Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGU'NBLABIÐ, LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1968 Útgeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar - Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson, Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. RÆÐA FORSETANS Ifið setningu Alþingis i " fyrradag flutti forseti ís- lands, dr. Kristján Eldjárn ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um Alþingi hlutverk þess og störf. í ræðu sinni sagði forsetinn m.a.: „Þótt saga þess sé ekki með < öllu í órofnu samhengi og gengið hafi á ýmsu um völd • þess og virðingu á ýmsum skeiðum þessa langa tíma, er það eigi að síður sama stofnunin frá upphafi vega og fram á þennan dag. Hlut- verk þess nú er hið sama og þá, að setja þjóðinni lög, greiða veg hennar í hverjum vanda, sem að höndum ber og finna nýjar leiðir henni til heilla í veraldlegum og menn ingarlegum efnum. Til Alþing is lítur þjóðin um úrræði og forustu, og þeirrar ríkisstjórn ar, sem ábyrgð ber fyrir því, til þess sækja aðrar stofnanir styrk sinn. Hjá Alþingi vonast þjóðin eftir frumkvæði að góðum málefnum og stuðn- ingi við góð málefni, sem fram koma utan þingsala. Störf og áhrif Alþingis varða „ líf og hag hvers manns í land inu, þau ráð, sem það ræður, eru samtvinnuð öllu þjóðlíf- inu.“ DR. PÁLL 75 ÁRA egar dr. Páli ísólfssyni, ung um að aldri, var trúað fyrir því virðulega og eftir- sóknarverða starfi að Ieika á orgelið í kirkju Johans Sebast ians Bachs í Leipzig, stóðu honum allar dyr opnar. Eftir glæsilegan námsferil náði hann slíkum tökum á orgel- inu, að einsdæmi þótti, ekki einungis hér í Evrópu, heldur einnig í Vesturheimi, þar sem honum voru boðnar góðar stöður. En Páll ísólfsson lét ekki undan svo glæsilegum tilboðum, þótt freistingin væri mikil; svo djúpum rót- um stóð hann í arfi feðra sinna, svo trúr vildi hann vera uppruna sínum og þeirri köllun, sem heitir ísland. Þegar Páll ísólfsson kemur aftur til Reykjavíkur að loknu námi með Orðstír sem var meiri en fslendingar áttu að venjast og ekki á sandi byggður, svo glæstar vonir sem við þennan unga tónlist- armann voru bundnar úti í hinum stóra heimi, má óhik- að fullyrða að nýr straumur hafi farið . um menningarlíf þjóðarinnar og þá einkum tón listarlíf, bæði hér í höfuð- borginni og um land allt. Svo ferskur andblær evrópskar tónmenningar fylgdi þessum unga íslendingi og svo mikil var trú hans á hlutverk þess- arar litlu fjarlægu þjóðar sem var fáum kunn og enn færri útlendingum ástæða til neinn ar umhugsunar. Dr. Páll ísólfsson hefur setið við orgel Dómkirkjunn- ar í Reykjavík um áratuga skeið, stækkað borgina og landið með óvenjulegum persónuleika — hæfileikum, sem eru gjaldgengir þar sem tónlistarmenning stendur hæst, og melódíu sem ekki er öllum gefin. Allt þetta hefur hann notað íslenzku þjóðinni til gagns og unaðar og ekki sízt ungum mönnum til leið- beiningar og fyrirmyndar, því að dr. Páll hefur alla tíð verið sívinnandi listamaður og sízt af öllu haft ánægju af frægð og metnaði, en þeim mun meiri af eljusemi og nán um kynnum við fólk í lífi og starfi. Á sjötíu og fimm ára af- mæli dr. Páls í dag getur Morgunblaðið og lesendur þess fagnað því að hafa um langt skeið notið menntunar hans og gáfna, því að hann var tónlistargagnrýnandi blaðsins og markaði djúp spor í því starfi. Fyrir það ekki sízt vill blaðið þakka honum á þessum merku tíma mótum og veit að það mælir fyrir munn lesenda sinna, þegar það sendir honum og heimili hans innilegar árnað- aróskir. UNG MENNTA- STOFNUN rpækniskóli íslands er ný menntastofnun, sem að- eins hefur starfað um fjög- urra ára skeið. En þrátt fyrir stuttan starfstíma er þó þegar ljóst að Tækniskólinn mun verða ein af mikilvægustu menntastofnunum þjóðarinn- ar í framtíðinni. Tækniskól- inn veitir nemendum sínum menntun, sem í raungreinum jafnast á við stúdentspróf úr stærðfræðideild menntaskól- anna og samstarfi við fram- haldsskóla í Danm. menntar hann tæknifræðinga, sem hafa mjög svipaða menntun og háskólagengnir verkfræð- ingar. í viðtali við Mbl. í fyrradag skýrði Bjarni Kristjánsson, skólastjóri Tækniskól- ans frá ýmsum nýj- ungum, sem forráðamenn skólans hafa á prjónunum en þeir hafa m.a. áhuga á að mennta matvælatæknifræð- inga. Gefur auga leið hversu mikilvægt það er fyrir þjóð, Apollo 7. — mikilvægur áfangi í geimferðaáætlun Bandaríkjanna BANDARÍKJAMENN ráðgerðu að byrja lokaþáttinn í því að koma manni til tunglsins í gær og eru enn vongóðir um, að þeir geti náð því markmiði sem John F. Kennedy forseti setti þjóðinni, að láta mann lenda á tunglinu á þessum áratug og ná honum heilu og höldnu aftur til jarð- ar. En Bandaríkjamenn eru sér þess líka vel meðvitandi, að þessi tímj. er að styttast. 1 gær átti að skjóta þremur geimförum, Walter Schirra, Walter Cunning- ham og Donn Eisele á loft í geimfarinu Apollo 7 á braut umhverfis jörðu, en það verður fyrsta mannaða geimförin með geimfarinu, sem um síðir á að flytja menn til tungls'ins. Ef að Apollo 7. uppfyllir vonir NASA geimferðarstofnunar Bandaríkj- anna á fyrirhuguðu 11 daga ferð lagi sínu, þá mun það ryðja úr vegi hindrunum fyrir hugsanlegri geimferð umhverfis tunglið í des ember og ennfremur fyrir því, að geimfarar lendi á yfirborði tunglsins þegar næsta vor. Áður en þeir áttu að leggja í fyrirhugaða för sína nú, höfðu geimfararnir Schirra, Cunning- ham og Eisele varið hvorki meira né minna en 1.200 klukkustund- um til undirbúnings ferðarinnar. Þeir hafa haft lengri tíma til æfinga, erí gert hafði verið ráð fyrir. Geimferðinni nú sem á- formuð hafði verið, að fram færi í febrúar 1967, var frestað, eft- ir að geimfararnir Virgil Gris- som, Edward White og Roger Chaffee biðu bana, er kviknaði í Apollo geimfari við tiiraunir á jörðu niðri á Kennedyhöfða. Þessi harmleikur batt enda á þá ánægju, sem ríkt hafði innan NASA sjálfrar með störf sín og skapazt hafði við framkvæmd Mecuri og Gemini áætíanna, sem tókust afar vel, en þar var skot- ið á loft alls 16 mönnuðum geim- förum og þeim náð aftur til jarð ar án nokkurra alvarlegra ó- happa. f hálfgerðu æði sjálfs- efasemda, tætti NASA bókstaf- lega í sundur Apóllo-áætlunina, skipti um starfsmenn og tók til gagngerðar endurskoðunar að- ferðir og framkvæmdir „North American's Space Division" sem var aðaí verktakinn í sambandi við Apollo geimförin. Appollo geimfarið var nú end- ursmíðað og voru gerðar á því þúsundir breytinga, að því er snertir efni og tæki. Nam kostn- aðurinn við þetta 75 millj. doll- urum. Nú á að vera unnt að komast út úr geimfarinu á 10 sekúndum í stað 90 áður. Til þess að koma í veg fyrir elds- voða, hefur verið útbúið örygg- iskerfi, sem getur minnkað þrýsit inginn í geimfaraklefanum nokkrum sek. Þá er búningur geimfaranna gerður úr öðru efni nú en áður og enda þótt þeir séu þyngri og fyrirferðarmeiri, þá eiga þeir að hafa mun meira e'ldþol. Ný öryggistæki í Apolto geimfarinu og nokkur geimskot á liðnu ári, sem tekizt hafa vel, hafa að nokkru leyti gefið NASA traust sitt að nýja. Fjórum ómönrtuðum Apollo-geimförum hefur verið skotið án nokkurs alvarlegs óhapps og var tveim- ur þeirra skotið á loft með hinni öflugu Saturnus — 5 eldflaug. f fyrirhugaðri för Apotlogeim farsins nú, átti að skjóta því á loft á braut umhverfis jörðu með Saturnus 1B e'ldflaug, sem er ekki nógu öflug fyrir ferð tiil tunglsins. En það eitt að stjórna geimfarinu verður mikilvæg til- raun í sjálfu sér, því að geim- fararnir þrír munu nú hafa nóg að gera við að fylgjast mfeð sæg af tækjum, sem innanborðs eru og sýna, hvernig geimfarið starf ar. Þá 11 daga, sem geimförun- um er ætlað að vera á lofti, munu þeir setja aflvél geimfars- ins, sem hefur rúmí. 20.000 pund þrýsting, átta sinnum í gang til þess að reyna hve örugg hún er. Þessi vél ræður í rauninni 'lífi eða dauða. í ferðum tii tungls- ins sjálfs, verður hún notuð til þess að koma Apollo geimfar- inu á braut umhverfis tunglið og síðan til þess að koma því af þeirri braut á nýja braut á- leiðis til jarðar aftur. Apolto 8, sem flytja á geim- farana Frank Borman, James Lo ve'll og William Anders á braut umhverfis jörðu í desember, var upphaflega miðað við það að fara í aðra ferð sams konar og fara á nú og þar átti að prófa að nýju þau tæki og þær starfs- aðferðir, sem ekki hefðu reynzt eins og vera bar í Apollo 7. Nú hefur NASA bundið sérstakar vonir við áætlun Apollo 8 og á það að nokkru rót sína að rekja til þess að aukizt hafa áhyggjur um að Sovétrík- in ætli sér að fara fram úr Bandaríkjunum og verða fyrat til þess að senda mannað geim- Framhald á bls. 19 á j------- SAMANBURÐUR Á MÖNNUÐUM GEIMFERÐUM BANDARÍKJAMANNA OG RÚSSA 1. SEPTEMBER 1968: Bandaríkin Sovétríkin Fjöldi lokinna mannaðra geimferða 16 9 Geimfarar, sem farið hafa út í geiminn 26 12 Tknalengd sú, sem menn hafa dvalið úti í geimnum (klst. og mín.) 1,993:42 534:01 Hringir alls umhverfis jörðu í mönnuðum geimförum 637 310 Klst. alls, sem mönnuð geimför hafa verið úti í geimnum 1,0213:44 459:52 Menn, sem flogið hafa í meira en einni geimferð 7 1 Eins manns geimferðir 6 7 Tveggja manna geimferðir 10 1 Þriggja manna geimferðir 0 1 Lengsta geimferð (klst. og mínútur) 330:35 1'19:06 Fjöldi hringja farinna í lengstu geimferð 206 84 Mesta hæð, sem mannað geimfar hefur náð 1,364.8 km. 492 km. Gaimfarar, sem „gengið“ hafa úti í geimnum 5 1 Tímalengd alls á „geimgöngum" (klst. og mínútur) 6:01 0:10 Áhöfn Apollo 7. Geimfararnir sjást þarna vera að æfingu í geimfari sínu til undirbúnings geimferð sinni. Fremstur er Wally Schirra, stjórnandi geimferðarinnar, en hinir eru þeir Don Eisele (í miðið), og Walt Cunningham. Geimfararnir snúa upp í móti, er þeim er skotið á loft. sem lifir á útflutningi mat- væla að eiga vel menntaða menn á þessu sviði. Ýmsar fleiri nýjungar eru á prjón- unum hjá Tækniskólanum og verður vissulega fróðlegt að fylgjast með þróun þessarar ungu menntastofnunar á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.