Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 Sérfræðingar Árnasafns verða hjá Handritastofnun islands — hœkkað framlag til Reiknideildar Háskólans er mun fram- vegis annast rannsóknir fyrir opinbera aðila í vaxandi mceli Á Alþingi hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um Hand ritastofnun íslands. Er helzta á- kvæði frumvarpsins að ákvæð- um eldri laga verði breytt á þann hátt að tala aðstoðarmanna við safnið sé ekki takmörkuð við tvo, heldur fari eftir fé því, sem veitt er til á f járlögum. f fjárlagafrumvarpinu kemur Ekið á kyrr- stæða bíla EKIÐ var á 0-682, sem er Opel Rekord, þar sem bíllimn stóð í stæði fyrir ofan Glaumbæ frá klukkan 10 að kvöldi 17. þ. m. til klukkan tvö um nóttina. Ekið var á R-14988, sem er grænn Willys-jeppi, þar sem bíllinn stóð í stæði við ÁTVR milli klukkan 9 og 20 4. þ. m. Báðir bílarnir voru skemmdir nokkuð og skorar rannsóknar- lögreglan á ökumennina, sem tjónunum ollu, að gefa sig fram. Einnig bi'ður hún vitni að hafa samband við sig. siðan fram að framlag til Hand- ritastofnunarinnar er hækkað um 232 þús. kr., og er þess get- ið i athugasemdum frumvarpsins að það sé vegna nýs sérfræð- ings, sem látið hefur af störf- um í Ámasafni, en samkomulag hafði verið gert um það, að sér fræðingar í Árnasafni yrðu sam þykktir sem starfsmenn handrita stofnunarinnar, eftir þvi sem þeir létu af störfum í Kaup- mannahöfn. f fjárlagafrumvarpinu kemur einnig fram, að hækkun á fram- íagi til Reíknistofnunar Háskól- ans nemur 424 þús. kr. Er það vegna þess að gert er ráð fyrir ráðningu í eitt og hálft sérfræð- ingsstarf. Miðast sú ráðstöfun við það. að stofnunin verði und- ir það búin að taka í vaxandi mæli að sér rannsóknir fyrir opin bera aðila og aðra. Er ráðgert, að á næsta ári geri stofnunin ýmsar athuganir og rannsóknir á sviði heilbrigðismála, er orðið gætu grundvöllur að bættum rekstri og skipulagi þeirra mála. Fiskvinnslan hl. stoln- uð á Vopnaiirði Hinn 11. október var stofnað á Vopnafirðl hlutafélagið, Fisk- vinnslan h.f. Hluthafaf jöldi er 45, en hlutafé 600 þúsund krón- arfélagið, kaupfélagið, Tangi h.f. og Verkalýðsfélagið. Tilgangur félagsins er kaup og vinnsla á fiski. Búið er að undirbúa saltfiskmóttöku í nokkr um hluta mjölskemmu Síldarverk smiðjunnar. Einnig eir í athugun méð rekstur á frystihúsinu hér, Hans Gerd Esser. Innstæðulous- um dvísunum fjölgur Á LAUGARDAGINN sl. var gerð skyndikönnun í bönkum á Reykjavikur svæðinu til að kanna hve margar ávisanir reyndust innistæðulausar. Reynd ust þær vera 26 að tölu, og nam upphæð þeirra samtals 2.540 þúsund krónum. Er þetta um 1% af veltu bankanna, og allmiklu meira en hefur verið í fyrri könnunium. sem eir nú sem stendur upptek ið vegna slátrunar, en getur tek ið á móti fiski og mun gera í vetur. Stofnun þessa félags var nauð syn vegna alvarlegra horfa hér í atvinnumálum. — Ragnar. Sigurður Örn Gíslason afhendir Þórði Ágústi Hinrikssyni fyrstu verðla'unin — Polaroi d-myndavél og frímiða á frum sýninguna — Ljósm.: Sv. Þorm. f gær var dregið úr rétt- um lausnum myndagetraunar- innar, sem efnt var til í Mbl. á vegum „Hernámsáranna". Fyrstu verðlaun hlaut Þórður Ágúst Hinriksson, Hraunteig 15, en önnur verðlaun hlaut Bryndís Víglundsdóttir, Njáls götu 100. Þórður hefur fengið sín verðlaun afhent, en ekki hef- ur náðst í Bryndísi. Er hún því beðin um að vitja verð- launanna á ritstjórn Mbl. Rétt svör voru þannig: Fyrsta myndin var loft- mynd af Kaldaðarnesi. Önnur mjmdin var af bryggjunni fyrir framan Kolakranann og sýndi hermenn nýkomna í land. Þriðja myndin var frá Seyðisfirði, en sú fjórða frá Sandskeiði. f baksýn var Sandfell. Danskt-íslandshestafélag Hefur afskipfi af hreinrœktun íslenzkra hrossa þar í landi Undirbýr fyrirlestra um ísland í V-Þýzkalandi FRÁ því um miðjan ágúst sl. hef ur dvalizt hér á landi á vegum Göthe-stofnunarinnar Hans Gerd Esser frá Köln í V-Þýzkalandi og flutt fyrirlestra um Þýzka- land og samskipti tslendinga og Þjóðverja. M.a. hefur hann flutt erindi um „Konrad von Maurer og hina íslenzku sjálfstæðis- hreyfingu“ og „Jón Sveinsson og Þjóðverja". Þá hefur Esser safn- að efni fyrir erindaflokk um fs- Iand, sem hann hyggst flytja í heimalandi sínu, en þar starfar hann sem blaðamaður og fyrir- lesari. A fimmtudaginn kemur mun hann flytja erindi i Átt- hagasal Hótel Sögu á vegum Ger maníu. Ræðir hann þar um „Þýzk-íslenzka vináttu á okkar dögum“ og hefst sá fyrirlestur kl. 21.00. Hans Gerd Esser starfar sem bíaðamaður við dagblöð, útvarp, í fyririestrasölum og á námskeið um lýðháskóla og hefur lagt sér staklega fyrir sig: Erlendar þjóð tr og lönd, sögu landafræðmn- ar, sögu landafundanna og sigl- ingasögu. Hann hefur farið marg ar kynnis- og námsfarir til ým- issa Ianda í Evrópu, sem hann hefur síðan fjalfað um í um það bil 40 sérfyrirlestrum með lit- skuggamyndum undir sameigin- legu heiti: „Evrópa og Evrópu- búar“. Nú 'er hann að safna efni hér á landi í fyrirlestra um „Höfuðborgarsvæðið" og „Sigl- ingar og sjávarútvegur fslend- inga“. í september og október hefur hann haldið í boði Ger- maníu fyrirlestra hjá fólögum á ýmsum stöðum hér á landi um eftirfarandi efni: Hin róman- tíska Rín; Konrad von, Maurer og hin íslenzka sjálfstæðishreyf- ing; Heinrich Erkes, þýzkur ís- landsfari; Jón Sveinsson (Nonni) og Þjóðverjar, og á fimmtudag- inn kemur flytur hann eins og að framan greinir erindi um „Þýzk-íslenzka vimáttu á okkar dögum“. Hefur Esser flutt fyrir- lestra á ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Selfossi, í Háskóla fs- lands, í Kennaraskólanuirí, Verzl unarskólanum, báðum mennta- skólunum í Reykjavík og í Menntaskólanum á Laugarvatni. H. G. Esser er framkvæmda- stjóri Þýzk-íslenzka félagsins í Köln. Hann er ábyrgðarmaður þýzk-íslenzku árbókarinnair „Is- land“, sem gefin er út á þýzkri tungu. Kaupmannahöfn 15. október, einkaskeyti til Morgunblaðsins. í DANMÖRKU er nú unnið að stofnun dansks íslandshestafé- lags og verður hlutverk þess, að vinna að útbreiðslu þekkingar á hinum íslenzku hrossum og réttri notkun þeirra til útreiða. Þá er það einnig hlutverk félagsins, að fást við hreinræktun íslenzkra hrossa í Danmörku. Meðal stofnenda er Gunnar Jónsson, verkfræðingur, sem hef ur um margra ára skeið haft ís- Ienzka hesta á búgarði sínum Steinholti, við Hilleröd. Hjá hon um hefur verið hryssan Stjama, sem íslendingar gáfu þeim Mar gréti prinsessu og Hinrik prins í brúðargjöf. Stjarna kastaði ný lega og eignaðist myndarlegt fol ald. Gunnar sagði, að hópur hesta- vina- sem ættu íslenzka hesta hefðu lengi haft með sér nokk- urskonar samvinnu, þannig að þeir skýrðu hver öðrum frá reynslu sinni og hefðu haldið með sér nokkra fundi. Stungið hefði verið upp á því, að skrá Lubke hættir næstu sumur Bonn, 14. okt. (NTB) Heinrich Lúbke, forseti vest- ur-Þýzkalands, hefur ákveðið að láta af forsetaembættinu hinn 30 júni næsta ár. Tilkynnti forsetinn þetta í mót töku í skrifstofu sinni í tilefni þess að hann varð 74 ára í dag. Voru þar mættir fulltrúar úr ríkisstjórninni og leiðtogar þing flokkaniraa. Kjörtímabil Liibkes rennur ekki út fyrr en næsta haust, en með þessari ákvörðun sinni vill hann koma í veg fyrir að forsetakosningar rekist á þing kosningarnar sem fram eiga að fara í landinu í september á næsta ári. Þess í stað verður það nú verkefni sambandsþingsins og fulltrúa fylkisþinganna að kjósa nýjan forseta landsins í vor. ættir islenzkra hesta sem kæmu til Danmerkur, og þar sem eig- endur íslenzkra hesta eru orðnir svo margir, þótti rétt að þeir stofnuðu félag. Félagið verður ekki ósvipað þýzkum og svissneskum félögum af sama tagi. Mikil áherzla verð ur lögð á að íslenzkir hestar í Danmörku verði hreinræktaðir þannig, að þeir haldi sérkenn- um sínum og gangi. Varðandi ættarskrána er tekið fram, að sá sem fenginn verður til að skrá ættir hestanna, verði að hljóta samþykki Gunnars Bjarnasonar, ráðunautar, á íslandi. Stofnfund ur verður haldinn að Steinholti sunnudaginn 27. október og verða kallaðir þangað allir eig- endur íslenzkra hesta í Dan mörku. — Rytgaard. Tréskurðarmynd eftir Mariu Ólafsdóttur, listmálara. Moría Ólafsdóttir og fllfred Jensen fd góða dóma Hjónin María Ólafsdóttir list- málari og Alfred Jensen listmál ari hafa nýlega fengið góða dóma fyrir verk sín á sýningu í Kaupmannahöfn i september. Listagagnrýnandi í Politiken seg ir í grein sinni um sýninguna, að það sé einkennandi fyrir þau hjónin að verk þeirra skiptist í tvo þætti, sem séu innbyrðis mjög ólíkir. „Hún málar eða sker í tré ýmist skáldlegar, þjóð sagnamyndir, dansandi smámeyj ar eða íslenzkt landslag í sterk- um, lifandi og náttúrulegum dráttum. í síðustu myndum henn ar getur að líta beztan árangur, sem hún hefur náð. Ætli María Ólafsdóttir sé ekki einkar vel til þess fallin að skreyta barna- ævintýri með tréskurðarmynd- um? - Hún hefur til brunns að bera skáldlegan innblástur. Alfred Jensen hefur árum saman málað af alvöru og óþreyt andi dugnaði landslagsmyndir, bæði frá Danmörku og Suður- löndum. Hann hefur einnigtúlk að skilning sinn á hrynjandi náttúrunnar í abstrakt-symbólsk um formum, lífsimdrið eins og það birtist í hljóðlátum og ein- földum dráttum málverksins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.