyrri milliriðlinum sigraði landi
McKenleys, Arthur Wint með miklum
yfirburðum og fékk tímann 46,3 sek.
Vintist fara um heimsmethafann þegar
þessi tíðindi bárust, en eigi að siíður
sigraði hann örugglega í sínum riðK á
47,3 sek. Nú voru aðeins tvær klukku-
stundir til srtefnu fram að úrslitahlaup-
inu og keppendurnir reyndu að mætti
að hvílast „slappa af“. í áhorfenda-
stúkunni ræddu menn ákaft um hvor
mundi sigra og flestir veðjuðu á heims-
methafann.
Svo kemur að því að hlaupararnir
taka sér stöðu í viðbragðsholunum. Mc
Kenley hefur verið heppinn þegar dreg
ið var um brautirnar. Hann er á 2.
braut og hefur skæðustu keppinauta
sína Wint og Whitfield „utan á sér“.
Skotið riður af og McKenley nær góðu
viðbragði. Þegar hlaupið er hátfnað er
hann orðinn langfyrstur. Risinn Wint
stikar næstur á eftir honum og Whit-
field fylgir honum fast eftir. En McKen
ley fimnur brátt að hraðinn er of mikill
fyrir hann. Hann verður að gefa örlítið
eftir á síðustu metrunum og það nægir
Winrt sem skýst fram fyrir og slítur
snúruna. Vonbrigði McKenleys eru mik
i'l og augljós. Hann sem átti möguleika
á sigri í 200 metra hlaupi og nær ör-
•ugglegan sigur í 400 metra hlaupi er enm
án gullverðlauna. Hans einasta huggun
er að eftir er 4x400 metra boðhlaupið.
Það fer fram síðasta dag leikanna. Jama
íkamenn vinna sinn riðil auðveld-
lega, svo og Bandaríkjameran en milli
þessara þjóða mun aðalbaráttan standa.
Síðan kemur að úrs'litahlaupinu.
Fyrstá sprettinn fyrir Jamaíka hleypur
hinn efniíegii Rhodes en kornungur og
framgjarn hlaupari. Harden Kleypur fyr
ir Bandaríkjamenn. Barátta þeirra er
mikil og hörð, en Bandaríkjamaðurinn
• skilar keflinu á undan til hins reynda
landa sins Bourland. Hinn smávaxnj La-
ing hleypur fyrir Jamaíkamenn og hann
má sín ekki í keppninni við Bourland og
á þriðju skiptingu eru Bandaríkjamenn
orðnir 15 metrum á undan. En það er
heldur enginn annar en Olympíusigur-
vegarinn í 400 metra h'laupinu, Wint,
sem tekur við keflinu fyrir Jamaíka.
McKenley býr sig undir að HLaupa loka
sprettinn. Wint býtur á jaxlinn og stik-
ar stórum. Hainn dregur óðfluga á Coch
ran sem hleypur fyrir Bandaríkin og
allt getur ennþá gerst. En þá skeður ó-
happið. Skyndilega grípur Winrt um lær
ið og fellur síðan á brautina og engist
sundur og saman af sársaukafullum sina
drætti. Draumurinn er búinn. Rhodeu og
McKenley geta ekki dulið vonbrigði sín
og skeyta skapi sínu á Wint. Það verð-
ur honum um megn. Tárin taka að
streyma úr augunum.
Fjögur ár líða. Mc Keníey vinnur
marga glæsilega sigra og er fremsti 400
metra hlaupari heims. Allt til Olympíu-
ársins. Þá krækir Rhodeu í heimsmetið
frá honum. En McKenley lætur það ekki
á sig fá. Hann ætlar að sigra í hlaup-
inu og freisrta þess einnig að vinna til
gullsins í 100 metra hlaupinu.
Það kemur fljótlega í Ijós í Helíing-
fors að McKenley er í góðri æfingu.
Hann er kominn á fertugsaldur, en
þrátt fyrir það sigrar hann í hverjum
riðlinum af fætur öðrum í 100 metra
hlaupinu og vinnur sér þátttökurértt í
úrslitahlaupinu. Fé'lagar hans eru óspar
17
ir ó að stappa í hann stálinu fyrir úr-
slitahlaupið, en McKenley virðisrt ekki
hlusta á þá. Hann reynir að einbeita
sér að einu og aðeins einu — að sigra.
Hlaupararnir fá allir gott viðbragð,
og eru að því virðist hnífjafnir lengst
af leiðirani. Fjórir menn koma samtímis
í markið. McKenley er einn þeirra og
þeir sem bezta aðstöðuna hafa til að
sjá hver hafi s'litið snúruna fullyrða að
það hafi verið gamli maðurinn. Mark-
dómararnir eru þó engan veginn viss-
ir. Ákveðið er að bíða eftir að mark-
mynd verði framkölhið. Það tekur 10
mínútur. McKenley finnst þessar 10 mín -
útur vera heil eilífð. Svo sér hann mark
dómarana stinga saman nefjum og von
bráðar hljómar boðskapur þeirra. Sig-
urvegari í 100 metra hlaupinu varð
Bandaríkjamaðurinn Remingino. Annar
varð Herbert McKenley frá Jama-
íka. Báðir fengu sama tíma 10,4 sek, svo
og þriðji og fjórði maður. Enn einu sinni
hefur McKenley orðið fyrir vonbrigðum.
Hann vinnur sér auðveldlega rétt til
að hlaupa í úrs'liitum 400 metra hlaups-
ins og enn er hann heppinn þegar dreg-
ið er um brauitir. Heimsmethafiran Rho-
deu dregur yztu brautina og McKen-
íey á þvi auðvelt með að fylgjast með
honum alla leið. Lengi vel virðist Mc-
Kenley ætla að sigra, en Rhodeu er
harður og tekst að ná honum á síðustu
metrunum og þeir verða jafnir í markið.
Enn þarf að bíða úrskurðarins og enn
er hann óhagstæður fyrir McKenley.
Rohden er sigurvegari á nýju Olympíu
meti 45,9 sek. McKenley fær sama tíma.
Eftir er þá 400 metra boðhlaupið og
Jamaíka teflir fram sömu sveit og í Lon
don. Og nú er McKenley ekki eins
bjartsýnn og áður. Gæfan virðist algjör
lega hafa snúið við honum baki. Eins og
í London eru það Bandaríkjamennirnir
sem eru aðaíkeppinaútarnir. Wint hleyp
ur fyrsrta sprettinn og nú er hann ekki
eins sterkur og fyrr. Matson tekst að
skila forskoti til Cole sem hleypur næsta
sprett fyrir Bandaríkjamenn. Laing
hleypur fyrir Jamaíka og hann sér
Bandarikjamanninn fjarlægjast enn
meira. Moore tekur við keflinu fyrir
Bandaríkin en McKenley fyrir Jamaíka.
Honum finnst langt síðan Bandaríkja-
mennirnir skiptu þegar hinn örmagna
Laing réttir honum keflið. Síðasta sprett
inn hlaupa þeir Rhoden og Whitfield
og McKenley veit að takist honum ekki
að ná Moore og skila a.m.k. jöfnu tit
Rhodens muni ekki þurfa að hugsa fyr-
ir efsta þrepinu á verðlaunapallinum.
Og McKenley hleypur. Oft hefur hann
tekið á öllum sínum kröftum, en nú
finnst honum sem hann hafi aldrei tek-
ið á fyrr. Skref fyrir skref dregur hann
á Moore og á beinu brautinni smeygir
hann sér frammúr. Hann er ereiniiega
rðinn örþreyttur, það sézt bezt á því
að stfll hans sem alltaf hefur verið svo
mjúkur og faílegur er nú stífur og ei-
lítið skjögrandi. En áfram skal hann
og þegar hann réttir keflið til Rhodens
er hann orðinn nokkrum metrum á und-
an. En Whitfield er ekki á því að gefa
sig. Hann hleypur hvað af tekur og
menn sjá að það forskot sem McKenley
vann tapast óðum. En það er enginn leik-
ur að vinna heims- og Olympíumethafann
og Whirtfield verður að sætta sig við að
sjá hann sKta snúruna hársbreidd á und
an. Loksins hefur það skeð. McKenley
hefur unnið til gullverðlauna, og það
þykir ekki nema sjálfsagt þegar sveit
Jamaíka tekur við verðlaununum, að
hann standi á efsta þrepi verðlauna-
pallsins.
stjl.
Bindindisróð krístinnn snin
nðn hélt nrsþing sitt
Tvær nýjnr kennslubækur
BINDINDISRÁÐ kristinna safn-
aða hélt ársþing sitt i Hallgríms-
kirkju 23. sept sl. Bindindisráðið
var stofnað fyrir 6 árum af full-
trúum flestra safnaða á höfuð-
borgarsvæðinu.
Samtök þessi vilja beita sér
fyrir sameinuðum átökum kirkju
og safnaða til verndar gegn böli
áfengisnaubnar og annarra eitur-
lyfja og veita þeim nokkra hjálp,
sem harðast verða fyrir þessum
þjóðarvoða.
Formaður samtakanna, Bjöm
Magnúss., prófessor, flutti starfs-
skýrslu og lagði fram reikninga.
Hann gat þess, að á næsta sumri
mundi Samband kristilegs bind-
indisstarfs á Norðurlöndum halda
þing sitt bér í Reykjavík, en
Bindindisráð kristinna safnaða á
íslandi er einn aðili þessa sam-
bands.
Kosnir voru I stjórn fyrir
næsta starfsár: Sr. Árelíus Níels-
son var kjörinn formaður, aðrir
i stjóm eru sr. Ragnar Fjalar
Lárusson, Sigurður Gunnarsson
kennari, Gestur Gamalíelsson
húsasmíðam., Hjörtur Guðmunds
son forstjóri.
KOMNAR eru út hjá Ríkisút-
gáfu námsbóka tvær nýjar bæk-
ur í flokki enskunámsbóka, Les-
bók II og Vinnubók IIi Bækurn-
ar eru samdar af Heimi Áskels-
syni, menntaskólakennara, í sam
ráði við eirahvern þekktasta sér-
fræðing Breta í enskukennslu
fyrir útlendinga, dr. W. R. Lee,
ritstjóra tímaritsiras English
Language Teaching. Myndskreyt
ingu hefur Baltasar annazt.
í fyrra komu út þrjár bækur
af námsefni 1. árs, Lesbók I,
Vinnubók I og Myndabók. Síð-
ari hluta sumars kóm svo út
Kennsluhandbók I, en í henni er
fjallað um námsefni fyrsta árs.
Ennfremur eru komin út leiftur
spjöld, sem fylgja námsefni 1.
árs.
Á næstunni eru væntanlegar
veggmyndir með efni 1. ára og
Kennsluhandbók n. Einnig eru
væntanleg segulbönd með efni
Lesbókanna.