Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1968, Blaðsíða 24
Jtá, MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 12. OKTÓBER 1968 LJJ UU L 1 1 i 1 í i I IHÍflpgÉilti %lllpgRtpíM wsBim í* •. f. *. %mm Hl ssrnmmmmmmm WW:wSW:0W& . ■'/■;■ MWwWWWWM 'iWWSSWWíWi'SS _____ til þess að fara í rauða kaftan- inn sinn. Hún var því fegin, að hópurinn skyidi nú vera orðinn svona stór, því að þá þurfti hún ekki að hafa ofmikil skipti við Graham. Eftir kvöldverðinn fóru þau öll út í garðinn, til að drekka kaffi, og tóku með sér kodda, því að þau sátu á jörð- inni á Araba vísu. Jill settist næst frú Fallowman. Frúin hugs aði ekki um annað en feiðangur- inn og svo manninn sinn, og alltaf til í að ræða hvorttveggja við þakklátan hlustanda. Hún sat þarna róleg og ræddi hina fornu Khalidan-menningu og musterið, sem þau höfðu verið að leita að árum saman. — Þeir voru vanir að tilbiðja guði sína í hellum. Altarið var úr gulli og skreyfct gimsteinum - þetta var rík menningarþjóð. Presturinn bíés í gullhorn.... Og svo hélt hún áfram og sagði frá hinum hræðilega jarð- skjálfta, sem eyddi höfuðborg- inni. — Sennilega fyrir daga Mósesar, en annars eru ekki nægar upplýsingar fyrir hendi til þess að ákveða tímann ná- kvæmlega. . . . Venjulega hafði Jill gaman af þessum viðræðum, en nú var hugurinn á reiki. Sandra var í hinum enda garðsins og blái lit- urinn á henni sást þarna milli karhnannanna. Jill gekk út frá því. að Graham væri einn þeirra, þangað til henni var litið í hina M MOON • SILK setting lotion cleansing milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo áttina og sá hann sitja á grasinu með krosslagða fætur, í nokk- urra skrefa fjarlægð frá henni. Hann var niðursokkin í sam- ræður við Enid Carter, og ljósa höfuðið á henni beygði sig al- veg niður að hans dökka höfðL Jill flýtti sérr að líta aftur á frú Fallowman. öliver kom til þeirra og fleygði koddanum sínum á jörð- ina við hliðina á Jill, en' hlustaði svo með athygli og hélt frú Fallowman gangandi með nýjum spurningum. Svo kom prófessor- inn og hleypti ofurlítið brúnum um leið og hann spurði: — Þessi rauðhærða þarna niðurfrá, hver er hún. Það var Oliver, sem svaraði: — Sandra James. Hún er hér til aðstoðar, eftir þörfum. — Hún kann nú ekki neitt, en virðist námfús, bætti frú Fallow- man við. — Já, einmitt, James, ég man það núna. En segðu henni að hætta að sækja á hann Livanos. Ég vil ekki hafa það. Það ruglar fyrir ungum mönnum. Hann kinkaði kolli en gekk síðan á vit gestgjafa þeirra. Margaret Fallowman brosti til Olevers. — Þetta kemur-víst í þinn hlut, Oliver, sagði hún. — Það varst þú, sem fékkst okkur til að taka hana í hópinn. Og þar hefur einhver róman- tík verið með í leik, býst ég við? — Það var yel gert af þér að hjálpa mér með það, Margaret. — Jæja, talaðu um þetta við hana, Oliver. Við megum ekki láta prófessorinn komast úr jafn vægi. — Það skal ég sjá um, lofaði hann. Láttu mig um það. En þú varst að segja okkur frá.... Næsta dag fóru konurnar fjór- ar, sem í leiðangrnum voru í MERCEDES BENZ 220 ARGERÐ VERÐMÆTI KR.: 854.000,00 VERÐ KR.: 100 DREGIÐ S. NÓVEMBER 1968 Leikfcmgaland VELTUSUNDI 1 kynnir nýja verzlun LEIKFANGAKJÖRBÚÐ. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. LEIKFANGALAND, Veltusundi 1 — Sími 18722. kurteisisheimsókn til kvenna- búrs Abduls Hassain, en sú bygg ing var algjörlega aðskilin frá aðalhúsinu, bak við slétta múr- veggi. Jill fannst arabísku kon- urnar einna líkastar skrautlitum fuglum, með svörtu augun pír- andi gegn um kolsvört augnahár, þegar þær skríktu og struku enn ið í þessum framandi fatnaði og stungu sætindum í lófa gesta sinna. Enid Cater var túlkur. —■ Ef þú gætir matreitt handa þeim einhvern enskan rétt til kvöldverðar, sagði hún við Jill, þá yrði það tekið sem mikil kurteisi. Jill flýtti sér til eldhússins og bjó til epla- og ávaxtakökur. Eldavélarnar voru í skúr úti hjá bílnum, svo að hún varð að vinna í steikjandi hita og í litlu skjóli. Hún var máttlaus og upp- geJfin, þegar hún hafði lokið þessu, en árangurinn var að- dáunarverður. Enid sem hafði farið með matinn, kom aftur til þess að segja Jill frá því. — Ég er fegin, að þér skulið vera með okkur, Chadburn, bætti hún við. Ef bara James reyndist hafa jafnmikið vit í kollinum, gæti ég hlegið að öll- um hrakspám. Jill sneri að henni kafrjóðu andlitinu. — Hrakspám? át hún eftir. — Hversvegna? Býstu við, að Sandra lendi í einhverjum vandræðum? — Ég átti nú við allan hópinn, svaraði Enid harðneskjulega, - en' vitanlega veit maður ekkert enn. Ég hef einhvern fiðring í fingrunum og ég finn það á and- rúmsloftinu, að einhversstaðar er eitthvað ekki í lagi, en ég get bara ekki séð nákvæmlega hvað það er. Jill gapti enn af forvitni og undrun. Þessi kuldalega ljós- hærða kona var alltaf svo hræði- lega viss í sinni sök, og það var því furðulegt að heyra hana tala svona. — Ég hef áhyggjur af þessu, Chadburn. — Sandra er enginn kjáni, ungfrú Cater. Ég skal játa, að hún er stundum fljót á sér, en innst inni er hún varkár. Það er ekki henni að kenna þó að karl- mennirnir sæki strax að henni. Hún þagnaði, rétt eins og hún hefði sagt of mikið, þar eð Enid hafði sjálf áhuga á Graham. — En henni er engin alvara með þetta, bætti þún við. — Við skulum vona það svar- aði Enid aðeins. — En þú ættir að fara að þvo þér. Það er rétt komið að mat. Sandra kom inn í litla her- bergið meðan Jill var að þurrka á sér hárið, nýkomin úr þaðinu. Samkvæmt ráðleggingu Enid hafði hún klippt hárið á sér stutt eins og á strák, áður en far ið var frá Beirut. — Ef þú getur ekki sett það upp á höfuðið, eins og ég geri, er þetta það eina skynsamlega, Chadburn. Nú var hún að núa það með handklæði þegar Sandra sagði: — Oliver er af- skaplega hræddur um mig! Er það ekki gaman? Hann dró mig afsíðis og sagði mér að vera ekkert að gefa honum Stephan undir fótinn. Annars þarf Steph an ekkert á þvi að halda, að maður komi honum til. Ég á að — Það er bannað að ganga á grasinu. gera svo vel að snúa mér heldur að Oliver framvegis! — Það ætti nú engin neyð að vera, sagði Jill út úr handklæð- inu. — Þú ert það hrifin af Oliver. — Já, það er ég. Og svo virð- ist helzt sem honum sé að verða einhver alvara með mig. En gaman! — Það finnst mér ekki. Hann mundi varla tala svona, ef hon- um þætti ekki innilega vænt um þig, og þú ættir ekki að fara með það sem einhver gamanmál. — Það geri ég heldur ekki, góða mín. Þú mátt ekki vera svona mikið hispurskvendi. Því að ég ætla einmitt að gera eins og hann segir og skoða mig sem sérstaka vinkonu hans, með- an við erum í eyðimörkinni. Hon um finnst það geta sparað okkur margan misskilning, og það held ég sé alveg rétt hjá honum. — Til hamingju með það, sagði Jill og seildist eftir greið- unni. — Þá vita allir, hvað þér líður. Að Graham meðtöldum, vitanlega. Þetta síðasta sagði hún fremur við sjálfa sig en Söndru. — Til hvers þarftu að vera að draga hann Graham inn í þetta. Ekki hefur hann neina hug- mynd um né áhuga á því, hver er hvers vinur, næstu vikurnar. Hann er alveg á kafi í starf- inu. Ekki svo að skilja, að hann sé neitt andvígur svolitilli kven- legri samúð, í fríslundum sinum, en hana fær hann nú bara ekki næstu vikurnar. Nú, jæja, þetta kallaði hún það. Kvenlega samúð! Jill þótt- ist viss um, að Graham kallaði það eitthvað meira. Harin var ekki þannig maður, að hann sýndi konu ástaratlot, og meinti ekkert með því, heldur gerði það rétt sér til augnabliks skemmtunar. Þau lögðu af stað til eyði- merkurstöðvarinnar snemma á miðvikudagsmorgun. Eftir því sem þeim miðaði áfram, varð landslagið æ eyðilegra. Liturinn á jörðinni breyttist í tilbreyting- arlausan gulbrúnan lit, sem hvorki var eitt né annað. Þarna voru engin tré eða neinskonar gróður, aðeins auð slétta með einstöku klettum upp úr. En svo var komið á mýkri sand. Hann var á sífelldu iði í smágárum, rétt eins og á vatni, enda þótt engin gola væri. Þetta var tóm- leg flatneskja, sem virtist ná út 12. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Álagið er mirna en í gær. Samt hleypur smá snurða á þráðinn, og á meðan skaltu aíhuga þinn gang. Nautið 20. apríl — 20. maí Þér vinnst ve! lyrri hiutann. Grunnt er á erjum daglangt. Gerðu engar sérstakar ráðstafanir með fjármuni. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þér hættir iii að sóa síma og fé. Það reynir á þolinmæðina, þvi að allir í krir.gum þig eiga mismunandi áhugamál. Krabbinn 21. júní — 22. jilí Allt í eir/u eru breytingar óhjákvæmilegar. Gefðu sjálfum þér og öðrum 'únhvern tima til að kanna ástandið. Treystu eigin dóm- greind. Ljónið 23. júli — 22. ágúst Það er freistandi að fara að gera stór innkaup, en áhættusamt. Þú fré'ítir margt, en það kemur þér ekki að gagni strax. Meyjan líi. ágúsi — 22. sept. Búðu pig undir óvænt atvik. Hafðu fleiri en eina leið í huga. Forðaitu ofreynslu, ef hægt er. Þú getur hagnazt vel á ýmsum tímum dagsins. _ * Vogin fl3. sept. — 22 okt. Einhver útgjöld, sem þú áttir ekki von á munu verða uppi á teninghum. Þér léttir kannske við þetta. Farðu hægt í ákvarðanir. Sporðúrekinn 23. okt. — 21. nóv. Fástu ekki við flókna fjármálasýslan í dag. Það eru of margir, sem vllja eiga þátt í því. Vinir þínir styðja þig félagslega. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Lífskraftur og vilji þinn er upp á sitt bezta. Allt gengur eld- snöggt. Njóttu góðrar vináttu, en blandaðu ekki vinum þinum í einkamálin. Gerðu enga samninga. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Mikill vafi leikun á hagkvæmni fjárhættuspila, eða annarrar á- hættu, og ekki er víst, að það borgi sig er til lengdar lætur. Nýir kunningjar, eða fólk, sem nýkomið er, geta ruglað þau sambönd, sem rí kjandi eru. Gættu ýtrustu varúðar og smekkvísi. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Ef þú getur haldið áællun, skaltu gera það. Félagar þínir kunna að vrea hlynntir skyndtbreytingum, en stattu á móti og láttu þá útskýra til hlítai ástæðurnar. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Haltu gefin loíorð. Kanpræður, einkum varðandi peninga, kunna að verða óviðráðanlegar. Gerðu hlutina einfaldari með því að vera ekki að blanda þér í deilur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.