Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 Dðnsku meistararnir unnu í daufu hraðmóti í gær Sigruðu Reykjavikurúrvalið i úrslitum 9:8 DÖNSKll meistararnir í hand- knattleik eru komnir hingað í heimsókn sem lengi hefur verið beðið eftir. I gærkvöldi komu þeir fyrst fram í Laugardals- höllinni á hraðmóti sem gestgjaf ar þeirra efndu til og sigraði danska liðið í þeirri keppni, en þátt tóku KR-ingar og síðan val ið lið úr Reykjavikurfélögunum og valið lið úr Hafnarfirði. Kom í Ijós að úrvalsliðin voru held- ur illa undir þetta leikkvöld bú in, marga góða menn vantaði og illa féllu liðin saman. Var því handknattleikurinn heldur lít- ill þetta kvöld og vonandi not- færa ísl. handknattleiksmenn sér betur hingaðkomu dönsku meist aranna. KR—HG. Fyrst mættust KR-ingar og Danirnir. Framan af tóku Dan- irnir lifinu með ró og KR-ingar höfðu yfir allt til hlés, en þá var staðan 5-4 KR í vil. í síðari hálfleik skiptí alveg um. Danirnir tóku nú lífinu af aivöru. >eir léku mjög þéttan varnarleik og sóknarleikurinn var gæddur lífi og fjöri. Mestan usia í vörn KR gerði stór og sterkur vinstri handar maður, alskeggjaður og víkingslegur í útliti. Hann skoraði alls 6 mörk í leiknum. Skipti alveg um í síðari hálf- leik. KR-ingar skoruðu aðieins 2 mörk en Danirnir 10 og unnu því leikinn 14-7. RVtK — HAFNARFJÖRÐUR 'Þó Reykjavíkurliðið væri tæt- ingslið og að flestra áliti aðeins brot af því bezta, sem hægt væri að sýna, náðf liðið þó strax tök- um á Hafnfirðingum, sem komu nú velflestir til síns fyrsta leiks á tímabilinu og voru sendingar og skot eftir því. Staðan varð því fljótlega 5-1 fyrir Reykjavík, en það tókst að rétta nokkuð við hlutinn fyrir hlé, en þá var for- skot Rvíkur 6-4. En sami gangur leiksins hélzt eftir hlé, þó sókn Hafnfirðinga yrðd þá þynigri, en þá kom til skjalanna Jón Breiðfjörð í marki Reykjavíkur og varði hann mjög vel. REYKJAVÍK — HG í úrslitaileik mætti Rvík sið- an HG. Reykvíkimgum tókst vel upp í byrjum og komiuet í 4—1 og í hálfleik var staðam 6—4 Reykjavík í viiL í síðari hálfledk fóru Dan- Aðsúgur að verðandi heimsmeisturum í KVÖLD fer fram í Mainchester Kíðari leikuriinm í keppnimmi um heúmsmeisitaratitil félagsliða. — Fyrri leikinin, sem fram fór i S-Amerík'U, utmu liðsmenm Allt ætlaði um koll uð keyru GÍFURLEG fagnaðarlæti brut ust út á OL-leikvanginum í Mexíkó stuttu eítir úrslitin í 100 m hlaupinu. Þá kom íyrsti göngumaðurinn í 20 km göngu inn á völlinn, en það var Rússinn Golubnitjev (sem Maut bronsverðlaun í Róm). En föguður stafaði ekki af því heldur 5 m á eftir honum kom Mexíkaninn Pedrazza — og ailt ætlaði um koll að keyra. Hann reyndi allt hvað hann gat og dró 1—2 m á Rússann á brautinni að marki — en tókst ekki meir. En það voru allir ánægðir með silfrið. Þriðji varð Rússi og síðan kom Bandaríkjamaður og eru þeir nýir í þessari grein. - IÞROTTIR Framhald af bls. 12 sek og Skomakokov, Rússlandi 4. á 49,6 sek. í>að verða því USA, V-Þýzka- land, Bretland og Ítalía sem eig- ast við á hlaupabrautinni þegar úrslitahlaupið fer fram. Allir eru kapparnir gamalreyndir og keppnisvanir og því erfitt að sjá fyrir um úrslit. Ekki er ótrú- legt að heimsmetið falli i átök- unum, svo og Evrópumetið 49,1 sek sem er í eigu þeirra Henn- ings og Sehuberts. Est-udiantes með 1:0. Því er spáð að það muini reyn- ast Manchester Utd erfitt að vi'nna upp það forskot, því liðe- men.n eru mjog margir — eiindr 6 á sjúkralista og sá 7. Nobby Stiies er í „Straffi" þar^ sem honium var vísað af velli í ledkn um við Argeintíin'umenn'iina. Argentíniumenimrinir hafa bú- ið í Mamchester síðan fyrir helgi. Si. nótt urðoi ólæti við 'hótel þeima og vair rúða brotin í herbergi einis l'iðsmanna, en hann sakaði ekkd. Lögreglan varð að dreifa mannfjöldanum. imir aftur á mótd á fulla ferð og jöfnuðu 6—6. Síðan skoraði Rvík 7—6 og Danir jöfnuðu 7—7 og komust yfir 7—8. Allan þenn- an kafla — 3 mörkin sem úr- slitum réðu fyrir Dani — átti 'víkiiniguirinn Pallle Nielsen. — Reykjavík jafnaði svo 8—8 og var þá mínúta eftár. LitLu síðar var brotið á íel. liðinu, en ekki á það dæmt. Werner Gaard brun aði upp völlinn og skoraði sdig- urmarkið 9—8 fyrir HG. Beztir hjá ísl. liðinu og þeir einu sem sýndu eitthvað um- taiLsvert voru Jón Bredðfjörð í miarkinu og Ólafur Jónsson í Val. ' mm Þýzka yveitin í 4x100 m. boðhlaupi sló á æfingamóti í Mexí- kó þýzka metið í greininni og hljóp á 39.2 sek. Þetta eru f.h. Karl Peter Schmidtke, Jochen Eigenherr, Gert Metz og Her- hard Wucher. Þeir horfa á Bikila, sem tvívegis hefur sigrað á Olympíuleikum í Maraþonhla upi. Ágætur leikur íslendinga gegn Bandaríkjamönnum LEIK úrvalsliðs landsliðsnefnd- ar Körfuknattleikssambandsins og úrvals úr bandarískum há- skólaliðum, sem hér leikur á vegum Gillette-fyrirtækisins, lauk með sigri þeirra síðar- nefndu, 100 gegn 74. Um þrjú hundruð manns lögðu leið sína í Laugardalshöllina á föstudag til þess að sjá leikinn, og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigð- um. íslenzka liðið sýndi mikinn baráttuvilja og leikni, meðan kraftar entust, og hinir banda- rísku gestir buðu upp á glæsileg an körfuknattleik, þegar þeir höfðu hrist af sér ferðaslenið. Upphaf síðari hálfleiks var hrein sýning á góðum körfuknattleik, og skoruðu Bandarikjamenninir þá 3l stig gegn 10. íslenzka liðið má vera ánægt með útkomuna úr leiknum, að ná þessu í leik gegn yfirburðarmönnum á sviði körfu knattleiksins, og það í upphafi keppnistimabilsins, er góður ár- angur, og var barátta liðsins eink um í fyrri hálfleik til mikillar fyrirmyndar. Þrjú heimsmet í nótt í GÆRKVÖLDI urðu stórtíðindi á OL í Mexíkó. A1 Orter Varð OL-meistari í kringlukasti — fjórða sinn í röð, og hefur eng- inn unnið slíkt afrek áður. Englendingurinn David Hem- ery vann óvænt 400 m. grinda- hlaup á 48.1, sem er undravert afrek og heimsmet. Kringlukast: 1. A1 Orter USA 64.78 OL-met 2. L. Milde A-Þýzk. 63.08 3. Ludvig Danek Tékk. 62.92 4. Manfred Losch A-Þýzk. 62.12 5. J. Silvester USA 61.78 6. Gary Catlsen USA 59.46 400 m. grindahlaup: 1. David Hemery Engl. 48.1 2. Gerhar Henninge V-Þýzk. 49.0 3. J. Sherwood Engl. 49.0 4. G. Vanderstock USA 49.0 5. V. Sokmarokov Sovét 49.1 6. Ron Whitney USA 49.2 800 m. hlaup: Hér átti sér stað eitt harðasta einvígi í sögu Olympiuleika. Kip rigut hafði forystu og var kom- inn 2—3 m. á undan er Dou- bell, óþekktur fyrir leikana, tók sprett og vann upp forskotið og meira til í eitilhörðu einvígi. 1. Ralph Doubell Ástralíu 1:44.3 2. Kiprigut Kenía 3. FarrelUSA 4. Adams V-Þýzk. 100 m. hlaup kvenna Þar sigraði Tyus USA á nýju heimsmet 11.0. Hún er fyrsta kon an sem vinnur 100 m. hlaup á tveim leikum. í öðru sæti varð Barbara Farrell USA og 3. Kirsz enstein Póllandi. íslenzka úrvalið hóf leikinn mjög glæsilega, og var staðan 8:0 eftir skamma stund. Kom þessi gusa hinum erlendu gestum greinilega á óvart, en þeir áttuðu sig þó von bráðar og þegar sex mínútur voru af leiknum höfðu þeir náð yfirhöndinni, 9:8. Okk- ar menn voru þó alls ekki á því að gefa neitt eftir og börðust af mikilli hörku. Var þó við ofur- efli að etja, því hæðarmunur var mikill í liðunum, en fjórir af leikmönnum bandaríska liðsins voru yfir tveir metrar á hæð. Um miðjan hálfleikinn hafa ís- lendingar náð yfirhöndinni á ný, og er staðan 28:23 þeim í hag. Með góðum spretti ná Banda- ríkjamennirnir að jafna og siga fram úr, þannig að þegar blásið er til hálfleiks hafa þoir náð sex stiga forskoti, 43:37. Eins og áður er getið var upp- haf síðari hálfleiks alger ein- stefnuakstur að körfu íslendinga, og var leikur gestanna mjög glæsilegur þann tíma. Var þá sýnt um úrslit leiksins. Það duld ist engum sem á leikinn horfði, að þetta bandaríska lið er mjög sterkt, og verður gaman að fylgj ast með hverjum árangri það nær á ferð sinni til Evrópu, en leikurinn í gærkveldi var hinn fyrsti i þeirri ferð. Um miðjan síðari hálfleik skiptu gestirnir um lið og létu „varamennina" leika það sem eftir var leiksins, en reyndar var lítill munur á hverjir af leik- mönnum liðsins voru á leikvell- inum hverju sinni, því liðið var mjög jafnt. Jafnaðist leikurinn nú nokkuð, og bættu íslending- arnir stöðuna úr 47:77 í 74:100, eða um fjögur stig. Það sem einkum olli yfirburð- um bandaríska liðsins var stærð armunurinn, og varð hann til þess að aragrúi af sendingum ís- lendinga lentu i höndum and- stæðinganna. Við það bættíst svo að þegar okkar menn þreytt- ust, urðu sendingar og sk#t mun ónákvæmari. Þegar hæðarskort- ur íslenzka liðsins var hvað mest áberandi, fannst ýmsum að þörf væri brýn, svo ekki sé meira sagt, að nýta stærsta mann liðsins, og stærsta mann- inn í salnum þetta kvöld, Sig- urð IHelgason, sem er 209 senti- metrar á hæð. En sú var greini- lega ekki skoðun þess, sem réði leikmannaskiptum, og er sannar lega erfitt að gera sér grein fyr- ir hvers vegna stærsti maður liðsins er ekki látinn leika eina einustu mínútu, í leik þar sem mótherjarnir leika í gegnum vörn okkar manna á næstu hæð fyrir ofan þá, ef svo má kalla. Væntanlega hefur þjálfari liðsins góð rök fyrir sínum skoðunum, því sterk þurfa þau að vera til þess að réttlæta það að stærsti maður íslenzka liðsins fékk ekki einnar, mínútu tækifæri til þess að sýna getu sína, einmitt þegar mótherjarnir yfirbuguðu okkar menn með stærðarmuni* að miklu leyti Liðin: Hið bandaríska lið var nokk- urn tíma að komast í gang, og má vera að góður s*prettur is- lenzka liðsins í upphafi leiksins hafi ruglað þá. Þegar gestirnir höfðu fundið sig, þá sýndu þeir mjög glæsileg tilþrif. Þó olli það vonbrigðum að sjá ekki meira af leikfléttum og fallegum lang- skotum af mjög stuttu færL Flest stig í liði gestanna skoruðu, Lan- held 11, McDonald 18, og Frank- lin 25, en hann átti mjög skemmti lega kafla í leiknum og var eini gesturinn, sem virtist verulega i essinu sínu allan leikinn. Eins og áður er sagt. áttu fs- lendingarnir mjög góðan fyrri hálfleik, og var leikur þeirra þá hnitmiðaður og vel útfærður. í síðari hálfleik, þegar þreytan sagði til sín var leikur þess aftur á móti slakur á köflum, og mikið af sendingum til spillis. Hjörtur Hansson bar af öðrum leikmönn um íslenzka liðsins í gærkvöldi, skoraði hann þrettán stig og átti glæsilegan leik. Agnar Friðriks- son lék einnig glæsilega og skor- aði flest stigin, eða 23, og náði fjölda frákasta. Gunnar, Kö^- beinn og Birgir Jakobsson áttu allir mjög góðan leik og skoraði Birgir næst flest stig íslendinga, 16 talsins. Dómarar í leiknum voru Marinó Sveinsson og Ingi Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.