Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 fc. gretta þig yfir Wallace, þú veizt ekki nema hann eigi eft ir að bjarga þinni þjóð á hættustund". Að svo mæltu keyrði hann hjólavagninn snúð ugur í burtu og svaraði mér ekki er ég spurði hann úr hvaða hættu Wallace kynni að bjarga íslandi. Næst spurði ég unga konu sem beið eftir grænu ljósi á gatnamótum. Á undan sér ýtti hún barnavagni með tveimur gullfallegum börnum í. „Ég ætla að kjósa Wallace, því að maðurinn minn segir að hann sé eina von okkar.“ „Telur þú sjálf að svo sé?“ Madison Wisconsin 7. okt. SJALDAN eða aldrei hefur bandaríska þjóðin gengið jafn klofin til kosninga eins og á deiluefnin mörg og óskyld, I þó að auðvitað nokkur beri ' hæst. í fyrsta skipti um margra ára skeið bjóða Nixon er ákafur tónlistar unnandi. Hér stjórnar hann barnahljómsveit í Indianapolis. Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar frá Bandaríkjunum: „Ég nefni ekki þriðja fram- bjóðandann með nafni“ Rætt við nokkra bandariska kjósendur — Eftir Ingva Hrafn Jónsson þrír flokkar frapi til forsetakjörs. Nýjum flokk- um hefur yfirleitt lítið orðið ágengt meðal bandarisku þjóð arinnar og því kemur mönn- um hið mikla fylgi Georges Wallace nokkuð á óvart. Sl. Viku ræddi ég við nokkra bandaríska kjósendur, sem ég stöðvaði á förnum vegi og spurði álits og fer hér á eft- ir sýnishorn af svörum þeirra. I Fyrsti kjósandinn sem ég ræddi við var miðaldra kona, sem var að koma úr stórri verzlunarmiðstöð hlaðin pinkl um. Ég fylgdi henni eftir að bifreið hennar og er ég hafði hjálpað henni að koma pinkl- unum fyrir spurði ég hana hvern hún ætlaði að kjósa. Hún sagðist heita Rose Edge- wodd og hafa kosið Demo- krata alla sína ævi og myndi gera svo áfram. „þjóð okkar er að ganga í gegnum erfitt tímabil, sem hefur í för með sér ýmsa miður þægilega vaxta verki, sem margir eiga erfitt að horfast í augu við og þoLa, og saka stjórnina um allt, mest til að létta eigin samvizku. Hubert Humphrey er góður og heiðarlegur maður, sem hefur gert meira fyrir land sitt en nokkur annar stjórn- málamaður, þó að ýmsir hafi ekki svifist að eigna sér heið urinn af <dáðum hans. Með Humphrey í Hvíta Húsinutel ég að framtíð Bandaríkjanna verði bezt borgið og þess vegna styð ég hann af heil- um huga“. NIXON ER SÁ EINI. Niður í miðborginni rakst ég á mjög vel klæddan góð- borgara, sem var að opna gull litaða bifreið sína af Cadillac gerð. „Nafn mitt skiptir engu máli, en ég get vel sagt þér, að Nixon er minn maður Dem ókratar eru nú búnir að vera við völd í 8 ár og þjóð okk- ar hefur aldrei átt við jafn mikla erfiðleika að stríða, heima fyrir og erlendis. Það er kominn tími til og þó fyrr hefði verið að sparka stjórn- inni frá og breyta til. Við þurfum ábyrgan mann í Hvíta Húsið og Nixon er sá eini sem til boða stendur. Ég ætla ekki að r:yna að telja upp fyrir þig vandamálin, ef þú ert eitthvað inni í okkar þjóð málum þá sérðu þau sjálfur.“ Næst tók ég að máli mann, sem var niðursokk- inn í að skoða í búðar- glugga. Hann kvaðst heita Harry Johnson. „Ég kýs Nix'on, því að hann er sá eini“ Að svo mæltu brosti hann og gékk í burtu. Þess má geta að vinsælasta slagorð Nixons er „Nixon er sá eini“, eða „Kjóstu nú eins og allur heim urinn byggist á atkvæði þínu, NIXON“. Fyrir framan viðskiptafræði bygginguna á háskólasvæð- inu stöðvaði ég ungan vel- klæddan stúdent, sem var á mikilli hraðferð. Ég heiti Fred rick Spearhead (Spjótshaus) og auðvitað kýs ég Nixon. Johnson og stjórn hans eru búin að grafa svo undan þjóð félagskerfi okkar og efnahags kerfi, að það er allsendis ó- víst að takast megi að rétta það við aftur. Ef einhver getur það, þá er það Nixon og stjórn skipuð Repúblikön um. Þessi endaleysa gengur ekki lengur. Við mokum sem svarar 1710 milljörðum ísl. kr. á ári til að kosta stríð sem okkur kemur ekkert við með- an milljónir bandarískra borg ara hafa vart til hnífs og skeiðar. Þetta segir sig sjálft’*. Og með það var hann þotinn. Chris Hanson, ung blökku- stúdína, sem sagðist nú kjósa í fyrsta skipti, sagði: „Ég ætla að kjósa Humphrey, því að Demókratar eru þeir einu sem hugsa um mitt fólk. Ég er ekk ert sérlega hrifin af Hump- hrey, en eftir að Bobby Kenn edy var myrtur og McCarthy tapaði flokksþinginu, hef ég ekki um neitt að velja. Ég treysti ekki Nixon og ég vil ekki nefna þriðja frambjóð- andann með nafni. Framboð hans er mér og mínu fólki alger martröð, sem ég vona að eigi aldrei eftir að verða að veruleika". „Heldur þú að blökkumenn í Bandaríkjunum muni al- mennt kjósa Humphrey?“ „Á því leikur enginn efi. Hvað heldurðu að verði um okkur ef hann kemst ekki að? Við verðum á ný kúguð og sett útundan í þjóðfélag- inu, því að það er enn svo mikið og djúpt kynþáttahatur ríkjandi hér“. WALLACE ER SÁ EINI. Við eina af vörugeymslum háskólans hitti ég gráhærðan feitlaginn mann með horn- spangargleraugu, þar sem hann var að burðast við að koma kassa upp á lítinn hjólavagn. ,.Góðan daginn herra minn, ég er blaðamaður frá fslandi og er að spyrja bandaríska kjós endur um hug þeirra til kosn inganna". „Frá íslahdi?, sonur minn var þar í tvö ár í hernum og það lá við að hann dræp- ist úr leiðindum". „Strákar, Rallaði hann hlæjandi inn til félaga sinna. Það er blaðamað ur frá íslandi að spyrja hvern ég ætla að kjósa. „segðu hon- um það Fred, segðu honum að þú ætlir að kjósa eina almennilega manninn“. „Og hver er það?“ „Nú auðvitað Wallace, hver annar getur komið ástandinu í almennilegt horf. Maður get ur varla gengið óhultur um „Já, því að maðurinn minn segir það og allir vinir hans og þeir vita allt um stjórn- málin. Maðurinn minn segir að Wallace sé eini maðurinn sem geti tryggt börnum okk- ar örugga framtíð, er það ekki satt“, segir hún og glens- ast við tvíburana. Þeir brosa og hjala til móður sinnar og hún snýr sér að mér og segir, „þarna sérðu.“ En, ég sé það ekki og rölti upp Austurstrætið hér í Mad ison og hrissti höfuðið og undr ast yfir því eð sjálfum mér, hvernig á því geti staðið,- að í Bandaríkjunum séu í dag 10 —15 milljónir karla og kvenna sem ætli að kjósa Wallace. Næst hitti ég tvo stúdenta, sem eru að koma út úr bóka búð með fangið fullt af bók- um. Þeir segjast heita Frank Sieglud og John Mclain, báð- ir frá Connecticut. Þeir segja sem einn maður „Nixon“. Þeg ar ég spyr þá nánar segja þeir, að Demókratar hafi leitt þjóðina á ófyrirgefanlega glap stigu og þeir verði að fara frá áður en allt hrynur. Þeir segja líka að Nixon muni bind endi á stríðið í Vietnam. Hvernig?, Ja, hann á bara eftir að sýna kommúnistum í tvo heimana. Að lokum stöðva ég gamlan mann sem er að hvolfa úr götusóparapoka sínum í sorp tunnu á gangstéttarbrúninni. „Ég ætla að kjósa Humphrey. Hann er sá maður sem mest og bezt hefur barizt fyrir bætt um kjörum okkar gamla fólks „Wallace er eina von okkar,“ sagði bandarískur kjós- andi við blaðamann Mbl. gotu í sinni heimaborg án þess að eiga það á hættu að verða fyrir átroðningi alls- konar uppvöðslulýðs. Það voru nær 5 milljónir afbrota fram- in í landinu sl. ár og pró- sentutala hækkar ineð hverju ári. Það þýðir ekkert að taka þennan óþjóðalýð vettlingatök um, það 'verður að láta hart mæta hörðu“. „Og þú heldur að Wallace sé rétti maðurinn?" „Já, og sá eini. Heyrðu vinur, ert þú útlendingurinn að skipta þér af okkar mál- um. Þú skalt ekkert vera að ins. Ef hans hefði ekki notið við, væri gamalt fólk hér í landi illa á veg statt. Það er honum að þakka, að ég get setzt í helgan stein á næsta ári og notið elliáranna áhyggjulaust". Svo mörg voru þau orð. Þó að það sem hér að framan er sagt gefi kannski ekki full komna mynd af stöðu fram- bjóðendanna í dag, þá held ég að vísbendinginn sé ótví- ræð. Ef við teljum saman sjá- um við að 5 styðja Nixon, 3 Humphrey og 2 Wallace. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.